Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 Ný skýrsla norrænnar nefndar um fjölgun krabbameinstilfella á næstu árum íslenskir karlmenn með hæst nýgengi krabbameins 2010 íslenskar konur verða í öðru sæti miðað við óbreytt ástand EF EKKERT verður gert til að stemma stigu við aukningxi krabbameins verða íslenskir karlar með hæstu tíðni greindra tilfelia krabbameins árið 2010. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem gerð hefur verið á nýgengi krabbameins á Norðurlöndunum. íslenskar konur eru hins vegar í öðru sæti og munu halda því samkvæmt niðurstöðum skýrslunn- ar. Þetta er fyrsta af fimm skýrslum norrænnar vinnunefnd- ar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og eru í henni teknar saman tölur um nýgengi krabbbameins á Norðurlönd- unum frá árinum 1958 til ársins 1987 og einnig er gerð spá um fjölgun tilfella fram til ársins 2010. Allar skýrslurnar eru unnar af krabbameinsskránum á Norðurlöndum. Snorri Ingimarsson læknir er formaður nefndarinnar sem lét gera skýrsluna og segir hann að takmark verkefnisins sé að lækka dánartíðni úr krabbameini um 15% á tímabilinu. í seinni fjórum skýrslum nefndarinnar verður gerð úttekt á dánar- tíðni þeirra sem fá krabbamein, lækningu og umönnun krabbameinssjúkra á Norðurlöndum, líkn við þá sem ekki læknast og stuðningur við fjölskyldur fólks sem fær krabba- mein. Hann segir að skýrslurnar séu mjög gagnlegar fyrir sljórnvöld því hægt er að hafa hliðsjón af þeim þegar unnið er að mótun heilbrigðisstefnu. Greind tilfelli allra tegunda krabbameins í konum frá 1958 og spá um fjölda þeirra til 2012, á hverja 100.000 íbúa á ári. Tölurnar eru leiðréttar með tilliti til ólíkrar aldursskiptingar Norðurlandabúa Svíþjóð Noregur Finnland .150 58-62 63-67 68-72 73-77 78-82 83-87 88-92 93-97 98-02 03-07 08-12 Á Norðurlöndunum fimm, ís- landi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi, búa nú um 24 milljónir manna og er nýgengi krabbameins um 100 þúsund til- felli á ári að sögn Snorra. í skýrsl- unni kemur fram að tilfellunum fari fjölgandi og er búist við því að á árunum 2008-2012 verði ný- gengi krabbameins orðin allt að 120 þúsund tilfelli á ári. Hluti aukningarinnar er skýrður með þeirri fólksfjölgun sem verður í löndunum fimm fram til ársins 2010 og breytingu á aldurssam- setningu þjóðanna. í skýrslunni er kannað nýgengi 20 mismunandi tegunda krabba- meins meðal karla og kvenna og eru niðurstöðurnar gefnar í tilfell- um á hverja 100 þúsund íbúa. Not- uð eru sex fimm ára tímabil frá árinu 1958 til ársins 2010 og fímm mismunandi aldurshópar við út- reikningana. Enn sem komið er eru það Danir sem eiga metið í tíðni krabbameins. Stöðugt hefur verið að draga saman með Islendingum og Dönum og árið 2010 er búist við því að tíðni krabbameins hjá íslenskum körlum verði hærri en hjá þeim dönsku. Á Norðurlöndunuin eykst tíðni krabbameins i körlum frá tímabilinu 1983-87 til 2007-2012 úr 256,9 til- felli á hverja 100 þúsund karlmenn eða um 8%. Samsvarandi tölur fyr- ir íslenska karla eru 266 tilfelli á fyrra tímabilinu en 307,7 tilfelli á því síðara og nemur hækkunin um 15,7%. Finnar skera sig úr Hjá konum verða þær dönsku hins vegar efstar en gert er ráð fyrir því að íslenskar konur fylgi fast á eftir. Meðaltíðni krabbameins hjá konum á Norðurlöndunum er 223,1 tilfelli á hveija 100 þúsund íbúa árin 1983-87 en eykst í 255,6 tilfelli á árunum 2007-12. Þetta er um 14,6% aukning. Samsvarandi tölur fyrir íslenskar konur eru 247 tilfelli fyrir fyrra tímabilið en 267,9 tilfelli fyrir það seinna og nemur aukningin 