Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994
49
Morgunblaðið/Jóhannes Pálsson
Reyðóvision
GUÐLAUG, Örn Ingi og Hilmar syngja Gleðibankann í „beinni“.
Árshátíð Grunnskólans á Reyðarfirði
Gleðibankinn í
beinni útsendingu
Reydarfirði.
ÁRLEG árshátíð Grunnskólans á Reyðarfirði var haldin við feik-
naundirtektir fjölskyldunnar síðastliðinn föstudag, eftir að nem-
endur höfðu æft sig og undirbúið hátíðina í nokkrar vikur.
Árshátíðin var haldin við lok börnin sátu agndofa og horfðu á
svokallaðrar þemaviku og var 50 fyrstu sjónvarpssendingamar með
ára afmæli lýðveldisins þema þessa draugnum Belfigor, fjölskyldan var
árs. Nemendur höfðu skreytt fé- á leið á þjóðhátíð á Þingvöllum
lagsheimilið með heimildum úr 1944, Ford ’41 og svo mætti lengi
sögu þjóðarinnar frá 1939 og fram telja. Árshátíðinni lauk með því að
á daginn í dag. sigurvegarar Reyðóvision ’94
Allir bekkir skólans komu fram sungu fyrir áhorfendur við undir-
í sýningunni með sína leikþætti, leik nokkurra kennara úr vinabæ
söng og gamanmál. Gleðibankinn Reyðarfjarðar, Eskifirði.
var sunginn í beinni útsendingu, - Fréttaritari
Þjóðhátíð
Þjóðhátíðarstemmning ríkti á árshátið Grunnskólans á Reyðarfirði.
Lovísa fegurst
á Suðumesjum
Njarövík.
LOVÍSA Aðalheiður Guðmundsdóttir, 18 ára Njarðvíkurmær, var kjör-
in fegurðardrottning Suðurnesja í félagsheimilinu Stapa sl. laugardags-
kvöld. Húsfylli var í Stapanum þegar kjörið fór fram en þetta var
níunda árið í röð sem keppt er um titilinn. Alls tóku 11 stúlkur þátt
i keppninni sem fór fram með hefðbundnum hætti og var hápunktur
hennar þegar úrslit voru kynnt og Bryndís Líndal, fegurðardrottning
Suðurnesja 1993, krýndi arftaka sinn.
Lovísa Aðalheiður er úr Innri-
Njarðvík, hún stundar verslunarstörf
og eru íþróttir helsta áhugamál henn-
ar. Foreldrar hennar eru Ágústa
Jónsdóttir og Guðmundur Reynisson.
Lovísa Aðalheiður var einnig valin
besta ljósmyndafyrirsæta keppninn-
ar. Að þessu sinni voru stúlkur einn-
ig valdar í 2. og 3. sæti keppninnar.
Annað sæti hreppti Birgitta ína
Unnarsdóttir, 18 ára Fjölbrauta-
skólanemi úr Garðinum, og í þriðja
sæti varð Birgitta María Vilbergs-
dóttir, 18 ára úr Keflavík. Þá völdu
stúlkurnar vinsælustu stúlkuna úr
sínum hópi og þann titil hlaut Sólrún
Björk Guðmundsdóttir, 19 ára úr
Keflavík.
Aðrar stúlkur sem tóku þátt í
keppninni voru: Gunnur Magnúsdótt-
ir, 18 ára úr Keflavík, María Erla
Pálsdóttir, 18 ára úr Innri-Njarðvík,
Sunneva Sigurðardóttir, 19 ára úr
Keflavík, Sigríður Margrét Oddsdótt-
ir, 17 ára úr Njarðvík, Helga Dögg
Jóhannsdóttir, 19 ára úr Grindavík,
Karlotta Bryndís Maloney, 20 ára
úr Keflavík, og Rakel Þorsteinsdótt-
ir, 19 ára úr Keflavík.
Dómnefnd skipuðu Sigtryggur
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Lovísa Aðalheiður Guðmundsdótt-
ir krýnd fegurðardrottning Suð-
urnesja 1994.
Sigtryggsson fréttastjóri, Bjargey
Einarsdóttir fiskverkandi, Jón Kr.
