Morgunblaðið - 15.03.1994, Page 52

Morgunblaðið - 15.03.1994, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 52 UA/Z&t-ASS /cm<-TMP-T 8-11 ^Jjn99^ara^CartoonstostnbulecU^UnivefM^fe*^£idica^ , þú afhentir bo biLLjon. Leikföng óg fékkst ekjtí svo mikid sem ejha kuitiur.?!" Með morgunkaffinu ■\WWI/////A Þessi Jæknir er stórskrýtinn. Þetta er í þriðja sinn sem hann lætur mig bara fá megr- unarpillur. Aftur of seinn. Hvaða afsökun hefurðu núna? HÖGNI HREKKVÍSI BREF TBL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Til hamingju, veiðimálamenn! Frá Páli Bergþórssyni: Þrír starfsmenn Veiðimálastofn- unar, Þórólfur Antonsson, Guðni Guðbergsson og Sigurður Guðjóns- son, hafa nú sagt frá rannsóknum sínum á samhengi skilyrða í Bar- entshafi og sjávarskilyrða út af Norðurlandi 2-3 árum síðar. Þessi niðurstaða fellur prýðilega að fyrri rannsóknum, en meðal þeirra eru, í réttri tímaröð: 1) Sú uppgötvun Norðmann- anna Nansens og Helland-Hansens árið 1909 að hiti eða kuldi geym- ist í sjónum og berist um 1000 km á ári frá Sognsæ norður í Barents- haf á tveimur árum. 2) Sú athugun undirritaðs árið 1969 að skilyrði til hafísreks við Norðurland að vori megi ráða af hita á Jan Mayen haustið áður og Hvenær hef- ur konu ver- ið kenndur krakki sem hún á ekki? Frá Ellý Vilhjálms: Þannig endaði skólabróðir minn ræðu sína á málfundi á Héraðsskólanum á Laugarvatni fyrir mörgum árum. En í þess- ari ræðu reyndi hann að telja fundargestum trú um að það væri svo miklu betra og auð- veldara að vera kona heldur en karl. Niðurlagsorð þessi varðveitt- ust í huga mér og allt til þessa dags hef ég tekið þau góð og gild. En nú bregður svo við að ég verð að endurskoða það mat. Astæðan er sú, að undan- fama mánuði hefur sú saga gengið fjöllunum hærra að ég undirrituð sé móðir óláns- mannsins Þórðar Jóhanns Ey- þórssonar sem nýlega hlaut tuttugu ára fangelsisdóm fyrir morð. Því miður sé ég enga aðra leið en að leita á náðir Morgun- blaðsins, víðlesnasta blaðs landsins, og biðja um birtingu á þeirri staðreynd að ég er ekki móðir þessa manns og hef aldrei litið hann augum. ELLÝ VILHJÁLMS söngkona. þau hafi því borist 500 km á hálfu ári með sjónum. 3) Sú athugun undirritaðs árið 1972 að hiti eða kuldi berist með sjónum á 2-3 árum með 1000 km hraða á ári frá Spitzbergen til Stykkishólms. 4) Rannsókn Dicksons og fleiri árið 1988 á 14 ára seltuhringrás- inni miklu sem hófst á Norðurdjúpi um 1968, til Grænlands, Labrador, Nýfundnalands, austur til Noregs, Barentshafs, Spitzbergen og til upphafs síns á Norðurdjúpi, með um 1000 km hraða á ári að jafnaði. 5) Rannsókn Jóns Jónssonar forstjóra Hafrannsóknastofnunar árið 1993 á vertíðarafla í þijár aldir og furðulega gott samræmi aflans við fyrri niðurstöður undir- ritaðs um lofthita á sama tíma. Fiskifræðingar Veiðimálastofn- unar nota ekki aðeins sjávarhita- mælingar, heldur líka athuganir á eldisskilyrðum fiskstofna til stuðn- ings máli sínu. Það er ástæða til að óska þeim til hamingju með árangur þeirra. En auðvitað ráða fleiri þættir breytileika fískstofnanna en hita- skilyrði, svo sem veiðiálag. Við- koma þorsksins gæti verið tengd stærð hrygningarstofnsins, ekki síst fjölda golþorskanna eins og ég tel mig hafa gefíð vísbendingu um í grein í Mbl. 3. nóv. 1993. Kannski ráða líka nokkru þrengsl- in í sjónum og samkeppni um fæðu, eins og Jón Kristjánsson heldur fram, sbr. grein hans í Mbl. fyrir skömmu. En svo vill til að þau áhrif virðast sveiflast mjög í takt við áhrif golþorskafjöldans, þó að milli þeirra sé erfítt að greina. Eftir þeim sveiflum má spá við- komunni á sama hátt og sjávarhita er hægt að spá fáein ár fram í tím- ann. Hvor aðferðin sem notuð