8,5% Fækkun krabbameinstilfella er einungis spáð í fjórum tiifellum, magakrabba, Hodgkins sjúkdómi, krabbameini í vörum hjá körlum og leghálskrabbameini. Finnar skera sig verulega úr varðandi nýgengi krabbameins en þar hefur tekist að hægja á ný- gengi krabbameins hjá körlum verulega. Snorri segir að Finnar séu þeir einu sem hafi tekið vandamálið föstum tökum enda sýni úttektin að árið 1958 hafi þeir verið með langhæsta tíðni krabbameins meðal karla á Norðurlöndunum en árið 2010 sé því spáð að tíðni þeirra verði lægst. ■ Tölur yfir fínnskt kvenfólk sýnir að þær hafi haft lægsta tíðni krabbameins og er áætlunin að svo verði einnig árið 2010. Snorri segir að finnsku tölumar sýni tvímælalaust að krabbamein sé ekki óviðráðanlegt og hægt sé að að hafa áhrif á nýgengi þess með öflugu forvamarstarfi. Nýgengi lungnakrabbameins eykst hjá körlum og konum Lungnakrabbamein er algeng- asta krabbameinið á Norður- löndunum í konum og næst al- gengsta krabbameinið meðal karla nú og á næstu árum. ísland sker sig nokkuð úr varðandi þróun þess hér á landi því tíðni þess meðal 100 þúsund íbúa dregst saman um tæp 7% á Norðurlöndunum hjá körlum eykst hér á landi um 142%. Hjá konum verður veruleg aukning nýgengi lungnakrabbameins hjá konum og það eykst um 163%. íslenskar konur verða með hæstu tíðnina nú og mun það haldast samkvæmt spánni þó svo að aukn- ingin verði hægari hér og mun hún aukast um 152%. Snorri segir að í þessu sambandi geti verið um skekkju að ræða í útreikningunum vegna Islands, því ekki sé tekið tillit til jákvæðra áhrifa nýju tóbaksvarnalaganna sem sett voru árið 1986. Eins og með heildartölumar um nýgengi skera Finnar sig úr varð- andi nýgengi lungnakrabbameins hjá körlum. Nýgengi lungnakrabba- meins hjá körlum í Finnlandi hafí verið langhæst árið 1958 í Finn- landi, en hægt er að rekja allt að 90% tilfella til reykinga. Finnum hafi tekist að snúa þróuninni við og árið 2010 sé búist við því að þeir verði í þriðja sæti, lægri tíðni verði hjá Svíum og Norðmönnum en íslendingar og Danir verði hærri. Finnskar konur eru með minnst nýgengi lungnakrabbameins og er því spáð að svo verði einnig árið 2010. í skýrslunni segir að á síðastliðn- um 30 árum hafi reykingar í Finn- landi minnkað um 50% og einnig hefur það haft áhrif á þróunina þar að Finnar hafa mikið til hætt að reykja sterkar rússneskar sígarett- ur með háu tjöruinnihaldi. Tilfellum magakrabbameins fækkar Magakrabbamein er eitt. þeirra meina þar sem nýgengi hefur minnkað á öllum Norðurlöndunum. Snorri segir fækkunina endurspegla þá breytingu sem orðið hefur m.a. á mataræði þjóðanna á síðustu 30 árum. Til dæmis hafí lítið nýmeti verið á boðstólum stóran hluta árs- ins á árum áður en það hafi breyst verulega. Magakrabbi sé þannig gott dæmi um hvernig krabbamein tengist neysluvenjum fólks. Magakrabbamein hefur í gegn- um tíðina verið mun fágætara hjá kvenfólki en körlum. Snorri segir skýringuna geta verið þá að konur hafí haft betri aðgang að nýmeti á heimilunum en karlar. Er nýgengi meðal kvenna helmingur þess sem það er meðal karlmanna en hjá báðum kynjum hefur tíðnin lækkað. Krabbamein í ristli er eitt algeng- asta krabbameinið í báðum kynjum og er mikill munur á því á milli landa en ekki meðal kynja. Eins og með magakrabba er mataræði stór þáttur í myndun þess, en það út- skýrir samt tæpast mismuninn sem er á milli landa. Gert er ráð fyrir talsverðri aukn- ingu í nýgengi brjóstakrabbameins kvenna. I skýrslunni segir að 15% af aukningunni megi rekja til breyt- inga á barneignum, að konur eign- ist nú börn síðar