Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994
Sinfóníutónleikar
_________Tónlist_____________
Jón Ásgeirsson
Tónleikar Sinfóníuhljómsviet-
ar íslands, sl. fimmtudag, voru
markverðir fyrir tvennt, því flutt
var nýtt íslenskt verk, ARK, eft-
ir Ríkharð Örn Pálsson og Áshild-
ur Haraldsdóttir flautuleikar lék
einleik í konsert eftir Jacques
Ibert. Þriðja verkið var svo
Scheheerazade eftir Rimiskíj-
Korsakov. Hljómsveitarstjóri var
Oliver Gilmour.
Tónleikarnir hófust á verki
eftir Ríkharð Örn Pálsson, sem
nefnist ARK og er endurunnið
upp úr svítu, sem frumflutt var
fyrir fjórum árum. Verkið er iétt
og leikandi að gerð en hefði
mátt vera betur flutt og var ekki
betur séð en að hljómsveitarstjór-
Katrín Sigurðardóttir sópran-
söngkona og Jónas Ingimundar-
son píanóleikari héldu ljóðatón-
leika í Gerðubergi sl. laugardag.
Tónleikarnir hófust á fjórum lög-
um eftir Jórunni Viðar, fyrst með
því klassíska lagi við kvæði Hall-
dórs Laxness, Unglingurinn í
skóginum. Næst komu þijú
minna þekkt lög eftir Jórunni,
Júnímorgunn, við kvæði Tómasar
Guðmundssonar, Mamma ætlar
að sofna eftir Davíð Stefánsson
og Við Kínafljót, ort af Þorgeiri
Sveinbjamarsyni. Túlkun Katrín-
ar á lögum Jórunnar var mjög
góð, sérstaklega í Mamma ætlar
að sofna, bráðfallegu lagi, og
Við Kínafljót, sem er fínglettið
og elskulegt lag.
Fjögur lög, Hjertets Melodier,
sem Grieg samdi við ljóð eftir
inn ætti á stundum erfítt með
að slá taktskiptingarnar i lo-
kakaflanum. Verkið skiptist í 1.
Mars, einskonar tilbrigði um ís-
lenskt þjóðlag, 2. vals, Móðir mín
í kví,kví sem Öskubuska á hallar-
dansleik, 3. Kertaför, hæggengt
harmljóð í logni og 4. Fótafamb,
þjóðlegur hrunadans með balk-
anskri áferð. Nafngiftir kaflanna
benda til þess að höfundur taki
sig ekki alvarlega, enda er þetta
helst ætlað til skemmtunar, sem
léttur leikur og er það í raun en
samt ágætlega unnið fyrir
strengjasveit og slagverk, sér-
staklega valsinn (nr.2), sem var
allt of dauflega leikinn og hægi
þátturinn (nr.3), en báðir eru lát-
laus og fallega hljómandi tónlist.
Flautukonsertinn eftir Ibert
var frábærlega vel leikinn af
Áshildi Haraldsdóttur en hljóm-
H.C. Andersen, voru næst á
efnisskránni en þeirra frægast
er Jeg elsker-Dig og það' söng
Katrín mjög fallega. Fimm
söngvar, op. 37, eftir Sibelíus
voru allir mjög vel fluttir en upp-
hafslagið, Den första kyssen, var
sérlega vel túlkað og í því síð-
asta, sem er söngperlan Flicka
kom ifrán sin elsklings möte,
blómstraði rödd Katrínar.
Þá söng Katrín fjögur ensk lög
og það fyrsta, ljúft og einfalt
lag, The Eyarly Morning, eftir
Graham Peel (1877-1937), flutti
Katrin af innileik. Peel nam tón-
listarfræði í Oxford og samdi
yfir 100 söngverk og mörg við
kvæði eftir Housman.
Þá komu þrjú lög eftir Sir
Charles Hubert Hasting Parry
sveitarstjórinn gætti þess ekki
sem skyldi, að halda í við hljóm-
styrk sveitarinnar. Bestur var
leikur Áshildar í hæga þættinum
en glæsilegastur í þeim þriðja,
enda er sá þáttur sérlega
skemmtilega saminn.
