Morgunblaðið - 06.03.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.03.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994 27 Árið 1942 seldi Anna hús sitt á Ljósvallagötu 8 og keypti þá helming Lithoprents (sem þá var til húsa á Nönnugötu 16) á móti Einari bróður sínum. Þar kynntist ég dugnaði og fjölhæfum gáfum hennar fyrir al- vöru. Þar var hún allt í öllu um 30 ára skeið og átti stærstan þátt í að drífa fyrirtækið áfram og skapa því traust og virðingu með hugviti sínu. Hún átti t.d. stærsta þáttinn í að ráðist var í Ijósprentun gamalla bóka og ber Guðbrandsbiblíu þar hæst. Hönnun bókarinnar, þ.e. útlit og bókband, var fyrst og fremst hennar verk, hún skilaði verkinu með glæsi- brag. Bókhald, fjármál og eftirlit með starfsfólki hvíldi á hennar herðum. Hún hélt uppi aga í fyrirtækinu, lagði áherslu að lærlingarnir inntu störf sín sem best af hendi og að starfs- fólkið skiiaði vinnuseðlum daglega. Fyrir kom að vinnuseðlar læriing- anna voru dálítið spaugilegir, en sjálfur var ég einn í þeim hópi. Ein lýsing á vinnuseðli hljóðaði þannig: Skar pabba (pappa), prentaði pabba, braut pabba og pakkaði pabba inn. Þarna fannst Ónnu illa farið með góðan föður og kallaði því lærlinginn til sín og spurði: „Hvernig var þetta með föður þinn, lifði hann þessa skelfilegu meðferð af?“ Þetta var ein af þeim aðferðum sem hún notaði til að fá okkur til að skrifa óbrenglað íslenskt mál. Nú að leiðarlokum, þegar hún Anna föðursystir mín hefur lokað fallegu brúnu augunum sínum í hinsta sinn, vil ég þakka alla vináttu hennar í minn garð. Hún var mikil kona með hlýtt hjarta, henni mun ég aldrei gleyma. Þorgrímur Einarsson. Menn upp stundum komast á óperusvið og öðlast af þessu mikinn hróður; en aðrir menn sækja útá mið þar sem aflinn er stundum býsna góður, og enn aðrir menn sitja auðssöfnun við uns úr verður feikna digur sjóður; en samt er það aðalatriðið að eignast góða tengdamóður. (Gömul afmælisvísa til Önnu.) Jónas Árnason. Hún var einstök hún Annamma og hún var heldur engin venjuleg amma, féll engan veginn inn í hina dæmigerðu ömmu mynd, enda var líf hennar allt langt frá því að vera venjulegt eða dæmigert. Samt gerði hún flest það sem venjulegar ömmur gera, pijónaði sokka og vettlinga, saumaði yndislega sauðskinnsskó og hún sat og pijónaði trefla næstum fram á síðasta dag. Svo kom hún og bakaði handa okkur heimsins bestu kleinur og við fylgdumst öll vel með, þar sem hún stóð yfir pottin- um með sígarettuna hangandi í öðru munnvikinu og biðum spennt að sjá hvort askan myndi ekki falla af of- aní tólgarpottinn, en hún náði alltaf að slá henni í vaskinn með elegans á síðustu stundu. Nú svo passaði hún Blömastofa Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 okkur eins og allar góðar ömmur gera og fór með okkur í heimsóknir til vina og ættingja upp í sveit. Það var gleði og kátína í þeim ferðum og hún benti okkur á ýmsar spaugi- legar hliðar lífsins og ekki var það nú nöldrið eða þrasið. Þótt hún væri orðin 99 ára þá varð hún aldrei gömul í okkar aug- um, alltaf var stutt í hláturinn, grín- ið og glensið. Húmorinn og æðruleys- ið var hermar sjarmi alla ævi og hélt henni síungri. Jafnvel yngstu afkomendurnir kunnu að meta skop- skyn hennar og nutu þess að heim- sækja löngu. Hún fylgdist alltaf vel með sínuin mörgu afkomendum, hvar sem leið þeirra lá um heiminn, og fátt gladdi hana meira en sögur af þeim í ævintýraleit í útlöndum. Ver- aldlegur auður skipti hana aldrei máli enda var henni meira í mun að vita af okkur afkomendunum ham- ingjusömum, helst að fást við eitt- hvað spennandi, en fá sögur af stór- um einbýlishúsum