Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 49 Morgunblaðið/Jóhannes Pálsson Reyðóvision GUÐLAUG, Örn Ingi og Hilmar syngja Gleðibankann í „beinni“. Árshátíð Grunnskólans á Reyðarfirði Gleðibankinn í beinni útsendingu Reydarfirði. ÁRLEG árshátíð Grunnskólans á Reyðarfirði var haldin við feik- naundirtektir fjölskyldunnar síðastliðinn föstudag, eftir að nem- endur höfðu æft sig og undirbúið hátíðina í nokkrar vikur. Árshátíðin var haldin við lok börnin sátu agndofa og horfðu á svokallaðrar þemaviku og var 50 fyrstu sjónvarpssendingamar með ára afmæli lýðveldisins þema þessa draugnum Belfigor, fjölskyldan var árs. Nemendur höfðu skreytt fé- á leið á þjóðhátíð á Þingvöllum lagsheimilið með heimildum úr 1944, Ford ’41 og svo mætti lengi sögu þjóðarinnar frá 1939 og fram telja. Árshátíðinni lauk með því að á daginn í dag. sigurvegarar Reyðóvision ’94 Allir bekkir skólans komu fram sungu fyrir áhorfendur við undir- í sýningunni með sína leikþætti, leik nokkurra kennara úr vinabæ söng og gamanmál. Gleðibankinn Reyðarfjarðar, Eskifirði. var sunginn í beinni útsendingu, - Fréttaritari Þjóðhátíð Þjóðhátíðarstemmning ríkti á árshátið Grunnskólans á Reyðarfirði. Lovísa fegurst á Suðumesjum Njarövík. LOVÍSA Aðalheiður Guðmundsdóttir, 18 ára Njarðvíkurmær, var kjör- in fegurðardrottning Suðurnesja í félagsheimilinu Stapa sl. laugardags- kvöld. Húsfylli var í Stapanum þegar kjörið fór fram en þetta var níunda árið í röð sem keppt er um titilinn. Alls tóku 11 stúlkur þátt i keppninni sem fór fram með hefðbundnum hætti og var hápunktur hennar þegar úrslit voru kynnt og Bryndís Líndal, fegurðardrottning Suðurnesja 1993, krýndi arftaka sinn. Lovísa Aðalheiður er úr Innri- Njarðvík, hún stundar verslunarstörf og eru íþróttir helsta áhugamál henn- ar. Foreldrar hennar eru Ágústa Jónsdóttir og Guðmundur Reynisson. Lovísa Aðalheiður var einnig valin besta ljósmyndafyrirsæta keppninn- ar. Að þessu sinni voru stúlkur einn- ig valdar í 2. og 3. sæti keppninnar. Annað sæti hreppti Birgitta ína Unnarsdóttir, 18 ára Fjölbrauta- skólanemi úr Garðinum, og í þriðja sæti varð Birgitta María Vilbergs- dóttir, 18 ára úr Keflavík. Þá völdu stúlkurnar vinsælustu stúlkuna úr sínum hópi og þann titil hlaut Sólrún Björk Guðmundsdóttir, 19 ára úr Keflavík. Aðrar stúlkur sem tóku þátt í keppninni voru: Gunnur Magnúsdótt- ir, 18 ára úr Keflavík, María Erla Pálsdóttir, 18 ára úr Innri-Njarðvík, Sunneva Sigurðardóttir, 19 ára úr Keflavík, Sigríður Margrét Oddsdótt- ir, 17 ára úr Njarðvík, Helga Dögg Jóhannsdóttir, 19 ára úr Grindavík, Karlotta Bryndís Maloney, 20 ára úr Keflavík, og Rakel Þorsteinsdótt- ir, 19 ára úr Keflavík. Dómnefnd skipuðu Sigtryggur Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Lovísa Aðalheiður Guðmundsdótt- ir krýnd fegurðardrottning Suð- urnesja 1994. Sigtryggsson fréttastjóri, Bjargey Einarsdóttir fiskverkandi, Jón Kr. Gíslason körfuknattleiksmaður, Kristjana Geirsdóttir veitingamaður og Kristín Stefánsdóttir förðunar- meistari. ~ SJALFSTÆÐISFLOKKURINN Fulltrúaráðsfundur Fulltrúaráð sjálfstæðifélaganna í Reykjavík heldur fulltrúaráðsfund í Átthagasal Hótels Sögu í kvöld, þriðjudaginn 15. mars, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Ávarp: Markús Örn Antonsson, borgarstjóri. 