Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 Sighvatur Björgvinsson viðskipta- og iðnaðarráðherra á Vestfjörðum Kynnti sér atvinnumál Isfirðinga og Bolvíkinga ísafirði SIGHVATUR Björgvinsson við- skipta- og iðnaðarráðherra heim- sótti Isafjörð og Bolungarvík í gær, mánudag. Hann átti fund með nýstofnuðu félagi málmiðn- aðarfyrirtækja við Djúp, en þau hafa ákveðið að stofna til sam- starfs um þróunarverkefni og samvinnu. Sighvatur ræddi við forsvars- menn Skipasmíðastöðvar Marsell- íusar, en þar hafa menn auk við- haldsverkefna verið að þróa tví- bytnur, í samstarfi við Frakka, sem þeir vilja gjaman hefja framleiðslu á. Pólstækni og Netagerð Vest- Qarða eru bæði með nýjungar í gangi sem vöktu athygli, en síðasta fyrirtækið á Isafirði sem ráðherrann heimsótti var rækjuverksmiðjan Bakki hf., en þar er unnið eftir Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Sighvatur Björgvinsson ráðherra skoðaði meðal annars Netagerð Vestíjarða, en þar er auk netagerðar unnið að veiðafærahönnun með neðansjávarmyndavél. Forsvarsmenn fyrirtækisins vildu einnig hefja rannsóknir á ýmsum skel- og krabbadýrum á grunnslóð með neðansjávarmyndavélinni. ströngustu gæðakröfum ESB. Öll framleiðsluvaran þar fer nánast samstundis á markað í Evrópu. Auk fundanna á ísafirði fór Sig- hvatur til Bolungarvíkur og ræddi við forsvarsmenn fyrirtækjanna Ósvarar og Þuríðar auk bæjar- stjórnar. Hann átti síðan fund með bæjarráðinu á ísafirði. Ráðherrann sagði að þetta hefðu verið ágætir fundir, en aðstæður hjá fyrirtækj- unum væru mjög misjafnar. í gær- kvöldi var svo almennur fundur á ísafírði. Úlfar /DAG kl. 12.00 vn VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hltl veður Akureyri +3 anjókoma Reykjav/k +1 snjóél Bergen 0 snjókoma Helslnki 1 slydda Kaupmannahöfn 3 rignlng Narssaresuaq +17 léttskýjað Nuuk +12 iéttskýjað Osló 4 skýjað Stokkhólmur 1 snjókoma Þórshöfn 2 slydda Algarve 20 iéttskýjað Amsterdam 10 skýjað Barceiona 16 léttskýjað Berlín 7 skúr Chicago 0 þokumóða Feneyjar 14 þokumóða Frankfurt 12 skýjað Glasgow B skúr Hamborg 7 rigning London 14 skýjað Los Angeles 16 heiðskirt Lúxemborg 8 skýjað Madríd 16 heiðskírt Malaga 17 þokumóða Mallorca 18 léttskýjað Montreal +4 þoka New York 6 alskýjað Orlando 14 skýjað París 13 skýjað Madeira 17 skýjað Róm 16 hálfskýjað Vín 12 skýjað Washington 7 skýjað Winnlpeg 2 léttskýjað íslenskur atvinnurekandi í Sví- þjóð í vinsælum sjónvarpsþætti Notaði atvinnulaus ungmenni sem ókeypis vinnukraft Frá Ólafi Auðunssyni, Gautaborg. I SÆNSKA sjónvarpinu, Rás 1, er á miðvikudagskvöldum þáttur sem heitir „Striptease", þar sem fjallað er um mál sem eru í brennidepli og í umræðu úti í þjóðfélaginu. Þátturinn er á besta útsendingartíma, klukkan átta á kvöldin, og er mjög vinsæll. í síðasta þætti var rætt um hvemig fyrirtæki hafa notfært sér atvinnulaus ungmenni sem ókeypis vinnukraft. Þannig er málum háttað að ríkisatvinnumiðlun borgar fyrir- tækjum styrki til að ráða fólk og laun þess ákveðinn tíma. Margir sem koma úr námi eiga þess kost að geta fengið vinnu um tíma í sínu fagi og fær þá viðkomandi laun borguð frá ríkinu og fyrir- tækið fær borgaða samsvarandi upphæð fyrir að hafa þann at- vinnulausa í vinnu og læri. Reikn- að er með að eftir reynslutímann sé starfsmaður fastráðinn. Sem dæmi um fyrirtæki sem notfært hefur sér kerfíð á þennan máta var tekið fyrirtæki íslend- ings hér í borg. Fyrirtækið er