Morgunblaðið - 03.05.1994, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994
VIÐSKIFn AIVINNULÍF
Fyrirtæki
Hlutabréfasjóðurinn
tapaði 15,5 millj. ífyrra
Fyrsta tapið í átta ára sögu sjóðsins
TAP varð af rekstri Hlutabréfasjóðsins hf. á síðasta ári sem nam
15,5 milljónum króna. Samkvæmt ársskýrslu orsakast tapið af því
verðfalli sem varð á hlutabréfamarkaðnum á árinu og lækkaði verð-
mat hlutabréfasafns félagsins um 55 milljónir. Þetta er í fyrsta skipti
í átta ára sögu Hlutabréfasjóðsins sem tap er á rekstrinum, en árið
1992 skilaði sjóðurinn 19 milljóna króna hagnaði.
Húsavík
Hagnaðurog
tap á úgerðar-
fyrirtækjum
Húsavík.
ÚTGERÐARFYRIRTÆKIN
Höfði hf. og íshaf hf. á Húsavík
sem eru undir sömu stjórn hafa
nýlega haldið aðalfundi sína og
fram kom þar að Höfði hf. skil-
aði um 20 millj. króna hagnaði
en tap á íshafi hf. varð um 49
millj. króna.
Höfði hf. gerir út togarann Júlíus
Havsteen ÞH 1, sem aðallega er
gerður út á rækju, tvo báta og rek-
ur einnig netagerð. Hjá félaginu
voru að meðaltali á árinu 35 starfs-
menn og heildar launagreiðslur
116,2 millj. Heildarvelta 319,7 millj.
en árið áður 243,4 millj. og hafði
því aukist um 37,5%. Rekstur veiðar-
færagerðar hefur gengið vel. Hlut-
hafar í Höfða hf. eru 120 en af hluta-
fé á Húsavíkurbæ 50,74% og Fisk-
iðjusamlag Húsavíkur hf. 36,78%.
íshaf hf. gerir út togarann Kol-
beinsey ÞH 10 sem alls fór 31 veiði-
ferð á árinu, seldi aflann erlendis'
úr tveimur veiðiferðum en landaði
annars í heimahöfn. Rekstur félags-
ins var með svipuðu móti og árið
áður. Heildarvelta 153,5 millj. og
hafði dregist saman um 1% frá fyrra
ári, og heildarafli 2.348 tonn, sem
er 5,6% minna en árið áður.
Rekstrarhalli varð 48,9 milij. en
vaxtagjöld, verðbætur og gengistap
nam 47,4 millj. króna.
Stærstu hluthafar félagsins eru
Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf.
44,59%, Húsavíkurbær 21,12% og
Kaupféíag Þingeyinga 17,36%. Þar
sem Fiskiðjusamlagið og Húsavíkur-
bær eiga stóran meirihluta í félag-
inu, hefur Kolbeinsey lagt mest af
afla sínum upp hjá samlaginu, en
ekki verið leitað eftir hærra verði á
fiskmörkuðum. Stjórnin hefur til
athugunar að setja í Kolbeinsey
frystibúnað til að hægt verði að
heiifrysta grálúðu, karfa og fleira,
og selja á erlendan markað en annar
afli kæmi sem áður til vinnslu á
Húsavík.
- Fréttaritari.
Hlutabréfasjóðurinn seldi á síð-
asta ári hlutabréf í þremur félögum
og færði hagnaðinn, 7,2 milljónir
króna til tekna. Þorsteinn Haralds-
son framkvæmdastjóri sjóðsins
sagði í ræðu sinni á aðalfundi fé-
lagsins sl. miðvikudag, að við þær
aðstæður sem ríktu á síðasta ári
hefði verið æskilegt að eignir fé-
lagsins hefðu í minna mæli verið
bundnar í hlutabréfum, og stjórn
félagsins hefði haft vilja til að draga
úr vægi hlutabréfaeignar. Hins veg-
ar hefðu markaðsaðstæður verið
með þeim hætti að ekki hafi gefist
nægileg tækifæri til að selja bréf
þannig að viðunandi þætti.
Skuldabréfaeign Hlutabréfa-
sjóðsins hf. var í árslok 1993 135,7
milljónir. Vaxtatekjur sem sjóður-
inn hafði af þeirri eign og lausu fé
námu á síðasta ári 17,6 milljónum
að frádregnum verðbre>tingagjöld-
um. Það jafngildir því að skulda-
bréfasafnið og bankareikningar
hafi skilað sjóðnum 12% raunávöxt-
un á sl. ári. Avöxtun hlutabréfa-
safns Hlutabréfasjóðsins var nei-
kvæð á árinu um 10,45% miðað við
verðbreytingu sem varð á safninu
á árinu að viðbættum söluhagnaði
og arði.
