Morgunblaðið - 03.05.1994, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI 1994
Stjórnarandstaðan gagnrýnir sjávarútvegsráðherra vegna sölu á SR-mjöli og tóT ífdi/aðrkaaup?nduS
Ráðherra segir fyrirtækið
selt fyrir saimgjarnt verð
HÖRÐ gagnrýni kom fram á alþingi í gær frá þingmönnum stjórnarand-
stöðunnar á málsmeðferð á sölu hlutabréfa rikisins á SR-mjöli hf.
Beindist gagnrýnin meðai annars að því að hlutabréfin hefðu verið seld
á of lágu verði. Sjávarútvegsráðherra vísaði þessari gagnrýni á bug
og sagði að fyrirtækið hefði verið selt á sanngjörnu verði og markmið
með sölunni hefðu náðst fram. Sturla Böðvarsson, varaformaður fjár-
laganefndar, sagði að ekkert hefði komið fram í skýrslum Ríkisendur-
skoðunar um málið, sem gæfi tilefni til þess að Alþingi gripi til að-
gerða vegna málsins, og því bæri að fagna. Fram kom hjá sjávarútvegs-
ráðherra að SR-mjöl hf. muni væntanlega greiða 60 milljónir króna í
tekju- og eignarskatta á þessu og næsta ári.
Ufnræða var á Alþingi í gær um veruleika málsins. Þorsteinn sagði,
skýrslu Þorsteins Pálssonar sjávar-
útvegsráðhei'ra um sölu á hlutabréf-
um SR-mjöls hf. Þorsteinn sagði að
niðurstaðan af þeim skýrslum og
gi'einargerðum sem birtar hefðu ver-
ið undanfarið um málið, væri, að vel
hefði tekist tii með þessa sölu og
umræður síðustu vikur um málið
hefðu gengið þvert gegn þeim raun-
að með því að halda því fram að
selja hafi átt Haraldi Haraldssyni
hlutabréfin frekar en þeim sem þau
fengu, væru menn að taka afstöðu
gegn hagsmunum ríkisins og fyrír-
tækisins.
Þorsteinn sagði, að greina mætti
gagnrýni á málið í þrjá þætti. í fyrsta
lagi hafi verið látið að því liggja að
ráðherrann sem fari með þessi mál
hafi misfarið með vald sitt til að
hygla gæðingum og koma eign ríkis-
ins yfir til „Kolkrabbans". I annan
stað hafi því verið haldið fram að
ráðherrann hafí gefið eignir ríkisins
þessum áðurnefndu gæðingum.
Þetta hafi verið uppistaðan í gagn-
lýni stjórnarandstöðunnar. Loks hafi
Ríkisendurskoðun gagmýnt einstaka
efnisþætti í málsmeðferð söluhóps
og ráðgjafarfyrirtækisins Verðbréfa-
markaðar íslandsbanka. Sú gagmýni
væri af öðrum toga og kæmi hvergi
nærri þeim stóryrðum sem einkennt
hefðu málflutning stjórnarandstöð-
unnar.
Þorsteinn sagði að listinn yfir
kaupendur SR-mjöls hrekti fullyrð-
ingar um að sérstakir gæðingar ráð-
herrans hefðu fengið hlutabréfín. Þar
Heimild ráðherra
ekki dregin í efa
til að ganga frá sölunni með þeim hætti sem hann gerði
RÍKISENDURSKOÐUN vísar á bug þeirri gagniýni sem sett hefur
verið fram á skýrslu stofnunarinnar um sölu á hlutabréfum ríkisins
i SR-mjöli hf. Ríkisendurskoðun birti í gær greinargerð þar sem
framkomnum athugasemdum er svarað og þar segir m.a. að stofnun-
in standi við þá gagnrýni sem fram komi í skýrslu hennar um sölu
hlutabréfanna þrátt fyrir athugasemdirnar. Þar er þó áréttað að
Ríkisendurskoðun dragi ekki i efa heimildir sjávarútvegsráðherra
til að ganga frá sölunni með þeim hætti sem hann gerði. Einnig er
beðist velvirðingar á þeirri ónákvæmni sem gæti í skýrslu stofnunar-
innar af þeim samningaviðræðum sem voru undanfari kaupsamn-
ings. Þar taldi söluhópurinn sig sæta aðdróttun um að hafa gefið
kaupendum fyrirfram í skyn að ráðuneytið teldi 700-750 millj. króna
viðunandi söluverð.
ing, en spurningum um hvernig
staðið var að sölu; hvort réttum
reglum hafi verið fylgt og áhuga-
sömum aðilum tryggt jafnræði,
verði ekki svarað með að skoða
efndir kaupsamnings.
kæmi fram að eignaraðild væri
dreifð, enginn einn aðili ætti meira
en 7,5% hlut og sainanlagt ættu líf-
eyrissjóðir, staifsménn verksmiðj-
anna, útgerðannenn loðnuskipa og
sveitaifélög 60% af hlutafénu.