prentsmiðja og var sagt i þættin- um að starfsmenn væru um tíu talsins en 10 starfsnámsmenn hefðu komið og farið á síðasta ári. Rætt var við nokkur af þessum ungmennum og báru þau eiganda illa söguna og töldu sig hlunnfar- in í viðskiptum sínum við hann og fyrirtækið. Ein stúlka sagðist hafa setið allan starfstímann við sama einfalda starfíð og ekki fengið neina kennslu. Einnig var eigandi fyrirtækisins sagður hafa lagt fólk í einelti og gert því ver- una óbærilega við lok reynslu- tímans. Allt var gert til þess að losna við fólkið og ráða nýtt í staðinn og fá þar með meiri styrki og ókeypis starfskraft. Sagt var í þættinum að á síð- asta ári hafi þetta fyrirtæki þénað um 400.000 sænskar krónur í beinum styrkjum (um 3,5 millj. ísl. kr.) á starfsfólki þessu. í lok þáttarins reyndi stjórn- andi þáttarins að ræða við íslend- inginn en fékk engin svör. Hann vísaði öllum ásökunum til föður- húsanna. Lagafrumvarp um Þjóðarbókhlöðu Starfsemin á að hefjast 1. des. LAGT hefur verið fram stjórnar- frumvarp um Þjóðarbókhlöðu á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir að Landsbókasafn íslands og Há- skólabókasafnið sameinist í Þjóð- arbókhlöðu sem taki til starfa 1. desember á þessu ári. í frumvarpinu segir að Þjóðarbók- hlaðan sé sjálfstæð háskólastofnun með sérstaka stjórn. Menntamála- ráðherra skipi fimm menn í stjórn og aðra fímm í varastjórn bókasafns- ins til fjögurra ára í senn. Tveir stjórnarmenn verði tilnefndir af há- skólaráði, einn af samstarfsnefnd Rannsóknaráðs og Vísindaráðs, einn að tilnefningu Bókavarðafélags ís- lands og einn án tilnefningar. Þá er gert ráð fyrir að forseti íslands skipi þjóðbókavörð til sex ára í senn samkvæmt tillögu menntamálaráðherra. Heimilt verði að endurskipa þjóðarbókavörð einu sinni án þess að staðan sé auglýst. Menntamálaráðherra skipar aðstoð- arþjóðbókavörð til sex ára. Stöður auglýstar Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu verður staða þjóðbóka- varðar auglýst eftir að lögin um Þjóðarbókhlöðuna taka gildi. Þá verða einnig auglýstar stöður ann- arra starfsmanna en öll störf í Landsbókasafni og Háskólabóka- safni verða lögð niður 30. nóvem- ber. Nú eru um 60 stöður hjá báðum þessum söfnum. ----♦ ♦ ♦---- Borgarstjórnar- kosningar Fundur um lista sjálf- stæðismanna FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðis- rnanna í Reykjavík heldur fund í Átthagasal Hótel Sögu, þriðju- daginn 15. mars kl. 20:30. Fyrsta mál á dagsskrá fundarins er ávarp Markúsar Arnar Antons- sonar borgarstjóra, en síðan er tekin ákvörðun um skipan framboðslista flokksins í Reykjavík við borg- arstjórnarkosningar í vor. Þriðja mál á dagskrá er ræða Áma Sigfússonar borgarfulltrúa og væntanlegs borg- arstjóra. Strandaði í sand- fjöru á Kjalarnesi FIMM tonna bátur strandaði við Kjalarnes, á móts við bæinn Brautar- holt, um miðnætti á sunnudag. Einn maður var í bátnum og slapp hann ómeiddur. Báturinn reyndist óskemmdur og var dreginn til hafn- ar í Reykjavík. Maðurinn lenti í vandræðum með vél bátsins, sem drap á sér. Eftir barning við að koma henni í gang ákvað hann að stýra bátnum upp í sandfjöru á Kjalarnesi. Eftir að báturinn tók land fór maðurinn frá borði og gekk að Brautarholti, þar sem hann hringdi eftir aðstoð. Báturinn reyndist óskemmdur og aðstoðuðu hafnsögu- menn manninn við að koma honum á flot og að Grandagarði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.