Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994
Sighvatur Björgvinsson viðskipta- og iðnaðarráðherra á Vestfjörðum
Kynnti sér
atvinnumál
Isfirðinga og
Bolvíkinga
ísafirði
SIGHVATUR Björgvinsson við-
skipta- og iðnaðarráðherra heim-
sótti Isafjörð og Bolungarvík í
gær, mánudag. Hann átti fund
með nýstofnuðu félagi málmiðn-
aðarfyrirtækja við Djúp, en þau
hafa ákveðið að stofna til sam-
starfs um þróunarverkefni og
samvinnu.
Sighvatur ræddi við forsvars-
menn Skipasmíðastöðvar Marsell-
íusar, en þar hafa menn auk við-
haldsverkefna verið að þróa tví-
bytnur, í samstarfi við Frakka, sem
þeir vilja gjaman hefja framleiðslu
á. Pólstækni og Netagerð Vest-
Qarða eru bæði með nýjungar í
gangi sem vöktu athygli, en síðasta
fyrirtækið á Isafirði sem ráðherrann
heimsótti var rækjuverksmiðjan
Bakki hf., en þar er unnið eftir
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Sighvatur Björgvinsson ráðherra skoðaði meðal annars Netagerð
Vestíjarða, en þar er auk netagerðar unnið að veiðafærahönnun
með neðansjávarmyndavél. Forsvarsmenn fyrirtækisins vildu einnig
hefja rannsóknir á ýmsum skel- og krabbadýrum á grunnslóð með
neðansjávarmyndavélinni.
ströngustu gæðakröfum ESB. Öll
framleiðsluvaran þar fer nánast
samstundis á markað í Evrópu.
Auk fundanna á ísafirði fór Sig-
hvatur til Bolungarvíkur og ræddi
við forsvarsmenn fyrirtækjanna
Ósvarar og Þuríðar auk bæjar-
stjórnar. Hann átti síðan fund með
bæjarráðinu á ísafirði. Ráðherrann
sagði að þetta hefðu verið ágætir
fundir, en aðstæður hjá fyrirtækj-
unum væru mjög misjafnar. í gær-
kvöldi var svo almennur fundur á
ísafírði. Úlfar
/DAG kl. 12.00
vn VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hltl veður Akureyri +3 anjókoma Reykjav/k +1 snjóél
Bergen 0 snjókoma
Helslnki 1 slydda
Kaupmannahöfn 3 rignlng
Narssaresuaq +17 léttskýjað
Nuuk +12 iéttskýjað
Osló 4 skýjað
Stokkhólmur 1 snjókoma
Þórshöfn 2 slydda
Algarve 20 iéttskýjað
Amsterdam 10 skýjað
Barceiona 16 léttskýjað
Berlín 7 skúr
Chicago 0 þokumóða
Feneyjar 14 þokumóða
Frankfurt 12 skýjað
Glasgow B skúr
Hamborg 7 rigning
London 14 skýjað
Los Angeles 16 heiðskirt
Lúxemborg 8 skýjað
Madríd 16 heiðskírt
Malaga 17 þokumóða
Mallorca 18 léttskýjað
Montreal +4 þoka
New York 6 alskýjað
Orlando 14 skýjað
París 13 skýjað
Madeira 17 skýjað
Róm 16 hálfskýjað
Vín 12 skýjað
Washington 7 skýjað
Winnlpeg 2 léttskýjað
íslenskur atvinnurekandi í Sví-
þjóð í vinsælum sjónvarpsþætti
Notaði atvinnulaus
ungmenni sem
ókeypis vinnukraft
Frá Ólafi Auðunssyni, Gautaborg.
I SÆNSKA sjónvarpinu, Rás 1, er á miðvikudagskvöldum þáttur
sem heitir „Striptease", þar sem fjallað er um mál sem eru í
brennidepli og í umræðu úti í þjóðfélaginu. Þátturinn er á besta
útsendingartíma, klukkan átta á kvöldin, og er mjög vinsæll.
í síðasta þætti var rætt um
hvemig fyrirtæki hafa notfært
sér atvinnulaus ungmenni sem
ókeypis vinnukraft.
Þannig er málum háttað að
ríkisatvinnumiðlun borgar fyrir-
tækjum styrki til að ráða fólk og
laun þess ákveðinn tíma. Margir
sem koma úr námi eiga þess kost
að geta fengið vinnu um tíma í
sínu fagi og fær þá viðkomandi
laun borguð frá ríkinu og fyrir-
tækið fær borgaða samsvarandi
upphæð fyrir að hafa þann at-
vinnulausa í vinnu og læri. Reikn-
að er með að eftir reynslutímann
sé starfsmaður fastráðinn.