2. Ákvörðun um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við borgarstjórnarkosningamar í vor. 3. Ræða: Árni Sigfússon, borgarfulltrúi. Stjórnin. Stofnfundur félags ung- barnasund- kennara STOFNFUNDUR félags kenn- ara í ungbarnasundi verður haldinn nk. fimmtudag, 17. mars, kl. 20.30 í íþróttamiðstöð íslands, Laugardal. Markmið með stofnun félagsins er að vinna að framgangi ung- barnasunds á íslandi, meðal annars með því að: stuðla að aukinni menntun félagsmanna; auka sam- starf meðal ungbarnasundkennara; beita sér fyrir bættri aðstöðu fyrir ungbarnasund í landinu og standa fyrir námskeiðum fyrir kennara, eitt sér eða í samvinnu við aðra. Félagar í félagi ungbarnasund- kennara geta þeir orðið sem lokið hafa íþróttakennaranámi eða sam- bærilegu námi og hafa tekið leið- beinendanámskeið í ungbarna- sundi. Á fundinn mæta fulltrúi frá ráðuneyti, háls-, nef- og eyrna- læknir og fleiri aðilar. -----♦ ♦ —..... ■ í dag, þriðjudaginn 15. mars kl. 20, verður fyrirlestur um Hvíta bræðralagið — Helgisljórn jarð- arinnar í húsnæði Ljósheima að Hverfisgötu 105 2. hæð. Fyrirles- ari er Huld Jónsdóttir og mun hún greina frá því samfélagi er fyrir- finnst á innri sviðum og ber nafnið Hvíta bræðralágið. Gefinn er tími fyrir fyrirspurnir í lok fyrirlesturs- ins. Verð kr. 300. FÉLAG ÍSLENSKRA STÓRKAUPMANNA Ráðstefna um flutningamál Ráðstefnan verður haldin þann 16. mars nk. kl. 13.30 í Háskólabíó, sal 2, í tengslum við aðalfund Félags íslenskra stórkaupmanna. Meðal efnis sem fjallað verður um: - Hefur samkeppnisstaða í milliríkjaverslun batnað eða versnað með tilliti til þróunar flutningsgjalda? - Hver eru flutningsgjöld í Islandssiglingum? - Hver eru flutningsgjöld í samkeppnislöndum íslands? - Eru íslensk flutningasölufyrirtæki vel rekin? Dagskrá: 1. Ávarp Sighvatur Björgvinsson, viðskiptaráðherra. 2. Kynning á skýrslu Drewry Shipping Consultants, sem unnin hefur verið fyrir FÍS og íslenska flutningakauparáðið um íslenskan og alþjóðlegan flutningamarkað. Mark Page, Senior Consuitant. 3. íslenski gámaflutningamarkaðurinn í alþjóðlegu samhengi. Birgir R. Jónsson, formaður FÍS. 4. Umræður. Ráðstefnustjóri verður Stefán S. Guðjónsson, framkvæmdastjóri FÍS. Skýrsla Drewrys er umfangsmesta úttekt, sem unnin hefur verið á íslenska sjó- flutningamarkaðinum fram til þessa. Ráðstefnan er öllum opin. Aðgangur er kr. 2.800 fyrir almenna ráðstefnugesti. Afsláttur er veittur til félagsmanna . Birgir R. Jónsson Skráning ráðstefnugesta fer fram á skrifstofu félagsins á 6. hæð í Húsi verslunarinnar og einnig í anddyri Háskólabíós frá kl. 13.00 ráðstefnudaginn. Upplýsingar í síma 678910. Félag íslenskra stórkaupmanna. Flutningakauparáð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.