Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 plurgíMKnlbtóil Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Ný forysta í borgarstjórn Markús Öm Antonsson, borgarstjórí, ákveður að draga sig í hlé Nýtt útspil gæti gert gæfumuninn MARKUS Orn Antonsson borgarstjóri segir að það hafi valdið sér niikl- um vonbrigðum að skoðanakannanir að loknu prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir borgarsljórnarkosningar hafi ítrekað bent til þess að Sjálfstæðis- flokkurinn eigi undir högg að sækja í höfuðborginni. Hann hafi því eft,- ir vandlega ihugun ákveðið að draga sig í hlé og gefa ekki kost á sér í framvarðasveit flokksins við kosningarnar í maí. Hann telur að nýtt út- spil geti gert gæfumuninn og væntir þess að samhentur frambjóðendahóp- ur undir nýrri forystu geti snúið vörn í sókn og stuðlað að sigri Sjálfstæð- isflokksins. Þetta kemur fram í bréfi sem Markús Örn sendi kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í vor og hann greindi frá á blaðamannafundi á Hótel Borg í gær. Markús Örn efndi til hans ásamt Arna Sigfússyni borgarfulltrúa sem borgarsljórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti einróma, eftir tiliögu Markúsar, að yrði oddviti borgarsljórnarflokksins og nýtt borgarstjóraefni hans á fundi í gærmorgun. Árni tekur við borgarstjóraembættinu á fundi borgarstjórn- ar nk. fimmtudag og kjörnefnd kynnir endanlegan framboðslista á full- trúaráðsfundi í kvöld. Sú ákvörðun Markúsar Arnar Antonssonar, borgarstjóra, að láta af því embætti og draga sig í hlé sem forystumaður sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur komið borg- arbúum og raunar landsmönn- um öllum í opna skjöldu. Fyrir nokkrum vikum hlaut Markús Örn Antonsson afdráttarlausan stuðning þátttakenda í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík til þess að leiða Sjálfstæðis- flokkinn í borgarstjórnarkosn- ingunum í vor. Sú traustsyfir- lýsing var .ekki sízt mikilvæg vegna þess, að Markús Örn átti ekki sæti í borgarstjórnar- flokknum, þegar hann var val- inn til þess að taka við borgar- stjóraembætti af Davíð Odds- syni sumarið 1991. Hann átti hins vegar að baki langt og farsælt starf fyrir Sjálfstæðis- flokkinn á vettvangi borgar- stjómar. Staða Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum vegna kosn- ir.ganna í vor hefur hins vegar valdið sjálfstæðismönnum veru- legum áhyggjum. Sérstaklega þó, að vel heppnað prófkjör virt- ist engu breyta um fylgi flokks- ins í höfuðborginni. Fráfarandi borgarstjóri komst að þeirri nið- urstöðu, að hann gæti bezt þjónað hagsmunum flokks síns og borgarbúa með því að reyna að ijúfa þessa kyrrstöðu í fylgi sjálfstæðismanna með óvænt- um leik. Það á eftir að koma í ljós, hvernig til tekst. Hitt fer ekki á milli mála, að Markús Örn Antonsson hefur af óeigin- girni stigið það skref, sem hann hefur talið bæði skynsamlegt og nauðsynlegt í því skyni. Markús Örn hefur reynzt farsæll borgarstjóri. Störf hans hafa einkennzt af þeirri hóf- semi, sem hæfir krepputímum. Þegar hann tók við forystu borgarstjómarflokks sjálfstæð- ismanna voru þar til staðar viss vandamál, sem upp komu vegna vals á eftirmanni Davíðs Odds- sonar. Markúsi Erni hefur tek- izt að halda þannig á málum, að hann skilar sameinuðum og samhentum flokki til eftir- manns síns. Samstaða er for- senda þess, að Sjálfstæðis- flokknum vegni vel í kosning- unum í vor. Árni Sigfússon, sem tekur við starfi borgarstjóra nk. fimmtudag, er ungur maður, sem á að baki umtalsvert starf bæði í borgarstjórn og innan Sjálfstæðisflokksins. Hann hlaut einnig afgerandi stuðning í prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir nokkrum vikum. Þau úr- slit leiddu til þess, að hann er óumdeildur eftirmaður Markús- ar Arnar við þær aðstæður, sem nú skapast. Hinn nýi borgar- stjóri á erfitt verkefni fyrir höndum að leiða Sjálfstæðis- flokkinn í komandi kosningum. Staða Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn er erfið, fyrst og fremst vegna þess, að ílokkur- inn hefur axlað þá ábyrgð, sem fylgir forystu í landsmálum á einhveijum mestu krepputím- um, sem yfir þjóðina hafa geng- ið á þessari öld. Reynslan sýn- ir, að þegar Sjálfstæðisflokkur- inn er í forystu landsstjórnar á erfiðum tímum á flokkurinn undir högg að sækja í sveitar- stjórnakosningum. Þess vegna eiga Árni Sigfússon og félagar hans á brattann að sækja næstu vikur og mánuði.' Þess eru hins vegar fjölmörg dæmi úr stjórn- málasögu samtímans, að flokk- ar, sem standa illa í skoðana- könnunum geta snúið þeirri stöðu við og ekki síður, að flokkar, sem standa með pálm- ann í höndunum í skoðanakönn- unum geta tapað því fylgi á ótrúlega skömmum tíma. Vissulega skiptir máli, hveij- ir eru í forystu Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórnarkosn- ingum. En mestu máli skiptir þó, hver stefna flokksins er og hvernig henni er fylgt eftir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf haft styrk af vinsælum borgarstjórum í Reykjavík en kosningar vinnast þó fyrst og fremst vegna málefna. Sjálf- stæðisflokkurinn í Reykjavík hefur alltaf fylgt víðsýnni og fijálslyndri framfarastefnu í málefnum höfuðborgarinnar. Flokkurinn hefur verið í forystu fyrir þeirri gífurlegu uppbygg- ingu, sem orðið hefur í Reykja- vík á nokkrum áratugum. En þótt framkvæmdir hafi verið miklar er uppbygging félags- legrar þjónustu í Reykjavík undir forystu sjálfstæðismanna á undanförnum áratugum þó ekki síður mikilvæg. Fullyrða má, að enginn stjórnmálaflokk- ur hefur staðið að uppbyggingu jafn víðtækrar félagslegrar þjónustu og Sjálfstæðisflokkur- inn hefur haft forystu um í Reykjavík. Fyrstu yfirlýsingar hins nýja forystumanns sjálfstæðis- manna í Reykjavík benda til þess að hann muni halda hátt á lofti þeirri merku hefð, sem orðið hefur til í þeim efnum undir forystu fyrirrennara hans í borgarstjóraembætti. Það ætti að vera honum gott veganesti í þeirri erfiðu baráttu, sem framundan er. Markús Örn gekk á fund Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra og for- manns Sjálfstæðisflokksins, á fimmtudag í síðustu viku og greindi honum frá ákvörðun sinni. Á laugar- dag hitti hann Áma Sigfússon og kallaði síðan borgarstjómarflokkinn saman til fundar kl. 8 í gærmorgun og gerði tiilögu um Árna sem eftir- mann sinn. í bréfi Markúsar til kjörnefndar segir hann að hann geti ekki hugsað sér að persónulegir hagsmunir sínir eða metnaður standi í vegi þess að kjörnefnd nái að stilla upp eins sigur- stranglegum lista og verða kann. Hagsmunir höfuðborgarinnar séu í húfi og allt annað verði að víkja þeg- ar sú hætta vofir yfir að stjórn borgar- innar falli í skaut 5-6 flokka og flokksbrota á vinstri væng og dagleg hrossakaup þessara afla um stjórn borgarinnar verði henni til stórskaða. „Síst af öllu vil ég sitja sem fastast og koma í veg fyrir breytingu sem full ástæða er til að ætla að geti nýst flokknum vel við þau erfiðu skilyrði sem nú er við að etja,“ segir í bréfínu. Þakklátur fyrir stuðning Árni Sigfússon sagði á fundinum í gær að ákvörðun Markúsar hefði kom- ið sér mjög á óvart, sérstaklega vegna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Lýsir miklum veikleika INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, þingmaður