Morgunblaðið - 03.05.1994, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI 1994
25
Morgunblaðið/Róbcrt
Stefánsstyrkur afhentur
BRJÁNN Jónsson formaður Iðnnemasambands íslands (t.v.) og Elín
Sigurðardóttir ritstjóri sögu sambandsins veittu Stefánsstyrk viðtöku
fyrir hönd Iðnnemasambandsins. Guðmundur Gunnarsson formaður
MFA afhenti styrkinn. Svo skemmtilega vill til að Elín er barnabarn
Stefáns Ögmundssonar sem styrkurinn er kenndur við.
Iðnnemasambandið
fékk Stefánsstyrk
Bók með safni ljóða um lífsbaráttu komin út
STEFÁNSSTYRKUR var veittur í fimmta sinn 1. maí á alþjóðlegum
baráttudegi verkalýðsins. Styrkinn fékk að þessu sinni Iðnnemasam-
band íslands til að gefa út bók um 50 ára sögu félagsins. Styrkurinn
er kenndur við Stefán Ögmundsson prentara sem lengi barðist fyrir
hagsmunum verkalýðshreyfingarinnar.
Stefánsstyrkur er veittur einu
sinni á ári félagi eða einstaklingi
til viðfangsefnis sem lýtur að
fræðslustarfi launafólks, menntun
eða menningarstarfi verkalýðs-
hreyfingarinnar. Styrkupphæðin
var að þessu sinni 230 þúsund krón-
ur. Það er Félag bókagerðarmanna
og Menningar- og fræðslusamband
alþýðu sem veitir styrkinn.
I fyrra fékk Gylfi Gröndal rithöf-
undur styrkinn til þess að taka sam-
an safn ljóða um lífsbaráttu. Bókin
kom einmitt út á sunnudaginn 1.
maí og var kynnt við afhendingu
styrksins.
Saga Iðnnemasambands íslands
er tilbúin í handriti og verður Stef-
ánsstyrkur notaður til að koma
handritinu út.
Tveir hópar kínverskra ferða-
manna væntanlegir í sumar
yVIÐ vinnum að undirbúningi
Islandsferða fyrir Kínverja og
hingað koma tveir stórir hópar
í sumar. Við eigum einnig í við-
ræðum við fulltrúa ferðaskrif-
stofa hér á landi varðandi skipu-
lagningu á Kínaferðum fyrir Is-
lendinga," segir Lu Fenyan að-
stoðarráðherra og yfirmaður
kínversku ferðamálaskrifstof-
unnar sem stödd var hér á landi
fyrir helgi ásamt fimm manna
fylgdarliði i boði samgönguráðu-
neytisins.
Lu Fenyan hefur farið í skoðun-
arferðir hér, en hún hefur mestan
áhuga á daglegu lífí íslendinga og
atvinnuháttum. Þegar henni stóð
til boða að fara til Þingvalla á
fimmtudag, afþakkaði hún það til
dæmis og kaus frekar að skoða
ullarverksmiðju. „Við munum byrja
á samstarfí í ferðamálum, en mér
finnst líklegt að í kjölfarið verði
hægt að byggja upp viðskiptasam-
bönd milli Kína og íslands. Það er
raunhæft framhald, ef þjóðir kynn-
ast hver annarri í gegnum ferða-
lög.“
íslenskar peysur prjónaðar
í Kína?
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins fékk Lu Fenyan sýnishorn
af íslensku ullargami hjá ullar-
verskmiðjunni ístex sem ætlunin er
að láta ptjóna flíkur úr í Kína og
senda aftur fullunnar hingað til lands.
Frekar en að eyða miklum tíma í.
fundarhöld, kýs hún að komast í
snertingu við þá þjóð sem hún heim-
sækir. Meðal þess sem hún ákvað
að gera í ferðinni, var að kanna vöru-
úrval og verðlag á Islandi. Hún fór
því í Kringluna og eyddi talsverðum
tíma í að skoða Hagkaup.
Morgunblaðið/Emilía
Ráðherrann
LU FENYAN, aðstoðarráðherra
og yfirmaður kínversku ferða-
málaskrifstofunnar vinnur nú að
auknum samskiptum þjóðanna á
sviði ferðamála.
