Morgunblaðið - 06.03.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.03.1994, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994 40 RADA UGL YSINGAR Óskum eftir húsi, „lofti“ eða íbúðtil leigu í austurbænum Svar skilist til auglýsingadeildar Mbl., merkt: „í - 13093“, fyrir 12. mars. íbúðásvæði 101/107 Fyrir einn af viðskiptavinum okkar leitum við eftir 3ja-4ra herb. íbúð á vsæði 101 eða 107. Upplýsingar í síma 686820 á skrifstofu okkar í dag og næstu daga. Bókhaldsþjónustan,' Suðurlandsbraut 12. íbúð óskast á leigu Óska eftir að taka á leigu 2ja eða 3ja her- bergja íbúð í Hlíðahverfi eða nágrenni Landspítalans í maímánuði eða fyrr. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar, í síma 615023. íbúð eða lítið hús Hjón, með tvo syni á skólaaldri, óska eftir ca 120 fm íbúð eða litlu húsi á höfuðborgar- svæðinu. Öruggar greiðslur. Góðri umgengni heitið. Leigist helsttil tveggja ára eða lengur. Vinsaml. hafið samband við Guðlaugu Skúla- dóttur í vinnusíma 600919, heimasíma 76666. íbúðir erlendis Félagasamtök hafa áhuga á að leigja íbúðir erlendis fyrir félagsmenn sína, viku og viku, í sumar. Leitað er eftir íbúð í París, Amster- dam og á Norðurlöndunum. Aðrir staðir koma einnig til greina. Upplýsingar í síma 629644. Félagasamtök. Góð íbúð Höfum verið beðnir að útvega húsnæði til leigu í Reykjavík fyrir lækni, sem starfar mik- ið erlendis. Má vera með húsgögnum að hluta. VAGN JÓNSSON FASTEIGNASALA Skúlagötu 30 AHi Vagnsson hdl. SÍMI 61 44 33 • FAX 61 44 50 Leirböðin við Laugardalslaug Boðið verður upp á leirböð og nudd frá mánudeginum 7. mars. Frá sama degi gildir sértilboð til ellilífeyrisþega og öryrkja. Uppl. í síma 881028 og hjá leirböðunum. Menningarsjóður íslands og Finnlands Tilgangur sjóðsins er að efla menningar- tengsl Finnlands og íslands. í því skyni mun sjóðurinn árlega veita ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrkir verða öðru fremur veitt- ir einstaklingum. Stuðningur við samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstak- lega stendur á. Á þessu ári er lögð áhersla á að styrkja verkefni er stuðla að aukinni kynningu á finnskum og íslenskum bók- menntum. Umsóknir um styrki úr sjóðnum fyrir síðari hluta árs 1994 og fyrri hluta árs 1995 skulu berast sjóðstjórninni fyrir 31. mars 1994. Áritun á íslandi: Menntamálaráðuneytið, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku, finnsku eða norsku. Sérstök umsóknareyðu- blöð fást í ráðuneytinu. Stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands, 3. mars 1994. Ferðamálaráð íslands Styrkirtil úrbóta á ferðamannastöðum Á þessu vori mun Ferðamálaráð íslands út- hluta styrkjum til framkvæmda á ferða- mannastöðum á Norður- og Austurlandi. Um er að ræða takmarkað fjármagn. - Úthlutað verður til framkvæmda, sem stuðla að bættum aðbúnaði ferðamanna og verndun náttúrunnar. - Kostnaðaráætlun þarf að fylgja með og verkefnið skilgreint á annan hátt. - Styrkir verða ekki greiddir út fyrr en fram- kvæmdum og úttekt á þeim er lokið. - Gert er ráð fyrir að umsækjendur leggi fram fjármagn, efni og vinnu til verkefnis- ins. - Styrkþegum gefst kostur á ráðgjöf vegna undirbúnings og framkvæmda hjá Ferða- málaráði. Umsóknum ber að skila á eyðublöðum, sem fást á skrifstofu Ferðamálaráðs, og þurfa þær að berast fyrir 5. apríl 1994. Ferðamálaráð íslands, Lækjargötu 3, 101 Reykjavík, sími 91-27488. Húsverndarsjóður í apríl verður úthlutað lánum úr Húsverndar- sjóði Reykjavíkur. Hlutverk sjóðsins er að veita lán til viðgerða og endurgerðar á hús- næði í Reykjavík, sem hefur sérstakt varð- veislugildi af sögulegum eða byggingarsögu- legum ástæðum. Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja verklýsingar á fyrirhuguðum framkvæmdum, kostnaðaráætlun, teikningar og umsögn Ár- bæjarsafns. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 1994 og skal umsóknum, stíluðum á Umhverfismálaráð Reykjavíkur, komið á skrifstofu garðyrkju- stjóra, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. Skeifan - til leigu 600-800 fm húsnæði á jarðhæð/kjallara í Skeifunni. Hentar m.a. fyrir verslun eða lag- er. Ódýrt húsnæði með mikla möguleika. Upplýsingar í síma 682244 á daginn og 681680 á kvöldin. Húsnæði við Laugaveg Við neðanverðan Laugaveg er til leigu 350 fm innréttað húsnæði á 2. hæð. Húsnæðið er að mestu leyti einn stór salur, sem býður uppá marga notkunarmöguleika. Upplýsingar veittar í síma 77059 e. kl. 18. 57 fm Til leigu er vandað skrifstofuhúsnæði á 3. hæð. Mjög góð sameign og bílastæði. Hús- næðið getur verið laust til afhendingar strax. Upplýsingar eru veittar í síma 812264 eða 670284. Til leigu 108 fm húsnæði á jarðhæð. Sérinngangur. Getur hentað mjög vel heildsölu, verslun eða hvers konar skrifstofustarfsemi. Upplýsingar eru veittar í síma 812264 eða 670284. Skrifstofuhúsnæði Erum með gott skrifstofuhúsnæði í boði á skemmtilegum stað. Banki, pósthús og versl- anir í sama húsnæði. Kaffiaðstaða með góðu eldhúsi. í boði eru 30-200 fm. Fyrstu þrír mánuðurnir leigulausir. Frekari upplýsingar í síma 614324 á skrif- stofutíma. Til leigu Gott atvinnuhúsnæði til leigu á Höfðabakka 3, austast í röðinni, 260 ferm. á tveim hæðum. Laust nú þegar. Mjög snyrtilegt og skemmti- legt húsnæði, hentugt fyrir ýmiss konar starf- semi. Nánari upplýsingar í símum 681860 og 681255 á skrifstofutíma. Hörður Sveinsson & Co hf. Lagerhúsnæði óskast Stórt verzlunarfyrirtæki óskar eftir að leigja eða kaupa 1200-1500 fm lagerhúsnæði með góðri lofthæð. Gámastæði við húsið nauð- synlegt. Æskileg staðsetning austurbær Reykjavíkur. Upplýsingar berist auglýsingadeild Mbl. fyrir nk. fimmtudag, merktár: „Lagerhúsnæði - 10705“. Til leigu á Suðurlandsbraut 4 Verslunar- og lagerhúsnæði er til leigu á 1. hæð Suðurlandsbrautar 4, Reykjavík. Um er að ræða 150 m2 verslunarrými í austurhluta hússins auk allt að 156 m2 lag- errýmis. Upplýsingar gefa Gissur í síma 603887 eða Ólafur í síma 603881 á skrifstofutíma. Skeljungur hf., Suðurlandsbraut 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.