Kvennalistans, lýsti yfir í gær að hún hefði ákveðið að taka 8. sætið á sameiginlegum fram- boðslista minnihlutaflokkanna og verða borgarstjóraefni listans. Ingibjörg Sólrún segir að þeir at- burðir þegar Markús Örn Antons- son segir af sér borgarstjóraemb- ætti og víkur úr fyrsta sæti fram- boðslista sjálfstæðismanna fyrir Árna Sigfússyni svo skömmu fyrir kosningar lýsi miklum veikleika hjá Sjálfstæðisflokknum. „Ég var, eins og margir aðrir, búin að heyra að það væri einhver draugagangur í Sjálfstæðisflokknum og að þessar vangaveltur hefðu verið uppi, en það hvarflaði ekki að mér að þeim fyndist svo að sér þrengt að þeir myndu stíga svona örvæntingar- fullt skref,“ segir hún. Ingibjörg Sól- rún benti á að Markús hefði fengið um 70% stuðning í prófkjöri sjálfstæð- ismanna og hann hafi æ síðan sagt að hann ætlaði sér að leiða flokkinn í gegnum kosningamar. Hún sagði ennfremur að sjálfstæð- ismenn hefðu greinilega litið svo á, vegna stöðu flokksins í skoðanakönn- unum, að þeir hefðu engu að tapa og allt að vinna og talið að þeir væru í rauninni búnir að tapa borginni. „Mér, finnst þetta mjög sérstakt, örvænting- arfullt útspil hjá þessum risa sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið og þess að mikil samstaða hefði verið í borgarstjórnarmeirihlutanum um störf hans. Hann sagði að sér þætti vænt um að Markús hefði hvatt sig til að taka ótrauður við því verkefni að takast á við fimm ólíka stjórnmála- flokka sem hyggjast bjóða fram sam- eiginlega. Hann sagðist jafnframt vera þakklátur þeim eindregna stuðn- ingi sem borgarstjórnarflokkurinn veiti sér nú til forystu. Markús sagðist engan veginn geta litið svo á að sér hefði mistekist. Hins vegar hafi hann litið svo á þegar hann tók við embættinu árið 1991 við mjög sérstæðar kringumstæður að þá yrði hann að vera reiðubúinn að endur- skoða þá stöðu sína og gefa færi á eðlilegri endurnýjun. „Ég er með elstu borgarstjórum af sjálfstæðismönnum að vera. Það er ein ástæða fyrir því að ég tók þessi mál upp til skoðunar með þessum hætti. Það er síður en svo að ég telji að þessum tíma hafi verið illa varið eða hann stráður ein- hveijum mistökum," sagði hann. Markús Örn sagði að ákveðnir hlut- ir.lægju að baki í skoðanakönnunum og þegar niðurstöður væru grandskoð- aðar með tiiliti til fylgis flokksins meðal einstakra aldurshópa og ann- arra slíkra hluta hefði hann metið að yngri maður ætti auðveldara að skír- er hann þá greinilega kominn á mikl- ar brauðfætur," sagði hún. Ingibjörg Sólrún sagðist telja að Markús Örn tæki þessa ákvörðun úr mjög þröngri stöðu. „Það sem veldur því kannski öðru fremur er að hann hlýtur að hafa upplifað að hann hefði ekki þann stuðning meðal borgarfull- trúanna eða forystu flokksins, sem þyrfti til að geta verið afgerandi for- ystumaður í þessum kosningum. Menn eru ekki forystumenn bara í tómarúmi heldur vegna þess að þeir hafa þann stuðning sem til þarf og hann fékk hann svo sem í prófkjörinu en það virðist hafa vantað upp á að fiokkur- inn bakkaði hann nógu vel upp,“ sagði hún. Ingibjörg Sólrún sagði ómögulegt að segja um hvort svona andlitslyft- ing breytti einhveiju um möguleika Sjálfstæðisflokksins í kosningunum. „Árni kemst ekki fram hjá því að hann hefur verið einn af forystu- mönnum borgarstjórnarflokksins þetta kjörtímabil og borgarfulltrúi í átta ár. Hann getur ekki komið og látið eins og hann beri enga ábyrgð á borgarstjórnarstefnu Sjálfstæðis- flokksins," segir hún. Hallarbylting Ingibjörg Sólrún sagðist hafa ætlað að tilkynna ákvörðun sína um að hún tæki að sér að verða borgarstjóraefni framboðslista