Morgunblaðið - 03.05.1994, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 03.05.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994 21 Happdrættí DAS á 40 ára starfsafmæli Einn milljarður til uppbyggingar HAPPDRÆTTI DAS fagnar 40 ára afmæli um þessar mundir en happdrættið var stofnað vorið 1954 til að fjármagna byggingu dvalarheimilisins Hrafnistu á Laugarási í Reykjavík sem Sjó- mannadagsráð var byrjað að reisa. A þessum 40 árum hefur Happdrætti DAS skilað tæplega einum milljarði króna til uppbygg- ingar Hrafnistuheimilanna í Reykjavík og Hafnarfirði og greidd- ar hafa verið um 250 milljónir til Byggingarsjóðs aldraðra. Starfsemi Happdrættis DAS fór mjög vel af stað, miðar seldust upp fyrsta árið og allar götur síð- an hefur happdrættið verið bak- hjarl fyrir uppbyggingu dvalar- heimila aldraðra og flýtt fyrir lausn á vanda í málefnum aldr- aðra. í frétt frá happdrættinu seg- ir ennfremur að ljóst sé að hús- næðismál aldraðra væru ekki svo vel á vegi stödd ef sjómannasam- tökin hefðu ekki notið þessa stuðn- ings. Heildarsala happdrættismiða hefur, miðað við núverandi verð- lag, numið 7.900 milljónum króna á 40 ára starfsferli Happdrættis DAS. Greiddir vinningar nema 4.800 milljónum, í Byggingarsjóð aldraðra hafa verið greiddar 253 milljónir króna og hagnaður nem- ur 960 milljónum, miðað við núver- andi verðlag. Stórframkvæmdir fyrirhugaðar „Uppbyggingu Hrafnistuheimil- anna er hvergi nærri lokið og stöð- ugt er unnið að endurnýjun og viðhaldi. I ár verður hafist handa við byggingu endurhæfingarmið- stöðvar með sundlaug við Hrafn- istu í Laugarási og síðan eru fyrir- hugaðar fleiri stórframkvæmdir. Bygging fjölbýlishúss við Klepps- veg og 100 rúma hjúkrunarálma við Hrafnistu í Hafnarfirði. Kostn- aður við byggingu hjúkrunarheim- ilis verður mun lægri en sambæri- leg bygging sem reist yrði annars staðar þar sem nýtt verður sú þjónusta sem þegar er fyrir hendi í Hrafnistu," segir í fréttinni. Jóhanna Vigfúsdótt- ir, Hellissandi, látin JÓHANNA Vigfúsdóttir, organ- isti frá Munaðarhóli, Helliss- andi, lést á Landspítalanum 29. apríl á 83. aldursári. Jóhannna var fædd á Bjöllu- hóli, Hellissandi, 11. júní 1911. Foreldrar hennar voru Vigfús Jónsson, trésmiður, frá Elliða í Staðarsveit, og Kristín Jensdóttir, óðalsbónda á Rifi. Veturinn 1927- 1928 stundaði Jóhanna nám í söng og orgelleik hjá Sigfúsi Einars- syni, tónskáldi í Reykjavík. Hún lék á orgel í Ingjaldshóls- kirkju og stjórnaði kirkjukór þar í 52 ár. Hún rak sunnudagaskóla fyrir börn og unglinga í 30 ár, var formaður Kvenfélags Hellissands í 25 ár og gengdi ótal trúnaðar- störfum fyrir sveit sína og hérað. Hún sat m.a. á kirkjuþingi um árabil. Jóhanna var kjörin heiðurs- borgari Hellissands 10. apríl 1990. Jóhanna giftist 14. maí 1930 Hirti Jónssyni, útvegsbónda, og hreppstjóra á Munaðarhóli, d. 10. ágúst 1963. Þau eignuðust átta börn og eru sjö þeirra á lífi. Jóhanna verður jarðsett laugar- daginn 7. maí á Ingjaldshóli, en minningarathöfnin um hana fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 6. maí kl. 15. • • Ogmundur Jónasson gagnrýndi stjómvöld og fjölmiðla 1. maí Morgunblaðið/Árni Sæberg A baráttufundi