Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 Fundur ráðherra og sjóða um skipasmíðaiðnað Framfæpsluvísitalan Ný skurðsmásjá á Borgarspítalann Getur sparað um 90 milljónir króna á ári NÝ skurðsmásjá hefur verið tekin í notkun á heila- og taugaskurðlækn- ingadeild Borgarspítalans. Arlega eru framkvæmdar um 500 aðgerðir á háshrygg og baki á deildinni og við flestar aðgerðanna er skurðsmá- sjá notuð með góðum árangri, segir í frétt frá Borgarspítalanum. Talið er að nýja smásjáin gæti sparað um 90 milljónir á ári miðað við 400 aðgerðir. Smásjáin er talin vera sú full- komnasta sem til er á markaðinum í dag og má ltkja þeim tækninýjung- um sem hún býr yfír við byltingu á þessu sviði. Áður fyrr dvöldu sjúk- lingar marga daga á spítala eftir btjósklosaðgerð en nú fer helmingur þeirra heim daginn eftir og flestir fara heim eftir tvo daga, segir enn fremur í frétt frá spítalanum en skurður eftir smásjáraðgerð er mun minni en þegar eldri tækni var notuð. Minni fjarvera Þá er fjarvera frá vinnu vegna slíkra aðgerða mun minni en áður, eða einn til tveir mánuðir í stað þriggja áður. Ekki er því fjarri lagi að þessi nýja tækni spari að minnsta kosti 225.000 kr. á hvern sjúkling vegna styttri legutíma og minni fjar- veru frá vinnu. Thorvaldsensfélagið, Kvennadeild Reykjavíkurdeildar RKÍ, Verka- mannafélagið Dagsbrún, Verka- kvennafélagið Framsókn, Félag vel- unnara Borgarspítalans, Sjóvá- Almennar trvggingar hf., Vátrygg- ingafélagið Skandia-ísland hf. og fleiri aðilar styrktu kaup smásjárinn- ar, sem kostar hátt í 12 millj. án virðisaukaskatts. Mögnleikar kannaðir á aukinni fyrirgreiðslu Tíu þúsund manns á námskynning*u skólanna Nýjum námsgreinum sýndur mikill áhugi MILLI átta og tiu þúsund manns sóttu námskynningu skólanna sem haldin var siðastliðinn sunnudag. Fór kynningin fram á þremur stöðum, það er á lóð Háskólans, i Sjómannaskólan- um og Kennaraháskóla Islands. Ragna Ólafsdóttir námsráðgjafi í Háskólanum sagði í samtali við Morgunblaðið að kynningin hefði heppnast mjög vel. Hefði fjöldi fólks lagt leið sína á kynn- ingarstaðina og ánægjulegt hefði verið að sjá nemendur af landsbyggðinni og grunnskóla- nemendur koma til þess að afla sér upplýsinga. Ragna segir að aðsóknin hafí verið mjög jöfn milli staðanna þriggja en alls voru veittar upplýs- ingar um 160 námsleiðir. „Það var ánægjulegt að sjá hversu mikill fjöldi yngri nemenda sótti kynn- inguna. Þetta voru ekki bara krakkar úr efstu bekkjum fram- haldsskólanna, grunnskólakrakk- amir létu sig ekki vanta heldur. Svo kom fjöldi nemenda utan af landi, til dæmis frá Akureyri, ísafírði og að austan." Aðspurð hvaða námsgreinar hafi verið spurt mest um segir Ragna að ekki hafí verið unnt að greina meiri áhuga á einni grein frekar en annarri. „Hins vegar fengu nýjar námsgreinar á borð við djáknanám, sem hófst í fyrra, táknmálskennslu og tungumála- nám tengt viðskiptafræði mikla athygli,“ segir hún. Ragna segir einnig að mikið framboð hafi verið af nýju kynningarefni og fólk hafí gefið sér góðan tíma til þess