minnihlutaflokkanna næstkomandi laugardag, þegar end- anlegur listi og málefnasamningur verður kynntur. „En mér fannst að vegna þess að þarna væru að gerast stórpólitísk tíðindi þá væri rétt að láta allt gerast í einu og fyrst maður væri valdur að hallarbyltingum í Sjálfstæð- isflokknum, þá yrði fólk að fá að vita hvort maður ætlaði að vera með eða ekki,“ sagði hún. skota til málefna sem yngri kjósendur létu sig meira varða, sérstaklega þeir sem væru að kjósa í fyrsta skipti. Aðspurður hvort ekki mætti líta svo á að Markús væri að taka á sig minnk- andi fylgi við Sjálfstæðisflokkinn og hvort ekki væri einhver sök hjá þeim sem sætu eftir sagði Markús Örn að vafalaust væru margar ástæður fyrir því að flokkurinn fengi þessa útkomu í skoðanakönnunum. Það gæti enginn einn maður axlað byrðar af þeim nið- urstöðum og tekið það allt á sig. „Ég geri það heldur ekki þannig. Eg met það bara kalt og yfirvegað að í þess- ari stöðu telji ég að hægt sé að nýta þá möguleika sem skapast með því að breyta um í forystunni," sagði Markús Örn. Framtíðin óráðin Markús Öm sagði algjörlega óráðið hvað við tæki hjá sér. Hann sagði að ýmsir kjörnefndarmanna sem hann hefði rætt við um ákvörðun sína hefðu nefnt við hann hvort hann vildi taka heiðurssæti á listanum og hann gerði ráð fyrir að hann myndi þiggja það boð. Hann ætlaði að starfa að undir- búningi kosninganna eftir því sem best hann gæti og til hans yrði leitað en varðandi framtíðarstörf væri allt óráð- ið. Hann sagðist hafa tekið sér margt fyrir hendur í lífinu og þar hefðu fjölm- iðlun og kynningarstörf borið einna hæst. Hann sagðist fastlega búast við að hann myndi helga sig störfum af þvílíku tagi. Hann sagðist eiga inni sumarfrí og myndi taka sér sinn um- hugsunartíma. Markús svaraði því neitandi þegar hann var spurður hvort staða útvarpsstjóra eða starf á Ríkisút- varpinu hefði borið á góma í umræðu um hans framtíðarstörf. Atvinnu- og fjölskyldumál sett á oddinn ÁrniSigfússon segist líta svo á að með því að styðja sig til forystu í borgarstjórnarflokknum sé flokkurinn um leið að gera málin sem hann hefur Kristín Á. Ólafsdóttir • • Orvæntingar- aðgerð KRISTÍN Á. Ólafsdóttir borgarfull- trúi á ekki von á að þessar breyt- ingar á lista sjálfstæðismanna verði til þess að Sjálfstæðisflokkurinn haldi meirihluta sínum. „Þetta er örvæntingaraðgerð og í sjálfu sér hlýtur þetta að vera eins og köld gusa framan í flokksfólk sjálf- stæðismanna, sem hélt að það væri að stýra málum listans í prófkjöri. Mér finnst mjög lítið gert úr mati flokks- fólksins. Ef ég væri sjálfstæðismaður yrði ég dálítið ergileg fyrir að hafa í upphafi kjörtímabils borgarstjóra sem ég hefði talið að yrði út kjörtímabilið, síðan gerðist það að sá borgarstjóri hverfur og leiðir sjálfur annan til sæt- is, án þess að flokksfólk sé spurt, og nú kemur sá sem flokksmenn völdu og leiðir annan til sætis án þess að spyrja flokksfólkið," sagði Kristín. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Tekur hags- muni flokksins fram yfir eigin „ÞETTA er ákvörðun Markúsar Arnar og greinilegt að hann tekur hagsmuni flokksins fram yfir eig- in,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son borgarfulltrúi Sjálfstæðis- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 29 Frá fundi Markúsar Arnar Antonssonar og Árna Sigfússonar með fréttamönnum á Hótel Borg í gær. fbarist fyrir að sínum. Málin, sem hann muni nú nota tækifærið til að leggja aukna áherslu á, séu atvinnu- og flöl- skyldumál. Hann segir mjög brýnt að fjölga vel launuðum störfum og út- rýma atvinnuleysi. Lykillinn að því sé samstaða launþega