Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
61. tbl. 82. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Kvótadeilan við Norðmenn rædd í dag
Spánverjar vilja
ekki „pappírsfisk“
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.
SPÆNSK stjórnvöld kröfðust þess í gær, að Norðmenn gæfu meira
eftir í deilunni um kvóta spænskra skipa í norskri lögsögu, að öðrum
kosti myndu Spánverjar ekki samþykkja aðild Noregs að Evrópusam-
bandinu, ESB. Norski sjávarútvegsráðherrann ítrekaði hins vegar,
að ekki væri um meiri fisk að semja. Þótt þarna virðist mætast stál-
in stinn, kváðust samningamenn beggja ríkjanna vera bjartsýnir á,
að málið yrði leyst á fundinum í Brussel í dag.
ísraelsstjórn og PLO
Friðarvið-
ræður á ný?
Jerúsalem. Reuter.
TALSMENN ísraelsstjórnar
sögðu í gær að stutt væri í að
aftur hæfust viðræður við Frels-
issamtök Palestínu, PLO, um tak-
markaða sjálfstjórn á hernumdu
svæðunum. Viðræðurnar hafa leg-
ið niðri frá því að gyðingur myrti
tugi Palestínumanna í Hebron fyr-
ir þrem vikum en á sunnudag hittu
fulltrúar Israela Yasser Arafat,
leiðtoga PLO, í bækistöðvum hans
í Túnis.
ísraelsstjórn kom til móts við kröf-
ur PLO á sunnudag og bannaði Kach
og Kahane, tvenn öfgasamtök sem
eru öflug meðal landnema úr röðum
gyðinga er ekki vilja sætta sig við
að Palestínumenn fái sjálfsstjórn.
Sendimenn Bandaríkjamanna og
Norðmanna, sem gegnt hafa hlut-
verki sáttasemjara í deilum ísraela
og PLO, eru í Túnis og reyna að finna
málamiðlun. PLO krefst þess m.a.
að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
fordæmi Hebron-morðin og alþjóð-
legt gæslulið verði sent til hernumdu
svæðanna til að gæta öryggis Palest-
ínumanna.
Carlos Westendorp, Evrópumála-
ráðherra Spánar, sagði í gær, að
Norðmenn hefðu vissulega hliðrað
nokkuð til en það væri samt ekki
nóg. Þeir yrðu að ganga lengra og
hann kvaðst hafa ástæðu til að
ætla, að þeir gerðu það. í spænska
blaðinu Diario 16 sagði í gær, að
Spánverjar myndu ekki sætta sig
við einhvern „pappírsfisk", heldur
yrði að koma skýrt fram hve mikinn
kvóta þeir fengju og hvenær. Þá
halda þeir stíft fram afstöðu sinni
um, að þeir hafi sögulegan rétt tii
veiða við Noreg.
Engar þreifingar milli
landanna
Jan Henry T. Olsen, sjávarút-
vegsráðherra Noregs, ítrekaði í
gær, að Spánveijum yrði ekki boð-
inn meiri kvóti og hann sagði, að
engar þreifingar hefðu átt sér stað
milli Norðmanna og Spánverja að
undanskildum viðræðum um mark-
aðsaðganginn. Hann vildi þó ekkert
segja um árangurinn af þeim.
„Ég hef það á tilfinningunni, að
þetta verði erfitt. Evrópusambands-
ríkin vilja, að við gerumst aðilar en
það á eftir að koma í ljós hvort þau
vilja viðurkenna sérstöðu okkar
Norðmanna að ýmsu leyti,“ sagði
Olsen en mikilvægasta krafan í því
efni er, að Norðmenn fái full yfirráð
yfir veiðunum fyrir norðan 62.
breiddargráðu.
Serbar óttast einangrun
STJÓRNVÖLD í Króatíu höfnuðu í gær hugmyndum um einhvers konar sambandsríki allra fyrrverandi ríkja Júgó-
slavíu en Króatar og múslimar hafa gengið frá drögum að stjórnarskrá fyrir sambandsríki Króatíu og þeirra hluta
Bosníu, sem Króatar og múslimar ráða. Talsmenn Serba segja, að Vítalíj Tsjúrkín, sérstakur sendimaður Rússlands-
stjórnar, hafi lagt til, að komið verði á tengslum milli allra sambandsríkjanna fyrrverandi en ýmsir fréttaskýrendur
telja, að það, sem vaki fyrir Serbum, sé fyrst og fremst að eyðileggja samstöðu Króata og múslima. Óttist þeir, að
með henni muni þeir einangrast enn meir. Myndin er frá Mostar í Bosníu af ungum dreng við götuvígi en Króatar
og múslimar börðust áður hart um yfirráð yfir borginni.