á ævinni. Bijósta- krabbamein er algengara á íslandi en á hinum Norðurlöndunum, en fram til ársins 2010 hægist á aukn- ingu þess hér á landi og við lok spátímabilsins er gert ráð fyrir því að íslenskar konur, sem nú eru í Greind tilfelli nokkurra krabbameina frá 1958 og spá um fjölda þeirra til 2012, á hverja 100.000 íbúa á ári. Tölurnar eru leiðréttar með tilliti til ólíkrar aldursskiptingar Norðurlandabúa 58-62 63-67 68-72 73-77 78-82 83-87 88-92 93-97 98-02 03-07 08-12 58-62 63-67 68-72 73-77 78-82 83-87 88-92 93-97 98-02 03-07 08-12 Lungnakrabbamein --------------------50 58-62 63-67 68-72 73-77 78-82 83-87 88-92 93-97 98-02 03-07 08-12 70 60 50 40 30 20 10 i i------1-------1-------1— ..i----------1-------1------1-------1-------1- 58-62 63-67 68-72 73-77 78-82 83-87 88-92 93-97 98-02 03-07 08-12 öðru sæti, verði komnar í þriðja sæti. Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbameinið í körlum og er spáð verulegri aukningu þess á næstu árum. íslenskir karlmenn eru með hæsta nýgengið og spáð er langhæsta nýgengi á Norður- löndunum árið 2010. Verður ný- gengi hér rúmlega tvöfalt hærra en í Danmörku sem er með lægstu tölur nýgengis. Stefnt að 15% fækkun dauðsfalla Markmiðið með norræna verk- efninu er að fækka dauðsföllum vegna krabbameins á Norðurlönd- unum um 15% á tímabilinu og bæta líf og líðan þeirra sem ekki lækn- ast. Snorri segir að árið 1987 hafí orðið ljóst að Norðurlöndin myndu dragast aftur úr löndum Evrópu- sambandsins í baráttunni gegn krabbameini. Evrópusambandið samþykkti árið 1986 að vinna að því að fækka dauðsföllum vegna krabbameins um 15% fyrir árið 2000. Á Norðurlandaráðsþingi árið 1986 bar íslenska sendinefndin upp tillögu á þinginu um samræmdar aðgerðir gegn krabbameini á Norð- urlöndum og hún var samþykkt samhljóða. Norræna ráðherra- nefndin setti þá á laggimar vinnu- hóp um baráttu gegn krabbameini og hún hafí gert áætlun fyrir Norð- urlöndin sem lögð var fram árið 1989. Markmiði nefndarinnar á að ná með því að koma í veg fyrir að sjúk- dómurinn myndist, auka leitarstarf og bæta meðferð. Einnig á að bæta líf og líðan þeirra sem ekki læknast og hugsa betur fyrir andlegum og líkamlegum þörfum ólæknanlegra sjúklinga og íjölskyldna þeirra. Nefndin hefur látið gera fímm skýrslur um þróun krabbarneins á Norðurlöndunum og eru þær unnar fyrir tilstuðlan Norrænu ráðherra- nefndarinnar í samvinnu við m.a. Norræna krabbameinssambandið. Mikilvægar upplýsingar fyrir stjórnvöld Snorri segir að Norðurlöndin séu mjög heppileg í svona samanburði. Þjóðirnar eru líkar og skyldar, heil- brigðisþjónustan sé svipuð og einn- ig séu til tölulegar upplýsingar um hvernig nýgengi krabbameins hefur breyst síðastliðin 30 ár. Á öllum Norðurlöndunum eru starfræktar krabbameinsskrár og hagstofur Norðurlandanna hafa gert fólks- fjölgunarspár fram í tímann og einnig spáð fyrir um aldursskipt- ingu þjóðanna, en tekið er tillit til mismunandi aldurssamsetningar þjóðanna og íbúafjölda við útreikn- inga skýrslunnar. Spámar gera síðan stjórnvöldum og samtökum kleift að mæta þess- ari þróun og fínna leiðir til að hafa áhrif á hana, segir Snorri. Einnig auðvelda þær stjórnvöldum að móta heilbrigðisstefnu til lengri tíma litið vegna krabbameins hér á landi, en alltaf sé verið að leggja til að slík stefna verði mótuð. Þá er hægt að móta betur hvern- ig hægt er að líkna þeim sem ekki læknast og skoða hvemig heilbrigð- iskerfíð verður viðbúið því að mæta ef til vill auknu álagi, segir hann. „Þetta eru geysilega verðmætar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.