Kínverska ferðamálaskrifstofan
annast skipulagningu og kynningu
á Kína fyrir erlenda ferðamenn og
einnig kynningu á utanlandsferðum
fyrir Kínveija. Starfsemin er því
afar viðamikil, enda starfa 10 þús-
und manns á vegum hennar. „Við
leggjum áherslu á að starfsfólk
okkar tali erlend tungumál og hjá
okkur vinna nærri 6.000 manns sem
tda alls 23 tungumál. Kínverska
ferðamálaskrifstofan annast einnig
rekstur á ýmis konar ferðaþjónustu
og eru 156 fyrirtæki á vegum skrif-
stofunnar."
Hún segist gera ráð fyrir að sam-
skipti íslenskra og kínverskra ferða-
yfirvalda muni fara fram í gegnum
kínversku ferðamálaskrifstofuna
sem opnuð hefur verið í Svíþjóð og
jafnframt verði íslandskynningar í
tengslum við kynningar á hinum
Norðurlöndunum. „ísland eitt og
sér er ekki nægilega þekkt og höfð-
ar ekki nægilega sterkt til Kínveija
til að raunhæft sé að kynna landið
sérstaklega."
Ferðamönnum fjölgar
Hún segir að erlendum ferða-
mönnum til Kína fari sífellt fjölg-
andi og aðallega komi þeir í skipu-
lögðum hópferðum. Þá sé mikið um
skipulagðar fjölskylduferðir, ævin-
týraferðir og námsferðir fyrir er-
lenda ferðamenn. Varðandi Islands-
ferðir Kínveija segir Lu Fenyan að
hingað séu væntanlegir tveir stórir
hópar í sumar. „Ég geri fastlega
ráð fyrir að kínverskum ferðamönn-
um muni fjölga verulega á næst-
unni.“
Suðurveri, Stiaahlíö 45, sími 34852
> FrínlfficJ ,
> Áhlúitufkori
:<Frí-jrækkun *
Ljósmyndastofa
Gunnars Ingimarssonar
Komum í veg fyrir menningarsfys
- það er ekki of seint
í ráði er að reisa nýtt dómhús fyrir Hæstarétt. Því hefur verið valinn staður á horni Lindargötu og Ingólfsstrætis í Reykjavík, á bflastæði Arnarhváls,
Safnahússins (Landsbókasafnsins) og Þjóðleikhússins.
Margir borgarbúar uggðu ekki að sér og trúðu lengi vel að aldrei yrði samþykkt bygging á þessum stað, sem þó hefur verið gert. Undirritaðir einstaklingar
em, eins og mjög margir aðrir, ósáttir við þessa staðsetningu og þykir mjög miður ef reist verður bygging sem skyggir á Safnahúsið, eitt allra fegursta hús
Reykjavíkur. Bygging á þessum stað þrengir ennfremur að Þjóðleikhúsinu, Arnarhváli og Arnarhóli. Þröngt verður einnig um bygginguna sjálfa og ekkert
svigrúm til stækkunar síðar.
Margar aðrar lóðir, jafnvel í næsta nágrenni, mætti nýta þar sem áformað hús fyrir Hæstarétt mundi njóta sín vel. Við undirrituð skorum á ríkisstjórnina
að endurskoða áform um staðsetningu nýs hæstaréttarhúss þannig að komið verði í veg fyrir skipulags- og menningarslys í hjarta höfuðborgarinnar.
Björg Valgeirsdóttir leiðsögum.
Páll Hannesson verkfræðingur
Kjartan Sveinsson byggingatæknifr.
Sigmundur Sigurgeirsson húsasmíðameistari
Helga Gísladóttir forstöðukona
Helga Björnsdóttir húsfrú
Sigurbjörg Traustadóttir launafulltrúi
Guðrún Gísladóttir forstjóri
Júlíus Rafnsson forstjóri
Lilja Hjaltadóttir gjaldkeri
Þóra Jónsdóttir skrifstofum.
María Gunnarsdóttir bókasafnsfr.
