Morgunblaðið - 03.05.1994, Síða 18

Morgunblaðið - 03.05.1994, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994 145 ár CREDA / á Islandi Greda heimilistæki á frábæru afmælisverði m ■a irar COMPACT 3 kg. m/barka, kæling síð. 10 mín. Kr. 25.000 stgr. AUTODRY 5 kg. m/barka, kæling síð. 10 mín. Kr. 28.000 stgr. REVERSAIR 5 kg., snýr í báðar áttir, kæling síðustu 10 mínúturnar Kr. 39.800 stgr. SENSAIR 5 kg., m/rakaskynjara, snýr í báöar áttiL_ksBl. síð 10 mín Kr. 48.700 stgr. CONDSAIR 4,5 kg. þéttiþurrkari, rakaskynjari, kæl. síð. 10 mín. Kr. 59.900 stgr. Greda Þvottavel SUPASPEED 500/1000 snún., heitt/kalt vatn, sparnaðarrofi, 5 kg. Kr. 65.000 stgr. Frystiskápur 200 Itr., 3 skúffur, 2 hillur. H: 117, b: 59,5, d: 60 1 Kr. 55.300 stgr. 1 Umboðsmenn um land allt: Reykjavík Húsasmiðjan og nágrenni: Heimasmiðjan, Kringlunni Rafbúðin Álfaskeiði 31, Hafnarf. Suðurnes: Versl. Sigurðar Ingvarssonar, Garði Stapafell, Keflavík Rafborg, Grindavík Vesturland: Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði Vestfirðir: Húsgagnaloftið, ísafirði Rafsjá, Bolungarvík Norðuriand: Kaupf. Húnvetninga, Blönduósi Rafbúðin Ráðhústorgí 7, Akureyri Öryggi, Húsavík Auslurland: Kaupf. Vopnfirðinga, Vopafirði Umboðs* og viðgerðarþj. Jóns Hilmars, Seyðisfirði Rafás, Höfn, Hornafiröi Suðurland: Kaupf. Rangæinga, Hvolsvelli Videoleigan, Hellu Rafsel, Selfossi Geisli.Vestmannaeyjum Verið velkomin í verslun okkar RAFTffKJAVERZlUN I5LAND5 If SKÚTUVOGI IB, SÍMI 688660 Að gefnu tilefni Mjólkurísgerð komið á kné eftir Vilhjálm Árnason Samningur vegna framleiðslu og sölu mjólkuríss á íslandi var gerður milli Þorvarðar heitins Arnasonar forstjóra og bandarísks fyríttækis 3. júní árið 1954. Samningur þessi var hefðbund- inn einkaumboðssamningur (franchise agreement) með tilheyr- andi réttindum og skuldbindingum um gæðakröfur framleiðslunnar, urn notkun vörumerkis, um greiðslu fyrir einkaumboðsréttinn o.fl. Það sem var sérstakt við þennan samning var það, að þessi tegund framleiðslu hafði ekki tíðkast áður utan Bandaríkjanna. Tildrög þessa samnings voru reyndar þau að gamall vinur og skólabróðir undirritaðs, Páll Ásgeir Tryggvason, síðar ambassador, kom heim frá Bandaríkjunum og hafði þá með sér vitneskju um þessa mjólkurafurð þar fyrir vest- an og álitlegt gæti verið að hefja slíka framleiðslu hér á íslandi. Þeim er þetta ritar leist vel á þessa hugmynd Páls og þeir ákváðu að láta á reyna hvoit hægt væri að ná samningi við bandaríska fyrirtækið um framleiðslu og sölu mjókuríss hér á landi. Það tókst. Ákveðið var að fá Þorvarð Árnason til þess að gera samninginn og stjórna væntanlegu fyrirtæki. Við fengum fé að láni hjá Tryggva Ófeigssyni útg.m. til þess að Þorvarður gæti farið til Flórída og kynnt sér þennan rekstur. Til þess að hægt væri að fram- leiða og selja ísinn þurfti að fá hráefnið, þ.e. mjólkurblönduna, frá Mjólkursamsölunni, sem hafði „Einhvern tímann á tímabilinu nálægt árinu 1960 átti Þorvarður Arnason bróðir minn tal við mig og tjáði mér fremur dapur í bragði að Mjólkursamsalan hefði tilkynnt sér að hann yrði að hætta framleiðslu og dreif- ingu á mjólkurísvörum út um allt land og jafn- vel að hætta einnig ís- búðarrekstri í Reykja- vík þar sem Mjólkur- samsalan væri nú í stakk búin til þess að annast þessa eða svip- aða starfsemi milliliða- laust.