og atvinnurek- enda. Þá segir hann mikilvægt að taka höndum saman við að byggja upp umhverfi fjölskyldunnar sem verði meira fræðandi, öruggara og skemmtiiegra heldur en nú er. Árni segir mikilvægt að byggja á reynslu sjálfstæðismanna í eflingu at- vinnulífs þótt það sé þess eðlis að það eigi ekki að fara eftir stjórnmálaflokk- um hver áherslan sé. Hann segir mikil- vægt að ná sterkri samstöðu á meðal fulltrúa vinnuveitenda og launaþega ásamt Reykjavíkurborg og læra af mistökum annarra þjóða sem ekki hafi gert nóg af því að skapa samstöðu meðal aðila vinnumarkaðarins. Hann segist sannfærður um að hægt sé að ná upp verulegum styrk og stuðla að betur launuðum störfum og útrýma atvinnuleysi. Hann segir að sem betur fer hafi Markús Om Antonsson fráfar- andi borgarstjóri unnið þannig að þess- um málum að auðvelt sé að taka við. Það sé vissulega mikils vert því engan tírna megi missa. Árni segir að fjölskyldumálin séu þau áhersluefni sem menn þekki sig betur af en önnur. Hann segir menn þekkja hugmyndir sínar um átakið við einsetinn skóla, að byggja upp mynd- arlega grunnmenntun og ganga fram í að útrýma biðlistum á leikskólum. Hann segir að sjálfstæðismenn hafi lagt fjáirnagn í það en ekki sé nóg að gert, það þurfi að útrýma biðlistum með því að útvega næg pláss. Ekki skilyrði til einkavæðingar Árni segir að ekki séu aðstæður í þjóðfélaginu nú til að ræða um einka- væðingu borgarfyrirtækja. „Ég sé ekki rökin fyrir því, né hvernig við ætlum að breyta þjónustufyrirtækjum borgarinnar, sem hafa enga sam- keppni, yfir í einkafyrirtæki." Árni segist hafa litla trú á sam- stöðu þeirra flokka sem hyggjast bjóða fram saman í borgarstjórnar- kosningunum í vor og það hljóti að vera umhugsunarefni hvernig þeir ætli að starfa saman. „Það er svo að í landsmálum er áherslan að færast yfir til sveitarfélaga; heiibrigðismál, skólamál, jafnvel lögreglumál. í lands- málum standa framsóknarmenn og alþýðuflokksmenn og hnakkrífast," sagði Árni. Hann hefur ekki trú á að það verði öðru vísi í borgarinni. Á blaðamannafundi á Hótel Borg í gær voru Markús Örn og Árni Sigfús- son spurðir hvort þeir neituðu því að glundroði og sundrung hefði verið und- anfari þess sem nú væri að gerast og hvort það mætti ekki rekja til þess að uppgjör þetta hefði ekki farið fram þegar Davíð Oddsson hætti sem borg- arstjóri. Árni Sigfússon varð fyrir svör- um og sagði hann að það væri engin launung að þegar Markús Örn var beðinn um að taka að sér embætti borgarstjóra hefði það verið gert vegna þess að ekki náðist samstaða um eftir- mann Davíðs innan borgarstjómar- flokksins. Nú væri hins vegar langt um liðið og borgarfulltrúar flokksins hefði starfað mjög samhentir síðan. Aðspurður um hvort tilgangurinn með mannaskiptunum geti ekki snúist upp í andhverfu sína og orðið Sjálf- stæðisflokknum í borgarstjórn til tjóns, viðurkenndi Árni að hann hefði velt því fyrir sér. Hann sagðist einfald- lega vona að svo yrði ekki og sagðist tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að færa sjálfstæðismönnum sigur. Árni Sigfússon fæddist 1956 í Vest- mannaeyjum, næstelstur sex systkina. Hann lauk stúdentsprófí frá MH 1977, kennaraprófí frá KHÍ 1981 og mast- ersprófi í opinberri stjómsýslu frá University of Tennessee 1986. Árni var deildarstjóri fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar 1986-1988 og fram- kvæmdastjóri Stjómunarfélags Islands frá 1989. Hann hefur verið borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins frá 1986. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur hann setið í borgarráði, í atvinnumálanefnd Reykjavíkurborgar og húsnæðisnefnd, verið formaður stjómar sjúkrastofnana og skólamálaráðs frá 1991. Árni er kvæntur Bryndísi Guð- mundsdóttur talmeinafræðingi og eiga þau fjögui' börn. Davíð Oddsson forsætisráðherra Sýnir dirfsku og sigurvilja DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, seg- ir að ákvörðun Markúsar Arnar Antonssonar um að láta af embætti borgarstjóra og víkja úr efsta sæti framboðslistans, hafi komið sér mjög á óvart þegar Markús greindi honum frá henni á fundi þeirra sl. fimmtu- dag. Davíð segir að Markús hafi ekki verið beittur neinum þrýstingi af hálfu forystumanna flokksins. „Fyrsta hálftímann af okkar samtali færði ég fram öll rök gegn þessari ákvörðun og fann henni allt til foráttu, því hún kom mér mjög á óvart. Ég hlustaði svo á rök hans og hans niður- stöðu og fannst til um hana og féllst á hana fyrir mitt leyti,“ segir Davíð. Davíð segir að afstaða Markúsar sé mjög óvenjuleg. Hann hafi ákveðið að víkja til hliðar persónulegum hags- munum, metnaði og persónulegri stöðu í þágu hagsmuna sem hann hafi metið meira, við mjög óvenjuleg- ar aðstæður, þegar Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Kvennalisti, Birting og Nýr vettvang- ur hafi klætt sig með felubúningi, sem eigi að duga fram yfir kosningar. „Því miður hefur þessi blekkingarleik- ur tekist fram til þessa en það er mat borgarstjóra að þetta kallaði á mjög ákveðin og hörð viðbrögð. Ný staða væri komin upp og það ætti að bregð- ast við henni með nýjum hætti. Ég held að það hafi verði gert af hans hálfu af miklum drengskap. I morgun hlustaði borgarstjórnarflokkurinn á hans rök og hann átti mikilli vinsemd að mæta, þakklæti fyrir samstarf og jafnframt höfðu menn á orði að þetta væri einstakt hugrekki og fórnarlund af hans hálfu, að bægja þannig per- sónulegum hagsmunum til hliðar í þágu mikilvægs málefnis," sagði Dav- íð. Ekki verið að hrekja Markús á brott Aðspurður hvort þessi ákvörðun hefði ekki verið tekin of seint, að aflo- knu prófkjöri, og myndi skaða flokk- inn svo skömmu fyrir kosningar, svar- aði Davíð því neitandi og sagði að um væri að ræða ákvörðun borgarstjórans sjálfs, sem nyti stuðnings forystu- manna flokksins og flokkssystkina. Því gæti hún ekki orðið til annars en að styrkja flokkinn. Davíð sagði að Markús hefði getað tekið þessa ákvörðun vegna þess mikla stuðnings sem hann hefði fengið í prófkjörinu. „Hvorki forysta Sjálfstæðisflokksins, félagar hans í borgarstjórnarflokkn- um eða þeir íjölmörgu kjósendur sem guldu honum atkvæði sitt í prófkjöri eru að hrekja hann á brott. Hann hefur stuðning alls þessa fólks. Samt tekur hann þessa ákvörðun. Það er styrkur, það er stuðningur. Það má segja að í prófkjörinu hafi sjálfstæðis- fólkið verið að þakka Markúsi frábær störf hans sem borgarstjóra, sem ég tel að hafi verið mjög vel af hendi innt. En nú eru menn að fara í kosn- ingar við sérstakar aðstæður og þá kjósa menn að gefa þessu framboði nýjan svip með ungum manni sem jafnframt hefur getið sér mjög gott orð á fjölmörgum sviðum í borgarmál- unum og ég held það sýni bæði dirfsku af flokksins hálfu, sigurvilja af flokks- ins hálfu og einstaka ákvörðun af hálfu borgarstjórans sjálfs," sagði Davíð. Gefur byr til sigurs Aðspurður hvort hann teldi ein- hverja raunhæfa möguleika fyrir sjálf- stæðismenn að ætla að vega upp þann mun sem væri á milli framboðslist- anna samkvæmt skoðanakönnunum sagðist Davíð vera viss um að þótt ekki hefði verið gripið til neinna að- gerða þá hefði í saxast verulega á þennan mun í kosningabaráttunni.' „Og um leið er ég sannfærður um að þessi ákvörðun, þessi dirfska og