Engin togaraútgerð
í Færeyjum um simi
---------------
Austurríki
Haider hrós-
aði sigri
Vín. Reuter.
MIKIL fylgisaukning hægrisinn-
aðra þjóðernissinna í kosningun-
um, sem fram fóru á sunnudag
í þremur af níu fylkjum Austur-
ríkis, hefur vakið verulegar
áhyggjur sljórnvalda, einkum
annars stjórnarflokksins, jafnað-
armanna, sem hafa ekki beðið
meiri ósigur síðan 1918.
Stjórnmálamenn og fjölmiðlar í
Austurríki eru sammála um, að
úrslitin séu mikið áfall fyrir jafnað-
armenn og leiðtoga þeirra, Franz
Vranitzky kanslara, en mestan
ósigur biðu þeir í fylkinu Kárnten
þar sem fylgið minnkaði um 8,6%.
Þar vann hins vegar Frelsisflokkur
Jörgs Haiders mikinn sigur og fékk
33,3% atkvæða, fjórum prósentu-
stigum minna en jafnaðarmenn.
Haider, sem var neyddur til að
segja af sér sem ríkisstjóri í Kárnt-
en 1991 fyrir að lofa atvinnustefnu
Adolfs Hitlérs, fagnaði mjög sigrin-
um og kvaðst mundu keppa eftir
embættinu á ný.
Reuter
Iðnríkjafundur um atvinnuleysi
BILL Clinton Bandaríkjaforseti ræðir við börn sem fögnuðu honum í
Detroit er hann kom þangað í gær til að setja tveggja daga ráðstefnu
ráðherra og annarra embættismanna frá sjö helstu iðnríkjum heims,
G-7, um atvinnuleysisvandann. Niðurstöðurnar á síðan að nota á vænt-
anlegum fundi leiðtoga ríkjanna í Napólí í júlí. Alls eru um 30 milljón-
ir manna án vinnu í ríkjunum sjö. Clinton hrósaði mjög átaki í starfs-
þjálfun sem gert hefur verið í Detroit en talið er að rætt verði um
ýmsar samræmdar aðgerðir, s.s. vaxtalækkun í Evrópuríkjum, aukna
innanlandsneyslu í Japan og fleira sem hleypt getur krafti í efnahagslífið.
Sjá frétt, á bls. 23.
Landsstjórnin hafnaði kröfum togara-
manna um breytingu á kvótalögunum
Þórshöfn. Frá Grækaris Djurhuus Magnussen, fréttaritara Morg'unblaðsins.
ÞAÐ er nú Ijóst að færeyski togaraflotinn verður allur bundinn
við bryggju um ófyrirsjáanlegan tíma. Fundur sem haldinn var í
gær með Thomas Arabo, sjávarútvegsráðherra Færeyja, og fulltrú-
um ýmissa hagsmunafélaga í sjávarútvegi, togarafélagsins, vél-
sljórafélagsins, skipstjórafélagsins og fleiri, bar engan árangur
og virðist engin lausn vera í sjónmáli.
Formaður færeyska togarafé-
lagsins sagði eftir fundinn að
Arabo sjávarútvegsráðherra og
þar með landsstjórnin hefði aftek-
ið með öllu að koma nokkuð til
móts við kröfur togara,útgerðar-
innar og því væri alveg ljóst að
togarar yrðu ekki gerðir út frá
Færeyjum á næstunni. Sagði hann
að raunar þyrfti ekki að taka neina
sérstaka ákvörðun um það, eins
og kvótalög landsstjórnarinnar
væru úr garði gerð, væri enginn
grundvöllur fyrir útgerðinni.
Togarar bundnir við bryggju.
Aðeins togararnir stöðvast
Fram kom hjá fulltrúum útgerð-
ar og sjómanna í gær að ekki
hefði verið rætt um að útgerðir
og sjómenn á öðrum skipum en
togurunum færu að dæmi togara-
manna og hættu veiðum. Ellintur
Abrahamsen, formaður skipstjóra-
félagsins, kvaðst skilja vel í hve
óviðunandi aðstöðu togáraflotinn
væri kominn, en hann sagðist ekki
geta mælt með sams konar að-
gerðum í sínu félagi.
Á fundinum í gær var engan
bilbug að finna á Thomas Arabo
sjávarútvegsráðherra og eina til-
laga hans var að togaramenn
héldu til veiða. Sagði hann að í
ágúst hæfist nýtt fiskveiðiár og
þá yrði hugsanlega hægt að endur-
skoða kvótann.