Morgunblaðið - 06.03.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.03.1994, Blaðsíða 43
KNATTSPYRNA UEFA-fána stolið Forráðamenn ítslska félagsins Cagliari eru ekki ánægðir með að fána Knattspymusam- bands Evrópu, UEFA, var stolið þegar félagið iék gegn Juventus á Sant’Elia-leikvellinum í UEFA-keppninni sl. þriðjudags- kvöldið. Þeir hafa nú boðið þeim sem skilar fánanum peysu núm- er níu, en í þeirri peysu leikur miðheijinn Juiio Dely Vaidez, sem skoraði sigurmarkið, 1:0, gegn Juventus. Forráðamenn- imir vona að sá sem tók fánann traustataki vilji frekar peysu Dely Valdez. „Við þurfum að nota fánann aftur í undanúrslit- um,“ sagði Mario Manca og bætti við að þeir væm einnig tilbúnir að láta buxur og sokka fylgja peysunni. MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR SUNNUDAGUR 6.. MARZ 1994 Guðrún í hópi fljótustu grinda- hlaupara í bandarískum háskólum ÚRSLITAKEPPNIN um íslandsmeistaratitilinn í körfukattleik er á næsta leyti og þegar er Ijóst að liðin af Suðurnesjum munu enn eitt árið berjast um meistaratitilinn. Mikil gróska hefur verið í körfuknattleiksíþróttinni á Suðurnesjum á undanförnum árum og þá sérstaklega í Keflavík. Kef Ivíkingar unnu tvöfaldan sigur bæði í karla og kvennaflokki á síðasta ári og líkur eru á að liðin endurtaki þann leik aftur í ár því þau hafa þegar varið bikar- meistaratitla sína. En nágrannalið þeirra í Njarðvík og Grindavík vilja áreiðanlega leggja sitt af mörkum í úrslitakeppninni en nú eru þrjú Suðurnesjalið ífyrsta sinn í úrslitum. Mikið fjör hefur verið í leikjum úrslitakeppninnar frá því að hún var tekin upp og enn eitt árið eiga körfuknattleiksunendur ívændum skemmti- lega keppni. Guðrún Arnardóttir, Ármanni, sigraði í 55 m grindahlaupi á svæðismeistaramóti 12 bandarískra háskóla í Gainesville Stefán Þór í Flórída um síðustu Stefánsson helgi. Hún hljóp á skrifarfrá 6,77 sekúndum í Bandaríkjunum úrslitahlaupinu, en 6,86 í undanrásum og 6,81 í undan- úrslitum. Guðrún, sem keppir fyrir Athens háskólann í Georgíu, var í 2. sæti á mótinu í fyrra, en sagðist geta bætt sig með betra viðbragði og vonaðist til að laga þá hlið fyrir háskólameistaramótið innanhúss um aðra helgi. Hún er nú á meðal átta fljótustu grindahlaupara í bandarískum háskólum, en á mót- inu keppti hún einnig í þrístökki og stökk 11,99 m, sem er persónu- legt met og nægði í 8. sæti. Þá var hún í 4x400 m boðhlaupi og fékk millitímann 55,9, en sveitin varð í 6. sæti á 3.50,83. Fríða Rún Þórðardóttir, UMSK, og Snjólaug Vilhelmsdóttir, UMSE, skólasystur Guðrúnar, kepptu einn- ig í Flórída. Snjólaug setti persónu- legt met í 400 m hlaupi, fór á 58,36 sekúndum og bætti sig um tæplega tvær sekúndur. Hún hljóp 55 m grindahlaup á 8,74 og komst í und- anúrslit en ekki lengra og í 4x400 m hlaupinu fékk hún millitímann 56,6. Fríða Rún var í 6. sæti í 3.000 m hlaupi á 9.48,03 og var óánægð, en hún var í öðru sæti í fyrra. Islands og bikarmeistarar Keflvík- inga hafa nú leikið til úrslita í fimm ár samfellt og hafa hampað meistaratitlinum tvö Björn síðustu ár. Njarðvík- Blöndal ingar eru aftur skrífarfrá komnir með sterkt lið eftir slakt tímabil í fyrra þar sem þeir komust ekki í úrslitakeppnina og þykjast þeir áreiðanlega eiga harma að hefna eftir tapið í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBK á dögunum. Þriðja suður- nesjaliðið er Grindavík sem nú hef- ur tryggt sér sæti í úrslitakeppn- inni annað árið í röð. Uppsveifla hefur verið í körfuknattleiksíþrótt- inni í Grindavík