Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 33 Samtakamáttur neytenda í tilefni af alþjóðadegi neytendaréttar eftir Garðar Guðjónsson Stundum er látið að því liggja að hagsmunum neytenda sé betur borgið en ýmsum öðrum hagsmun- um vegna þess að við séum jú öll neytendur. Það er að vísu alveg hárrétt að við erum öll neytendur. Hins vegar er það svo að ýmsir aðrir hagsmunir en hagsmunir fjöldans vega einatt þyngra þegar teknar eru ákvarðanir og leikreglur eru settar, hvort sem er hjá hinu opinbera eða í viðskiptalífinu. Þeir sem setja leikreglurnar eru nefni- lega ekki bara neytendur. Reynslan sýnir að þeir láta einatt ýmis önnur sjónarmið en hag neytenda ráða gerðum sínum. Á þetta er minnt í tilefni af því að alþjóðadagur neytendaréttar er í heiðri hafður víða um heim í dag, 15. mars. Lágmarkskröfurnar Samtök og stofnanir sem leitast við að gæta hagsmuna neytenda eiga sér sameiginlega vilja- og stefnuyfirlýsingu sem segja má að sé grunntónn í starfi þeirra, hvar sem þau eru niður komin, í austri eða vestri, norðri eða suðri. Þessi yfirlýsing felst í átta lágmarkskröf- „Fjárhagslega reiða samtökin sig að lang- mestu leyti á árgjöld félagsmanna, en aðeins að mjög litlu leyti á stuðning stjórnvalda eða annarra, enda er það keppikefli neyt- endasamtaka að vera engum háð nema fé- lagsmönnum sínum. Því er ljóst að vöxtur og viðgangur samtakanna er algerlega háður vilja neytenda.“ um um réttindi til handa neytend- um; kröfunni um að grunnþörfum sé fullnægt, kröfum um öryggi, upplýsingar, val, áheyrn, bætur, fræðslu og heilbrigt umhverfí. Kröfunum er misjafnlega tekið; sums staðar vel, sums staðar mið- ur. Þær nást hvergi baráttulaust. Reynslan sýnir að neytendur þurfa að eiga sér sterkan málsvara. Neytendasamtökin hafa eftir mætti reynt að standa undir því, ásamt ijölmörgum samtökum öðr- um, að vera málsvari neytenda og gæta hagsmuna þeirra. Daglega fást starfsmenn samtakanna við mál sem tengjast lágmarkskröfun- um með einum eða öðrum hætti. Þjónusta við neytendur Félagsmenn í Neytendasamtök- unum eru rúmlega tuttugu þúsund talsins og þau verða því að teljast býsna fjölmenn. Þó er aðeins um það bil fjórðungur heimilanna í landinu innan okkar vébanda. Þijú af hveijum íjórum heimilum hafa enn ekki séð ástæðu til að ganga til liðs við okkur í baráttunni fyrir bættum hag neytenda. I'járhagslega reiða samtökin sig að langmestu leyti á árgjöld félags- manna, en aðeins að mjög litlu leyti á stuðning stjórnvalda eða annarra, enda er það keppikefli neytenda- samtaka að vera engum háð nema félagsmönnum sínum. Því er ljóst að vöxtur og viðgangur samtak- anna er algerlega háður vilja og samstöðu neytenda. Á þessu ári greiðir hver félags- maður 1.850 krónur. Og hvað fær maður svo fyrir þessar krónur, er gjarna spurt. Beinn ávinningur felst meðal annars í eftirfarandi: aðstoð við að leysa úr ágreiningsmálum í viðskiptum og ná fram rétti sínum, upplýsingar um verð og gæði vöru og þjónustu, ráðgjöf og leiðbeining- ar. Áuk þess Neytendablaðið fímm sinnum á ári, þar sem meðal ann- ars eru birt markaðsyfirlit og grein- ar um fjármál heimilanna, heil- brigði, umhverfísmál, neytenda- vemd, öryggi barna og fleira. Hagsmunagæsla Því fleiri sem sjá ástæðu til að Opið bréf til Halldórs Blöndal og annarra ferðamálafrömuða eftir Filippus Pétursson (alias Philippe Patay) í sjónvarpsviðtali nýlega sagði Halldór Blöndal samgöngumálaráð- heira að það væri slæmt að enginn skipulegði vetrarferðir yfir Kjöl hér- lendis til dæmis um páskana. Ég sá þetta viðtal ekki sjálfur en mér var sagt frá því. Ég sá það ekki vegna þess að ég var einmitt staddur á N-Ítalíu í þeim erindum að kynna ísland að vetrarlagi með skyggnu- myndakvöldum og fyrirlestmm aðal- lega í ítalska alpaklúbbnum sem hefur 300.000 meðlimi. Samgöngumálaráðuneytið ætti að vita að það