Tónleikunum lauk með Scheh-
eraze, eftir Rimskíj-Korsakov og
var þetta glæsilega sýniverk í
hljómsveitarrithætti á köflum vel
leikið en fyrsti kaflinn var- ein-
kennilega ástríðulaus, þar sem
andstæðurnar, stef soldánsins, á
að vera grimmt en fiðlustef Sche-
herazde á að vera gætt fínlegum
yndisleik. Þessar andstæður
ramma inn kaflana en sögurnar
eiga að vera með sterkum and-
stæðum og sveiflandi hi-yn, til
að afmarka ýmsa þætti atburða-
rásarinnar. Að þessu Ieyti var
stjórn Olivers Gilmours litlaus og
(1848-1918), sem ásamt Stan-
ford var lykilmaðurinn í endur-
reisn tónmenntar meðal Eng-
lendinga. Eftir hann liggja marg-
vísleg tónverk en það eru helst
kórverk hans sem oftast eru flutt
nú til dags. Ekki eru þetta frum-
legar tónsmíðar en gera að sumu
leyti nokkrar kröfur til flytjenda.
Tvö kveðjulög eftir Tosti, Go-
od-bye og Chanson de l’Adieu,
voru afburða vel sungin af Katr-
ínu. Tónleikunum lauk með
þremur léttum ítölskum söngv-
um, eftir Donaudy og Buzzi-
Peccia.
Katrín Sigurðardóttir söng á
þessum tónleikum af glæsibrag,
bæði er varðar túlkun og músík-
alska mótun, enda er Katrín vel
kunnandi tónlistarkona og beitir
sinni fallegu rödd af leikni, hvort
sem um var að ræða veikan söng
eða þar sem röddin mátti hljóma
í fullum styrk.
Jónas Ingimundarson var í
fyrstu þrír kaflar Scheherazade
án skáldlegra tilþrifa, sem er
mikilvægt fyrir þetta tónaljóð.
Besti kaflinn var sá síðasti en
þar átti hljómsveitin oft skemmti-
leg tilþrif, sérstakelga blásararn-
ir. Mikið er um einsleiksstfófur
hér og þar í verkinu en aðallega
er það fiðlan (Guðný Guðmunds-
dóttir konsermeistari) sem túlkar
yndislega Scheherazade en hann
vantaði í þessi leikrænt mikil-
vægu stefbrot. Talkowsky átti
nokkrar fallega leiknar sellóst-
rófur, einnig fyrstu menn með
tréblásturhljóðfærin og málm-
blásarnir voru mjög góðir, sér-
staklega í síðasta kaflanum, þar
sem Korsakvo leikur sér
skemmtilega með ýmis sniðug
tilþrif á lúðrana.
Fyrir slysni féll eftirfarandi
umsögn niður en hefði átt að birt-
ast í blaðinu sl. laugardag en þar
var fjallað um tónleika Sinfónu-
hljómsveitar íslands, sl. fímmtu-
dag. Morgunblaðið biður lesendur
blaðsins og hlutaðeigandi hér með
afsökunar á þessari töf.
Katrín Sigurðardóttir.
sínu besta formi og lék t.d. mjög
vel í Iögunum eftir Grieg og Si-
belíus.'
Strengja-
kvartett
Nýr strengjakvartett, Bernard-
el-kvartettinn, hélt sína fyrstu
tónleika á vegum Kammermúsik-
klúbbsins í Bústaðakrikju, sl.
sunnudag. Á efnisskránni voru
strengjakvartettar eftir Borodin,
Janacek og Schubert. í Bernardel-
kvartettinum eru Zbigniew Dubik
á 1. fiðlu, Gréta Guðnadóttir á 2.
fiðlu, Guðmundur Kristmundsson
á lágfiðlu og Guðrún Th. Sigurðar-
dóttir á selló.
