Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 53 Sameiginlegt umferðarátak Frá Ómarí Smára Ármarmssyni Lögreglan á Suðveturlandi verður með sameiginlegt umferðarátak dag- ana 16.-23. mars nk. Athyglinni mun að þessu sinni verða sérstaklega beint að stöðvunarskyldu, akstri um um- ferðaljósastýrð gatnamót og notkun öryggisbelta. Jafnframt mun vegfar- endum verða afhentur könnunarseðill þar sem þeim mun verða gefinn kost- ur á að segja til um forgangsröðun umferðareftirlitsverkefna lögreglu. Akstur gegn rauðu Ijósi Rautt ljós gagnvart umferð á umferðarljósavitanum táknar ein- faldlega að stöðva skuli við stöðvun- arlínu. Allir eiga að vita að umferð- arljósin eru sett upp til þess að auka öryggi vegfarenda og jafnframt til þess að greiða fyrir umferð þar sem álagið er mikið. Gengið er út frá því sem vísu að allir þekki litina og/eða viti hvað mismunandi litur á ljósavit- anum táknar. Gildir það jafnt um akandi og gangandi vegfarendur. Samt verða mörg umferðaróhöpp og slys þar sem vegfarendur virða ekki umferðarljósin. Astæðan er talin að- allega þrenns konar: í fyrsta lagi eru ökumenn að hugsa um eitthvað allt annað en að aka og gera sér þá ekki grein fyrir því að þeir eru að aka gegn rauðu ljósi, jafnvel ekki fyrr en þeir hafa lent í umferðar- óhappi eða hafa ekið yfir slík gatna- mót. í öðru lagi freista sumir öku- menn þess að aka inn á gatnamótin á „bleiku“ ljósi. Á sama tíma ekur einhver aðeins of snemma af stað úr þverstæðri átt. Og í þriðja lagi eru því miður til svo tillitslausir og forhertir ökumenn að þeir „láta vaða“ á rauðu, vitandi vits og með tilheyrandi áhættu fyrir þá og aðra. Hlutfallslega flest alvarlegustu um- ferðarslysin verða á umferðarljósa- stýrðum gatnamótum. Við umferðarljósastýrð gatnamót eru aftanákeyrslur algengar, annað hvort vegna þess að ökumenn stöðva of skyndilega við gatnamótin eða vegna þess að þeir aka ekki nægilega fljótt af stað þegar Ijósin hafa skipt af gulu yfir á grænt. Það er að mörgu að hyggja, en öllu máli skiptir að all- ir reyni að virða rauða ljósið á umferð- arljósastýrðum gatnamótum. Þakka ber það sem er þakkarvert Frá Reyni Ármannssyni: Þau ár sem ég starfaði sem for- maður Neytendasamtakanna bárust ótal margar kvartanir í sambandi við verslun og þjónustu, en það var ör- sjaldan sem okkur bárust þakkir fyr- ir góða þjónustu fyrirtækja. Það hefur verið áberandi upp á síðkastið við lestur á þáttum Velvak- anda að það hefur sífelit aukist að fólk tjáir þakklæti sitt fyrir góða þjón- ustu, er það þakkarvert. Efni þessa lesbréfs er að koma á framfæri þakk- læti til tveggja aðilar sem ég hef skipt við og notið frábærrar þjónustu hjá. Þar hef ég í huga bílaverkstæði Hrafnkels, Bíldshöfða 14, Reykjavík, og Miklubrautarútibús Landsbanka íslands, Grensásvegi 22, Reykjavík. Þar sem undirritðaur ekur gamalli bifreið þarf ég oft að huga að við- gerðum og eftirliti á bifreiðinni. Hrafnkell og starfsmenn hans eru ætíð reiðubúnir að aðstoða og veita góð ráð og þjónustu. Eftir áratuga viðskipti við bifreiðaverkstæði borg- arinnar, gef ég bílaverkstæði Hrafn- kels mín mestu meðmæli. Annað