Gerard Lemarquis kennari
Ragnheiður Þorláksdóttir framkv.stj.
Auður Guðjónsdóttir kennari
Hörður Erlingsson framkv.stj.
Kári Kristjánsson fræðslufulltrúi
Laura Claessen húsfrú
Helga K. Einarsdóttir bókasafnsfr.
Arni Jónsson kennari
Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur
Baldvin Halldórsson leikari
Ragnheiður S. Jónsdóttir skrifstofum.
Runólfur Þórarinsson stjórnarráðsfulltr.
Haraldur Sveinsson framkv.stj.
Magni R. Magnússon kaupmaður
Björn Hróarsson jarðfræðingur
Unnur Pálsdóttir húsmóðir
Sigríður Klemensdóttir húsmóðir
Þorbjörg Björnsdóttir fyrrv. bankastarfsm.
Kristín Jónsdóttir
Kjartan P. Kjartansson fyrrv. framkv.stj.
Kristín H. Kvaran bankastarfsm.
Margrét Margeirsdóttir deildarstjóri
Sigrún Ásgeirsdóttir stjórnarráðsfulltrúi
Svanhildur Kaaber kennari
Kristín Dýrfjörð fóstra
Hólmfríður Garðarsdóttir kennari
Loftur Guttormsson prófessor
Þorlákur Kristinsson (Tolli) myndlistarm.
Páll Biering hjúkrunarfr.
Bryndís Schram framkvæmdastj."'
Arnór Hannibalsson prófessor
Sævar Guðbjörnsson blaðamaður
Sigríður Sigurjónsdóttir kennari
Ólafur Jensson yfírlæknir
Erla ísleifsdóttir húsmóðir
Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri
Margrét Gísladóttir forvörður
Júltus J. Daníelsson ritstjóri
Ingvar Sverrisson nemi
Sverrir Friðþjófsson atvinnurekandi
Andrés Andrésson verkfræðingur
Aðalheiður Franzdóttir
Þórir Kr. Þórðarson prófessor
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Bergur Ólafsson nemi
Ingunn Rán Kristinsdóttir nemi
Herdís Vigfúsdóttir kennari
Hildur Birna Gunnarsdóttir nemi
Sigurður R. Þórsson nemi
Örvar D. Mar nemi
Sigríður Eyþórsdóttir kennari
Árni Björnsson þjóðháttafr.
Óttar Eggertsson kennari
Hólmfríður Óskarsdóttir verslunarkona
Vikar Davíðsson skrifstofum.
Sigurður Björnsson skrifstofum.
Hallgrímur S. Sveinsson skrifstofum.
Ingólfur H. Ingólfsson forstöðum.
Jóhannes Guðbjartsson húsasmíðameistari
Halldór S. Rafnar framkvæmdastj.
Erna Finnsdóttir
Steinunn Jónsdóttir húsmóðir
Rfkarður Pétursson tæknifr.
Ólafur Helgason fyrrv. bankastj.
Kristinn Ásgeirsson nemi
Benjamín Magnússon arkitekt
Ægir Ólafsson lífeyrisþegi
Jón Þ. Sigurðsson vélstjóri
Hjörtur Guðmundsson kennari
Sigfús Brynjólfsson bifreiðastjóri
Bjami Valdimarsson
Helga Þórarinsdóttir sagnfr.
Svanhildur B. Albertsdóttir hústnóðir
Einar Gunnar Pétursson cand. mag.
Elín Ólafsdóttir húsmóðir
Lilja Þorgeirsdóttir félagsnt.fulltrúi
Hafsteinn Ingvarsson listmálari
Snorri P. Snorrason hljómlistarm.
Guðjón lndriðason
Benjamín Magnússon arkitekt
Sævar Geirsson tæknirfr.
Kjartan Guðjónsson listmálari
Katrín Kristjana Thors
Jóhannes Jóhannesson listntálari
Jón Óskar Hafsteinsson listmálari
Ragnheiður Jónsdóttir listmálari
Anna Björg Halldórsdóttir læknir
Rafn Benediktsson verslunarm.
Ólafur Dýrmundsson Ph. D. ráöunautur