Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.03.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 Breyttar áherslur í skipulagsmálum eftirStefán Thors Úr bæ í sveit Fyrstu skipulagslög á íslandi eru frá árinu 1921. Allt frá þeim tíma og fram á áttunda áratuginn snerist skipulagsgerð fyrst og fremst um þéttbýlisstaðina enda mikið um fólksflutninga úr sveitum í bæina. Um miðjan áttunda ára- tuginn var farið að draga verulega úr þessum flutningum nema þá helst til höfuðborgarsvæðisins. Skipulagsmál þéttbýlisstaðanna voru komin í sæmilegt horf og á flestum stöðum byggt samkvæmt áður samþykktu eða staðfestu skipulagi. Með bættum samgöng- um og auknum frítíma fólks óx mjög ásókn þéttbýlisbúanna í lóðir fyrir sumarbústaði og ýmsa ferða- mannaþjónustu í stijálbýlinu. Þessi ásókn bitnaði fyrst á svæðum næst höfuðborginni en hefur smám saman verið að breiðast út um allt land. Breyttar aðstæður í bú- rekstri og fækkun búijár hafa á sama tíma leitt til þess að fleiri og fleiri bændur sjá tekjumögu- leika í leigu lóða fyrir sumar- bústaði. Þannig hefur framboðið stóraukist og er nú svo komið að framboðið er meira en eftirspum. Sú breyting var gerð á skipu- lagslögunum árið 1979 að skipu- lagsskyldan náði ekki einungis til þéttbýíissveitarfélaganna heldur til allra sveitarfélaga. Eftirlit með því hvemig staðið var að byggingu sumarbústaða var lengst af sáralít- ið en hefur smám saman verið að aukast um leið og lögð hefur verið áhersla á fræðslu og leiðbeiningar fyrir byggingarfulltrúa og sveitar- stjómarmenn um það hvernig standa beri að málum. Hertar kröf- ur um hönnunargögn hafa verið settar í þeim tilgangi að ekki sé gengið á viðkvæm svæði og til þess að nýjar byggingar fari sem best í landinu. Margir velta því fyrir sér þegar skipulagsmál ber á góma, hvort ekki sé óþarft og jafnvel af hinu verra að vera að skipuleggja land- notkun. Með skipulagi sé oftast verið að takmarka athafnafrelsi og koma á boðum og bönnum sem draga úr fjölbreytileika mannlífs- ins. Flestir viðurkenna reyndar þörf- ina á skipulagi í byggð en sjá eng- an veginn þörfina á skipulagi-í stijálbýli og óbyggð þar sem land- rými er nægjanlegt. Þetta sjónar- mið átti lengi vel rétt á sér á með- an fólksstraumurinn lá úr sveitum landsins til þéttbýlisstaðanna, sem stækkuðu með aukinni tæknivæð- ingu í sjávarútvegi. Byggingar- starfsemi var nánast öll í þéttbýlis- stöðunum og fólk hafði lítið aftur í sveitina að sækja. Ekkert er óeðlilegt við þessa þróun. Það sem hins vegar þarf að gæta að er að yfírbragð þeirra svæða sem mest er sótt í og þeirra sem reikna má með að verði vin- sæl, spillist ekki svo með mann- virkjagerð og átroðningi að upp- haflegt aðdráttarafl þeirra verði að engu gert. Þótt svo ísland sé yfir 100 þúsund ferkílómetrar að stærð þá er hreyfanleiki og fram- kvæmdagleði mannsins orðin svo mikil að það tæki ekki marga ára- tugi að spilla hér umhverfí til fram- búðar. Ef saman fer óheft fram- kvæmdagleði íslendinga hvar sem er á landinu og stóraukinn fjöldi erlendra ferðamanna á eigin hús- bílum á hálendinu er óvíst hvort hér á landi verði að fínna þá miklu víðáttu og fegurð sem flestir eru að leita að í dag. Þar með er ekki sagt að hvergi megi byggja sumarbústaði, fjalla- skála, eða þjónustumiðstöðvar, leggja vegi eða háspennulínur. Þessum mannvirkjum