eru til sérhæfðir menn, á íslandi, þaulvanir fjalla- mennsku með langa reynslu að baki. Það væri ekki svo vitlaust að leita til þeirra og spyija álits og ráða sérstaklega ef menn hafa í huga að þróa slíkar ferðir. Nú eru liðin átján ár síðan ég byijaði að fara með erlenda ferða- menn í skíðaleiðangra um hálendið að vetri til. Síðastliðin tuttugu ár, hef ég, frá febrúar byijun til apríl- loka farið með þijá til sex hópa á skíðum til vikudvalar á Landmanna- laugasvæðinu og hinn fjölfarna „laugaveg“ frá Landmannalaugum til Þórsmerkur. • Á hveijum vetri fer ég með tíu manna hóp af vönum fjallamönnum í tveggja vikna leiðangur á skíðum yfir landið þvert og endilangt, Sprengisandsleið, frá Akureyri yfir til Skóga undir Eyjafjöllum. Þetta eru fleiri hundruð manns þegar allt er talið sem hafa komið með mér í vetrarferðir og þá eru ekki talin þau mörg þúsund sem koma í fjallaferðir á sumrin. En ég er ekki sá eini sem hef verið í þessu. Á íslandi eru til nokkr- ir alvöru fjallaleiðsögumenn með mikla reynslu að baki. Margir byij- uðu að vinna með mér og hafa með tímanum orðið atvinnuíjallaleið- sögumenn samkvæmt alþjóðlegum mælikvarða. Ég hef skrifað fjölda blaðagreina og unnið við gerð heilmargra sjón- varpsþátta með erlendum sjón- Filippus Pétursson „Þetta eru fleiri hundr- uð manns þegar allt er talið sem hafa komið með mér í vetrarferð- ir.“ varpsstöðvum til þess að róma allt það sem þetta land hefur uppá að bjóða, fjöllin, sveitirnar og þá sér- kennilegu menningu sem hér er. Ef ég væri nógu frakkur ætti ég að biðja Ferðamálaráð og Flugleiðir að borga mér laun aftur í tímann fyrir alla þá kynningu og þau ár sem ég hef eytt í að lofa land og þjóð. Nei, nei verið alveg rólegir! Þetta var gert skemmtuninnar vegna, endurgjaldslaust og af öllu mínu hjarta. Mín var ánægjan! Ég er ekki góður „pólitíkus" og hef aldrei verið duglegur við að ota mér áfram. Að vera sá besti er ekki það sem skiptir máli og málið snýst ekki um það Hins vegar er til hvimleiður skap- gerðargalli í mannlegu eðli og ég viðurkenni í dag að hann finnst ekki bara hjá Islendingum. Þessi galli getur líka flokkast undir smekkleysi eða það að stunda ekki „Fairplay". Ég hef oftar en einu sinni hitt, að vetrarlagi, inni á öræfum íslands skíðaleiðangra samansetta af ung- um og hraustum mönnum sem hafa verið studdir af pylsugerð eða ein- hveiju líftryggingafélagi. Við sátum saman, höfðum það notalegt skröfuðum og sungum og drukkum skál hvers annars í mesta bræðralagi eins og sannir fjalla- menn. Svo þegar grein um háska- legan en vel heppnaðan leiðangur þeirra birtist i einhveiju dagblað- anna, ekki orð um fund okkar. Hugrekki felst líka í því að viður- kenna að maður sé ekki aðeins sá eini sem er hugrakkur. Ég segi oft við mig upp á síðkast- ið , nýbúann (takk fyrir þetta heiti ég hef búið hér 22 ár og borga skatta), að þó að ég hafi aldrei haft fjölskyldu-klíku-tengsl þá er nú mál til komið að fara að láta heyra í sér. Þetta er lífsspursmál um að komast af í þessum heimi ijölmiðla og samskipta. Ég þyrfti að reyna að komast í auglýsingarn- ar „matur fyrir nútíma íslendinga En þar sem ég er ekki nógu nútíma- legur og við borðum þennan mat jafnvel ekki í leiðangrunum mínum þá afskrifa ég þessa hugmynd og byija frekar á því að skrifa ráð- herra mínum þessar línur. Eina fólkið sem ég þekki og sem þekkir mig og mína starfsemi er það fólk sem ég hef unnið með út um allt land í öll þessi ár. Ég vil segja þeim að ég sé ennþá á lífí og sendi þeim mínar bestu kveðjur. Höfundur er leiðsögumaður. Heilsuvika i Þumalínu Kíktu inn: Þú finnur lífrænt ræktaðar jurtasnyrtivörur, sem ekki valda ofnæmi, eru ekki með rotvarnarefni (parabenar/kathon), eru ekki með ertandi ilmefni (fragance) og hafa ekki verið prófaðar á dýrum. Þú finnur ekta Rósmarin/Furunála/Lavandella baðolíur og