og fínum bílum, það var hégómi að hennar áliti. Við sitjum nú eftir með söknuð í hjarta en jafnframt óteljandi góðar og skemmtilegar minningar um hana ömmu okkar sem munu ylja okkur og okkar fólki alla tíð. Kær kveðja og þúsund kossar frá krökkunum hennar Gunnu. Sunnudaginn 13. febrúar sl. sat ég og var að blaða í gegnum helgar- blöðin. í einu þeirra rakst ég á mynd af fimm ættliðum. Ég skoðaði hana en verð nú að segja að mér fannst hún ekki ýkja merkileg. Hún lang- amma mín átti hátt á annan tug af bamabarnabarnabörnum — og mörg þeirra í beinan kvenlegg. Ég var að hugsa um að við yrðum nú að fara að drífa í því að taka mynd af henni með þessum afkomendum hennar í fimmta lið. Á þeirri stundu vissi ég ekki að elskuleg langamma mín var þegar dáin. Ein af fyrstu minningum mínum um langömmu, eða ömmu löngu eins og við frændsystkinin vorum vön að kalla hana, var þegar haldið var upp á 85 ára afmæli hennar. Ég og frænka mín Jóhanna Andrea fengum sérstakt leyfi frá skólastjóranum til að fara fyrr heim úr skólanum svo við gætum haldið upp á afmælið með henni. Við vorum aðeins sex og sjö ára skjátur en okkur fannst við voða- lega merkilegar að eiga svona gamla ömmu. Ég held að hvoruga okkar hafí órað fyrir því að þessi merkilega kona ætti eftir að ná nærri hundrað ára aldri. Langamma mín var einstök. Við vorum vön að monta okkur af því þegar við vorum yngri að við ættum ömmu sem væri næstum því níutíu ára og horfði alltaf á erisku knatt- spymuna. Þannig var hún. Hún fylgdist alltaf með því sem var að gerast í kringum hana, fór í leikfími þótt hún væri á tíunda áratugnum og reglulega í hárlagningu. Og hún mundi tímana tvenna. Þegar við komum í heimsókn til hennar þar sem hún bjó á Dalbrautinni, var hún vön að draga fram eitthvert sælgæti ög oft sagði hún okkur sögur frá því í „gamla daga“. Um langafa, um ömmu og systkini hennar þegar þau voru lítil og jafnvel sögur síðan hún var sjálf smástelpa. Við systkinin hlustuðum af áhuga á meðan við skoðuðum alla fallegu hlutina henn- ar, þótt styttan hennar af tröllkallin- um fengi alltaf mestu athyglina. 'Og alltaf var hún pijónandi. Treflamir hennar ém bestu og hiýjustu trefi- arnir og hún sá um að við ættum örugglega einn í hveijum lit. Mér fínnst eftirfarandi saga lýsa því mjög vel hvernig amma var. Einn “Vetrardag þegar ég var sautján ára kom ég í heimsókn til hennar á Drop- laugarstaði. Þar voru fyrir amma mín Jóhanna og mamma mín. Ég var þá nýbúin að festa kaup á skær- grænum, glitrandi, útvíðum buxum. Ég dró þær upp úr pokanum heldur betur ánægð með þessi kaup og hélt þeim upp til sýnis. Ekki er hægt að lýsa vanþóknunarsvipnum sem kom á þær mömmu og ömmu en lang- amma brosti og sagði: — Þetta fínnst mér flottar buxur. Þetta er smart. Hún var svo hreinskilin og einlæg. Á sama hátt hefði hún sagt að þær væru forljótar hefði henni fundist það. Hún langamma lá ekki á skoð- unum sínum. Og nú er hún dáin. Elsku lang- amma mín hefði orðið hundrað ára 5. desember nk., og henni hafði löngu fyrr á ævi sinni þótt fjörutíu ár hræðilega mikið. Þessi dagur verður örugglega haldinn hátíðlegur í henn- ar minningu hjá öllum afkomendum hennar. Það er huggun að vita að hún er í Guðs örmum og að við eigum öll eftir að hitta hana aftur seinna. Ég bið Guð um að passa langömmu mína vel og kveð hana með þessum orðum: En stundum kemur þögnin og þylur gömul ljóð. Þá þrái ég enn að þakka hvað þú varst mild og góð. (Tómas Guðmundsson.) Lilja Guðlaug Bolladóttir. Jóhannes Fr.Sig- urðsson — Minnmg Fæddur 7. janúar 1923 Dáinn 27. febrúar 1994 Nú er elskulegur afí minn á Fífó, eins og ég kallaði hann alltaf, horf- inn