spyija. Einnig hafí nemendaráðg- jöfín gefist vel. „Fólk var líka duglegt við að nýta sér strætis- vagnaferðirnar sem boðið var upp á milli kynningarstaða. Enda var margt við að vera, til dæmis var sýndur ballett og leikin tónlist á kynningu listaskólanna." Ragna sagði að lokum að þeim sem stað- ið hefðu að kynningunni, það er nemendaráðgjöf, námsráðgjöf HÍ, kynningarnefnd og upplýsinga- deild samskiptasviðs, hefði þótt vel til takast. Morgunblaðið/Sverrir Hugað að framtíðinni NÁMSKYNNING Háskóla íslands var að sögn vel sótt en talið er að um 10.000 manns hafi lagt leið sína á kynningarstaðina þrjá. Það borgar sig að spyrja FJOLDI nemenda sótti fróðleik um framhaldsnám á námskynning- una síðastliðinn sunnudag og var bæði um að ræða grunn- og framhaldsskólanemendur. Breyting síðustu 6 mánuði, umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar Morgunblaðið/Þorkell Ný skurðsmásjá JURGEN Scáfer og Gerhard Bartjen fulltrúar þýska fyrirtækisins Carl Zeiss, sem framleiðir smásjána, dr. Bjarni Hannesson, dr. Kristinn Guðmundsson og Hjörleifur Hringsson við nýju skurðsmásjána á heila- og taugadeild Borgarspítalans. Sjávarútvegsráðherra og iðnað- arráðherra áttu fyrir helgi fund með forsvarsmönnum Fiskveiða- sjóðs, Iðnlánasjóðs og Iðnþróunar- sjóðs um málefni skipasmíðaiðn- aðarins í sjávarútvegsráðuneyti að frumkvæði Fiskveiðasjóðs. Að sögn Þorsteins Pálssonar sjávar- útvegsráðherra var ákveðið að Fiskveiðasjóður kannaði mögu- leika á að hækka hlutfall til skipa- smiða innanlands og veita viðbót- arlán vegna innlendra viðgerða og meiriháttar endurbóta. Málið verður lagt fyrir sljórnarfund í Fiskveiðasjóði í dag, þriðjudag. Þorsteinn sagði að málefnið hefði verið ítarlega rætt á fundinum og niðurstaðan hefði orðið sú að sjóðim- ir tækju málið til athugunar, en auk framangreinds hafí verið rætt um að Fiskveiðasjóður kannaði hvort unnt yrði að veita tímabundin Ián, afborgunarlaus til tveggja ára, vegna meiriháttar endurbóta á skipum inn- anlands og loks hvort unnt væri að gera það að skilyrði lánveitingar að verkkaupi leiti tilboða í verk inn^n- lands. „Það er óhætt að segja að allir sjóðirnir lýstu áhuga á því að koma til móts við bæði skipasmíða- iðnaðinn og útgerðina í þessu-efni, en hér er um sameiginlega hagsmuni að tefla og sjóðimir munu taka þetta til skoðunar," sagði Þorsteinn. Aðspurður um þátt lánasjóða iðn- aðarins í málinu sagði Þorsteinn Pálsson að þar væri fyrst og fremst rætt um viðbótarlán við lán Fisk- veiðasjóðs. Þorsteinn kvaðst ekki eiga von á að langan tíma taki að fá fram niður- stöðu í málinu en eins og fyrr sagði verður það tekið til umræðu á fundi í stjórn Fiskveiðasjóðs á þriðjudag. Sighvatur Björgvinsson iðnaðar- ráðherra sagði í samtali við Morgun- blaðið eftir fundinn að mikill vilji væri til staðar hjá sér, sjávarútvegs- ráðherra og fulltrúum sjóðanna sem voru á fundinum að fínna lausn sem væri hagstæð fyrir íslenskan skipa- smíðaiðnað. „Ég trúi því að Fisk- veiðasjóður vilji taka fullan þátt í því -0,1% J F M A M J J 1993 1994 og ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur," sagði ráðherra. Hann sagðist telja að unnt yrði að fínna lausn í málinu án þess að laga- setning kæmi til. Sighvatur sagði að enn væra allir möguleikar á borðinu en kvaðst leggja áherslu á raunhæf- ar aðgerðir í góðu samkomulagi allra aðila sem kæmu til viðbótar við þær niðurgreiðslur og þann markaðs- stuðning við skipasmíðaiðnaðinn sem hafíst var handa um nýlega. Verðhjöðnun hefur ríkt á íslandi síðustu sex mánuði Verðhjöðnim yfir svo langt tímabil hefur ekki orðið í 27 ár Lækkun virðisaukaskatts á matvæli hefur skilað sér að fullu í verðlagi VÍSITALA framfærslukostnaðar er lægri nú í mars en sú vísitala sem gilti í september síðastliðnum, fyrir sex mánuðum. Vísitalan sem gildir í mars er 169,7 en vísitalan sem gilti í september var 169,8. Umreiknað til heils árs jafngildir þetta 0,1% verðhjöðnun á heilu ári og þarf að fara allt aftur til júlímánaðar ársins 1967 til að finna fordæmi fyrir verðhjöðnun hér .á landi yflr svo langt timabil, sam- kvæmt upplýsingum Hagstofu íslands. Raunar standa spár til þess að framfærsluvísitalan verði ekki fyrr en í september í haust orðin jafnhá og hún fór hæst á siðasta ári í október og nóvember, sem myndi þýða að verðstöður hafi ríkt hér í nærfellt heilt ár. Skýringuna á þessari verðhjöðn- un má einkum rekja til lækkunar virðisaukaskatts á matvælum um áramótin úr 24,5% í 14%, en sam- kvæmt upplýsingum Hagstofunnar má segja að lækkunin hafí skilað sér að fullu í verðlagi. Þannig er vísitala matvöru sem gildir nú í mars ívið lægri en sú vísitala sem gilti í mars árið 1992, fyrir tveimur árum, og sjö stigum lægri en vísital- an sem mældi matvöruverð eins og það var í nóvember síðastliðnum áður en lækkunin tók gildi, en það jafngildir 4,7% verðlækkun matvöru að meðaltali. Vextir óeðlilega háir Hannes G. Sigurðsson, hagfræð- ingur Vinnuveitendasambands Ís- lands, sagði í samtali við Morgun- blaðið að ekkert benti til annars en verðbólga innan ársins verði um 1% og 1,5% ef miðað er við meðalverð- hækkun milli ára. Þetta endurspegl- aði litla eftirspurn í hagkerfinu, að kaupgetan hefði verið að dragast saman og fólk færi varlega. Hann sagði að þetta sýndi að búið væri að festa í sessi stöðugt verðlag og lága verðbólgu. Hér eftir yrðu sveiflur í efnahagslífínu minni og þær myndu miðast við mjög lága verðbólgu. Aðspurður hvort aðrir þættir efnahagslífsins hefðu aðlagað sig þessu lága verðbólgustigi, sagði hann að vextir hér á landi væru alltof háir þó að þeir hefðu lækkað í kjölfar markaðsaðgerða að undan- förnu. „Miðað við þessa kreppu sem hér er og miðað við vaxtastigið er- lendis eru vextir hér óeðlilega háir. Það eru hvergi 5% raunvextir á ríkisverðbréfum í nálægum lönd- um,“ sagði hann. Skýringarnar væru halli á ríkissjóði og mikil eftir- spum húsnæðiskerfisins eftir lánsfé. Þá væri ekki næg sam- keppni í bankakerfinu og sá mark- aður sem þar væri gæti í raun starf- að mjög óháð því vaxtagólfi sem vextir á ríkisverðbréfum mynduðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.