Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 Fortíðarvandi Bjöms Bjamasonar eftir Birgi Hermannsson Tíminn er afstæður. Oft er sagt að vika sé langurtími í pólitík. Sjálf- sagt er það rétt í hita átakanna, en þegar horft er á stefnumið og afleiðingar þeirra verka sem unnið er að er vika ekki langur tími. Rúm- ir þrír áratugir eru augljóslega ekki langur tími á mælikvarða Björns Bjamasonar. í Morgunblaðinu þann 5. mars leyfði ég mér að halda því fram að Alþýðuflokkurinn hefði frá því fyrir 1960 haft sérstöðu meðal íslenskra stjórnmálaflokka í land- búnaðarstefnu sinni. Af þessu til- efni spyr Björn í Morgunblaðinu 9. mars: Er Alþýðuflokkurinn fæddur í gær? Samkvæmt pólitísku tíma- skyni Björns Bjarnasonar merkir „í gær“ að minnsta kosti síðustu þrjá áratugina. Hann kýs því að við höldum okkur við jörðina og ræðum árið 1934. Það ár varð fortíðar- vandi Alþýðuflokksins í landbúnað- armálum til! Kjamann í grein Björns má orða svo: Sjálfstæðisflokkurinn er hinn frelsandi engill Alþýðuflokksins og bjargaði honum undan ofurvaldi Jónasar Jónssonar frá Hriflu og oftrú á ríkisafskiptum. Þetta gerð- ist um 1958 og hófu þá flokkarnir sameiginlega baráttu gegn því efnahagskerfi sem komið var upp á kreppuárunum í andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta skilur ekki aðstoðarmaður umhverfisráð- herra og upphefur því kattarþvott á sögu Alþýðuflokksins. Þessi katt- arþvottur er þó dæmdur til að mis- takast vegna þess að upprifjun á árinu 1934 kallar fram glottandi draug Jónasar frá Hriflu! 1934 Sem viðbrögð við kreppunni miklu gerðu jafnaðarmannaflokkar á Norðurlöndum sögulegt bandalag við bændaflokka um stjórnarmynd- un. Slíkt rauð-grænt bandalag var einnig myndað hér á landi með „stjórn hinna vinnandi stétta" árið 1934, þegar Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur mynduðu ríkisstjórn. Sá var þó munurinn á íslandi og hinum Norðurlöndunum að þar höfðu jafnaðarmenn undirtökin, en hér á landi — m.a. vegna ranglátr- ar kjördæmaskipunar — hafði Framsóknarflokkurinn meiri styrk. Stjórnarstefnan mótaðist þó mjög af hugmyndum Alþýðuflokksins um víðtæk ríkisafskipti af atvinnumál- um og útbótum í félagsmálum. Framsóknarmenn báru mjög fyrir bijósti hag bænda sem höfðu farið illa út úr kreppunni. Þeirra skilyrði fyrir stjómarþátttöku var upp- stokkun á sölumálum landbúnaðar- afurða og voru strax sett svokölluð mjólkursölulög og kjötsölulög. Þessi löggjöf varð grundvöllurinn að því landbúnaðarkerfi sem við búum við í dag. Á Norðurlöndunum var sett svipuð löggjöf til að bæta hag bænda. Alþjóðleg viðbrögð við heims- kreppunni voru samdráttur í erlend- um viðskiptum og verndun á eigin framleiðslu með háum tollum og innflutningshöftum. Viðbrögð ís- lendinga við kreppunni geta því vart talist mjög sérstök eða ein- kennandi fyrir „ríkisstjóm hinna vinnandi stétta". Það sem var sérs- takt við íslenska haftakerfíð var hversu langlíft það var; það var ekki slegið^af fyrr en með viðreisn- arstjórninni 1959. Sjálfstæðisflokk- urinn sat í ríkisstjórn nær stöðugt frá 1939 og hlýtur þar með að bera nokkra ábyrgð á þessu kerfi eins og þeir flokkar sem komu því á. Haftakerfið var ekki lagt af fyrr en það var komið í algjört þrot og nær öllum — þar með töldum Her- manni Jónassyni sem var forsætis- ráðherra 1934 — var það ljóst við svo búið gengi ekki lengur. Kjami kjöt- og mjólkursölulag- anna frá 1934 var að verðlagning afurða réðist nú ekki lengur á mark- aði, heldur var hún ákveðin af nefndum. Mjólkursalan var skipu- lögð í ákveðin svæði og var fram- leiðendum bannað að selja út fyrir það. Verðjöfnunargjöld voru sett á mjólk og mjólkursamlögum tryggð einokunarstaða innan síns mark- aðssvæðis. Björn Bjarnason kveður Sjálfstæðisflokkinn hafa verið and- vígan setningu þessara laga. Hér fer hann með rangt mál. Mjólkur- sölulögin voru samþykkt í neðri deild Alþingis með 25 atkvæðum gegn 3 og efri deild með 10 sam- hljóða atkvæðum. Kjötsölulögin voru samþykkt í neðri deild með 26 atkvæðum gegn 2 