þarf hins vegar að finna þannig stað að eitt eyðileggi ekki fyrir öðru. í því sam- bandi er ekki nægjanlegt að horfa 5 ár fram í tímann því meta þarf langtímahrif þeirra breytinga sem maðurinn gerir á náttúrunni. Til þess að svo megi verða þarf skipu- lag þar sem áhersla er lögð á að landnýting og landnotkun gangi ekki svo á auðlindir að ekki verði aftur snúið. Jafnvægi þarf að vera milli náttúruverndar og nýtingar. Við gerð skipulagsáætlunar er nauðsynlegt að hafa samráð við alla hagsmunaaðila. í slíku sam- ráði sýnir sig oft að hagsmunir sem í fljótu bragði virðast ósættanlegir, eru þegar að er gáð sameiginlegir. Það eru hagsmunir þjóðarinnar að náttúruauðlindum sé ekki spillt og það eru hagsmunir félagasamtaka og einstaklinga að staðið sé skipu- lega að uppbyggingu og eignir þeirra séu ekki rýrðar með seinni tíma ákvörðunum eða leyfisveit- ingum. Þessi sjónarmið koma skýrt fram í markmiðsákvæðum í frum- varpi til skipulags- og byggingar- laga sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Það er rétt að taka fram að um frumvarp er að ræða en ekki lög en markmiðsákvæðin hljóða svo: • að þróun byggðar og land- notkunar á landinu verði í sam- ræmi við vandaðar, faglegar áætl- anir, sem hafi efnahagslegar og menningarlegar þarfír lands- manna, heilbrigði þeirra og öryggi að leiðarljósi. • að stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu Iands og land- gæða, tryggja varðveislu náttúru- fars og menningarverðmæta og koma í veg fyrir mengun og um- hverfisspjöll. • að tryggja réttaröryggi í með- ferð skipulags- og byggingarmála þannig að lögmætur réttur ein- staklinga verði ekki fyrir borð bor- inn, þótt hagur heildarinnar sá hafður að leiðarljósi. • að tryggja vandaðan, faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og virkt eftirlit með því að kröfum um öryggi, endingu, útlitsfegurð og hagkvæmni bygginga og ann- arra mannvirkja sé fullnægjandi. Þetta þarf allt að fara saman ef við ætlum að búa okkur það umhverfí sem við getum skilað komandi kynslóðum kinnroðalaust. Svæðisskipulag Undanfarinn tæpan áratug hef- ur sumarbústöðum á íslandi fjölg- að úr 5.000 í 8.000. Þótt fjölgunin hafí verið mest í uppsveitum Ár- nessýslu og Borgarfírði hefur víða orðið fjölgun í öðrum landshlutum. Það héfur vafist fyrir mörgum sveitarstjórnum að móta sér stefnu Stefán Thors „Ég hef fylgst nokkuð með skipulagsvinnunni og fullyrði að þar hefur verið unnið af heilind- um og formaður og ráð- gjafar lagt á sig mikið og gott starf til að ná niðurstöðu í helstu mál- um sem þar hafa borið á góma.“ í því hvar og hvernig skuli heimila byggingar sumarbústaða. Þegar einstakir landeigendur hafa ákveð- ið að fjölga sumarbústaðalóðum hefur viljað brenna við að eigendur þeirra sumarbústaða sem fyrir eru hafa sett sig upp á móti því. Þeir hafa talið að verið sé að breyta þeim forsendum sem þeir byggðu á ákvörðun sína um að fjárfesta í sumarbústað á sínum tíma. Um- ferð verði meiri og útsýni minna. Þetta er skiljanlegt þegar haft er í huga að ekki er óalgengt að fjár- festing í sumarbústaði geti verið á bilinu 5-10 milljónir króna. Skipulagsstjórn ríkisins og emb- ætti skipulagsstjóra hafa í auknum mæli beint þeim tilmælum til sveit- arstjórna að mörkuð verði stefna í þessum málum til lengri tíma þannig að landeigendur og þeir sem byggja