AÐ SÖGN lögreglunnar var á annað þúsund manns í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí. Kalt var í veðri og hvasst. Stjórnvöld hafa sjálf skipulagt atvinnuleysi Guðmundur J. Guðmundsson sakaði verkalýðshreyfinguna um þróttleysi ÖGMUNDUR Jónasson, formaður BSRB, gagnrýndi, í ræðu á baráttufundi verkalýðsins 1. maí, stjórnvöld fyrir að skipuleggja yfir fólk atvinnuleysi með því að reka þúsundir verkafólks af vinnumarkaði í nafni hagræðingar. Hann gagnrýndi einnig fjöl- miðla harðlega og fullyrti að meginstoðir lýðræðisins væru í hættu vegna skoðanaeinokunar. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, gagnrýndi verkalýðshreyfinguna og sak- aði hana um þróttleysi í baráttunni gegn atvinnuleysi. „Á íslandi ríkir djúp pólitísk kreppa. Við horfum upp á sam- drátt, fjöldaatvinnuleysi, félags- legar og efnahagslegar þrenging- ar. En kreppan er pólitísk vegna þess að þetta hefur verið skipu- lagt yfir okkur. Það er búið að skipuleggja yfir okkur samdrátt þanliig að víða í atvinnulífinu jaðr- ar við hrun. Og það er búið að skipuleggja yfir okkur atvinnu- leysi þannig að þúsundir karla og kvenna hafa beinlínis verið reknar út af vinnumarkaði - Þeir kalla það hagræðingu," sagði Ögmund- ur. Svona talaði Thatcher Ögmundur vitnaði m.a. í leiðara Morgunblaðsins sem birtist 1. maí, en þar segir m.a.: „Nú þegar landsmenn liafa kynnst nánast verðbólgulausu þjóðfélagi og kostum þess má búast við, að meirihluti þjóðarinnar vilji fremur sætta sig við eitthvert atvinnu- leysi heldur en að kalla yfir sig nýtt óðaverðbólgutímabil." „Svona talaði Tliatcher og svona skrifar Morgunblaðið á degi verkalýðsins,“ sagði Ögmundur. „En vitið þið að mánaðarlaun þess manns sem sendir þessa hroka- fullu kveðju til atvinnulauss fólks á íslandi eru á við 15-föld verka- mannalaun? Þetta er misréttið holdi klætt. Þetta er misréttið sem þarf að uppræta." Ögmundur sagði að búið væri að gera lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu að skrípaleik. Stærstu fjölmiðiar landsins skoði mál út frá sífellt þrengra pólitísku sjónarhorni. Þegar ráðið sé í lykil- embætti á íjölmiðlunum, nú síðast á DV og Stöð tvö, séu sjónarmið klíkunnar og einkavinanna höfð í öndvegi. V erkalýðshreyf ingin þróttlaus „Alltaf hafa verkalýðsfélögin lýst því yfir að þau muni berjast gegn atvinnuleysi. Nú hefur at- vinnuleysið haldið innreið sína og hver er þrótturinn í andstöðu verkalýðshreyfingarinnar? Hann er sáralítill. Ég ákæri þróttleysi verkalýðshreyfingarinnar," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar, m.a. í sinni ræðu. „Ég vil að hvert verkalýðsfélag skipi sér ráð til að rannsaka orsök atvinnuleysis á sinu svæði og haldnir séu fundir með félags- mönnum til að fá alla til starfa. Síðan eiga þessi félög að mynda öflugt bandalaggegn atvinnuleys- inu. Á þann hátt taki hinn al- menni maður virkan þátt í þess- ari baráttu, taki ráðin af kreddum hagfræðinganna og misvitrum stjórnmálamönnum og útrými at- vinnuleysinu," sagði Guðmundur. Stillinq SKEIFUNNI 11 • SlMI 67 97 97 SKEIFUNNI 11 • SÍMI 67 97 97 ®]Stillingi SKEIFUNNl 11 • SÍMI 67 97 97

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.