Tónleikarnir hófust á strengja-
kvartett nr. 2 eftir Borodin, sem
hófst á fallegum sellóeinleik
(Borodin lék á selló), sem Guðrún
flutti sérlega fallega. Þá var ekki
síður bragð af einleik hennar í
næturljóðinu (3. þætti), sem er
frægasti þáttur verksins.
Best unna verkið var Strengja-
kvartett nr. 1, eftir Janacek, en
þar mátti heyra margvísleg tón-
brigði mjög kunnáttusamlega út-
færð, er gaf tónmáli þessa sér-
stæða og að sumra áliti frumleg-
asta tónskáldi okkar tíma, sann-
færandi lit.
Síðasta verkið var d-moll
strengjakvartettinn, „Dauðinn og
stúlkan“, eftir Schubert. Þetta
ægifagra verk var svolítið órólega
flutt, t.d. var fyrsti kaflinn einum
of hraður, svo að „fraseringar"
vildu renna saman og sömuleiðis
tilbrigðin yfir „stef dauðans", þar
sem dauðatregann vantaði. Tveir
síðustu kaflarnir voru mjög vel
leiknir.
Dubik sýndi frábæran leik og
samspil félaganna var einnig gott,
enda allt ágætir hljóðfæraleikarar.
Leikur Guðrúnar vakti nokkra at-
hygli, bæði hvað snertir öiyggi og
sérlega þó fyrir fallegan tón. Bern-
ardel-kvartettinn fer vel af stað
og verður fróðlegt að fylgjast
með, vhersu fer um samvinnu fé-
laganna en þarna er á ferðinni
efniviður til að skapa góðan kvart-
ett og sé tekið tillit itl mótun þeirra
á kvartett Janacek hefur þegar
náðst fram góð samvirkni í leik-
mótun og túlkun.
Lj óðatónleikar
Stemmning á Sweeney Todd hjá Herranótt
Blóð í hraðpósti
„OKKUR finnst þetta ekkert
svo ógeðslegt, húrnorinn er
aðalatriðið. Jafnvel íhaldssö-
mustu kennarar virðast
skemmta sér á Sweeney Todd,
þessum blóðugasta gamanleik
allra tíma. Við áttum nú ekkert
endilega von á góðu frá þeim
sumum, Herranótt hefur oftast
verið með afskaplega virðuleg
verk. En leikritið stendur undir
nafni, fyrir frumsýningu urð-
um við uppiskroppa með blóð
og þurftum að fá meira í hrað-
pósti frá útlöndum. Veitti ekki
af í morðóða rakarann."
Magnús Ragnarsson formaður
Herranætur og Ingólfur Bjarni
Sigfússon eru ómyrkir í máli, enda
ánægði'r með viðtökur enska gam-
anleiksins Sweeney Todd, morð-
óða rakarans við Hafnargötu.
Þeir félagar og 48 áðrir nemendur
Menntaskólans i Reykjavík settu
rakarann á svið með leikstjóran-
um Óskari Jónassyni og nemend-
um af öðru ári Myndlista- og
handíðaskóla íslands sem út-
bjuggu leikmyndina. Davíð Þór
Jónsson þýddi og staðfærði leik-
gerð Christofers Bond frá 1969.
Blóði drifna sögu Sweeney
Todd má þó rekja miklu lengra
aftur. Hún er talin byggjast á
atburðum sem raunverulega áttu
sér stað á rakarastofum; í Frakk-
landi undir lok 18. aldar og ef til
vill í Skotlandi hundrað árum
áður. Sweeney var fyrst getið á
prenti í bresku vikublaði 1846.
Hann varð höfuðpaur vinsællar
framhaldssögu og árið eftir var
fyrsta leikgerð hennar frumsýnd.
Síðan hefur rakarinn blóðþyrsti
birst leikhúsgestum oft, einnig í
söngleikjum og meira að segja
ballett. En skopið var illa fjarri
þar til í útgáfu Bonds. í meðförum
hans varð hryllingssagan svört
kómedía, eða rauð ef út í það er
farið.