Gíslason körfuknattleiksmaður,
Kristjana Geirsdóttir veitingamaður
og Kristín Stefánsdóttir förðunar-
meistari. ~
SJALFSTÆÐISFLOKKURINN
Fulltrúaráðsfundur
Fulltrúaráð sjálfstæðifélaganna í Reykjavík
heldur fulltrúaráðsfund í Átthagasal Hótels
Sögu í kvöld, þriðjudaginn 15. mars, kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Ávarp: Markús Örn Antonsson, borgarstjóri.
2. Ákvörðun um skipan framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við
borgarstjórnarkosningamar í vor.
3. Ræða: Árni Sigfússon, borgarfulltrúi.
Stjórnin.
Stofnfundur
félags ung-
barnasund-
kennara
STOFNFUNDUR félags kenn-
ara í ungbarnasundi verður
haldinn nk. fimmtudag, 17.
mars, kl. 20.30 í íþróttamiðstöð
íslands, Laugardal.
Markmið með stofnun félagsins
er að vinna að framgangi ung-
barnasunds á íslandi, meðal annars
með því að: stuðla að aukinni
menntun félagsmanna; auka sam-
starf meðal ungbarnasundkennara;
beita sér fyrir bættri aðstöðu fyrir
ungbarnasund í landinu og standa
fyrir námskeiðum fyrir kennara,
eitt sér eða í samvinnu við aðra.
Félagar í félagi ungbarnasund-
kennara geta þeir orðið sem lokið
hafa íþróttakennaranámi eða sam-
bærilegu námi og hafa tekið leið-
beinendanámskeið í ungbarna-
sundi.
Á fundinn mæta fulltrúi frá
ráðuneyti, háls-, nef- og eyrna-
læknir og fleiri aðilar.
-----♦ ♦ —.....
■ í dag, þriðjudaginn 15. mars
kl. 20, verður fyrirlestur um Hvíta
bræðralagið — Helgisljórn jarð-
arinnar í húsnæði Ljósheima að
Hverfisgötu 105 2. hæð. Fyrirles-
ari er Huld Jónsdóttir og mun hún
greina frá því samfélagi er fyrir-
finnst á innri sviðum og ber nafnið
Hvíta bræðralágið. Gefinn er tími
fyrir fyrirspurnir í lok fyrirlesturs-
ins. Verð kr. 300.
FÉLAG ÍSLENSKRA STÓRKAUPMANNA
Ráðstefna um flutningamál
Ráðstefnan verður haldin þann 16. mars nk. kl. 13.30 í Háskólabíó, sal 2,
í tengslum við aðalfund Félags íslenskra stórkaupmanna.
Meðal efnis sem fjallað verður um:
- Hefur samkeppnisstaða í milliríkjaverslun batnað eða versnað með
tilliti til þróunar flutningsgjalda?
- Hver eru flutningsgjöld í Islandssiglingum?
- Hver eru flutningsgjöld í samkeppnislöndum íslands?
- Eru íslensk flutningasölufyrirtæki vel rekin?
Dagskrá:
1. Ávarp
Sighvatur Björgvinsson, viðskiptaráðherra.
2. Kynning á skýrslu Drewry Shipping Consultants, sem unnin hefur verið
fyrir FÍS og íslenska flutningakauparáðið um íslenskan og alþjóðlegan
flutningamarkað.
Mark Page, Senior Consuitant.
3. íslenski gámaflutningamarkaðurinn í alþjóðlegu samhengi.
Birgir R. Jónsson, formaður FÍS.
4. Umræður.
Ráðstefnustjóri verður Stefán S. Guðjónsson, framkvæmdastjóri FÍS.
Skýrsla Drewrys er umfangsmesta úttekt, sem unnin hefur verið á íslenska sjó-
flutningamarkaðinum fram til þessa.
Ráðstefnan er öllum opin. Aðgangur er kr. 2.800 fyrir almenna ráðstefnugesti.
Afsláttur er veittur til félagsmanna . Birgir R. Jónsson
Skráning ráðstefnugesta fer fram á skrifstofu félagsins á 6. hæð í Húsi verslunarinnar og einnig í
anddyri Háskólabíós frá kl. 13.00 ráðstefnudaginn.
Upplýsingar í síma 678910.
Félag íslenskra stórkaupmanna.
Flutningakauparáð.