fyrirtæki sem einnig á miklar þakkir skildar fyrir frábæra þjónustu er Miklubrautarútibú Landsbanka íslands, Grensásvegi 22, Reykjavík. Undirritaður hefur átt viðskipti við þetta bankaútibú sl. 10 ár. Allir starfsmenn bankaútibúsins eru einkar þægilegir í alla staði, í fyrirgreiðslu og framkomu við við- skiptavini bankans. Það er áberandi hvað margir aldraðir eiga viðskipti við þetta bankabútibú, enda muna margir aldraðir búa í þessu hverfí. Yfírstjórn Landsbankans má vera stolt af þessum starfsmönnum sínum. Að lokum þakka ég konunni sem ber út Morgunblaðið í hverfíð þar sem ég bý. Það er sama hvort er í sumri og sólaryl eða í hrakviðrum vetrarins, alltaf er hún komin með blaðið um kl. 7 á morgnanna. REYNIR ÁRMANNSSON, Furugerði 19, Reykjavfk. VELVAKANDI Ábending til forsætisráðherra Hæstvirtur forsætisráðherra. Varðandi þingræðu hæstvirts landbúnaðarráðherra, Halldórs Blöndals, fímmtudaginn 10. mars þar sem aðalinntak ræð- unnar fólst í aðskilnaði tveggja pósta íslensku þjóðarinnar, sem fólst í þremur setningum sem voru þannig: íslendingar og bændur, bændur og íslendingar, íslendingar og bændur. Sem sagt: Þjóðinni var greint frá því að hún væri íslendingar annars vegar og bændur hins vegar. Með þessum upphrópunum í ræðustól gerði landbúnaðarráð- herra öllum íslendingum það ljóst að á íslandi byggju tvær þjóðir og fínnst mér komið að yður, hæstvirtur forsætisráðherra, að víkja landbúnaðarráðherra úr ríkistjórn og úr Sjálfstæðis- flokknum ef okkur sjálfstæðis- mönnum á að takast að bjarga því sem eftir stendur af Sjálf- stæðisflokknum. Virðingarfyllst, Friðþjófur Þorgeirsson. EBAS-gjafavörur MIG langaði að þakka fyrir hlý- legt viðmót sem ég fékk í versl- uninni EBAS-gjafavörur, Snor- rabraut 29, á milli Laugavegs og Hverfísgötu. í sem stystu máli sagt þá kom ég inn í þessa verslun til að selja vöru og var alveg ógurlega kalt. Afgreiðslu- konan bauðst til að hita kaffi handa mér, sem hún og gerði, og eftir spjall yfír kaffínu leysti hún mig út með gjöfum. Ég vil benda fólki á þessa verslun því þarna eru seldar ódýr- ar og fallegar gjafavörur. Þ.F. Fjallahjól tapaðist SVART trekk-fjallahjól, 10 gíra, glænýtt, tapaðist úr hjólreiða- geymslu í Engjaseli 84 eftir jólin. Finnandi vinsamlega hringi í síma 71602. Fundarlaun. Seðlaveski tapaðist SVART seðlaveski tapaðist í Vesturbænum fýrir rúmri viku. Finnandi vinsamlega hringi í síma 13419. Linsubox fannst LINSUBOX með linsum í fannst á Brávallagötu sl. miðvikudag. Eigandi má hafa samband í síma 615933 frá 9-17 eða í sima 22928 á kvöldin. Guðrún. - GÆLUDÝR Kanína KANÍNA fæst gefins. Upplýs- ingar í síma 23842. Notkun öryggisbelta Hver sá sem nota sæti bifreiðar sem búið er öryggisbelti skal nota beltið þegar bifreið er á ferð. Börn yngri en 6 ára skulu nota öryggisbelti ef það er unnt. Annars skal nota barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- og vernd- arbúnað ætlaðan bömum. Ökumaður skal sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti öryggis- og vemdarbúnað bifreiðar. Leigubílstjórar eiga að nota örygg- isbelti þegar þeir em ekki í leigu- akstri