Söngleikurinn um Sweeney
hefur í vetur verið sýndur í Royal
National Theatre i Lundúnum, en
hingað hefur rakarinn ekki komið
áður. Magnús kveðst ánægður að
Herranótt hafí veðjað á leikrit,
ólíkt flestum leikfélögum mennta-
skólanna sem séu með söngleiki
í vetur. Hann segir að blóðslettur
og viðlíka tilþrif virðist ekki fara
illa í áhorfendur, enda sé mest
lagt upp úr spauginu. Kannski sé
unga kynslóðin orðin ýmsu vön
úr sjónvarpi og bíó. Svokallaðar
splattermyndir virðist í tísku um
þessar mundir. „En við sitjum
ekki heima og horfum á svoleið-
is,“ bætir Ingólfur við, „það er
af og frá. Lundúnaþokan heillaði
í Sweeney og skuggalegir atburð-
ir eru þar settir í skemmtilegt ljós.
Húmorinn höfðaði til okkar fyrst
og síðast.“
Leikmynd nokkurra mynd-
listarnema hefur að sögn félag-
anna vakið athygli. Hún er há-
reist og með vilja gerð eilítið
ótraustleg - til að auka á spenn-
una. Áhorfendur sjá inn í hús
dómarans, bökugerðarkonunnar
og rakarans, frá kjallara upp í
ijáfur. Með einföldum breytingum
verður vistarvera í húsinu að
hæli, krá eða markaðstorgi. „Svo
eru alls konar tæknibrellur," segir
Ingólfur, „fólk hverfur úr rakara-
stólnum niðrum rennu og hafnar
í kjallaranum, við erum svolítið
aum í leikfími daginn eftir sýn-
ingu.“
Grimmileg iðja rakarans verður
leigusala hans til framdráttar.
Bökusölukonan frú Lovett fer loks
að gera það gott og ekki orð um
það meir. Hins vegar má að sögn
Herranæturmanna gjarnan koma
fram að í hléum sýningarinnar eru
seldar bökur sem áhorfendur hafa
þrátt fyrir allt verið sólgnir í.
Fjórar sýningar eru eftir í
Tjarnarbíói, í gjöktandi leikmynd
við undirleik á gamla fótstigna
orgelið úr Dómkirkjunni. Sýnt
verður í kvöld og á fímmtudag
klukkan 20 og á föstudag og laug-
ardag klukkan 23. Þ.Þ.
Ráðhús Reykjavíkur
Verðlaun
fyrir
handrit
Verðlaunaafhending vegna
bestu handrita að stuttmyndum
fór nýlega fram í Ráðhúsi Reykja-
víkur. Borgarstjórinn í Reykjavík,
Markús Örn Antonsson, afhenti
tveimur verðlaunahöfum fyrstu
og önnur verðlaun fyrir handrit.
Fyrstu verðlaun hlaut Anna Th.
Rögnvaldsdóttir og önnur verð-
laun hlaut Dagur Kári Pétursson.
Jafnframt hlaut Anna Th. Rögn-
valdsdóttir framleiðslustyrk að
upphæð krónur sjö hundrið þús-
und til af hefja verkið. Fjöldi
handrita barst inn í samkeppnina.
Dómnefndina skipuðu: Formaður
Jafnréttisnefndar Reykjavíkurborg-
ar, Þórunn Gestsdóttir, Kjartan
Ragnarsson leikstjóri og Laufey
Guðjónsdóttir fulltrúi hjá Sjónvarp-
inu.
Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborg-
ar auglýsti samkeppnina í lok síð-
asta árs. Markmiðið með framtakinu
var að stuðla að gerð handrits fyrir
stuttmynd og í framhaldi af verð-
launaveitingu veita fé til stutt-
myndagerðar eftir handritinu.
Stuttmyndin á síðan að vera fram-
lag Reykjavíkurborgar til Nordisk
Forum, norrænu kvennaráðstefn-
unnar, sem haldin verður í Turku í
Finnlandi í ágúst í sumar. Á Nordisk
Forum verður stuttmyndahátíð með-
al dagskráratriða.