Hluti lækkunar hlutabréfa-
safnsins færður á óinn-
leystan gengishagnað
Samkvæmt uppgjöri í ársreikn-
ingi nam gengistap hlutabréfaeign-
ar á síðasta ári 39,4 milljónum
króna. Samtals lækkaði verðmat
hlutabréfasafnsins um 54,1 milljón
á árinu en hluti lækkunarinnar,
14,7 milljónir, er bókaður á óinn-
leystan geymsluhagnað frá fyrra
ári. Þorsteinn skýrði þessar færslur
nánar í ræðu sinni. Hann sagði, að
félagið færði hlutabréf sín til eignar
á markaðsvirði og til þessa hefði
það verð staðið hærra en verð sem
félagið hefði greitt fyrir bréfín.
Umframverðmætið hefði þá ekki
verið fært til tekna á rekstrarreikn-
ing heldur á sérstakan eiginfjárlið
í efnahagsreikningi, svokallaðan
óinnleystan geymsluhagnað. „Þeg-
ar svo verð fer lækkandi er lækkun-
in bókuð á þann lið, þar til eins og
nú g'erist að hann er uppurinn. Eft-
ir það ber að færa lækkunina til
gjalda í rekstrarreikningi," sagði
Þorsteinn.
DRAUPNISSJÓÐURINN hf.
Hlutabréfaeign í árslok 1993
Nafnverð Bókfært verð
Nýherji Kr. 52.435.000 Kr. 68.166.000
Grandi 33.498.000 63.310.000
Skeljungur 7.264.000 31.236.000
Haraldur Böðvarsson 11.172.000 27.708.000
Eimskip 5.452.000 22.297.000
Jarðboranir 11.800.000 22.066.000
Hampiðjan 15.433.000 20.834.000
Útqerðarfélaq Akurevrinqa 6.742.000 20.765.000
Ármannsfell 25.417.000 20.333.000
Síldarvinnslan 6.000.000 17.100.000
Sæplast 5.374.000 16.446.000
Flugleiðir 12.713.000 14.874.000
Olíuverslun íslands 5.689.000 11.776.000
Þormóður rammi 5.000.000 10.500.000
íslandsbanki 11.862.000 10.201.000
Skagstrendingur 3.973.000 9.932.000
Olíufélagið 1.005.000 5.799.000
ísl. útvarpsfélagið 2.008.000 5.623.000
Tollvörugeymslan 4.087.000 5.110.000
Samskip 9.824.000 4.912.000
Sjóvá/Almennar 772.000 4.362.000
Hlutabréfasjóðurinn 3.110.000 3.390.000
Eignarhaldsf. Alþýðubanka 314.000 345.000
Samtals: Kr. 240.944.000 Kr. 417.085.000
HLUTABRÉFASJÓÐURINN hf.
Hlutabréfaeign í árslok 1993
Eimskip Kr. 18.143.307 Kr. 74.206.126
Flugleiðir 45.560.629 53.305.936
Grandi 22.529.100 42.579.999
Skeljungur 9.301.240 39.995.332
Hampiðjan 14.348.767 19.370.835
íslandsbanki ! 21.480.736 18.473.433
Tollvörugeymslan 13.524.042 16.905.053
Þormóður rammi 7.500.000 15.750.000
Útgerðarfélag Akureyringa 3.607.303 11.110.493
Skagstrendingur 4.400.000 11.000.000
Haraldur Böðvarsson 4.300.000 10.664.000
Olíuverslun íslands 5.000.000 10.350.000
Sjóvá/Almennar 1.598.990 9.034.294
Sæplast 2.373.815 7.263.874
Faxamarkaður 1.925.000 4.562.250
Veð 15.000 15.000
Samtals: Kr. 175.607.929 Kr. 344.586.625
Fyrirtæki
íslenska saltfélagið hf. ósk-
ar eftir gjaldþrotaskiptum
Allir starfsmenn hafa fengið uppsagnarbréf en engin laun nú um mánaðamótin
STJÓRNIR íslenska saltféiagsins hf. á Reykjanesi og móðurfélags
þess, Saga Food Ingredients A/S (SFI), hafa óskað eftir því að félög-
in verði tekin til gjaldþrotaskipta. Akvörðun þessa efnis var tekin
á stjórnarfundi félaganna sl. föstudag. Heildarskuldir eru nálægt
600 milljónum króna og eru eignir nánast eingöngu bundnar í salt-
verksmiðjunni á Reykjanesi. Að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra
Hitaveitu Suðurnesja og sljórnarmanns í SFI, hefur öllum starfs-
mönnum félaganna, tæplega 40 talsins, verið sagt upp störfum frá
1. maí sl. Fyrirtækið gat ekki greitt starfsmönnunum laun nú um
mánaðamótin.