frum- kvæði sem Sjálfstæðisflokkurinn tek- ur og þessi ungi öflugi, kraftmikli kjarkmaður sem valinn er í forystu, þetta eigi allt að geta gefið okkur byr til þess að fara með sigur af hólrni," sagði Davíð Oddsson. flokksins. Sagði hann að ekki hefði komið annað til greina en að næsti maður á lista flokksins tæki við úr því sem komið væri og að um það hefði verið algjör samstaða innan borgarstjórnarflokksins. Vilhjálmur sagði, að hann virti og hefði fullan skilning á þessari ákvörð- un borgarstjóra um að segja af sér. Ákvörðun sem hann hafi tekið einn og óstuddur eftir að hafa ráðfært sig við nokkra menn. Vilhjálmur sagðist að vísu ekki hafa verið sammála Mark- úsi en eftir að hafa heyrt hans rök hafi hann ekki reynt að beita sér gegn þessari ákvörðun. Nýtt sóknarfæri „Mér finnst Markús sýna mikið pólitískt hugrekki," sagði Vilhjálmur. „Hann trúir því einarðlega að með því að hann fari og að annar taki við þá muni myndast nýtt sóknarfæri. Þetta er hans eigin ákvörðun og ljóst að hann var búinn að taka hana þegar hann ræddi við okkur borgarfulltrú- ana. Það var ekki verið að leita eftir áliti okkar. Ákvörðunin hafði verið tekin. Við því þurfti að bregðast og það gerðum við með þeim hætti sem gert var og ég beitti mér fyrir að um það yrði full samstaðaiið annar mað- ur á listanum tæki við og það varð algjör samstaða um það.“ Vilhjálmur sagðist ekki geta fullyrt um það á þessu stigi hvaða afleiðing- ar ákvörðun borgarstjóra hefði á stöðu og fylgi flokksins. „Auðvitað vonar maður að hægt verði að herða þá sókn sem hafin er en það verður tíminn að leiða í ljós. Við munum reyna að vinna eins vel úr þessu og hægt er, frambjóðendahópurinn, og erum við einhuga í því,“ sagði hann. „Markús hefur skilað mjög góðu verki á erfiðum tímum. Hann kemur inn þegar aðstæður í landsmálum eru með versta móti og svo hefur verið þann tíma sem hann hefur verið borgar- stjóri. Auðvitað hefur það haft áhrif á borgarmálin. Ég tel að hann hafi markað ákveðin spor ekki síst með sínu framlagi til atvinnumála og efl- ingu miðbæjarins. Það er svo langt í frá að hægt sé að skrifa stöðu flokks- ins á reikning borgarstjóra. Það eru fjölmörg önnur atriði sem gera það að verkum að svo virðist sem flokkur- inn sé í öldudal eins og er. Ég hef hins vegar mikla trú á að frambjóð- endur og stuðningsmenn flokksins í Reykjavík muni snúa vörn í sókn,“ sagði hann. Inga Jóna Þórðardóttir Viðbrögð gefa vísbendingu um ringulreið INGA Jóna Þórðardóttir sem varð í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins segir að ákvörðun Mark- úsar Arnar um að segja af sér sem borgarstjóri muni skapa nýtt svig- rúm. „Mér finnst viðbrögð vinstra liðsins gefa vísbendingu um ringul- reið,“ sagði hún. „Viðbrögð Ingi- bjargar Sólrúnar benda eindregið til þess að ákvörðun Markúsar hafi komið miklu róti á þeirra skipulag og vinnu.“ Inga Jóna sagði að ákvörðun Mark- úsar hafi komið henni mjög á óvart. Ilann meti stöðuna þannig með tilliti til lélegs gengis hjá Sjálfstæðisflokkn- um í skoðanakönnunum, að rétt sé að hann axli þá ábyrgð sem í því felst. „Með því er hann að sjálfsögðu ekki að taka það á sig að staðan sé honum að kenna heldur kýs hann einfaldlega að bera ábyrgð og stíga til hliðar sem efsti maður listans og gefa nýju fólki, sem er í forystu, tækifæri á að nýta sér það svigrúm sem svona breyting gefur,“ sagði hún. „Ég virði þessa ákvörðun hans og tel að hann sé í raun að sýna pólitískt hugrekki og kjark með því að taka ákvörðun sem ekki eru fordæmi fyrir. Þetta hefur ekki tíðkast í íslenskri pólitík og hann er vissulega mjög hugaður að stíga þetta skref.