og efri deild með 12 atkvæðum gegn 2. Sjálf- stæðisflokkurinn klofnaði í þessu máli og þeir einu sem greiddu at- kvæði gegn því voru þingmenn flokksins í Reykjavík. Mikill meiri- hluti flokksins, með Ólaf Thors í broddi fylkingar, var fylgjandi lög- unum. Bæjarstjórn Reykjavíkur mótmælti þeim hins vegar harðlega. Þetta þarf ekki að koma á óvart. Á þinginu 1933 fluttu þeir Ólafur Thors og Pétur Ottesen, ásamt tveimur þingmönnum Framsóknar- flokksins, frumvarp sem var í svip- uðum anda og mjólkursölulögin. Það frumvarp olli miklum deilum innan Sjálfstæðisflokksins og taldi Jón Þorláksson það ganga þvert á hagsmuni neytenda í Reykjavík og kom í veg fyrir framgang þess. Landbúnaðarkerfisflokkur Það er ljóst að Sjálfstæðisflokk- urinn var í grundvallaratriðum sam- mála því landbúnaðarkerfi sem komið var á 1934 og hefur staðið í fylkingarbijósti við uppbyggingu þess allar götur síðan. í fyrstu voru þingmenn flokksins í Reykjavík með múður, en það stóð ekki lengi. Ef einhver stjórnmálaflokkur hefur haft það sögulega hlutverk að sætta bæjarbúa við landbúnaðarbáknið, Birgir Hermannsson „Það er eins og hver önnur sjálfsblekking hjá Birni Bjarnasyni að halda því fram að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi verið fulltrúi frjáls- lyndis, hagræðingar og minni ríkisafskipta í landbúnaðarmálum.“ þá er það Sjálfstæðisflokkurinn. Björn Bjarnason skortir rök til að halda því fram að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi verið fulltrúi fijálslyndis, hagræðingar og minni ríkisafskipta í landbúnaðarmálum. Þvert á móti: flokkurinn hefur alla tíð staðið í Við höfum ekki efni á að bíða, við verðum strax að hefjast handa... eftir Vigfús Geirdal Atvinnuleysi er sóun á mannleg- um verðmætum. Norræna verka- lýðssambandið (NFS) hefur reiknað út hversu rríikil sóunin er. Beinn kostnaður fyrir ríkissjóði Norður- landanna er u.þ.b. 300 milljarðar sænskra króna, eða um það bil 25-föld íslensku fjárlögin. Hér eru taldar með beinar greiðslur til at- vinnulausra, vinnumarkaðsaðgerðir og tapaðar skatttekjur hins opin- bera. Atvinnuleysið hefur ýmsar aðrar afleiðingar fyrir einstaklinga og þjóðfélagið. Kostnað af þeim er erfitt að mæla en hann sést auðvit- að greinilega. Langvinnt atvinnuleysið felur í sér að mörgum er hafnað, bæði efnahagslega og félagslega. Það er erfitt að reikna út aukinn kostnað vegna félagslegra afleiðinga, sál- rænna og líkamlegra þjáninga, auk- inna afbrota o.s.frv. Atvinnuleysið bitnar ekki einung- is á þeim sem eru án atvinnu, held- ur verða fjölskyldur þeirra einnig fyrir barðinu á því. Sé gengið út frá því að fjölskylduaðstæður þeirra atvinnulausu séu svipaðar og al- mennt gerist tvöfaldast fjöldi þeirra sem atvinnuleysið bitnar á. Alls eru það um fjórar milljónir manna á Norðurlöndunum. Rannsóknir sýna að það eru einkum börn þeirra, sem hafa verið atvinnulausir lengi og hafa minnsta menntun, sem standa sig verst í námi. Minni framleiðsla vegna aukins atvinnuleysis ætti einnig að reikn- ast inn í þennan samfélagslega kostnað. Hér má líka telja með það velferðartap sem fylgir minni þjón- ustu til þegnanna, sem verður vegna fækkunar starfsfólks í gæslu- og umönnunarstörfum. Með auknu atvinnuleysi greiðir færra fólk skatta til velferðarþjóð- félagsins samhliða því að kostnaður ríkisins vex vegna aukinna atvinnu- leysisbóta. Þegar fólk sem hefur haft örugga stöðu á vinnumarkað- inum missir vinnuna, atvinnuleysið verður varanlegt og fleiri árgangar ungs fólks ná ekki fótfestu er veg- ið að undirstöðum velferðarþjóðfé- lagsins. Raunhæft mat á kostnaði við atvinnuleysið ætti að fela í sér öll óbein langtímaáhrif bæði á ein- staklinga, sveitarfélög og ríkið. Norræna verkalýðssambandið hef- ur einungis skoðað beinan mælan- legan kostnað. Þó hefur víða þurft að geta í eyður. Það er þó hægt að fullyrða að útreikningar NFS ofmeti kostnaðinn ekki. NFS leggur til að forsætisráð- herrarnir hafi frumkvæði að því að gerð verði norræn hvítbók um at- vinnu og velferð. Norðurlöndin hafa