“ einkarétt á sölu mjólkur. Ýmsir annmarkar voru á því í byijun að Mjólkursamsalan gæti framleitt þessa blöndu eftir fonnúlu frá Daiiy Queen. Þess vegna var ísvél sett inn í Mjólkursamsölu til þess að nota hana til þess að ná tökum á framleiðslu blöndunar. Árið 1955 var opnuð ísbúð í Reykjavík. Dairy Queen ísinn var fljótt mjög vinsæll og seldist eins og heitar lummur strax eftir að salan hófst. Það kom því fljótt í ljós að hér var á ferðinni mjóikurafurð sem neyt- endur kunnu að meta og hlaut að vera mjólkurframleiðendum í hag vegna viðbótarsölu á mjólk. Árið 1957 reyndum við mjólkur- íssölu á Ítalíu með fyrirgi-eiðslu og íjárhagslegum stuðningi frá Hálf- dáni Bjarnasyni aðalræðismanni í Genua. Framkvæmdastjóri þar var Ingólfur Thors sonur Thors Thors ambassadors í Washington. Þor- varður Árnason dvaldist eitt sumar á Ítalíu í samstarfi við Ingólf Thors. Á fyrstu árum Dairy Queen var mikil gróska í rekstrinum. Það voru ekki einungis ísbúðirnar sem vom starfræktar heldur var stofn- sett ísgerð og frystigeymslum komið upp víða um landið þannig að flestir urðu útsölustaðir yfir eitt hundrað talsins. Frystibíll flutti vöruna frá Reykjavík á þessa staði. Það fór því ekkert á milli mála að það framtak sem hófst árið 1954 hafði aukið mjólkursölu á íslandi býsna mikið, Einhvern tímann á tímabilinu nálægt árinu 1960 átti Þoi’varður Árnason bróðir minn tai við mig og tjáði mér fremur dapur í bragði að Mjólkursamsalan hefði tilkynnt sér að hann yrði að hætta fram- leiðslu og dreifingu á mjólkurísvör- um út um allt land og jafnvel að hætta einnig ísbúðarrekstri í Reykjavík þar sem Mjólkursamsal- an væri nú í stakk búin til þess að annast þessa eða svipaða starf- semi milliliðalaust. Frystiskápar og fiystigeymslur sem Dairy Que- en fyrirtækið hefði eignast mundi Samsalan reyna að yfirtaka á kostnaðai’verði eins og hann taldi hafa verið komist að orði. Daity Queen ísframleiðslan jafn- aði sig raunar ekki eftir þetta og starfaði við breyttar aðstæður, sem m.a. stöfuðu af því að Mjólkursam- salan setti upp stórmyndarlegt ís- framleiðslufyrirtæki. Einn maður í okkar hópi, Gylfi Vilhjálmur Árnason Hinriksson, var alls ekki sáttur við þessi málalok og vildi að við gerð- um tilraun til þess að komast yfir litla blöndunarstöð og útbúa blönd- una sjálfir. Við hinir töldum það vonlítið. En Gylfi gafst ekki upp. Hann stofnaði síðar ásamt fleiri mönnum Kjörís hf. sem er myndarlegt fyrir- tæki. Dairy Queen „ævintýrið" vakti allmikla athygli fólks á sínum tíma og urðu stundum blaðaskrif um brask okkar sem að þessu stóðum. Þá þótti sumum Dairy Queen nafn- ið og vörumerkið^ óþjóðlegt og smekklaust. Ástæða þess að ég rifja upp þessa sögu, að nokkru eftir minni, er sú að fyrir nokkrum vikum voru þættir í sjónvarpinu um Mjólkurs- amsöluna og taldi ég mig taka eftir því að alls ekki var minnst á þá starfsemi, sem ég hefi hér að framan gert að umtalsefni. Þó held ég að isframleiðsla sé umtals- verður rekstrarþáttur í sambandi við Mjólkursamsöluna og því ekki óeðlilegt í sögulegu yfirliti að geta aðdraganda málsins. Höfundur er liæstaréttar- lögmaður í Reykja vík. Svar Áma Sigfússonar borg- arstjóra um áfengisstefnu eftir Leif Sveinsson i. í grein minni í Mbl. 23. apríl sl.: „Vínveitingar hins opinbera“ lýsti ég eftir stefnu borgarstjóraefnanna Ingibjargar Sólrúnar og Áma í áfengismálum. Nú hefur Árni svarað mér beint í persónulegu bréfí, sem ég get eigi birt orðrétt, 'svo ég læt nægja að birta nokkur atriði úr -bréfinu, en það er dagsett 25. apríl. II. Árni hefur látið hætta að bjóða tóbak í móttökum á vegum borgar- innar, enda framboðslisti Sjálfstæð- ismanna til borgarstjórnar reyklaus og er það vel. III. í bréfi Árna segir m.a.: „Á þeim fáu dögum, sem ég hef verið í embætti borgarstjóra, hef ég staðið fyrir 6 móttökum. í 5 þeirra hefur ekki verið boðið áfengi, en þess í stað bornar fram kaffiveitingar. í einni móttöku, sem mér skilst að sé haldin á tveggja ára fresti, ,fyrir trúnaðarráð Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, var hins vegar borið fram áfengi.