Morgunblaðið - 06.03.1994, Blaðsíða 48
varða
víðtæk
fjármálaþjónusta
Landsbanki
íslands
I Bankl allra landsmanna
FORGANGSPÓSTUR
UPPLÝSINGASÍMI 63 73 00
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJA VÍK
StMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85
SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Trillukarlar
fimdu eitur-
efnagám í
Héraðsflóa
TVEIR trillusjómenn á Hafbjörgu
NS frá Borgarfirði eystra fundu
á föstudag tóman eiturefnagám á
floti norðaustur af Ósafles í Hér-
aðsflóa og drógu hann til Borgar-
fjarðar. Reyndist þetta vera einn
af þremur eiturefnagámum sem
fóru í sjóinn af flutningaskipi í
fyrra. Fyrsta gáminn fann Drang-
ey VE á Kötlugrunni i lok nóvem-
ber en ekkert hefur sést til þess
þriðja. Gámurinn er nú í fjörunni
við bryggjuna í Borgarfirði.
„Við sáum þetta nokkuð langt til,“
segir Eiríkur Gunnþórsson, eigandi
Hafbjargar. Eiríkur var ásamt Ólafi
Aðalsteinssyni að hákarlaveiðum í
~ góðu og björtu veðri á svæðinu þeg-
ar þeir sáu gáminn um hádegi á
föstudag. Gámurinn er 20 fet, eða
tæpir sjö metrar, en Hafbjörgin er 6
tonn og tæpir tíu metrár að lengd.
Hefur vakið athygli eystra
Eiríkur segir að þeir hafí siglt að
gámnum, fest í hann línu og dregið
hann að landi. Ekki hafí verið erfítt
að sigla með hann til lands, þeir
Ólafur hafi að vísu verið nokkuð lengi
á leiðinni. Gámurinn var síðan dreg-
-—inn á land í fjörunni við höfnina þar
sem hann er nú.
Gámurinn hefur vakið talsverða
athygli heimamanna og margir
þeirra lagt leið sína niður á höfn til
að skoða, segir Eiríkur. Gámurinn
er tómur og hefur eigandi hans sagt
að gámarnir þrír sem fóru í sjóinn
hafi verið það.
Hjá Landhelgisgæslunni fengust
þær upplýsingar að skipið sem missti
gámana í sjóinn hafi verið á siglingu
langt suður í höfum.
Gámurinn verður sóttur til Borg-
arfjarðar og farið með hann til
Reykjavíkur. Fyrri gámurinn sem
fannst var sendur til rétts eiganda
sem greiddi allan kostnað sem hlaust
af fundi hans hér við land.
Morgunblaðið/RAX
Einn á ferð við Dyrhólaey
Sól óð í skýjum þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferð um Suðurland í vikunni. Þungbúin skýin, drangarnir við Dyrhólaey og aldan
sem brotnar ljá einmana göngu mannverunnar dýpri merkingu.
A
Horfur á mikilli aukningu ferðamanna til Islands í apríl og maí
Bókanir frá Kaupmannahöfn
eru 60-80% fleiri en í fyrra
Rafmagnstruflanir í Landssímahúsinu
Hvorki sólbekkir
né draugagangur
taldir orsakavaldar
„VIÐ vonumst til að hafa komist fyrir þessar rafmagnstruflanir,
en skýringar sem nefndar hafa verið á þeim hafa verið með
ýmsu móti og sumar undarlegar. Það er a.m.k. ekkert sem renn-
ir stoðum undir þann grun sem sumir hafa alið með sér að sól-
bekkir í Miðbæjarmarkaðnum hafi valdið símatruflunum eða þá
að draugagangi hafi verið um að kenna,“ sagði Þorvarður Jóns-
son, framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs Pósts og síma, í viðtali við
Morgunblaðið.
HORFUR eru á mikilli aukningu í komu erlendra ferðamanna til
íslands í mánuðunum apríl og maí samanborið við seinustu ár. Hrönn
Greipsdóttir, sölusljóri í innanlandsdeild Úrvals-Utsýnar, segir að
óvanalega margir ferðamenn komi hingað til lands á vegum ferða-
skrifstofunnar frá Belgíu og Hollandi í vor en þaðan koma stórir
hópar til ráðstefnuhalds. Éinnig er n\jög mikil aukning í helgarferð-
um hópa frá Skandinavíu að hennar sögn. Bókunum í flugi frá
Kaupmannahöfn hefur fjölgað um 60-80% í apríl og maí miðað við
seinasta ár, að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða.