“ Hleypir lífi í kosningabaráttuna Inga Jóna sagðist hafa átt gott samstarf með Árna Sigfússyni og að hún tréysti honum fullkomlega til að leiða þennan lista. „Ég veit að fram- bjóðendur munu þjappa sér vel að baki honum og styðja hann einlæg- lega,“ sagði hún. „Ég held að þetta geti hleypt nýju lífi í kosningabarátt- una og styrkt okkar stöðu.“ Sigrún Magnúsdóttir Styrkir ekki stöðu Sjálfstæð- isflokksins SIGRÚN Magnúsdóttir borgarfull- trúi Framsóknarflokksins segist ekki geta séð að ákvörðun Markús- ar Arnar verði til þess að styrkja stöðu Sjálfstæðisflokksins við borg- arstjórnarkosningarnar í vor. „Borgarbúar kyngja ekki svona hrossakaupum örfáum dögum fyrir kosningar," sagði hún. „Mér finnst illa vegið að Markúsi en í þessi þijú ár sem ég hef fylgst með hef- ur ekki ríkt eining í borgarmála- ráðinu. Borgarfulltrúar hafa ekki stutt við bakið á Markúsi og hann hefur ekki náð fram mörgum góð- um málum sem hann kom fram með. Það er sláturtíð hjá flokknum, einungis þrír af tíu borgarfulltrú- um eru eftir á framboðslista flokks- ins.“ Sigrún telur ákvörðun Markúsar vera enn eina sönnun fyrir örvæntingu sjálfstæðismanna í borginni. Þeir leiti allra leiða og bragða til að ná sér upp. „Ég hefði haldið að borgarmála- ráð og borgarstjórnarflokkur Sjálf- stæðisflokksins mótuðu stefnu flokks- ins í borgarmálum og síðan væru full- trúarnir forsvarsmenn þeirrar stefnu þannig að það ætti ekki að skipta höfuðmáli hvaða andlit þeir bæru,“ sagði hún. „Ef Markús vildi ekki leiða listann næsta kjörtímabiþ hvers vegna hættir hann núna og Árni tekur við sem borgarstjóri í 70 daga? Ég sætti mig ekki fyllilega við að menn geti tekið slíka ákvörðun að skipa borgarstjóra í nokkra daga án þess að spuija kóng eða prest um þá ákvörðun," sagði Sigrún. „Ég sé enga aðra skýringu en að það sé til að gera Áma eftir- minnilegri. Það verði þá búin til stytta af honum fyrir ráðhúsið.“ Tvö aðskilin mál Sigrún sagði það sérkennilegt að Árni, sem væri hæfileikaríkur maður, skuli láta eins og hann væri fyrst að koma fram í pólitíkinni í dag. Hún vissi ekki annað en að hann hafi haft öll tækifæri til þess að beita sínum áhrif á stcfnu flokksins í borgarmál- um. „Ég næ því ekki að menn vakni einn mánudagsmorgun og sjái að þá þurfi að taka til,“ sagði hún. „Svo skil ég ekki þátt Davíðs. Hann velur Markús, þegar deilan stóð um Árna og Vilhjálm án þess að niðurstaða fengist. Maður veltir því fyrir sér hvort Davíð hafi ekki haft næga dóm- greind." Sigurjón Pétursson „Panik“ ástand „ÞETTA kemur mér mjög í opna skjöldu," sagði Siguijón Pétursson borgarfulltrúi Alþýðubandalags- ins. Sagði hann að með afsögn Markúsar sé strikað yfir vilja sjálf- stæðismanna, sem tóku þátt í próf- ' kjörinu. „Ég sé ekki betur en að það sé að myndast „panik“ ástand hjá Sjájf- stæðisflokknum," sagði Siguijón. „Ég sé ekki betur en að þeir séu búnir að I tapa taugum. Mér finnst þetta mjög sérkennilegt. Það er nýbúið að halda mikið prófkjör, þar sem Markús Örn fær yfirgnæfandi kosningu í fyrsta sæti en svo er strikað yfir þennan vilja sjálfstæðismanna og hann fer út. Þetta er óheyrilegt og ég man ekki eftir neinu sambærilegu." Siguijón sagðist ekki hafa trú á að afsögn Markúsar yki á traust manna á Sjálfstæðisflokknum. „Þetta er örvæntingarráðstöfun sem ég hef ekki trú á að komi að nokkru gagni eins og staðið er að málum,“ sagði hann. „Árni er settur í verkefni sem sennilega er vonlaust en það er að endurheimta það fylgi sem flokkurinn er búinn að tapa. Eg held ekki að Markús Örn hafi tapað því fylgi sér- staklega," sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.