Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: llAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Rómeó á svölum í austurbæ UM HELGINA var til- kynnt til lögreglu að unglingspiltar hefðu klifrað upp á svalir húss í austurborginni og væru að reyna að komast þar inn. I ljós kom að annar piltanna hafði heillast svo af heimasætunni á bæn- um, að hann ákvað að reyna að ná athygli henn- ar. Annar gripinn Þegar lögreglan kom á staðinn hélt húsráðandi öðrum piltanna, en hinn hafði stokkið niður af svölunum og látið sig hverfa. Sá gripni gaf þá skýr- ingu að hafa haft mikla löngun til dóttur húsráðanda og því ákveðið með aðstoð félaga síns að leika Rómeó, klifra upp á svalirnar og reyna þannig að ná athygli hennar. Þá hefði ' heimilishundurinn vaknað og hann vakið húsráðanda. Hús- ráðandinn var álíka hrifinn af heimsókninni og faðir Júlíu á sínum tíma og pilturinn var gripinn glóðvolgur. Pilturinn var færður á lög- reglustöðina og haft var sam- band við foreldra hans sem komu og sóttu hann. Arni Sigfússon tekur við borgarstj óraembættinu á fimmtudaginn kemur Atvinnu- og fjölskyldu- mál verða sett á oddinn •• Markús Orn Antonsson hættir sem borgarstjóri og víkur úr efsta sæti lista sjálfstæðismanna MARKÚS Örn Antonsson borgarstjóri segir að niðurstöður skoðanak- annana hafi ráðið mestu um að hann ákvað að draga sig í hlé og gefa ekki kost á sér í framvarðasveit Sjálfstæðisflokksins við borgar- stjórnarkosningarnar í vor. Markús Örn tilkynnti forsætisráðherra um ákvörðun sina sl. fimmtudag og kallaði borgarstjórnarflokk Sjálf- stæðisflokksins saman tii fundar í gær. Þar var samþykkt samhljóða Morgunblaðið/Sverrir Borgarstjóraskiptin kynnt fréttamönnum MARKÚS Örn Antonsson, fráfarandi borgarstjóri, og Árni Sigfússon, borgarfulltrúi og tilvonandi borgarsijóri, gerðu grein fyrir aðdrag- anda afsagnar Markúsar Arnar og þeim málum sem Árni Sigfússon hyggst beita sér fyrir sem nýr oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis- flokksins á blaðamannafundi á Hótel Borg í gær, að Árni Sigfússon yrði borgarstjóraefni flokksins við borgarstjórnar- kosningar í vor og tekur Árni við embætti borgarstjóra á borgarstjórn- arfundi nk. fimmtudag. Árni kvaðst myndu leggja áherslu á atvinnu- og fjölskyldumál, fjölga þyrfti vel launuðum störfum og útrýma at- vinnyleysi. Þar væri mikilvægt að byggja á reynslu sjálfstæðismanna í eflingu atvinnulífs. Markús Örn gerði grein fyrir ástæðum afsagnar sinnar í bréfi til kjörnefndar í gær. Á sameiginlegum blaðamannafundi Markúsar Arnar og Árna Sigfússonar í gær sagði Markús Örn að það hefði valdið sér miklum vonbrigðum að skoðana- kannanir að loknu prófkjöri sjálf- stæðismanna hefðu ítrekað bent til þess að Sjálfstæðisflokkurinn ætti undir högg að sækja í höfuðborg- inni. Hann sagðist vænta þess að samhentur frambjóðendahópur und- ir nýrri foiystu gæti snúið vörn í sókn og stuðlað að sigri Sjálfstæðis- flokksins. Dirfska og sigurvilji Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að ákvörðun Markúsar Arnar hafi komið sér mjög á óvart en eftir að hafa hlustað á rök hans hafi hann fallist á þessa niðurstöðu. Dav- íð sagði að forystumenn flokksins hefðu ekki beitt Markús neinum þrýstingi. Afstaða hans væri mjög óvenjuleg, hann hefði ákveðið að víkja til hliðar persónulegum hags- Breytingar á veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í kjölfar togararalls ólíklegar 1993 þorskárgangurmn virðist sá stærsti í átta ár munum og metnaði í þágu hagsmuna sem hann hafi metið meira. Sagði Davíð að framboði sjálfstæðismanna væri nú gefinn nýr svipur með ung- um manni sem tæki við og það sýndi bæði dirfsku og sigurvilja af hálfu flokksins. Kjörnefnd leggur fram tillögu um endanlegan framboðslista flokksins fram til afgreiðslu á fundi fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna í kvöld. Að sögn Baldurs Guðlaugssonar, formanns stjórnar fulltrúaráðsins, getur fulltrúaráðið gert breytingar á tillögu kjörnefndar en hann sagði að reikna mætti með að frambjóð- endur færðust upp um eitt sæti á listanum í kjölfar ákvörðunar Mark- úsar Arnar. „Markús telur að þrátt fyrir gott gengi i prófkjöri innan flokksins vanti kannski eitthvað á að kjósendur, sérstaklega þeir sem yngri eru, séu sáttir við listann und- ir hans stjórn. Hann metur það svo að yngri maður geti brotist út úr þessari kyrrstöðu og herkví sem komin var upp í þessari stöðu. Hann mat það þannig og tók sínar ákvarð- anir í framhaldi af því og þá hlýtur maður að vera sáttur við það og treysta því að það mat hans hafi verið rétt,“ sagði Baldur. Ingibjörg Sólrún lýsir yfir framboði í gær lýsti Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir alþingismaður yfir að hún hefði samþykkt að taka 8. sæti á sameiginlegum framboðslista minni- hlutaflokkanna og verða borgar- stjóraefni listans. Sjá nánar á miðopnu. VÍSBENDINGAR hafa komið fram um það í togararalli Hafrann- sóknastofnunar sem er að ljúka þessa dagana að 1993 árgangur- inn af þorski sé sá stærsti sem komið hefur síðastliðin átta ár, en seiðatalning síðastliðið sumar hafði reyndar gefið til kynna að svo gæti verið. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur ekkert komið í ljós í togararallinu sem gefur til kynna nokkrar bréytingar á heildartölum varðandi stærð þorskstofnisins við ^Jandið, og því ólíklegt að nokkrar breytingar verði á veiðiráð- gjöf Hafrannsóknastofnunar í kjölfar togararallsins. Togararall- ið sem hófst 3. mars og er hið 10. í röðinni hefur aldrei gengið jafn hratt og vel fyrir sig, og var Rauðinúpur fyrsta skipið til að Ijúka sínum rannsóknum, en hann var væntanlegur til hafnar á Raufarhöfn í gærkvöldi. Þorskárgangurinn frá 1993 sem virðist vera svo sterkur sem vísbend- ingamar nú gefa til kynna kemur ekki inn í veiðamar fyrr en eftir fjögur ár, en hins vegar er hann einn og sér ekki nægilegur til að bæta ástand þorskstofnsins þar sem þess þarf nýliðunin að vera góð nokkur ár í röð. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins hafa aflabrögð togaranna sem þátt hafa tekið í togararallinu nú í ár almennt verið mjög svipuð og í fyrra, og því ekk- ert sem bendir til þess að veiðistofn- inn sé stærri en áður hafði verið áætlað. Þetta liggur hins vegar ekki 'að fullu ljóst fyrir fyrr en unnið hefur verið úr þeim gögnum sem aflað hefur verið í togararallinu. Niðurstöður ættu að liggja fyrir í byrjun næstu viku Sem fyrr tóku fimm togarar þátt í togararallinu, en auk Rauða- núps tóku þátt í því Bjartur NK, Brettingur NS, Múlaberg ÓF og Vestmannaey VE. Alls taka skipin 600 tog allt í kringum landið og auk þess 30 tog á grunnslóð. Að sögn Ólafs Karvels Pálssonar fiskifræðings, sem er leiðangurs- stjóri í togararallinu, verða þær upplýsingar sem fengist hafa á skipunum fimm bornar saman um leið og þau verða öll komin í land, en hann sagði að sæmilega trygg niðurstaða ætti að liggja fyrir í byrjun næstu viku. ^ # # Morgunblaðið/Einar M. Magnússon Isklifur við Glym SÍÐASTLIÐINN laugardag klifu þrír ungir menn úr að klakabrynju á gilveggjunum sitt hvoru megin við Hjálparsveit skáta í Reykjavík og íslenska alpaklúbbn- fossinn. Klifurleiðin var um 170 metrar og tók ferðin um upp lóðrétt ísstál við fossinn Glym í Botnsdal í um 7 klukkustundir. Páll Sveinsson var í fararbroddi Hvalfirði. Glymur er hæsti foss landsins, 198 metra og sést hann á myndinni. Meðklifrarar hans voru hár, og er talið að þetta sé lengsta ísklifur hér á landi. Þorvaldur V. Þórsson og Magnús Gunnarsson, aðstoð- Fossinn sjálfur var ekki freðinn en isúðinn hafði mynd- armaður þdya var Geir. Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.