Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 27 „Eg hef sennilega bjargað lífi hans“ —segir spænskættuð ástkona er sveik forseta breska herráðsins í hendur fjölmiðlum fyrir fé London. Reuter. ÆÐSTI hershöfðingi Bretlands, Sir Peter Harding, forseti herráðsins, sagði af sér embætti á sunnudag vegna framhjáhalds. Upp komst um hneykslið er dagblað birti myndir þar sem hann sást kyssa fyrrver- andi eiginkonu íhaldsmannsins Sir Anthonys Bucks, fyrrum varnar- málaráðherra og lagði Harding þá fram beiðni um lausn frá störfum. Konan segir að líf þeirra beggja hafi verið í hættu vegna sambandsins og hún ekki fundið betri úrræði en að ijóslra upp um það við fjölmiðla. Umrædd kona, Bienvenida Buck, samband okkar“, sagði hún. „Ég Nýtt tímarit er komið út VONIN Reuter Sir Peter Harding. er 32 ára, spænsk að ætterni. Hers- höfðinginn er sextugur að aldri, kvæntur og á fjög- ur börn. Blaðið News of the World skýrði frá framhjá- haldinu í smáatrið- um á sunnudag og sjónvarpsstöðvar birtu síðan myndir sem sýndu Hard- ing kveðja ungu konuna mjög inni- lega fyrir utan hót- el í London. Að sögn annarra dagblaða lauk tveggja ára sambandi þeirra fyrir nokkrum mánuðum en konan tældi Harding til að hitta sig aftur á hóteli eftir að News of the World hafði heitið henni nær tveim milljónum króna fyrir vikið. Starfsmenn blaðsins tóku án vitundar Hardings myndir af end- urfundunum. Talsmaður Fijálslynda lýðræðis- flokksins, Menzies Campbell, var ómyrkur í máli. „Þegar moldviðrið lægir mun fólk fara að velta því fyr- ir sér hvers konar manneskja lafði Buck sé, hún hafí þegið fé fyrir að grafa undan manni sem hefur unnið gott starf á opinberum vettvangi fyrir Bretland", sagði Campbell. Verkamannaflokkurinn hvatti á hinn bóginn til þess að gerð yrði opinber rannsókn til að kanna stað- hæfingar lafði Buck sem segir Hard- ing hafa skýrt sér frá ríkisleyndar- málum. Strangar reglur gilda innan hersins um framhjáhald og almennt siðgæði yfirmanna enda mikilvægt að þeim sé treystandi fyrir leynileg- um þáttum öryggis- og vamarmála. Dagblaðið Evening Standard hafði eftir lafði Buck að uppljóstrun henn- ar hefði sennilega bjargað lífi hennar og ástmannsins. „Undanfama 18 mánuði hef ég lifað í ótta um að rangir aðilar fengju vitneskju um veit núna að það sem ég gerði var rangt. Ég veit að þetta bindur enda á frama hans — en það getur bjarg- að lífi hans.“ Kvenprestar í biskupakirkjuna SÉRA Susan Shipp brýtur brauðið í fyrstu guðsþjónustu sinni í Bristol. Shipp og 31 önnur kona hlutu prestvígslu um helgina, fyrstar kvenna. Gat séra Shipp ekki varist tárum við athöfnina. Bonn. Rcutcr. ÞÝSKI Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) fékk um 44% atkvæða og hrein- an meirihluta i kosningum í sambandslandinu Neðra-Saxlandi á sunnu- dag. Undanfarin ár hafa jafnaðarmenn stjórnað Neðra-Saxlandi ásamt Græningjum en Manfred Schröder, forsætisráðherra Neðra-Saxlands, segir að nú hyggist flokkurinn stjóma einn þrátt fyrir að Græningjar hafi einnig bætt við sig fylgi í kosningunum. Kristilegi demókrataflokk- urinn (CDU), flokkur Helmuts Kohls kanslara, fékk einungis um 36% eða rúmum 5% minna en í síðustu kosningum. Fijálsi demókrataflokkur- inn (FDP), samstarfsflokkur CDU í ríkisstjórn, fékk ekki þau 5% at- kvæða, sem nauðsynleg era til að komast inn á þing sambandslandsins. „Niðurstaðan gæti ekki verið skýr- Holtsetalandi og er talið að þar verði ari. Samsteypuflokkamir í Bonn hafa tapað