Eins og skýrt var frá í Morgun-
blaðinu urðu símanúmer, sem
tengd voru við stöðina í Landssíma-
húsinu, sambandslaus um tíma
dagana 14. og 15: febrúar. „Við
könnuðum málið vel í samvinnu við
Rafmagnsveitu Reykjavíkur. í
Landssímahúsinu er spennustöð,
.þar sem einnig er rafmagnsþræð-
r ing fyrir Miðbæjarmarkaðinn, sem
er næsta hús. Til að tryggja öryggi
símans betur flutti Rafmagnsveit-
an þræðinguna fyrir Miðbæjar-
markaðinn yfir í aðra spennustöð,
svo nú höfum við stöð sem fæðir
eingöngu Landssímahúsið. Eftir
þessar breytingar verðum við að
bíða og sjá hvað setur, en við von-
um að við höfum komist fyrir þess-
ar truflanir."
Ýmsar skýringar
Þorvarður sagði að menn hefðu
engan rökstuddan grun um að eitt-
hvað í húsi Miðbæjarmarkaðarins
hefði valdið truflununum, en þeirri
skýringu hafði verið varpað fram
að sólbekkir í húsinu hefðu þessi
truflandi áhrif. „Menn hafa komið
með alls konar skýringar og sumar
yfirnáttúrulegar. Draugagangur úr
gömlum kirkjugarði var ein skýr-
ingin, en við vonum að með þessum
breytingum höfum við komist end-
anlega fyrir þessar truflanir," sagði
Þorvarður Jónsson.
Hrönn segir að helstu skýring-
arnar á þessari fjölgun ferðamanna
virðist vera að fargjöld hafi lækkað
til íslands, „og svo er kynningin á
undanfömum árum sem betur fer
farin að skila sér,“ segir hún.
Einar sagði að einnig væri mjög
gott útlit í ferðum frá Noregi en
þar er 60% aukning bókana í apríl
og rúmlega 25% í maí. í Stokkhólmi
er aukningin um 10% í hveijum
mánuði miðað við seinasta ár og í
Þýskalandi, Spáni og Sviss er ná-
lægt 10% aukning bókana hjá Flug-
leiðum samanborið við sömu mán-
uði 1993.
Gæti orðið metsumar í
ferðaþj'ónustu
„Það þarf að fylgja þessu mjög
vel eftir. Við erum í samkeppni um
ferðamenn við norðlæga staði og
írland og það þarf töluverða vinnu
til að halda þessu en horfurnar
núna eru góðar og menn vona að
ef þessu verður fylgt eftir með
sterku markaðsstarfi eigi að nást
metsumar hér í ferðaþjónustu,"
segir Einar.
„Við sjáum aukningu frá Noregi
og Svíþjóð. Þetta er mjög mikið
fyrirtækjahópar, þar sem fyrirtæki
bjóða starfsfólki sínu í helgarferðir
til Reykjavíkur og svo er einnig um
að ræða starfsmannafélög og alls
Eiríkur sagði að eftir síðasta
útboð spariskírteina hefði verið
þrýstingur á vextina upp á við.
Þá hefði verið greinilegt að menn
trúðu því ekki lengur að ve’xtir
færu lækkandi, en hann teldi að
konar aðra hópa sem koma hingað
á föstudegi og fara á sunnudegi,"
sagði hún.
Hrönn sagði að áhersla hefði
verið lögð á að kynna viðskiptaaðil-
um erlendis möguleika á ferðum til
íslands utan háannatímans. Það
virtist nú vera að skila árangri því
margir stórir hópar ferðamanna
væru væntanlegir, sem væri mjög
ánægjulegt því þessir ferðamenn
skildu mest eftir sig á íslandi.
það hefði nú jafnað sig. Aðspurður
hvort bankinn myndi halda áfram
kaupum á húsbréfum sagði hann
að ekkert væri gefið upp um það,
það væri rætt og ákveðið frá degi
til dags.
Húsbréf keypt
fyrir milljarð
SEÐLABANKI íslands hefur keypt húsbréf fyrir um einn milljarð
króna frá því að bankinn hóf viðskipti með húsbréf um miðjan
janúar síðastliðinn, en á sama tíma hefur hann selt sáralítið af
húsbréfum. Eiríkur Guðnason, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans,
segir að eftir síðasta útboð spariskírteina hafi verið þrýstingur á
vextina upp á við, en það hafi nú jafnað sig og vextir spariskír-
teina séu nú í jafnvægi í kringum 5% og ávöxtun húsbréfa í kring-
um 5,20%.