Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 37 Um valdníðslu og trúnaðarbrest eftir Arthúr Björgvin Bollason í „Staksteinum" Morgunblaðsins hinn 25. febrúar síðastliðinn er end- urprentuð ritstjórnargrein nýjasta heftis tímaritsins „Fijálsrar versl- unar“. Þar er um að ræða vangaveltur ritstjórans, Jóns G. Haukssonar, um brottvikningu mína úr starfí „sérráð- ins aðstoðarmanns útvarpsstjóra“. í upphafi greinar sinnar víkur Jón að því að maður sem ynni hjá einka- fyrirtæki yrði látinn gjalda orða sinna, ef hann „dæmdi opinberlega yfírmann sinn, vinnubrögð hans og stefnu þess fyrirtækis, sem hann vinnur hjá“. Með þessum orðum er ritstjórinn bersýnilega að skírskota til ummæla minna í títtnefndu bréfí til formanns Stéttarsambands bænda. Auðvitað hefur ritstjórinn nokkuð til síns máls. Starfsmaður fyrirtækis sem réðist á yfirmann sinn í opin- beru skrifí bryti að sjálfsögðu trúnað gagnvart yfirmanninum. Um það verður ekki deilt. Hins vegar er tvennt við röksemd ritstjórans að athuga. í fyrsta lagi er í umræddu bréfí mínu til for- mánns Stéttarsambands bænda ekki fólgin nein árás á yfírmann minn fyrrverandi, þ.e.a.s. útvarpsstjóra. Þvert á móti var ég í þessu skrifi að andmæla því órétti sem útvarps- stjóri mátti þola, þegar menntamála- ráðherra endursendi með valdboði starfsmann inn í stofnunina sem útvarpsstjóri var nýbúinn að reka. Mér þætti gaman að vita, hvort slík vinnubrögð ættu sér einhverja hliðstæðu á hinum frjálsa markaði? Mér segir svo hugur að aldrei hafí forstjóri einkafyrirtækis orðið fyrir sambærilegri móðgun. Ef stjóm fyrirtækis á hinum ftjálsa markaði kæmist að þeirri nið- urstöðu að forstjóri fyrirtækisins hefði rekið deildarstjóra af annarleg- um hvötum geri ég fastlega ráð fyr- ir að forstjórinn fengi ofanígjöf eða væri látinn víkja. í siðaðra manna Arthúr Björgvin Bollason „Mér segir svo hugur að aldrei hafi forstjóri einkafyrirtækis orðið fyrir sambærilegri móðgun.“ samfélagi hlyti það að flokkast und- ir hreinræktaðan skrílshátt að refsa forstjóranum með því að ráða deild- arstjórann aftur, að ekki sé minnst á þá háðung að setja hann ofar í metorðastigann en áður. Mér er til efs að ritstjóri „Frjálsrar verslunar“ þekki dæmi þess að slíkt hafi átt sér stað í nokkru einkafyrirtæki. Annað sem mig langar að gera athugasemd við er sú staðhæfíng ritstjórans að felli opinber starfs- maður „gijótharða sleggjudóma um yfírmenn, samstarfsmenn og innri starfshætti" hljóti hann að bijóta trúnað. Hér hefur ritstjórinn eins og áður nokkuð til síns máls. Þó verður enn að taka fram að þetta á einungis við, þegar um eðlilegar aðstæður er að ræða. í títtnefndu bréfí mínu til for- manns Stéttarsambands bænda var ég að gagnrýna þær óeðlilegu að- stæður sem starfsfólk Ríkisútvarps- ins hefur þurft að búa við undan- farna mánuði. Settum framkvæmdastjóra Sjón- varps var af ráðherra beinlínis þröngvað upp á stofnunina. Eins og fram kom í greinargerð útvarpsstjóra um brottrekstur Hrafns Gunnlaugssonar í Morgun- blaðinu 22. apríl í fyrra var um það samstaða í framkvæmdastjórn RUV, að útvarpsstjóri viki umræddri per- sónu úr starfí sem dagskrárstjóra innlendrar dagskrárdeildar Sjón- varps. Ástæðan var eins og þar seg- ir sú skylda útvarpsstjóra að „tryggja starfhæfar aðstæður innan stofnunarinnar". Hvernig litist ritstjóra „Frjálsrar verslunar“ á, ef hann væri forstjóri í fyrirtæki, að ráðherra skipaði hon- um með valdboði að taka við starfs- manni sem hann væri nýbúinn áð reka? Án þess að lengja mál mitt um of vil ég einungis segja þetta: með því að setja burtrekinn dagskrár- stjóra innlendrar dagskrárdeildar í stöðu framkvæmdastjóra Sjónvarps var ráðherra að skapa trúnaðarbrest og girða fyrir eðlilega