úr þessum heimi. Margar fagrar minningar koma upp í hugann þeg- ar ég hugsa til hans afa. Það var alltaf til alls konar góðgæti í skápn- um hans og vorum við krakkarnir fljótir að komast á bragðið. Ég man sérstaklega eftir Hubba-bubba- tyggjóinu sem alltaf var til í mörg- um litum og máttum við velja. Allt- af var hann líka boðin og búinn að skutla mér hingað og þangað um bæirœ ef þess þurfti með og stjana við mig og aðra sem mest hann mátti. Afí var hvíldarinnar þurfi því hann var búinn að vera mikið veik- ur síðastliðna mánuði. Ég þakka fyrir allar þær yndis- legu stundir sem ég naut með hon- um Jóa afa. Mér þótti mjög vænt um hann og sakna hans sárt. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Góður Guð taki vel á móti honum afa og veiti ættingjunum styrk í sorg þeirra. Jóhanna Friðrika, Vík. Nú er hann afi minn kæri búinn að fá hvíldina, eftir erfið veikindi frá því í haust. Afi var sérstök persóna, traustur og góður í alla staði, og fengum við barnabörnin ábyggilega einna best að njóta þess. Aldrei stóð á jákvæðu svari, ef hann var beðinn að gæta okkar stund og stund, og hafði hann sérstaklega gott lag á ungbörnum, með þeirri ró sem hann bjó yfir. Litli bróðir minn, sem er 11 mánaða, fékk að njóta arma hans og hlýju, þó um stuttan tíma væri að ræða. Ekki stóð á hjálpinni og áhug- anum, þegar ég komst að því, að hann gæti hjálpað mér í stærðfræð- inni, sem gat stundum verið býsna flókin. Þá útskýrði hann í rólegheit- um og reyndi að fínna einföldustu leiðirnar. Byggði mig upp og sagði: Þú ert bara nokkuð seig. Við systkinin vorum svo lánsöm að búa í næsta nágrenni við ömmu og afa í mörg ár. Mun ég alltaf muna sunnudagskvöldið 3. október, daginn áður en afí fór á spítalann. ' Þá gaf hann mér hring, sem amma var vön að bera á hátíðarstundum, og þykir mér sérstaklega vænt um hann. Það er ábyggilegt að við systkin- in munum sakna hans um ókomin ár, en minningin um góðan afa lifir áfram. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín Ragnheiður Kristins- dóttir yngri. + Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför SIGÞRÚÐAR JÓNSDÓTTUR, Unnarbraut 24. Hörður Jónsson, Nanna Ágústsdóttir og aðrir aðstandendur. Þökkum innilega auðsýnda samúð, vin- áttu og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns og föður okkar, GYLFA HJÁLMARSSONAR, Breiðvangi 3, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir viljum við færa starfs- fólki gjörgæsludeildar og deildar 2B, Landakotsspítala. Vera Snæhólm, Magnhild Gylfadóttir, Vera Ósk Gylfadóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar og dóttur, SIGRÍÐAR BRYNJU PÉTURSDÓTTUR, Leifsgötu 25. Kristgeir Hákonarson, Álfdís Ragna Gunnarsdóttir og aðrir aðstandendur. + Bróðir okkar, RICHARD PÁLSSON, Gyðufelli 14, lést á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni, föstudaginn 4. mars. fsleifur A. Pálsson, Oddgeir Pálsson, Anna Regina Pálsdóttir, Bergljót Pálsdóttir. r & Hugheilar og innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug með nærveru sinni og vin- áttu við andlát og útför elsku dóttur HR JH okkar, systur og barnabarns, HEk ÖRNU ÝR ÁRNADÓTTUR, Vesturbergi 30, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. • Kristín Lilja Sigurðardóttir, Árni Gunnarsson, Þórdís Lilja Árnadóttir, Gunnar Sveinn Árnason, Haukur JensJakobsen, Þórdis Þorbjarnardóttir, Sveinbjörn Hjartarson, Jakob Sigurður Árnason. Lokað Fiskbúðir Hafliða Baldvinssonar, Hverfisgötu 123 og Fiskislóð 98, Reykjavík, verða lokaðar þriðju- daginn 8. mars vegna útfarar JÓHÖNNU JÚLÍUSDÓTTUR. 2f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.