Eðlilegt verð
Þá sagði Þorsteinn að sýnt hefði
verið fram á það með óyggjandi
hætti, að fyrirtækið hefði verið selt
á eðlilegu verði. Hvergi kæmi annað
fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar.
„Ég ætla ekki að halda því fram að
fyrirtækið hafí verið selt, á mjög háu
verði. Ég held að það hafi verið selt
á sanngjörnu verði fyrir báða aðila,
í ljósi þeirrar áhættu sem um er að
tefla í þessum rekstri því ég held að
fá fyrirtæki í landinu séu jafn háð
áhætturekstri og þetta,“ sagði Þor-
steinn.
Hann sagði, að í skýrslu Ríkisend-
urskoðunar kæmi ekkert fram sem
raskaði efnislegum niðui'stöðum og
hvergi kæmi fram athugasemd um
að aðilum hefði verið mismunað utan
að Haraldur Haraldsson hefði fengið
lengri frest en aðrir.
Markaði ekki treyst
Ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður
Framsóknarflokks, gagnrýndi harð-
lega að hiutabréfin í SR-mjöli hefðu
ekki verið seld á fijálsum hlutabréfa-
markaði. Hann sagði að eina ástæð-
an fyrir að markaðnum var ekki
treyst fyrir að verðleggja og selja
bréfin væri sú, að seljandinn vildi
ráða hveijum bréfín voru seld.
Ólafur sagði það blekkingar að
fullyrða að stjórnarandstaðan væri
að kreljast ákveðinnar niðurstöðu í
söiumálunum. Hann sagðist ekki
hefðu haldið vel á sínum spilum eftir
kaupin. En hin staðreyndin blasti
við, að 63 ára gamalt fyrirtæki, sem
ekki hefði verið á framfæri ríkisins,
væri selt á þann hátt að ekki hefði
fengist rétt verð fyrir eignirnar. „Það
veit hvert einasta mannsbarn í land-
inu og um það eru ráðherramir fróð-
astir,“ sagði Ólafur. Þorsteinn Páls-
son mótmælti fullyrðingum Ólafs og
sagði að markaðurinn hefði fullkom-
lega fengið að ráða.
Breytt rekstrarskilyrði
Jóhann Ársælsson, þingmaður Al-
þýðubandalagsins, sagði, að upplýs-
ingum um sölu fyrirtækisins hefði
ekki verið komið á framfæri með
fullnægjandi hætti og söluverðið
hefði verið langt frá sannvirði. Hann
benti á, að ekki væri hægt að miða
verðmæti fyrirtækisins við fortíðina,
því alger umskipti hefðu orðið á
rekstrarumhverfi þess. Verksmiðjur
hefðu verið endurnýjaðar, ríkið hefði
yfírtekið skuldbindingar, og hömlur,
sem voru á rekstri verksmiðjanna
meðan þær voru ríkisfyrirtæki, væru
ekki lengur fyrir hendi, svo sem að
þæt' gætu ekki tekið þátt í útgerð
loðnuskipa. Jóhann sagði að rang-
ur tími hefði verið valinn til að selja
fyrirtækið og tímafrestir hefðu verið
allt of stuttir. Öflugasti kaupandinn,
Akureyrarbær, hefði ékki fengið
tækifæri til að bjóða í fyrirtækið og
gagnrýnanlegt væri að ráðherra
hefði ekki orðið við málaleitan Akur-
eyrar um lengri frest. Þorsteinn Páls-
son sagði um þetta að beiðni Akur-
eyrar hefði komið fram eftir að frest-
urinn var útrunninn og Akureyrar-
bær hefði fengið öll sömu tækifæri
og aðrir mögulegir kaupendur.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir,
þingmaður Kvennalistans, sagði að
stjóranrandstaðan hefði ekki fullyrt
að taka ætti tilboði Haraldar Har-
aldssonar en það hefði átt að skoða
það til jafns við hitt. Og þegar ráð-
herra fullyrti að ekki hefði verið
hægt að fá hærra verð fyrir fyrirtæk-
ið en fékkst, þá lægi fyrir að tilboð
Haraldar uppreiknað hefði verið 107
milljónum hærra en endanlegt sölu-
verð.