stjórnunar- hætti í Ríkisútvarpinu. Þess vegna er það í sjálfu sér fráleitt að meta umrædd skrif mín til formanns Stéttarsambands bænda út frá ein- hveijum stjórnunarlegum sjónarmið- um. Staðreyndin er sú að ráðherra var búinn að greiða stjórnkerfí Ríkis- útvarpsins þvílíkt högg að það var lamað eftir. Gagnrýni mín í umræddu bréfi var því hvorki gagnrýni á yfirmann minn né eiginlega samverkamenn heldur fyrst og fremst gagnrýni á það ranglæti sem útvarpsstjóri og aðrir starfsmenn Ríkisútvarpsins höfðu orðið að þola. Höfundur er fv. skipulags- og dagskrárráðgjafi útvarpsstjóra. RAÐA UGL YSINGAR Auglýsing Vamarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins verður lokuð dagana 16. til 18. mars vegna flutninga frá Skúlagötu 63. Skrifstofan verður opnuð aftur mánudaginn 21. mars á Rauðarárstíg 25. Menningar-, upplýsinga- og fjölmiðladeild ráðuneytisins er flutt á sama stað og hefur verið opnuð. Varnarmálaskrifstofa utanríkisráöuneytisins. I.O.O.F. Rb. 4 = 1433158 - Lh. □ EDDA 5994031519 III 2 Frl. □ HAMAR 5994031519 -1 - Eri. I.O.O.F. Ob. 1 = 1753158’/! = □ HLfN 5994031519 VI 2 Frl. AD KFUK Holtavegi Fundurinn f kvöld fellur inn í kristniboösviku í Kristniboðs- salnum. Sjá auglýsingu þar um. auglýsingar □ FJÖLNIR 5994031519 I 1 atkv. SÍK, KFUM/KFUK, KSH Kristniboðsvika - Með nýtt land undir fótum Samkoman í kvöld verður í Kristniboðssalnum, Háaleitis- braut 58-60 kl. 20.00. „Flutt á nýjar slóðir" - Benedikt Arnkels- son talar. Upphafsorð hefur Ástrfður Haraldsdóttir, KSS- gengið syngur og fluttur verður skyggnuþáttur um útvarps- kristniboð, „I lausu lofti“. Um- sjón hefur Friðrik Hilmarsson. Bænastund verður kl. 19.40 og kaffi á könnunni eftir sam- komuna. Allir eru velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Árshátíð F.í. og Horn- strandafara 19. mars Hátíðin verður laugardaginn 19. mars á Hótel Selfossi. Skemmtun sem félagsmenn og gestir þeirra ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Fjölbreytt dag- skrá, s.s. ávarp leiðtogans, gítar- spil, einsöngur, karlakvartett, Skollertrióið, stuttmynd sérstak- lega framleidd fyrir hátiðina, spumingakeppni, tískusýning með nýjustu straumum í útilífs- fatnaði og Jóhannes Kristjánsson kynnir persónur með sínum hætti. Veglegir happdrættisvinningar. Fordrykkur og glæsilegt kvöld- verðarhlaðborð. Hljómsveitin Karma leikur fyrir dansi. Rútuferð frá Mörkinni 6 kl. 18.00. Miðar óskast sóttir fyrir fimmtudag. Skemmtun fyrir alla ekki bara Hornstrandafara. Ferðafélag Islands. skólar/námskeið tungumál Enska málstofan ■ Enskukennsla: ★ Einkakennsla fyrir einn eða fleiri á afar hagstæðu verði. ★ Aðstoð og ráðgjöf til fyrirtækja vegna þjálfunar og sjálfsnáms í ensku. ★ Viðskiptaenska, aðstoð við þýöingar o.fl. Upplýsingar og skráning i síma 620699 frá kl. 14-18 alla virka daga. ýmlslegt ■ Barnfóstru- námskeið 1994 1. 16., 17., 21. og 22. mars. 2. 6., 7., 11. og 12. apríl. 3. 13., 14., 18. og 19. apríl. 4. 27., 28. apríl og 2. og 3. maí. 5. 4., 5., 9. og 10. maí. 6. 25., 26., 30. og 31. maí. 7. 1., 2., 6. og 7. júní. '8. 8., 9., 13. og 14. júm. Kennsluefni: Umönnun bama og skyndihjálp. Upplýsingar/skráning: ■ Kryddnámskeið Pottagaldra Ilmandi, fræðandi og skemmtileg kvöld- stund fyrir alla sem elska að matbúa. Upplýsingar í síma 628788. ■ CRANIO - SACRAL Kynningamámskeiö í höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferö, 26. og 27. mars. Upplýsingar og skráning í síma 641803. tölvur ■ Hagnýtt tölvubókhald 35 klst. kvöldnámskeið sem hefst 15. mars. Hentar þeim, sem vilja afla sér hagnýtrar kunnáttu í tölvubókhaldi. Upplagt fyrir aöila með sjálfstæðan rekstur. Ókeypis skólaútgáfa af ÓpusAllt fylgir. ■ Tölvunámskeið - Windows 3.1 - PC grunnnámskeið - Word