er gefur nokkra ástæðu til bjartsýni um þessar mundir, í góðu samræmi við vitnisburð sjómanna um skil- yrðin í sjónum. Það er nefnilega ástæðulaust að halda því fram að einn áhrifaþátt- ur útiloki hina. Þeir geta allir ver- ið virkir, en þá þarf auðvitað að meta að bestu manna yfírsýn. Og allri nýrri vitneskju og vísbending- um ber að fagna. PÁLL BERGÞÓRSSON Gagnasafn Morgimblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Mánaðamótaskaup Frá Svani Jónssyni: Sjónvarpið virðist ekki ætla að láta deigan síga í skaupinu. Ára- mótaskaupið síðasta þótti ágætt og nú er greinilega ætlunin að taka til við mánaðamótaskaup. Fyrsti þátturinn var 1. mars. Þar var sagt að ætti að fjalla um bjór. Fimm voru kallaðir til fundar við stjóm- anda sem samkvæmt góðri skaup- venju var tæpast orðinn þurr bak við eyrun. Þrír þátttakendanna, þeir sem eitthvert vit höfðu á mál- efninu, yfírlæknir, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður, vom nán- ast eins og utan við skaupið og skemmtunina. Einkum og sér í lagi gætti bamið þess vel að læknirinn, sem mest vissi og fagþekkinguna hafði, kæmist helst ekki að. Það potaði og spriklaði ef umræðan sýndist vera að komast á vitrænan gmndvöll. Konan í þættinum virtist aldrei hafa heyrt þess getið að allar siðaðar þjóðir hafa áfengismála- stefnu, reglur, boð og bönn. Til að mynda Bandaríkjamenn sem í ýms- um greinum hafa strangari reglur en við. Sjómanni var komið fyrir á skjánum. Hann brosti enda hættur að eltast við þorska í sjó og þess í stað farinn að leggja net sín fyrir þorska á þurra landi en á þeim er enginn kvóti eins og kunnugt er. I raun og vem hefði þátturinn verið nánast fullkominn ef kvenper- sónan í honum, sem kann væntan- lega að skipta á börnum þó að hún viti minna en ekkert um áfengis- málastefnu, hefði skroppið með barnið fram og skipt um bleiu. Því leið greinilega ekki vel í bleytunni. SVANUR JÓNSSON, Máshólum 6, Reykjavík. Víkveiji skrifar Starfsheiti vekja yfírleitt ekki sérstaka athygli eða spurning- ar. Undantekning frá því eru þó starfsheiti, sem Víkveiji hefur rek- izt á frá Samkeppnisstofnun. Þar er starfandi „yfírviðskiptafræðing- ur“ og „yfírlögfræðingur". Em þetta ekki óþarflega uppskrúfuð starfsheiti? Er ekki nægilegt að tala um viðskiptafræðing stofnun- arinnar eða lögfræðing stofnunar- innar? Ef nauðsyn ber til að skil- greina hlutverk þessara tveggja embættismanna sérstaklega má þá ekki gera það með öðrum hætti en svo tilgerðarlegum starfsheitum, sem óneitanlega verka broslega alla vega á þá, sem utan við standa?? Viðmælendur Víkveija höfðu orð á verðbreytingu á bamastól í bíla, sem komu á óvart. Barnastól- ar þessir fengust á benzínstöðvum Skeljungs og raunar í einhveijum fleiri verzlunum. Þegar þeir voru fyrst skoðaðir kom í ljós, að þeir kostuðu 12700 krónur. Þegar ný sending kom af þessum sömu stól- um kostuðu þeir 14400 krónur. Hvað veldur þessum verðmun? Ekki hefur gengi krónunnar lækkað. Ekki hafa verið miklar sviptingar í verði erlendra gjaldmiðla af öðmm ástæðum. Ekki er verðbólga svona mikil í nálægum löndum. Hvað veld- ur? \ Vel má vera, að ekkert sé at- hugavert við það, að nýir eig- endur SR-mjöls greiði sjálfum sér út 65 milljónir í arð rúmum mánuði eftir að þeir tóku við fyrirtækinu með útborgun upp á 125 milljónir króna. Þeir hafa m.ö.o. fengið um helming til baka af þeirri útborgun. Það er góð ávöxtun á 125 milljónum í rúman mánuð. En jafnvel þótt ekkert teljist athugavert við þessa arðgreiðslu frá sjónarmiði sérfróðra manna er hitt víst, að þetta er ekki hyggileg ráðstöfun í ljósi þeirra deilna, sem stóðu um sölu fyrirtæk- isins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.