á síðustu árum og liðið hefur sýnt nágrönnum sínum oftar en einu sinni að það er aðeins sýnd veiði en ekki gefin. Slagurinn um fjórða sætið stendur nú milli nýliða Skagamanna og Snæfells frá Stykkishólmi, en þau eru varla lík- leg til að blandi sér í baráttu Suður- nesjaliðanna. ÍBK reynslumesta liöið Keflvíkingar eru trúlega með jafnsterkasta og reynslumesta liðið. Þeir hófu keppnistímabilið frekar illa en hafa verið nánast í stöðugri sókn síðan - og þeir sýndu enn einu sinni styrk sinn á úrslitastundu í bikarúrslitaleiknum við Njarðvík á dögunum. Frá því að Keflvíkingar urðu fyrst íslandsmeistarar árið 1989 hafa þeir alltaf leikið til úr- slita eða í 5 ár í röð. Þeir töpuðu í úrslitum fyrir KR-ingum 1990 og árið eftir fyrir Njarðvíkingum, en tvö síðustu árin hafa þeir hampað hinum eftirsótta bikar, þeir unnu Valsmenn í úrslitum árið 1992 og Hauka frá Hafnarfírðií fyrra. í liði ÍBK eru 6 virkir landslið- menn sem eiga að baki 255 lands- Jón Kr. Gíslason er leikreyndasti leikmaður Keflvíkinga, sem eru með 6 virka landsliðmenn innanborð sem eiga samtals 255 landsleiki að baki. Það ætti að gefa vísbendingu um styrk og reynslu liðsins. Jón Kr. er leikstjómandi og á myndinni gefur hann merki um leikaðferð númer Qögur. stig í riðlakeppninni fær fyrsta, þriðja og síðan fimmta leik ef til þess kemur. Landsliðsmenn ÍBK: Jón Kr. Gíslason 131 Guðjón Skúlason 58 Sigurður Ingimundarson 27 Albert Óskarsson 26 Brynjar Harðarson 9 Kristinn Friðriksson 4 Landsliðs- menn UMFN: Valur Ingimundarson 141 Teitur Örlygsson 64 Friðrik Ragnarsson 19 Jóhannes Krist- bjömsson 19 Rúnar Árnason 13 ísak Tómasson 3 Landsliðsmenn UMFG: Guðmundur Bragson 82 Nökkvi M. Jónsson 28 leiki og ætti það að gefa vísbend- ingu um styrk og reynslu liðsins. Leikreyndustu menn ÍBK eru Jón Kr. Gíslason með 131 landsleik og Guðjón Skúlason með 58 landsleiki. Njarðvíkingar geta líka státað af 6 landsliðsmönnum og þeir gefa Kefl- víkingum ekkert eftir hvað leikja- fjölda varðar nema síður sé því sam- anlagt eiga landsliðsmenn UMFN 259 landsleiki að baki og munar þar mestu um 141 leiki Vals Ingi- mundarsonar og 64 leiki Teits Örl- ygssonar. Grindvíkingar eiga tvo landsliðsmenn Guðmund Bragason með 82 landsleiki og Nökkva Má Jónsson sem áður lék með IBK og hefur hann klæðst landsliðspeys- unni 28 sinnum. Efstu liðin fá fyrst heimaleik Úrvalsdeildin í körfuknattleik er leikin í tveim riðlum og komast tvö efstu liðiðn áfram úr hvorum riðli. Eins og áður sagði hafa Keflvíking- ar sem leika í A-ri sér sigur í sínum ljóst á þessari stundu hvort það verða Skagamenn eða Snæfell sem ná öðru sætinu. í B-riðli hafa Njarð- víkingar og Grindvíkingar þegar tryggt sér sæti í úrslitum, en slag- urinn stendur um hvort liðið nær fyrsta sætinu því það lið sem lendir í örðu sætinu leikur gegn Keflvík- ingum í fyrsta leiknum þann 24. mars n.k. Daginn eftir leikur síðan efsta liðið í B-riðli við það lið sem verður í örðu sæti í A- riðli og kom ast þau lið áfram sem fyrr verða til að vinna tvö ieiki. Efstu liðin fá heimaleik fyrst og síðan aftur ef til oddaleiks kemur. í tveggja iiða úrslitum hreppir það lið sem fyrr verður til að vinna þijá leiki íslands- meistaratitilinn og þar gildir einnig sú regla að það lið sem hlaut fleiri Guðrún Arnardóttir úr Ármanni hefur staðið sig mjög vel á mótum í Banda- ríkjunum í vetur. KÖRFU KMATTLE 3'KU'R/U ÍRSLI TAKJE'P-PNI Þvjú Suðumesjalið í eldlínunni í fyrsta sinn FRJALSAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.