rúmlega 10% og ég er sann- færður um að þeir geti ekki lengur náð meirihluta í næstu þingkosning- um,“ sagði Gunther Verheugen, leið- togi SPD á sambandsþinginu í Bonn. Margir stjórnmálaskýrendur telja þó enn of snemmt að afskrifa Kohl. Alls verða nítján kosningar haldn- ar í Þýskalandi á þessu ári, þar á meðal þingkosningar í október. Kosningarnar í Neðra-Saxlandi voru þær fyrstu og vonast jafnaðarmenn til að úrslitin þar muni hafa áhrif á kosningar í öðrum landshlutum. Um næstu helgi verður kosið í Slésvík- róðurinn erfiðari fyrir SPD. Þýskir fjölmiðlar vöruðu í gær jafnaðarmenn við að vera of sigur- vissa. Rita Sussmuth, forseti Sam- bandsþingsins, viðurkenndi í gær að óánægja með frammistöðu stjórnar Kohls frá því Þýskaland sameinaðist árið 1990 hefði átt sinn þátt í niður- stöðunni. Samkvæmt skoðanakönnunum er stuðningur við SPD á landsvísu nú um 39% en stuðningur við CDU um 33%. FDP og Græningjar eru með um 8% hvor en PDS, fyrrum austur- þýski kommúnistaflokkurinn, með fimm prósent. Stóru flokkamir tveir fá því um 72% atkvæða samkvæmt þessari könnun en í kosningunum í Neðra- Saxlandi fengu þeir um 80%. Er þetta talið til marks um að þeir séu að styrkja stöðu sína á kostnað ýmissa óánægjuflokka jafnt til hægri sem vinstri. Margir stjórnmálaskýrendur telja að enn sé of snemmt að segja til um hvort að niðurstaðan í Neðra-Sax- landi eigi eftir að endurspeglast í þingkosningum. Svo virðist sem efnahagslíf í Þýskalandi sé loks að rétta úr kútnum eftir margra ára erfiðleika og mun Kohl án efa nýta sér það í kosningabaráttunni. Helsta hættan fyrir samsteypustjórn hans virðist vera slæmt gengi samstarfs- flckksins FDP. Er búist við því að Jiirgen Möllermann, helsti keppi- nautur flokksformannsins Klaus Kinkels utanríkisráðherra, muni þrýsta á um að FDP lýsi því yfir að flokkurinn hyggist taka upp sam- starf við SPD að loknum kosningum. Mynd af vatnaskrímsli reyndist fölsuð Sögð gabb aldarinnar London. Daily Telegraph. KOMIÐ hefur í ljós að fræg Ijósmynd sem sögð er hafa náðst af skrímslinu sem talið hefur verið halda sig í Loch Ness vatninu í Skotlandi var fölsuð. Er nú um það rætt að hér hafi átt sér stað gabb aldar- innar. Á myndinni, sem sögð var tek- in 19. apríl 1934, teygir skrímslið hálsinn upp úr djúpum vatnsins. í tæp 60 ár hefur hún verið talin ósvikin og á grundvelli hennar höfðu vísindamenn m.a. talið að kynjaveran í Loch Ness væri kom- in af svaneðlum. Fullyrt er nú að myndin sé föls- uð og skrímslið heimasmíðað. Hafi hagleiksmaður sett sæorms- höfuð á tréháls sem festur var ofan á leikfangakafbát. Blýlóð voru sett á bátinn til þess að fá hann til að vera hæfilega djúpt undir yfirborðinu. Alls var „skrímslið" 30 sentimetra hátt og 50 sentimetra langt. Fimm menn áttu aðild að gerð ljósmyndarinnar og héldu uppá- tækinu kyrfilega leyndu. Menn- irnir létust einn af öðrum en er sá síðasti þeirra lá banaleguna sagði hann frá hvernig í pottinn var búið. Upphafið var það að blaðið Daily Mail sendi kvik- myndagerðamanninn Marmaduke LJÓSMYND sem Robert Wil- son kvensjúkdómalæknir tók af Loch Ness skrímslinu árið 1934 er talin fölsuð. Wetherell í leiðangur til Loch Ness í þeim tilgangi að fínna skrímslið sem sögur höfðu verið sagðar af. Ekki sá hann skrítnslið en kvaðst hafa fundið „fótspor" þess við vatnið í desember 1933. Sérfræðingar breska náttúru- minjasafnsins fundu út að sporið hafði verið búið til með fæti af flóðhesti. Fyrir vikið hæddu breskir