“ IV. í lok bréfsins segir Árni: „Eins og að ofan greinir, þá er það mér eðlilegt að draga úr áfengisveiting- um, þó þær verði ekki alfarið lagð- ar af á næstunni. Nú þegar liggja fyrir staðfestar móttökur frám til ársíns 1995 ..“ „Ég ætla ekki að ráða því, hvað menn drekka, heldur krefjast þess, að þeir greiði áfengið úr eigin vasa, en ekki úr vasa samborgara sinna.“ Enn segir í bréfinu: „Ég hef einn- ig rætt við embættismenn Reykja- víkurborgar um, að unnið verði að mótun áfengisstefnu, sem aðallega tengist þó málefnum starfsmanna Reykjavíkurbórgar og stuðningi við þá, sem illa hafa farið af ofnotkun áfengis." V. Það eru mér nokkur vonbrigði, að Árni Sigfússon hafi ekki talið sér fært að hætta öllum áfengisveit- ingum, þegar hann tók við. En eik- in fellur ekki við fyrsta högg. Skömmu eftir að grein mín birt- ist í Mbl. 23. apríl hitti ég frænda minn Vilhjálm Hjálmarsson fyrrv. menntamálaráðherra og barst greinin í tal. Hann tjáði mér, að maður nokkur hefði hringt í sig af því tilefni og spurt sig, hvort hann hefði orðið fyrir nokkrum óþægind- um vegna þess, að hann haitti að veita áfengi sem ráðherra. „Nei, aldrei," var svar Vilhjálms. Almenn- ingur á Islandi hefur ávallt virt þá ráðámenn,' sem háfa þoráð að taká af skarið. VI. Þrátt fyrir viðleitni Árna, þá heldur Menningarmálanefnd Rey kj avíku rborgar uppteknum hætti og býður „léttar veitingar" á myndlistarsýningum sínum að Kjarvalsstöðum. Ég vara Árna Sigfússon eindreg- ið við því að verða fangi samstarfs- manna sinna, láta þá komast upp með að segja: „Svona hefur þetta alltaf verið og við heimtum okkar veislur refjalaust.“ Borgarsjóður Reykjavíkur er sameign okkar Reykvíkinga og við látunr ekki bjóða okkur, að fé úr honum sé varið til vímuefna, sem áfengi óneitanlega er. VII. I snilldarritverki sínu Gull, segir Einar H. Kvaran m.a.: „Einu sinni sendi drottinn engil sinn niður á jörðina til þess að kynna sér hagi mannanna. Hvernig lízt þér á? sagði drottinn. Ekki vel, sagði engillinn ... Hvað þykir þér að, sagði drott- inn? Mennirnir eru alltaf að leita. Að hveiju eru þeir að leita? Að farsældinni. En þeir finna hana ekki. Þeir leita þar sem síst skyldi." Ég tel óhætt að fullyrða, að far- sældin er ekki fólgin í neyslu áfeng- is. Hennar ber að leita annars stað- ar. VIII. Leifur Sveinsson að hann hefði birt beint í Mbl. Hann hefur að vísu misskilið hluta af grein minni. Ég lagði áherslu á það, að hver einstaklingur yrði að gera það upp við sjálfan sig, hvort hann neytti áfengis, hve oft og í hve ríkum mæli. Ég ætla ekki að ráða því, hvað menn drekka, heldur krefjast þess, að þeir greiði áfengið úr eigin vasa, en ekki úr vasa sam- borgara sinna. IX. Nú bíð ég spenntur eftir svari Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og vona að það birtist hér í Morgun- blaðinu sem allra fyrst. Ég þakka Árna Sigfússyni svar hans, sem ég hefði þó heldur kosið, _ Höf umturcr löjrfræðingur í ‘Tteýl&ivtur—

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.