Danska fyrirtækið Saga Food
Ingredients A/S var stofnað árið
1988 í þeim tilgangi að taka við
og reka Saltverksmiðjuna á Reykja-
nesi sem þá var í eigu Sjóefna-
vinnslunnar hf. í upphafi voru hlut-
hafar SFI nokkrir danskir lífeyris-
sjóðir, Den Danske Bank, Wilmar
Friis Fredriksen framkvæmdastjóri
SFI, Burðarás hf., Þróunarfélag
íslands hf. og Iðnlánasjóður hf.
Áttu dönsku hluthafarnir 85% og
FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA
OG HAGFRÆÐINGA
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga
verður haldinn miðvikudaginn 4. maí 1994 kl. 16.00.
Fundarstaður: Þingholt, Hótel Holti.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Yfirlit um störf siðanefndar, innlegg úr kandítads-
ritgerð.
3. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, flyt-
ur erindi: Asía - markaður tækifæranna?
Mætið stundvíslega.
Stjórn FVH.
íslensku hluthafamir 15%, en heild-
arhlutafé var um 320 milljónir
króna. SFI átti síðan allt hlutafé
íslenska saltfélagsins hf. sem sá
um daglegan rekstur saltverksmiðj-
unnar á Reykjanesi.
Tæknilegir erfiðleikar
í greinargerð sem framkvæmda-
stjóri íslenska saltfélagsins hf. og
fulltrúar minnihlutaeigenda í stjórn
þess hafa sent frá sér kemur m.a.
fram að frá því verksmiðjan var
tekin í notkun um mitt ár 1992
hafi tæknilegir erfiðleikar takmark-
að framleiðslugetu fyrirtækisins, og
ekki hafi tekist að afla fjár til þeirra
úrbóta sem nauðsynlegar voru. Átti
að afla yfir 400 milljóna kr. útflutn-
ingstekna á ári, en fyrstu þrjá
mánuði þessa árs voru útflutnings-
tekjurnar orðnar liðlega 60 milljón-
ir kr. Aðalframleiðsluvaran var
heilsusalt sem selt var erlendis af
hollenska fyrirtækinu AKZO, en
það fyrirtæki hefur jafnframt verið
meirihlutaeigandi saltfélagsins frá
því í ágúst á síðasta ári þegar gjald-
þrot blasti við fyrirtækinu og fram
fór fjárhagsleg endurskipulagning
á því. Eftir að AKZO varð meiri-
lilutaeigandi voru bundnar vonir við
að rekstur félagsins myndi ganga
upp, en AKZO reyndist hins vegar
ekki reiðubúið til að fjármagna
nauðsynlegar viðbótarfjárfestingar
til að fyrirtækið næði upp viðun-
andi afköstum, en til þess þurfti
150-200 milljónir kr.
Óskað eftir greiðslustöðvun
Frá því í janúar hafa innlendu
hluthafarnir og framkvæmdastjór-
inn undir forystu Hitaveitu Suður-
nesja leitað leiða til að bjarga fyrir-
tækinu. Var hugmyndin sú að Hita-
veita Suðurnesja sem jafnframt er
einn stærsti innlendi hagsmunaaðili
málsins myndi taka við öllu hlutafé
og fjármagna síðan nauðsynlegar
breytingar með áframhaldandi
rekstur í huga. Viðræður fóru fram
við lánardrottna um að fella niður
hluta skulda, en þær viðræður
gengu erfiðlega og til að knýja á
um svör ákvað stjórn SFI að óska
eftir greiðslustöðvun 25. apríl. Frá
því í byijun apríl hefur svo AKZO
neitað að greiða fyrir það salt sem
því var selt vegna krafna um breyt-
ingar á kornastærð og eðlisþyngd
saltsins, en SFI getur ekki uppfyllt
þær kröfur með svo skömmum fyr-
irvara. Fyrirækið er því komið í
greiðsluþrot og í ljósi þess varð
stjórnin að leita eftir gjaldþrota-
skiptum.
í greinargerðinni segir að fulltrú-
ar minnihlutaeigenda í stjórn fyrir-
tækisins séu mjög ósáttir við þessa
niðurstöðu og lýsa þeir allri ábyrgð
á hendur meirihlutaeigenda í stjórn
fyrirtækisins vegna tjóns sem fyrir-
varalaus stöðvun á greiðslum og
gjaldþrot fyrirtækisins í framhaldi
af því kann að valda lánardrottnum,
starfsmönnum og öðrum þeim sem
tengjast málinu.