Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 51 STÆRSTA TJALDIÐMEÐ DOMSDAGUR ★ ★ ★ A.I.Mbl. Á leið út á lífið tóku þeir ranga beygju inn í martröð. Þá hófst æsi- legur flótti upp á líf og dauða þar sem enginn getur verið öruggur um líf sitt. Aðalhlutverkið er í höndum Emilio Este- ves (Loaded Weapon 1) og leikstjóri er Stephen Hopkins sem leik- stýrði m.a. Predator 2. Sýnd kt. 5,7,9 og 11.15. Bönnuð innan 16 ára. BANVÆN MÓDIR SKILNAÐURI^JN ÁTTI EFTIR AÐ BREYTASTI MARTRÖÐ Einn mesti sálfræðiþriller seinni tíma. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð i. 14 ára. * * * a.i. Mbi. Rómantísk gamanmynd Aðalhlutv. Matt Dillon, Annabella Sciorra, Marie-Louise Parker og wiiiiam Hurt. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. SÍMI: 19000 Vegna gífurlegrar aósóknar setjum vió Far vel frilla mín í A-sal í nokkra daga Kosin besta myndin í Cannes ’93 ásamt Píanó. Tilnefnd lil Óskarsverólauna ’94 sem besta erlenda myndin. „Ein sterkasta og vandaðasta mynd síóari ára.“ ★ ★★★ Rás 2. „Mynd sem enginn má missa af.“ ★ ★★★ S.V. IWbl. mKiriL|Ri\ic „Einhver mikiifenglegasta mynd sem sést hefur ^ ^ á hvíta ijaldinu." ★★★★ H. H., Pressan. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 12 ára. Arizona Dream Einhver athyglisverðasta mynd sem gerð hefur verið. Aðalhl.: Johnny Depp, Jerry Lewis, Fay Dunaway og Lili Taylor. Leikstjóri: Emir Kusturica. Sýnd kl. 5 og 9. KRYDDLEGIN HJÖRTU Aðsóknarmesta erlenda myndin í USA frá upphafi. ★ ★★★ H. H., Pressan. ★★★!. K., Eintak. ★★★H. K., D.V. ★ ★★1/2 S. V., Mbl. ★★★hallar í fjórar, Ó. T., Ras 2. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Flótti sakleysingjans Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Stranglega b. I. 16 ára. Síðasta sýning. Miðav. kr. 350 PÍANÓ Tilnefnd til 8 Óskarsverðlauna m.a. besta myndin. „Píanó, fimm stjörnuraf fjórum mögul. ★ ★ ★ ★ ★ G.Ó. Pressan Sýnd kl. 4.50,6.55,9 og 11.05. Til þjónustu reiðubúinn Tilfinningalegur daudadalur; Thompson og Hopkins í Dreggjum dagsins. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason DREGGJAR dagsins („The Remains of the Day“). Sýnd í Stjörnubíói. Leikstjóri: James Ivory. Handrit: Ruth Prawer Jhabvala eftir samnefndri skáldsögu Kazuo Ishiguro. Framleiðendur: Mike Nichols, John Calley og Ismail Merch- ant. Aðalhlutverk: Anthony Hopkins, Emma Thompson, James Fox, Christopher Reeve, Peter Vaughan, Hugh Grant, Michael Lonsdale og Tim Pigott-Smith. Fyrstu áhrifin eru endurómur af öðrum mögnuðum breskum uppfærslum reyndar fyrir sjón- varp. Endurómur af sunnudags- kvöldunum þegar sjónvarpið sýndi hágæðaþætti á borð við „Brideshead Revisited" eða „The Jewel of the Crown“ svo ekki sé talað um forsögulega þætti eins og Húsbændur og hjú þar sem spennandi sagan, trúverð- ugur og eftirminnilegur leikur og yfirlætislaus og gersamlega heillandi frásöguhátturinn hélt áhorfendum límdum við tækið. Þannig áhrif hefur nýjasta mynd Ismail Merchant/James Ivory/ Ruth Prawer Jhabvala-hópsins, Dreggjar dagsins, eftir sam- nefndri sögu Kazuo Ishiguro, sem sýnd er í Stjörnubíói. Maður gleymir stað og stund en dregst í rúma tvo tíma inní atburðarás og sögu sem heldur manni alger- lega föngnum og áður en maður getur svo mikið sem deplað auga er maður kominn út á götu aftur en eftir situr minningin um frá- bæra mynd, ríkulega endurskap- aða veröld sem var, heillandi sögu sem gagntekur mann þótt ekkert virðist í raun gerast nema í hálfu hljóði og átökin eru alltaf eins og kæfð í fæðingu. Og leik- list sem ber með sér líf og sál alls hins besta í breskum leikhús- heimi. Þannig mynd er Dreggjar dagsins. Þríeykið kann réttu tökin sem leiða til safaríkra og sígildra bókmenntalegra uppfærslna sem þessarar. Enginn blandar saman bókmenntum við kvikmyndir með ánægjulegri og skemmti- legri árangri. Það er þeirra sér- svið eins og við höfum áður séð í kvikmyndaútgáfum þeirra á m.a. sögum E. M. Forsters eins og Herbergi með útsýni og nú nýlega í Hávarðsenda, þar sem aðalleikararnir, Anthony Hopk- ins og Emma Thompson, sem bæði hafa verið útnefnd til