með farþega. Almennari notkun öryggisbelta í seinni tíð hefur orðið til þess að draga verulega úr alvarlegri meiðslum í umferðinni þó svo að umferðarslysum f heildina hafí ekki fækkað. Það ætti því að verða hverjum og einum kapps- mál að virða reglur um notkun öiygg- isbelta því slysin verða venjulega fyr- irvaralaust og vegfarendum að óvör- um. Þá er orðið of seint að spenna beltin. Könnun um forgangsröðun umferöareftirlitsþátta í tengslum við umferðarátakið mun lögreglan afhenda vegfarendum umferðarkönnunarseðla þar sem þeim verður gefínn kostur á að for- gangsraða hinum ýmsu umferðarlög- gæsluverkefnum og skila tillögum sínum síðan á næstu lögreglustöð. Ætlunin er að kanna viðhorf vegfar- enda til vægis hinna ýmsu umferðar- verkefna lögreglunnar og reyna að taka tillit til þeirra eftir því sem nið- urstöður segja til um. Fólk er hvatt til þess að taka þessu framtaki lög- reglunnar með velvilja. ÓMAR SMÁRI ÁRMANNSSON aðstoðaryfírlögregluþjónn Reykjavík LEIÐRÉTTING Lína féll niður í minningargrein Helgu, Ragn- heiðar, Lilju og Ásdísar um Kristin Sveinsson á Hólmavík á blaðsíðu 37 í Morgunblaðinu á laugardag féll niður heil lína úr texta. Efnisgreinin sem línan féll úr er svona: „Afí fædd- ist og ólst upp á Kirkjubóli í Staðard- al í Steingrímsfirði. 15 ára fór hann til sjós og reri frá Bolungarvík og þrítugur hóf hann búskap á Kirkju- bóli. Hann kvæntist Gunnlaugu Helgu Sigurðardóttur, f. 3.9. 1901, d. 6.5.1991, frá Geirmundarstöðum. Börn Kristins og Helgu eru Lilja, húsmóðir á Akureyri, Sveinn, vél- virkjameistari í Hafnarfirði, Guð- björg, bóndi í Brautarholti, Hrúta- fírði, Sigurður, vélvirkjameistari í Reykjavík, og Guðmundur Trausti, látinn. Barnabörn Kristins eru 21 talsins og barnabarnabörn 31.“ Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mistökum. Vmnlngstotur iaugardaginn FJÖCDÍ VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 2. 1Q.668.717 146.970 3. 203 7.493 4. 6.621 536 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 16.620.472 kr. 1 «)f' TÓÍILflKflP RflUÐ ÁSKRIfTflPPÖÐ ttflSÓflbíÓI fimmtudaginn 17. mars, kl. 20.00 Hljómsueitarstjórí: Rico Saccáni Einleikari: Erling Blöndal Bengtsson ffniSSKPfl Hector Berlioz: Roman Carnival, forleikur Robert Schumann: Sellókonsert í a-moll Pjotr Tsjajkofskíj: Cappriccio Italien, op. 46 Ottorino Réspighi: Furur Rómarborgar SINFÓNÍUHLJÓMSVEITISLANDS Sími H 11 ó m s v e 11 allio Islendinga 622255 (Tki ftin m RAFnnuNftíZ! L f* B » B HAGST/ETT VERÐ OG GREIÐSLUSKILMALAR. Rafmagnsþilofnar, 600 - 2000w. Elfa rafhitunarbúnaðurinn er þraut- reyndur við íslenskar aðstæður. Einar Farestveít&Co.hf. Borgartúni 28 - S 622901 og 622900 FAGOR bVÚtfAVáLAtJ FfSð & FAGOR FE-54 (550 SN/MIN.) 39.900- AFBORGUNARVERÐ KR. 42.000- Magn af þvotti 5 kg Þvottakerfi 17 Hitar síöasta skolvatn Sér hitastillir 0-9CPC Ryöfrí tromla og belgur Hraöþvottakerfi Áfangaþeytivinda Sjálfvirkt vatnsmagn Hæg vatnskæling Sparneytin Hljóölát r VINSAMLEGAST ATHUGIÐ NÝTT HEIMIUSFANG RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 68 58 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.