nú þegar lagt sitt af mörkum varðandi hvítbók framkvæmdastjórnar EB um vöxt, samkeppnisstöðu og atvinnu, sem lögð var fyrir ráðamenn í Evrópu í desember 1993. Ýmsar þeirra tillagna og hug- myndasem settar voru fram af Norðurlöndunum eiga skilið að vera hrint í framkvæmd. Við megum ekki af misskildri hæversku halda aftur af okkur og bíða eftir því að einhveijir aðrir í Evrópu taki frum- kvæðið. Það er ekki skortur á verkefnum til að takast á við Það er þörf á ýmsum endurbótum í samgöngu- og samskiptakerfum okkar. Vegir, járnbrautir og aðrar samgöngur eru forsenda þess að Vigfús Geirdal „Norðurlöndin geta ekki keppt á grundvelli lágra launa. Þau eiga aðeins möguleika í al- þjóðlegri samkeppni á grundvelli hæfni og gæða.“ samfélög okkar geti starfað eðli- lega. Ef við viljum búa í haginn fyrir okkur og komandi kynslóðir liggur í augum uppi að stuðla beri að umhverfisbótum. Fjárfestingar í umhverfisvænni framleiðslu geta orðið mikilvægur samkeppnisþáttur í framtíðinni. Á sama hátt og þörf er umbóta á sviði samgangna og samskipta er einnig um að ræða fjölda verk- efna á sviði félagslegra umbóta sem vinna þarf að. Þjóðfélag sem er ekki fært um að tryggja sæmandi þjónustu við börn, aldraða og sjúkl- inga getur ekki kallað sig velferðar- þjóðfélag. Sæmandi umönnun og þjónusta við þá sem minna mega sín er einnig mikilvæg forsenda þess að hin efnahagslega hlið á þjóðfélaginu geti gengið upp. Virk umönnun barna og aldraðra er for- senda atvinnuþátttöku og hreyfan- leika á vinnumarkaði. Norðurlöndin geta ekki keppt á grundvelli lágra launa. Þau eiga aðeins möguleika í alþjóðlegri sam- keppni á grundvelli hæfni og gæða. Það er mikilvægt að möguleikar vinnuaflsins verði nýttir að fullu. Þátttaka og meðáhrifaréttur launa- fólks er þannig ekki einungis mikil- vægur lýðræðisins vegna, heldur einnig vegna þess að þannig næst bestur árangur í atvinnulífinu. Við höfnum því að norræn fyrirtæki geti ekki gengið lengra í þessa átt en evrópsk fyrirtæki vegna sam- keppnisstöðunnar. Það þarf einmitt að auka þátttöku og virkni starfs- fólks vegna samkeppninnar. Þess vegna er full ástæða til þess að Norðurlöndin vinni sameiginlega að því að tryggja norræna vinnumark- aðslíkanið og að tryggðir verði sam- vinnumöguleikar starfsfólks innan fyrirtækja sem starfa í fleiri lönd- um. Nú, þegar framboð vinnuafls er meira en eftirspurn eftir því, þarf að auka hæfni vinnuafls framtíðar- innar. Ef við viljum forðast flösku- hálsa á vinnumarkaðinUm verður vinnuaflið að vera sveigjanlegt og aðlögunarhæft gagnvart nýjum að- stæðum. Aukinn sveigjanleiki og aðlögunarhæfni næst aðeins með öryggi og hæfni en ekki með skert- um ráðningarkjörum og þægilegri uppsagnarmöguleikum atvinnurek- enda. Innan Norðurlandanna neytum við sjálf 80,3% af því sem við fram- leiðum. Samsvarandi framleiðum við 83,1% af því sem við neytum. Ef Norðurlöndin leggja sameigin- lega fram áætlun um fjárfestingar og hagvöxt eigum við góða mögu- leika á árangri. Norræna verkalýðssambandið leggur því til að forsætisráðherrar Norðurlandanna hafi frumkvæði að gerð Hvítbókar um atvinnu og vel- ferð. Hvítbókin ætti að innihalda: • greiningu á norræna hagkerfinu sem sýnir möguleika á og áhrifin af sameiginlegri atvinnustefnu NÁMSKEIÐ í WIND0WS F0RRITUN - fyrir forritara Efni: - Saga Windows (1.0, 2.0.WIW3.1/3.11) - Framtíð (Chicago/Win 4.0, Daytona/NT 4.0) - Windows högun - Forritaskil (API, WOSA, MAPI, ODBC, OLE, TAPI, Pen, fjölmiðlun) - Forritunarumhverfi (VB, VC++, SDK, TPW, Access, Paradox, Excel...) - SDK forritun - Forritahönnun í viðbragðsumhverfi - Úttak (GDI, skjár, prentari, skrá) - Inntak (mús, lyklaborð, klukka) - Minnisstjórnun - Upplýsingaöflun (bækur, blöð, CD diskar o.fl.) Undirstaða: - Þekking á forritun í C, Pascal eða Fortran er æskileg. Leiðbeinandi: - Björn R. Sveinbjörnsson kerfisfræðingur. Innritun er hafin í síma 616699. £ Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28, sími 91-616699
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.