Arnika/Calend- ula/Citrus gigtarolíur, sem gefa vellíðan og losa spennu. Þú finnur orku/vítamín drykki og hárvörur, sem gefa hárinu næringu og glans og losa flesta við flösu og hárlos. Þú finnur tannkrem fyrir alla fjölskylduna án skaðlegra skrúbb- og slípi- efna, fáðu prufu. Þú finnur NOVAFÓNINN, sem hefur hlotið gullverðlaun á læknaþingum, frábært tæki til sjálfshjálpar gegn gigt og vöðvabólgu. Þú finnur barna calendula/camomill snyrtivörurnar. Óll litlu börnin fá bos- sakrem, mamma fær möndluolíu, pabbi húðolíu, afi og amma frá arnikuolíu. Að auki gefum við 20% afmælisafslátt alla vikuna. Ullar- og silkinærfatnaður, svissnesk hágæðavara. Við rýmum fyrir nýjum vörum og gefum 50% afslátt. Allt fyrir heilsuna. Umhverfisvænar bleyj- ur. Námskeið í notkun þeirra og 10% afsláttur út heilsuvikuna. Öll börn fá bleyju gefins. Það borgar sig að koma við. Opið virka daga kl. 10-18 og nk. sunnudag kl. 14-17. Leifsgötu 32. Sími 12136 og fax 626536. Sendum í póstkröfu. Þumalína, sameinast undir merki Neytenda- samtakanna, því öflugri og vand- aðri þjónustu getum við veitt félags- mönnum okkar. Jafnframt styrkist staða okkar til að hafa almenn áhrif á stöðu neytenda í þjóðfélaginu og stuðla að aukinni neytendavernd, meðal annars með bættri löggjöf um neytendamál. í þessu er fólginn óbeinn og þó beinn ávinningur af því að ganga til liðs við samtökin. I starfi okkar reynum við að stuðla að því að neytendur fái notið lág- marksréttindanna sem áður var getið. Við höfum mikilla hagsmuna að gæta sem neytendur. Hagsmunir neytenda rekast iðulega á hags- muni þrengri hópa og verður því ekki borgið átakalaust. Það fá starfsmenn Neytendasamtakanna að reyna við dagleg störf sín. Höfundur er ritstjóri Neytendablaðsins. Bílamarkaðurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími 671800 ^ MMC Lancer EXE '92, hlaðbakur, dökk- blár, 5 g., ek. aðeins 15 þ., rafm. í öllu o.fl. V. 1160 þús., sk. á ód. Volvo 440 GLT '89, svartur, 5 g., ek. 80 álfelgur, spoiler o.fl. V. 850 þús., sk. á ód. Ford Ranger XLT '92, 4x4, V-6, 4,0I vél, blár, rafm. í rúðum, álfelgur, 31“ dekk. Einn m/öllu.Tilboðsverö 1250 þús., sk. á ód. Subaru Legacy Artic 2.0 '92, rauöur, sjálfsk., ek. aðeins 20 þ., álfelgur, rafm. f rúðum o.fl. V. 1880 þús. _ ----------- Toyota Carina E Wagon '93, hvitur, sjálfsk., ek. 10 þ., rafm. í rúðum o.fl. Sen nýr. V. 1790 þús. Honda Clvic LSi Sedan '92, rauður sjálfsk., ek. 36 þ., rafm. í rúðum, 2 dekkjag o.fl. V. 1290 þús.. sk. á ód. MMC Pajero V-6 '91, 5 g., ek. 40 þ., ál- felgur, rafm. i rúöum o.fl. V. 1890 þús., sk. á ód. Nissan Sunny SLX 4x4 station '91, silf- urgrár, 5 g., ek. 37 þ., rafm. í rúöum, ál felgur o.fl. V. 1050 þús., sk. á ód. MMC L-300 4x4 '88, hvítur, 5 g., ek. 78 þ. V. 1090 þús., sk. á ód. MMC Lancer QLX station 4x4 ’87, 5 g., ek. 114 þ., sóllúga, álfelgur. Toppein tak. V. 670 þús., sk. á ód. Toyota Corolla XL '91, rauður, 3ja dyra 5 g., ek. 58 þ. V. 790 þús., sk. á ód. BMW 325i M-Tecnil ’88, sjálfsk., ek. 96 þ., m/öllu. V. 1750 þús., sk. á ód. Isuzu Pick Up 4x4 diesel '84, ek. 158 þ. Gott eintak. V. 290 þús. Toyota 4Runner EFi '85, 5 g., ek. 113 þ., sérskoöaður, 4:10 hlutf., sóllúga o. V. 1080 þús., sk. á ód. MMC Pajero langur V-6 '91, sjálfsk., ek. 52 þ. V. 2.2 millj. MMC Lancer GLX '89, sjálfsk., ek. 66 þ^ Toppeintak. V. 690 þús. Chevrolet Blazer Thao S-10 '87, sjálfsk. rafm. í öllu, ek. 108 þ., álfelgur o.fl. Gott eintak. V. 1150 þús., sk. á ód. VW Golf GL 1.8 ’92, rauður, 5 g., ek. 39 þ., 2 dekkjag. V. 970 þús. Nissan Sunny SLX 1.6 ’92, grænsans, 5 g., ek. 33 þ., rafm. í rúðum, álflegur, (Ath! GTI útlit). V. 1030 þús. Cherokee Laredo ’88, sjálfsk., ek. 81 þ m/öllu. V. 1580 þús., sk. á ód. MMC Lancer GLXi '93, rauður, sjálfsk., ek. 22 þ., rafm. í öllu. V. 1350 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.