Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994
25
/ / ii
FmmiKVOLD
wm til 12 ommmm
■
7 *
'i:
* :• *v*- *
, “'T*.
•«*“ ílfrir .1
u.ti'y .y
•*> *'ö 1V;-V^ÍC!
BESTI AÐALLEIKARl
BESTA HANDRIT
BESTi LEIKARIIAUKAHL
S7-Æ/fSr/\ BÍÓIÐ
ALUR SALIR ERU
FYRSTA FLOKKS
HASKOLABIO
HASKOIABIO
SÍMI22140
Sumarvinna skólafólks
eftir Einar G.
Guðjónsson
Það er oft talað um að íslending-
ar séu vinnusamir og að fáar þjóðir
vinni lengri vinnudag en við. Það
hefur líka verið sérstaða á Islandi
að skólaárið hér er miklu styttra
en annarsstaðar og það hefur gefið
skólafólki færi á að vinna við hin
ýmsu störf úti í þjóðfélaginu. Þetta
hefur veitt þeim innsýn inn í heim
hinna fullorðnu, komið þeim í kynni
við undirstöðuatvinnugreinamar og
gert þau fjárhagslega sjálfstæðari
en jafnaldrar þeirra í nágrannalönd-
unum eru.
Það em allir sammála um að það
sé hollt fyrir unglinga að vinna. Það
líta margir til baka til sumarvinn-
unnar á skólaárunum og em ánægð-
ir með að geta sagst hafa unnið hin
ýmsu störf. Sumarvinnan býður til-
breytingu og hvíld frá náminu og
allir hafa mætt áhugasamari til
náms að hausti.
En nú þegar atvinnuástandið fer
síversnandi í þjóðfélaginu og fjöld-
inn allur af hæfu fólki fær ekki
vinnu þá kemur það auðvitað einnig
niður á sumarvinnunni. Hinn al-
menni vinnumarkaður hefur tak-
markaðan fjölda af störfum og
ýmis fyrirtæki loka eða draga sam-
an seglin yfir sumarmánuðina frek-
ar en að ráða viðbótarfólk. Þetta
gæti leitt til þess að stór hluti ungs
fólks hafi ekkert fyrir stafni í
þriggja mánaða sumarfríi. Það kem-
ur einnig niður á heimilunum ef
unglingarnir hafa engar tekjur.
Síðasta sumar greip Reykjavík-
urborg inn í og lagði fram fjármuni
til að veita sem flestu skólafólki
vinnu og var þar vel að verki stað-
ið. En það er ekki nóg að skapa
vinnuna, það verður líka að gæta
að því að unga fólkinu sé kennt að
vinna. Það verður að læra rétt
vinnubrögð og það að leggja metnað
sinn í að skila vel unnu verki. Nú
á tímum er brýnt að styrkja sið-
gæðisviðmið á borð við trúmennsku,
áreiðanleika og heiðarleika.
Það er ekki falleg sjón sem stund-
um blasir við á sumrin þegar ýmsir
af þeim sem eru ráðnir til að vinna
liggja bara og sóla sig eða sitja
uppi við vegg stóran hluta dagsins.
Slæm vinnubrögð, leti og óstundvísi
eru siðir sem ekki á að ala á, allra
síst á kostnað skattgreiðenda. Það
er stundum sagt sem afsökun að
það sé ekki mikið kaup sem þessir
------♦ ♦ ♦------
Námskeið fyr-
ir ungt fólk
í atvinnuleit
ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð
Reylqavíkur og Hitt húsið bjóða
ungu, atvinnulausu fólki á aldrin-
um 16 til 25 ára upp á tvö þriggja
vikna námskeið í Hinu húsinu því
að kostnaðarlausu og hefjast nám-
skeiðin í dag, þriðjudag.
í fréttatilkynningu segir, að nám-
skeiðin séu sniðin að þörfum og
áhugamálum ungs fólks og vel til
þess fallin að auka hæfni þess á
vinnumarkaði. Boðið er upp á fastar
námsgreinar í kjarna, s.s. íslensku,
félagsfræði daglegs lífs, hagnýta
stærðfræði, persónuleg viðskipti og
einnig verða kynntar námsleiðir og
atvinnulíf og félagsleg réttindi á
vinnumarkaði. Auk fastra náms-
greina í kjarna er boðið upp á valfög
og tómstundahópa eftir áhugamálum
hvers og eins, t.d. skyndihjálp, tölv-
unám, listir og menningu í dag,
textagerð, hljóðversvinnu, leiklist,
Ijósmyndun, björgunarsveitastörf og
hraðlestur.
Fyrra námskeiðið verður 5. apríl
til 22. apríl, en það síðara 25. apríl
til 13. maí og fer kennsla fram á
morgnana kl. 9-12 í kjamafögum
en síðdegis í tómstundahópum. Inn-
ritun fer fram í Hinu húsinu, Braut-
arholti 20, dagana 17.-25. mars frá
kl. 13-19. Umsóknum má skila í
Hinu húsinu og á Ráðningarstofu
Reykjavíkurborgar fyrir 25. mars.
krakkar fá, en á móti má segja að
þau í upphafi ráða sig upp á þessi
kjör og þeirra er ábyrgðin að skila
þeirri vinnu sem þau ráða sig í.
Nú þegar Reykjavíkurborg
hyggst verja miklu fé til átaksverk-
efna vegna atvinnuleysis mætti
huga að því að ráða fólk af atvinnu-
leysisskrá til verkstjórastarfa í sum-
arvinnunni næsta sumar. Það hlýtur
að vera hagur af því að nýta reynslu
og þekkingu þeirra sem eru án vinnu
og það er tími til að þjálfa og und-
irbúa verðandi verkstjóra. Þeir sem
eldri eru ætti betur að geta haft
aðhald og raunverulega stjórnun
með höndum og meiri þekkingu og
reynslu til að kenna vinnubrögð og
annað sem til þarf. Ekki er heldur
verra fyrir unga fólkið að umgang-
ast sér eldra fólk sem vinnufélaga.
Það hafa margir foreldrar látið í
ljós óánægju sína með litlar kröfur
um vinnusemi og slæpingshátt sem
stundum viðgengst í unglingavinn-
unni. Með því að nýta reynslu og
þekkingu þeirra sem eru án atvinnu
væri örugglega hægt að auka fjöl-
breytnina, bæta vinnubrögðin og um
leið gera störfin ánægjulegri og
meira mannbætandi.
Höfundur er verslunarmaður í
Hvitakoti.
Einar G. Guðjónsson
„Nú á tímum er brýnt
að styrkja siðgæðis-
viðmið á borð við trú-
mennsku, áreiðanleika
og heiðarleika.“