fjölmiðlar Wetherell og ákvað hann að ná sér niðri á þeim með gabbinu. TILKYNNING! Kæru viöskiptavinir um land allt! Besta ráðiö til aö þiö finnið lægsta verðið á "original" Hewlett-Packard prentdufti er aö gera verðsamanburð. RRENTDUFT ÁBETRA — VERDI! Þegar þig vantar "original" prentduft (toner) í Hewlett-Packard prentarann þinn haföu þá samband viö okkur. Viö komum til móts viö þig í veröi og þjónustu! Og meira en þaö: Við kaupum af þér gömlu prenthylkin! Njóttu öryggis meö rekstrarvörum frá... Tæknival pósth. 352, 210 Gb. Flytur kristilegar hugvekjur, fróðleik og umfjöllun um spádóma Biblíunar m.a. með tilliti til nútímans. Áskriftarsími 91-651203. Jafnaðarmenn vinna sigur í kosningum í Neðra-Saxlandi Stóru flokkamir styrlda stöðu sína Lfttu við í verslun Nýberja f Skaftahlíð 24 og gerðu góð kaup! Vörutegund Staðgreiðsluverd AMBRA tölvur með SVGA/LR MT 486 DX2-66 4/240 MB MT 486 DX33 4/240 MB Sprinta II 486 DX33 4/170 MB Sprinta II 486 SX25 4/240 MÐ Sprinta II486 SX25 4/130 MB Colorado segulbönd 2.4 GB innra + SCSI tengispj. 4 GB innra + SCSI tengispj. JUMBO DJ-250 MB innra 2-8 GB ytra 3200 SE Tracker 80-250 MB Paral. Backup Dlskar 130 MB Maxtor AT HDD 170 MB IDE Ambra 245 Maxtor AT HDD 345 MB Maxtor AT HDD 540 MB Maxtor AT HDD 540 MB Maxtor SCSI HDD 1050 MB SCSI 3,5* Skannar og fleira Image Grabber spjald (PC-Video) Handskanni 256 Gr+Prolmage Handskanni Uta+hugb. Win&DOS VGA/PAL Video Expert + drivers Hljóðkort og fielra Gravis Analog Joystick Gravis Analog Pro Ultrasound hljóðkort MIDI tengikassi fyrir Uttrasound PC GamePad Mlnni 1 MB SIMM 70 ns 2-14 MB minnisspj.f. 855X 4-16 MB minnisspj. f. 70 og 80 4 MB minni f. Sprinta II 4 MB SIMM 70 ns Modem Bitfax f. Win 2.05 hugb. Modem/FAX Hidem 2442P Zoom Modem/FAX PKT m/hugb. Mýs Mús fyrir PS/2 Trackball fyrir PS/2 Hugbunaður Espolfn ættfræðiforrit Lotus Ami Pro bók Lotus Organizer 1.1 Lotus Smartsuite 2.0 Uppfærsla Lotus Ami Pro uppfærsia í V 3.1 Lotus Improv V 2.0 Stacker V 2.0 Stacker V 1.0 f. Macintosh OS/2 2.1 f. Win 3.1 UK OSÆ 2.1 UK PC DOS 6.1 UK PC DOS 6.1 UK Uppfærsla OS/2 Com.cations Man. V 1.1 OS/2 TCP/IP 2.0 Base Kit OS/2 TCP/IP 2.0 Total Kit OS/2 C Set++ V 2.1 OS/2 C Set++ First Step V 2.1 OS/2 C/C Set++ First Step Tools OS/2 SOMobjects Devel. Toolkit OS/2 DB 2/2 V1 Single User OS/2 DB 2/2 V1 Client Server OS12 DDCS/2 1.0 Tengispjöld og tengibúnaður Bracket fyrir 3.5" diska Paralell port, einfalt SCSI fast PC/AT Tengispj. KIT SCSI VESA Local Bus T.spj. Kit Transceiver AUI-UTP Netspjöld Ether kort BNC+RJ45 Ether kort RJ45 Ether kort Compo 32 B Ether Combo 16 B Token Ring AT Ether Combo 16 B-AT Ether 10 BT 16 B-MC Geisladrif CD-ROM Mitsumi Innra HH.AT 199.900 164.900 144.900 126.900 112.900 124.005 195.074 26.800 172.620 46.379 23.500 27.300 31.500 39.000 89.800 89.900 124.434 36.950 17.620 39.140 29.110 3.700 4.620 16.650 4.960 2.420 4.930 27.700 36.760 19.594 22.954 4.900 17.900 16.900 4.900 11.769 7.600 7.900 16.387 63.971 15.080 17.900 2.190 9.423 6.528 19.132 15.772 5.417 39.869 20.216 63.390 55.902 12.563 12.193 31.105 27.896 179.707 46.836 1.104 2.100 29.900 34.800 13.500 13.800 10.950 34.982 11.694 39.165 18.202 31.577 24.900 NÝHERJI SKAFTAHLlO 24 - SlMl 69 77 00 Alltaf skrefi á unilan Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 + heimsending þér að kostnaöarlausu! Wterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamióill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.