sumarbústaði viti fyr- irfram við hveiju megi búast, hvar verði byggt og hvaða svæði verði vernduð. Það stjórntæki sem reynst hefur best í þessu samhengi er svæðis- skipulag sem fjöldi sveitarstjórna hefur sýnt mikinn áhuga. Þannig er nú unnið að gerð svæðisskipu- lags fyrir stór svæði á Suðurlandi og Vesturlandi. Nýlega var sam- þykkt svæðisskipulag fyrir sveitar- félögin sunnan Skarðsheiðar og um þessar mundir er að ljúka gerð svæðisskipulags fyrir Þingvalla-, Grafnings- og Grímsneshreppa. Hafín er vinna við gerð svæðis- skipulags miðhálendisins og í und- irbúningi er gerð svæðisskipulags fyrir sveitarfélögin norðan Skarðs- heiðar. Gerð svæðisskipulags er stjórnað af samvinnunefnd þar sem sitja tvéir fulltrúar frá hveiju sveit- arfélagi og formaður sem er skip- aður af skipulagsstjórn ríkisins. í svæðisskipulagsvinnu er oft komið inn á viðkvæm hagsmuna- mál sem erfitt er að leysa þegar árekstrar verða. Oftast næst þó málamiðlun og þá eitthvað vikið frá ítrustu verndunar- og nýtingar- sjónarmiðum. Haldnir eru kynn- ingarfundir þar sem tillögur eru kynntar og einstökum landeigend- um og öðrum hagsmunaaðilum gefínn kostur á því að skýra sín sjónarmið. Þegar samvinnunefnd hefur lok- ið við gerð svæðisskipulagstillögu er hún auglýst samkvæmt skipu- lagslögum og öllum sem telja sig hagsmuna eiga að gæta gefinn kostur á því að senda inn athuga- semdir innan átta vikna frá birt- ingu auglýsingar. Samvinnunefnd og einstakar sveitarstjórnir ijalla síðan um athugasemdir og ákveða til hverra er tekið tillit. Skipulags- stjórn ríkisins fjallar síðan um til- lögu samvinnunefndar, athuga- semdir sem borist hafa og umsögn samvinnunefndar um athugasemd- ir. Skipulagsstjórn afgreiðir að lok- um tillöguna til staðfestingar um- hverfísráðherra. Stefnt er að því að fyrir liggi svæðisskipulag fyrir allt landið upp úr aldamótum. Það verður vonandi til þess að fólk hætti að líta á strjálbýlið sem einhvers konar ann- ars flokks land, þar sem allt er leyfilegt. Til þess að fólk geti búið saman í þéttbýli þarf ákveðnar reglur um mannvirkjagerð, útivist- arsvæði, götur o.fl. Með stórauk- inni umferð um landið, mann- virkjagerð og meiri vitund um gildi umhverfísins þurfa einnig að vera ákveðnar reglur um hvar og hvern- ig er byggt í stijálbýli og á miðhá- lendinu. Svæðisskipulag Þingvalla-, Grafnings- og Grímsneshreppa Nokkuð hefur verið rætt og ritað að undanförnu um tillögu að svæð- sumartími Já - eftir Vilhjálm Egilsson Einhvem veginn hefur það æxl- ast þannig að Island er eina landið í hinum vestræna heimi sem ekki hefur sumartíma sem felst í því að klukkan er færð áfram um eina klukkustund undir lok mars og svo er hún færð aftur til baka um eina klukkustund á haustin. Þannig leggja nágrannar okkar í vestri og austri það á sig að breyta klukk- unni þrátt fyrir ýmislegt umstang sem þessu fylgir svo sem að þeir sem hafa umsjón með móðurklukk- um, klukkum í opinberum stofnun- um, símaklukkum og kirkjuklukk- um þurfi að fylgjast með tímanum þegar þessi tímamót nálgast. Enn- fremur þurfa þeir að semja og prófarkalesa töflur um gang hi- mintungla og flóð og fjöru að vanda sig örlítið meira. En hér á íslandi geta þessir aðilar sofið al- veg rólegir vor og haust. Þeir þurfa ekki að fylgjast með og geta lesið blöðin í rólegheitum eða spáð í stjörnurnar því að