í greinargerð sinni sagði söluhóp-
urinn, að Ríkisendurskoðun hefði
haldið leyndum í skýrslu sinni upp-
lýsingum um að fjármálaráðuneyti
og sjávarútvegsráðuneyti hafí hvort
i sínu lagi lagt mat á verðmæti
hlutabréfanna. Ríkisendurskoðun
mótmælir þessu og segir, að séu
gögn um þetta til hafi aðilar máls-
ins leynt þeim upplýsingum fyrir
stofnuninni.
Söluhópurinn hafði vísað á bug
fullyrðingum um, að hann hafí gef-
ið endanlegum kaupendum í skyn,
að ráðuneytið gæti fallist á 700-750
milljóna króna söluverð SR-mjöls,
en Ríkisendurskoðun segir, að þær
fullyrðingar byggist á bókunum úr
viðtölum við tvo úr starfshópnum
og forstjóra VÍB um hvernig samn-
ingaviðræðum aðilanna hafi verið
háttað. Stofnunin líti svo á að tilboð
Jónasar Aðalsteinssonar og Bene-
dikts Sveinssonar hafi ekki verið
verðtilboð heldur yfírlýsing um á
huga á að setjast að samningaborði.
Heimildir ráðherra ekki
dregnar í efa
„í sjálfu sér sá Ríkisendurskoðun
ekkert óeðlilegt við framgang máls-
ins miðað við að aðilar hefðu tekið
upp hefðbundnar samningaviðræð-
ur um kaup á hlutabréfunum. í slík-
um viðræðum hljóta báðir aðilar að
gera sér grein fyrir því hvaða verð
þeir séu reiðubúnir að sætta sig við
og tilkynna það gagnaðilanum ef
svo ber undir. Því má ekki skoða
umrædda frásögn af atburðum sem
ásökun á hendur seljendum um að
halda ekki í heiðri reglur sem gilda
um útboð og samþykki tilboða. Þar
sem þeir á hinn bóginn líta greini-
Iega svo á að um ásökun sé að
ræða er beðist velvirðingar á þeirri
ónákvæmni sem gætir í frásögn af
þessum þætti málsins. Jafnframt
skal áréttað að í skýrslunni eru
heimildir sjávarútvegsráðherra til
þess að ganga frá sölunni með þeim
hætti sem hann gerði ekki dregnar
í efa,“ segir í skýrslunni.
í umfjöllun um greinargerð VÍB
segir að Ríkisendurskoðun fallist
ekki á þá ályktun VÍB, að vegið sé
að starfsheiðri fyrirtækisins og fag-
legri hæfni með því mati Ríkisend-
urskoðunar, að sú ráðgjöf, sem
stjórnvöld hafí notið við söluna,
hafí ekki verið að öllu leyti eins
vönduð og æskilegt hefði verið.
Ríkisendurskoðun dregur gagn-
rýni sína á verðbréfafyrirtækið
saman á þann hátt, að stofnunin
hafi m.a. fundið að því að grunn-
upplýsingar um SR-mjöl hf. hafi
ekíci verið tilbúnar til afhendingar
þegar sala fyrirtækisins var auglýst
og að í bréfi til væntanlegra þátt-
takenda í útboði hlutabréfa í SR-
mjöli hf. hafí ekki verið getið um
þau áhersluatriði sem fram komu í
greinargerð með frumvarpi að lög-
um um stofnun SR-mjöls hf. og
lutu að dreifðri eignaraðild og þátt-
töku heimamanna. Einnig hafi verið
tekið undir gagnrýni Jónasar A.
Aðalsteinssonar hrl. á frestun
ákvörðunar um að taka áfstöðu til
þess hveijir þátttakenda í útboði
teldust fullnægja gildandi söluskil-
málum og bent var á, að frestunin
gæti haft í för með sér mismunun
gagnvart þeim sem höfðu sýnt
áhuga á fyrirtækinu. Einnig að
bjóðendum hafí ekki gefist kostur
á að vera viðstaddir opnun tilboða
og að ekki hafi verið veittir nægir
frestir til að skija tilboðum.