fyrir Windows og Macintosh - WordPerfect fyrir Windows - Excel fyrir Windows og Macintosh - PageMaker fyrir Windows/Macintosh - Paradox fyrir Windows - Tölvubókhald Sfmi 688188 kl. 8-16. ■ Fyrirlestur um Hvíta bræðralagið - helgistjórn jarðarinnar veröur í Ljósheimum í kvöld kl. 20.00 á Hverfisgötu 105, 2. hæð. Fyrirlesari er Huld Jónsdóttir. Verö kr. 300. - Novell námskeið fyrir netstjóra - Word og Excel framhaldsnámskeið Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar kennslubækur fylgja öllum námskeiðum. Upplýsingar og skráning í síma 616699. r^| Tölvuskóli Reykiavíkur ‘....' Borflartúni 28, simi 618699 STJÓRNUNARFÉLAGS ISLANDS OG NÝHERJA 69 77 69 62 1 □ 66 <33> NÝHERJI ■ Nýjar leiðir i innkaupastjórnun Leiðbeinandi: Baldur Guðgeirsson, Vífilfelli hf. 21.-23. mars, kl. 13.00-16.00. ■ Að vinna úr viðskiptahugmynd Leiðbeinendur: Aðalsteinn Magn- ússon, MBA, Sigurður Smári Gylfa- son, viðskiptafræðingur, o.fl. Hvemig á að koma viðskiptahugmynd á framfæri. Námskeiöiö hefst 24. mars. ■ Windows kerfisstjórnun Hagnýtt námskeið fyrir þá sem sjá um Windows uppsetningar. Hefst 22. mars. ■ Barnanámskeiðin vinsælu fyrir 5-6 ára og 7-9 ára. Námskeið, sem veitir baminu þínu verð- mætan undirbúning fyrir framtíðina. Námskeiðinu er m.a. ætlað að þroska rökhugsun bamsins, minni og sköpun- argáfu og hjálpa því við lestur og reikn- ing. Kennt er tvisvar í viku. Svona nám- skeið hafa slegið í gegn í Bandarikjunum og Kanada. Næstu námskeið hefjast 19. apríl. Hringið og fáið sendar upplýsingar. STJÚRNUNARFÉLAGS ISLANDS OG NÝHERJA 69 77 69 (Q) 62 1 □ 66 NÝHERJI 1 myndmennt stjórnun ■ Breytum áhyggjum í uppbyggjandi orku! ITC námskeiðið Markviss málflutningur. Upplýsingar: Kristín Hraundal, simi 34159. starfsmenntun ■ Námskeið hjá Stjórnunarfélagi íslands: Þekking - þjálfun - þátttaka (námskeið f. konur) 15. mars kl. 13.00-17.30. Leiðin til árangurs (Phoenix) 16., 17. og 18. mars kl. 12.00-18.00. ■ Næstu námskeið Tölvu- og verk- fræðiþjónustunnar, s. 688090: ■ Windows og PC grunnur. 9 klst. um gmnnatriði tölvunotkunar og Windows. 28.-30. mars kl. 9-12. ■ Word ritvinnslan fyrir Macintosh og Windows. 15 klst. fjölbreytt rit- vinnslunámskeið. 21.-25. mars kl. 13-16. ■ FileMaker gagnagrunnur. 15 klst. um gagnagrunnin fjölhæfa fyrir Windows ogMacintosh. 21.-25. mars kl. 13-16. ■ QuarkXPress umbrotsforritið. 15 klst. námskeið um útgáfu bæklinga, fréttabréfa o.fl. 21.-25. mars kl. 16-19. ■ Macintosh og System 7.0. (tar- legt stýrikerfisnámskeið fyrir þá, sem vilja kynnast stýrikerfi Macintosh betur. Gagnleg hjálparforrit fylgja. 28.-30. mars kl. 9-12. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, s. 688090. ■ Myndlist fyrir börn 8 vikna námskeið fyrir 7-12 ára. Mæting einu sinni í viku. Upplýsingar og innritun í síma 611525 eftir kl. 13.00 alla daga. Rúna Gísladóttir. ■ Málun - myndlist Vomámskeið fyrir byijendur að hefjast. Laus örfá sæti framhaldsnemenda. Vatns- og/eða oh'ulitir. Upplýsingar eftir kl. 13.00 alla daga. Kennari Rúna Gísladóttir, listmálari, sími 611525. handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Nú er rétti tíminn til að sauma sumarföt- in. Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Upplýsingar í síma 17356. Meðferð upplýsinga f ýmsu formi (skjalastjórnun) 16. og 17. mars kl. 13.00-17.00. Sölunámskeið fyrir verslunarfólk 21. og 22. mars kl. 09.15-12.15. Leiðin til árangurs (Phoenix) 22., 23. og 24. mars kl. 16.00-22.00 Valddreifing og verkstjórn 23. mars kl. 13.00-17.00. Markviss fundaþátttaka og stjórnun 23. og 24. mars kl. 13.00-17.00. Yfirburðaaðferð við markmiðasetningu 29. mars kl. 15.00-19.00. Nánari upplýsingar í síma 621066.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.