þeir höfðu það í gegn fyrir tuttugu og fimm árum síðan að þurfa ekkert um þetta að hugsa. Reyndar töldu þeir okkur trú um það þá að Evrópubúar allir ætluðu sér að fara að hinu sama ráði og hætta þessu umstangi með sumartímann og gekk það sums staðar eftir í örfá ár en síðan kom á daginn að Evrópubúar vilja sinn sumartíma þrátt fyrir aukið um- stang klukkuvarða og ábyrgðarað- ila flóðtaflna. Nú liggur fyrir tillaga frá fram- kvæmdastjóm Evrópusambar.ds- ins að samræma sumartíma hjá sér þannig að hann hefjist síðasta sunnudag í mars og endi fjórða sunnudag í október ár hvert en þetta fyrirkomulag gildir á Bret- landi nú og þar hafa Bretar haft sitt fram innan sambandsins. Miklir kostir við sumartíma Miklir kostir eru við að taka upp sumartíma á íslandi. Samskipta- tíminn milli íslands og helstu við- skiptalanda í Evrópu lengist að mun þar sem við yrðum á sömu klukku og Bretland en alltaf klukkutíma á eftir helstu viðskipta- löndum okkar í Evrópu. Efasemd- armenn-segja að þau fyrirtæki sem þurfa mest að hafa samskipti við Evrópu eigi þá að opna fyrr á morgnana. En þar er einn hængur á. Margt starfsfólk í fyrirtækjum þar að koma börnum í gæslu og leikskólar opna ekki fyrr en klukk- an átta á morgnana. Því skapar það alltaf vandamál að hafa mjög mismunandi opnunartíma í fyrir- tækjum og atvinnulífið stillir sig eins og hægt er inná svipaðan starfstíma yfir daginn. Varðandi áhyggjur af samskipt- um vestur um haf ef tekinn er upp sumartími er það að segja að nú eru ýmist fjórir eða fimm tímar á milli íslands og austurstrandar Norður-Ameríku eftir því hvort það er sumar eða vetur. Með sumar- tíma á íslandi yrði alltaf fímm tíma munur og það skiptir ekki höfuð- máli hvort heldur gildir. Best er að ná til Bandaríkjanna eftir há- degið hjá okkur þegar þeir eru að koma til vinnu. Sumartími fyrir fjölskyldulífið Vilhjálmur Egilsson „Sumartíminn er hags- munamál hins vinnandi Islendings til sjávar og sveita.“ þá á sumrin hæst á lofti um hálf þijú vestan til á landinu og því geta sólríkir eftirmiðdagar nýst vinnu lýkur. Þetta myndi skapa miklu skemmtilegri sumar- stemmningu hjá okkur og m.a. þýða að meira yrði grillað í görðum landsmanna og fjölskyldufólk hefði meiri tíma til þess að njóta skemmtilegra samverustunda. Bændurnir nytu góðs af þessu vegna þess að eftirspurn eftir lambakjöti á grillin ykist en grill- mánuðirnir hafa bjargað miklu hjá sauðijárbændum. Bændur hagnast Efasemdarmenn segja að bænd- ur þurfí að bíða lengur eftir að dögg þomi af heyi á morgnana en þeir hinir sömu ættu að aka um sveitir landsins að sumri til með opin augu og taka eftir því hvem- ig heyskap er háttað á árinu 1994. Hann hefur nefnilega dálítið breyst frá sjöunda áratugnum þegar hætt var með sumartímann. Ennfremur liggur fyrir að bændur horfa ekki sérstaklega mikið á klukku yfir- leitt um heyskapinn heldur vakna þegar þeir þurfa og fara að sofa þegar þeir mega og þeir eru ekki háðir opnunartíma leikskóla eins og þéttbýlisbúar. Hagsmunir bænda felast fyrst og fremst í aukinni kjötsölu. Nágrannar gera veðurspár á sumrin Þá koma mótbárur gegn sumar- tímanum eins og að veðurfræðing- Annar stór kostur við að taka upp sumartíma er að birtan og ylurinn nýtast betur. Sólin verður vinnandi fólki til útiveru eftir að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.