Þessu hafi VÍB svarað með því
að helsti mælikvarði á árangursríka
ráðgjöf sé hvernig kaupsamningur
er efndur og hvort þau markmið
sem að var stefnt hafi náðst. Ríkis-
endurskoðun fellst á, að líta beri
til þessara atriða og ánægjuiegt sé,
að kaupendur standi við kaupsamn-
VERÐMYNDUN NAUTAKJÖTS
BÓNDINN
KJÖTVINNSLAN
SMASALINN
Bóndi selur grip til slátrunar,
fallþungi 195 kg:
Söluverð Kr. 38.025
Frá dregst flutningur 1.268
og skoðunargjald 3.136
Bóndinn heldur eftir
kr. 33.622
Fallþungi:
Nýting (66,4%)
Vöðvar (22,0%)
Hakk (44,4%)
1
195,0 kg
129,5 kg
42,9 kg
87,0 kg
II
A
Framleitt er: Kr.
Hakk 43.920
Vöðvar 42.986
Samtals: 86.906
Frá dregst: Kr.
Innkaup 38.025
Slátrun 7.800
Vinnslan heldur eftir
kr. 41.081
116.057
Frá dregst: Kr.
Innkaup 86.906
Virðisaukaskattur 14.253
Smásalinn heldur eftir
kr. 14.899
Könnun kúabónda á verðmyndun nautakjöts
Meira til vinnslu en bænda
SAMKVÆMT könnun sem Grétar Haraldsson bóndi í Miðey hef-
ur gert á verðmyndun nautakjöts fá kjötvinnslustöðvar að meðal-
tali meira í sinn hlut fyrir að brytja skrokkinn niður en bóndinn
fær fyrir gripinn eftir að hafa aiið hann í tvö ár. Bóndinn fær
rúmar 38.000 krónur í sinn hlut en þarf síðan að greiða bæði
flutningskostnað og sjóðagjöld, þannig að eftir hjá honum verða
33.622 kr. Vinnslan fær svo tæplega 87.000 krónur fyrir afurðirn-
ar, og að frádregnu kaupverðinu og sláturkostnaði sitja rúmlega
41.000 kr. eftir hjá vinnslunni. Söluverð afurðanna í smásölu er
rúmlega 116.000 kr. og fær smásalinn að meðaltali 14.900 kr. í
sinn hlut og ríkissjóður fær til sín svipaða upphæð í virðisauka-
skatt.
Grétar sagði í samtali við Morg-
unblaðið, að hann hefði í mars
síðastliðnum kannað verðmyndun
nautakjötsins mjög víða bæði á
höfuðborgarsvæðinu og á lands-
byggðinni, en í útreikningum hans
er eingöngu miðað við UNl og
það meðalverð sem út úr könnun-
inni kom. Hann sagði, að ástæðan
fyrir því að hann hefði ráðist í
könnunina væri sú að þegar verð-
ið til framleiðenda hefði verið
komið niður fyrir 200 krónur á
kílóið á meðan skráð verð er rúm-
lega 320 krónur hefði hann viljað
sjá hvort sú lækkun hefði skilað
sér til nejrtenda. Hann sagði, að
þegar niðurstöðurnar hefðu legið
fyrir hefðu þær komið sér veru-
lega á óvart, og hann hefði aldrei
grunað, að vinrislan fengi svo
mikið í sinn hlut.
„Vinnslan sem átt er við er ein-
göngu fólgin í því að brytja
skrokkinn niður, en slátrunin er
alveg sér. Ég held að öllum hafí
komið það á óvart, að vinnslan
fær svona mikið, en það verður
meira eftir hjá vinnslunni heldur
en hjá bóndanum. Þetta er ein-
göngu það sem vinnslan fær fyrir
að brytja kjötið í neytendapakkn-
ingar og mér er sagt að það sé
dagsverk fyrir einn mann, en
bóndinn.er búinn að vera tvö ár
að ala þennan grip. í útreikning-
unum er miðað við að verslunin
sé með 17% álagningu, en mér
sýnist þar sem ég skoðaði að
verslunin sé með þetta frá 13%
til rúmlega 20% álagningu. Ég
held að menn hafi talið að verslun-
in tæki meira í sinn hlut, en vinnsl-
an ekki svona mikið,“ sagði Grét-
ar.