Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994
FileMaker námskeið
94027
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Tölvuskóli Halldórs Kristjánssonar
Grensásvegi 16 • ® 68 80 90
Fötin fyrir sumarið og solina!
Full búð af frábærum sumarfatnaði!
r j r1 m
s
Hringdu eftir eintaki!
fclk í
fréttum
FERÐALÖG
3.200 km pílagrímsför
með íslenskum hesti
Carsten og Dagfari á góðu róli...
Danskur maður að nafni Carst-
en Nordenhof, búsettur í bæn-
um Græsted á Norður-Sjá-
landi er um þessar mundir í 3.200
km langir pílagrímsferð. Hann
fékk þá flugu í höfuðið að heim-
sækja gröf Jakobs postula í Sant-
iago de Compostella á Spáni, en
þar var hann jarðsettur eftir að
hinn heimskunni Heródes hafði
látið gera hann höfðinu styttri.
Það er í sjálfu sér ekki í frásögur
færandi þótt einstaklingar taki
upp á því að fara í pílagrímsferð-
ir. En Carsten hélt ekki í sólina á
Spáni með leiguflugi, heldur skellti
farangri á bak hests og arkaði af
stað. Og hesturinn: hann heitir
Dagfari og er sex ára gamall ís-
lendingur.
Fyrst rölti Carsten til Óðinsvéa
og svo þaðan til Horsens þar sem
hann heimsótti gröf pílagríms sem
var jarðsettur þar árið 1300. Síðan
var þrammaður Hærveijen til
Flensborgar um Köln og Elsass,
þvert yfir Belgíu og Frakkland og
yfir Pírenafjöllin. Nordhof reiknar
með því að ganga 20 til 30 kíló-
metra á dag og miðað við þá út-
reikninga verður hann kominn á
leiðarenda l.ágúst.
Carsten er annars kennari að
atvinnu, en í seinni tíð hefur hann
notað starfið til að safna fjármun-
um. Hann hefur skammtað sér
dagpeninga sem skulu nægja, því
ella er fjárhagsramminn sprung-
inn. Og Carsten getur þess að þó
hann sé nokkuð trúaður maður,
þá sé það öðru fremur mannkyns-
söguáhugi sinn sem reki hann til
þess arna. Ferðin hefur gengið vel
til þessa og hvar sem þeir félagar
Dagfari og Carsten koma, er þeim
tekið með kostum og kynjum.
Ö
A/
ara
Afmælishátíð Sigurbogans
vikurn 14. -19. mars
Við bjóðum þér að koma og fagna
með okkur á þessum tímamótum.
15. mars: Kynning á Avéne og Elancyl snyrtivörum
Elisobetb Halvorsen.
17. mars: Kynning á Yves Saint Laurent snyrtivörum
kl. 12-18; Gréta Boða förðunarmeistari.
18. mars: Kynning á Yves Saint Laurent snyrtivörum
kl. 12-18; Gréta Boða förðunarmeistari.
19. mars: Kynning á Yves Saint Laurent snyrtivörum
kl. 12-16; Gréta Boða förðunarmeistari.
15% afmíelisafsláttur.
Sigurboginn, Laugavegi 80.
Úrval af kven- og karlmannafatnaði
ásamt skófatnaði á alla fjölskylduna.
Komið, skoðið og gerið frábær kaup.
FATA- OG SKÓMARKAÐURINN, GLÆSIBÆ
Opið: Mán.-fimmtud. kl. 13-18,
föstudaga kl. 13-19,
laugardaga kl. 11-15.