Ósk- arsverðlauna fyrir leik sinn í Dreggjum dagsins, fóru með aðalhlutverkin. Sumir vilja kalla Dreggjar dagsins Hávarðsenda 2 vegna sömu leikaranna og höf- unda og kannski á sá saman- burður einhvern rétt á sér. Allar myndir þríeykisins byggjast á hárfínni samfélagslegri skoðun í bland við persónulegt drama: Framleiðandinn, Merchant, sér kvikmyndaframleiðslunni fyrir bestu starfskröftum sem völ er á; handritshöfundurinn, Jhabv- ala, snýr bókmenntaverkunum af einskærri alúð og snilld yfir í form kvikmyndahandritsins þar sem það sem ekki er sagt er ekki síður mikilvægt en skrifuðu samtölin; og leikni leikstjórans James Ivory liggur ekki síst í því að ná fram því besta sem leikarar hans búa yfir og endur- skapa heim bókmenntanna í landslagi, leikmyndum og bún- ingum. Utkoman er að sönnu einstaklega gefandi bíó þar sem hið næma handbragð kvik- myndagerðarhópsins ber vott um einstaka fagmennsku og gæði. Það er Anthony Hopkins sem fer á kostum sem yfírþjónninn Stevens í Dreggjum dagsins. Persóna hans, ef hann þá hefur einhverja, er hin mesta ráðgáta og eiginlega jafnmikil í upphafi og lok myndarinnar. Hann er fyrst og fremst settur hér á jörð- ina til að þjóna húsbónda sínum. Það er allt og sumt. Til að svo megi vera hefur hann neitað sér um einkalíf, einkahugsanir, einkatilfinningar, einkaþrár, einkaást, einkapersónu. Hann á ekkert líf utan veggja Darling- ton-setursins þar sem hann þjón- ar Darlington lávarði (James Fox) og það sem meira er, hann tekur ekki ábyrgð á lífinu utan þess. Húsbóndi hans er breskur nas- isti sem heldur nasistaráðstefnur á setri sínu rétt fyrir seinni heimsstyijöldina, en það hefur engin áhrif á þjónustulund Stev- ens. „Ég hef ekki tíma til að hlusta á ræðurnar," segir hann og hefur mun meiri áhyggjur af því að rétt fjarlægð sé frá borð- brún að glasi. Hann hefur valið þann einfalda og auðvelda kost að fría sig ábyrgð á lífinu þar til ekkert er eftir orðið en blind þjónustan við lávarðinn. Og þeg- ar ný ráðskona kemur á setrið (Emma Thompson) og sýnir hon- um velvilja og áhuga og reynir á sinn yfirvegaða, háttvirta og hæverska hátt að brjóta skelina og komast inn að manninum er höfnunin svo sterk og alger og lífleysi hans fullkomið að það er eins og myndin frjósi fyrir fram- an mann. Líkt og Martin Scorsese gerði í Öld sakleysisins leggja Ivory og Jhabvala alla áhersluna á undirölduna í mannlegu sam- skiptunum, það sem sýður undir daglegu atgervi persónanna og er alltaf haldið niðri og bælt og fæst aldrei sagt nema undir yfír- varpi einhvers annars. Þannig verður leikurinn alltaf lág- stemmdur í samræmi við hóf- stillta frásögnina og enginn er á stilltari nótum en hinn yfirvegaði Hopkins, sem vinnur leiksigur. Leikur hans er könnun inn í al- gert tómarúm, tilfinningalegan dauðadal þess sem veit að hans innri maður er liðið lík. Hopkins tekst að vinna samúð áhorfand- ans allan tímann því hann finnur til með kvíða hans við snertingu og takmörkunum í mannlegum samskiptum og hljóti Hopkins Óskarinn (samkeppnin er óvenju hörð í ár) er liann vel að honum kominn. Emma Thompson sýnir einnig frábæran leik í hlutverki ráðs- konunnar ákveðnu og skynsömu sem tekst ekki að bijóta skel Stevens. Þótt leikur hennar sé a.m.k. hálfkæfður hefur hún yfír mun meiri tilfinningasemi en Hopkins að ráða og gerir löngun ;, konunnar og síðar ráðleysi og sársauka góð skil. Aðrir leikarar á borð við Peter Vaughan, Christopher Reeve, James Fox og Hugh Grant fylla mjög vel út í myndina og auðga hana. Umgjörðin er hið gullfallega herrasetur Darlingtons en frá- sögnin er byggð á endurliti, hefst á pílagrímsferð Stevens vestur í land þar sem hann lítur yfir far- inn veg og sér kannski hvers hann hefur farið á mis. Á einn hátt er þetta mynd um hið öfluga j stéttskipta þjóðfélag, ábyrgðar- leysið sem við sýnum með lífi okkar og viljann til að taka gagn- rýnislaust við skipunum að ofan en fyrst og fremst er Dreggjar dagsins kannski viðvörun um til- finningaleysið sem ríkir á vorum dögum í samskiptum okkar við hvert annað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.