Sem dæmi um fyrirtæki sem
notfært hefur sér kerfíð á þennan
máta var tekið fyrirtæki íslend-
ings hér í borg. Fyrirtækið er
prentsmiðja og var sagt i þættin-
um að starfsmenn væru um tíu
talsins en 10 starfsnámsmenn
hefðu komið og farið á síðasta ári.
Rætt var við nokkur af þessum
ungmennum og báru þau eiganda
illa söguna og töldu sig hlunnfar-
in í viðskiptum sínum við hann
og fyrirtækið. Ein stúlka sagðist
hafa setið allan starfstímann við
sama einfalda starfíð og ekki
fengið neina kennslu. Einnig var
eigandi fyrirtækisins sagður hafa
lagt fólk í einelti og gert því ver-
una óbærilega við lok reynslu-
tímans. Allt var gert til þess að
losna við fólkið og ráða nýtt í
staðinn og fá þar með meiri styrki
og ókeypis starfskraft.
Sagt var í þættinum að á síð-
asta ári hafi þetta fyrirtæki þénað
um 400.000 sænskar krónur í
beinum styrkjum (um 3,5 millj.
ísl. kr.) á starfsfólki þessu.
í lok þáttarins reyndi stjórn-
andi þáttarins að ræða við íslend-
inginn en fékk engin svör. Hann
vísaði öllum ásökunum til föður-
húsanna.
Lagafrumvarp um Þjóðarbókhlöðu
Starfsemin á að
hefjast 1. des.
LAGT hefur verið fram stjórnar-
frumvarp um Þjóðarbókhlöðu á
Alþingi þar sem gert er ráð fyrir
að Landsbókasafn íslands og Há-
skólabókasafnið sameinist í Þjóð-
arbókhlöðu sem taki til starfa 1.
desember á þessu ári.
í frumvarpinu segir að Þjóðarbók-
hlaðan sé sjálfstæð háskólastofnun
með sérstaka stjórn. Menntamála-
ráðherra skipi fimm menn í stjórn
og aðra fímm í varastjórn bókasafns-
ins til fjögurra ára í senn. Tveir
stjórnarmenn verði tilnefndir af há-
skólaráði, einn af samstarfsnefnd
Rannsóknaráðs og Vísindaráðs, einn
að tilnefningu Bókavarðafélags ís-
lands og einn án tilnefningar.
Þá er gert ráð fyrir að forseti
íslands skipi þjóðbókavörð til sex
ára í senn samkvæmt tillögu
menntamálaráðherra. Heimilt verði
að endurskipa þjóðarbókavörð einu
sinni án þess að staðan sé auglýst.
Menntamálaráðherra skipar aðstoð-
arþjóðbókavörð til sex ára.
Stöður auglýstar
Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í
frumvarpinu verður staða þjóðbóka-
varðar auglýst eftir að lögin um
Þjóðarbókhlöðuna taka gildi. Þá
verða einnig auglýstar stöður ann-
arra starfsmanna en öll störf í
Landsbókasafni og Háskólabóka-
safni verða lögð niður 30. nóvem-
ber. Nú eru um 60 stöður hjá báðum
þessum söfnum.
----♦ ♦ ♦----
Borgarstjórnar-
kosningar
Fundur um
lista sjálf-
stæðismanna
FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðis-
rnanna í Reykjavík heldur fund í
Átthagasal Hótel Sögu, þriðju-
daginn 15. mars kl. 20:30.
Fyrsta mál á dagsskrá fundarins
er ávarp Markúsar Arnar Antons-
sonar borgarstjóra, en síðan er tekin
ákvörðun um skipan framboðslista
flokksins í Reykjavík við borg-
arstjórnarkosningar í vor. Þriðja mál
á dagskrá er ræða Áma Sigfússonar
borgarfulltrúa og væntanlegs borg-
arstjóra.
Strandaði í sand-
fjöru á Kjalarnesi
FIMM tonna bátur strandaði við Kjalarnes, á móts við bæinn Brautar-
holt, um miðnætti á sunnudag. Einn maður var í bátnum og slapp
hann ómeiddur. Báturinn reyndist óskemmdur og var dreginn til hafn-
ar í Reykjavík.
Maðurinn lenti í vandræðum með
vél bátsins, sem drap á sér. Eftir
barning við að koma henni í gang
ákvað hann að stýra bátnum upp í
sandfjöru á Kjalarnesi.
Eftir að báturinn tók land fór
maðurinn frá borði og gekk að
Brautarholti, þar sem hann hringdi
eftir aðstoð. Báturinn reyndist
óskemmdur og aðstoðuðu hafnsögu-
menn manninn við að koma honum
á flot og að Grandagarði.