Morgunblaðið - 03.05.1994, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI 1994
Reuter
Díana sólarsig
DÍANA prinsessa skrapp til Spánar á sunnudag og hyggst sleikja sólina
í nokkra daga hjá Malaga. Ljósmyndarar stóðust ekki freistinguna, settu
upp aðdráttarlinsur og mynduðu í bak og fyrir.
HREINLÆTISTÆKI
!
120x70
170x70
KR. 5.600 Jk®-940
160x70
Kr. 6.600
Setkar 140x70
kr. 6.150 Kn 6*150
I WC
| sett
1 meö stút í vegg
I eða yfirbyggt í
I gólf m/harðri
1 setu ,
i Kr-
Sturtubotnar
i
| 70x70 80x80
I Kr. 3.150 Kr. 3.450
A vegg frá kr. 2.590
í borð frá kr. 6.670
Sturtuklefar
og sturtuhorn
Verð frá kr. 7.900
öll verð eru stgr.verð nWSK.
Opið mánudaga
til föstudaga 9-18.
Opið laugardaga 10-16.
FAXAFEN9
SÍMI 91-677332
Vinsæld-
ir Kohls
aukast
Bonn. Reuter.
VINSÆLDIR Helmuts Kohls,
kanslara Þýskalands og leið-
toga kristilegra demókrata
(CDU), hafa aukist meira en
vinsældir höfuðandstæðing-
anna, jafnaðarmanna (SPD), í
fyrsta sinn á árinu. Sam-
kvæmt skoðanakönnun, sem
birt var um helgina, er fylgi
CDU 38,9% en SPD, undir for-
ystu Rudolfs Scharpings, hlyti
37,7% ef gengið væri til kosn-
inga nú.
í niðurstöðum skoðanakönn-
unnarinnar segir að fólk treysti
CDU fremur en SPD til að skapa
ný störf og styður það niðurstöður
annarra kannanna sem hafa sýnt
fram á að traust fólks til stjórnar-
innar, sem setið hefur í tólf ár,
hefur aukist með batnandi efna-
hag.
Fijálsum demókrötum, sam-
starfsflokki CDU, er spáð 7,1%
fylgi, sem er aukning frá könnun-
um sem gerðar voru fyrr í vetur.
Fylgi Græningja, sem talið er að
myndu ganga til stjórnarsamstarfs
með SPD, hljóti sá síðarnefndi
nægilegt fylgi, er nánast óbreytt,
8,9%.
í annarri nýlegri skoðanakönn-
un hlaut SPD aðeins meira fylgi
en CDU, 38% á móti 36%, en
Kristilegir demókratar höfðu þó
bætt við sig fylgi.
Ottast að borgarastríð sé yfirvofandi í Jemen
Sunnanmenn vilja að
sameining gangi til baka
- segir Guðrún Margrét Guðmundsdóttir í Sanaa í Jemen
„ÞAÐ er allt með kyrrum
kjörum í dag en spenna er
mikil og aldrei að vita nema
upp úr sjóði,“ sagði Guðrún
Margrét Guðmundsdóttir í
Sanaa í Jemen í samtali við
Morgunblaðið í gær. Stríðsá-
tök brutust út í síðustu viku
milli tveggja herfylkja sem
lúta stjórn andstæðra fylk-
inga í landsstjórninni en bar-
dagar hafa legið niðri frá
því á laugardag. Að sögn
Guðrúnar er þó enginn sátta-
tónn í þjóðarleiðtogum sem
deila um hvort skipta skuli
ríkinu aftur upp. Fyrir sam-
einingu réðu marxistar ríkj-
um í suðurhlutanum. Frétta-
skýrendur telja allt eins lík-
legt að borgarastríð brjótist
út vegna krafna um að Jem-
en verði aftur skipt í tvö ríki.
Átökin áttu sér stað við borg-
ina Amran sem er 50 km norður
af Sanaa. í fréttum segir að þar
hafi tvö herfylki verið þurrkuð
út í þriggja daga bardögum en
í jemensku herfylki eru milli 500
og 2.000 menn. Reuters-frétta-
stofan hafði í gær eftir tals-
manni varnarmálaráðuneytisins
í Sanaa að vopn fyrir 500 millj-
ónir dollara væru ónýt eftir
átökin, þar á meðal 85 skrið-
drekar, en Jemen er fátækast
arabaríkja.
Fáir vita um átökin
„Við urðum ekki átakanna
vör hér í Sanaa að öðru leyti
en því að hingað hefur ekkert
eldsneyti borist og því myndast
margra kílómetra biðraðir frétt-
ist af bensíndropa á einhverri
bensínstöð. Annars fer ekkert
fyrir þessum bardögum í jem-
enskum fjölmiðlum og fæstir
vita því af þeim. Einungis þeir
sem geta fylgst með gervi-
hnattasjónvarpi vita af þeim.
Þannig fréttum við af bardögun-
um,“ sagði Guðrún Margrét.
Flóknar deilur
„Átökin blossuðu upp út 'af
nokkuð flóknum deilum. í ein-
földu máli má ef til vill segja
að þær snúist um það að suður-
hlutinn vill falla frá sameining-
Guðrún
dóttir
Margrét Guðmunds-
UPPLAUSNIJEMEN
Skriídrekasveitum
stjórnarhersins f
Jemen laust
saman f sfðustu
viku vegna deilna um framtíð
landsins. Talin er hætta á að
deilurnar leiði til borgarastríðs
DJIBOUT! .••"1WS(Su|
EÞfÓPÍA : , SOMALiA 7 ‘■T"g^b\
unni sem átti sér stað 1990 og
verða aftur sjálfstætt ríki. Norð-
anmenn taka ekki til greina að
skipta ríkinu upp því allur olíu-
auðurinn er sunnanmegjn. Þeir
hafa lagt sitt af mörkum til
uppbyggingar olíuvinnslunnar
og vilja því ekki gefa auðinn frá
sér,“ sagði Guðrún Margrét.
Samkvæmt Reuters-fréttum
kristallast þessi deila í átökum
Ali Abdullah Saleh forseta sem
er norðanmaður og Ali Salem
al-Baidh varaforseta sem er
sunnanmaður. Guðrún Margrét
\ sagði það út af fyrir sig rétt en
deilan væri þó mun flóknari þar
sem landið byggðu um 30 ætt-
bálkar sem væru allir á móti
hveijum öðrum. „Þetta eru
margir smáhópar sem ráða hver
á sínu svæði. Brytist út borgara-
stríð færi allt í bál og brand.“
„Sunnanmenn hafa ákveðið
að stofnun nýs ríkis þeirra fari
fram 22. maí en þann dag voru
ríkin sameinuð 1990. Af þessu
sökum hefur skapast mikil
spenna hér. Leiðtogar arabaríkj-
anna hafa látið deilurnar í Jem-
en til sín taka en án árangurs.
Hér láta menn eins og börn og
engin lausn er í sjónmáli.“
„Þá eru Jemenar gramir
stjórnmálamönnunum sem lof-
uðu öllu fögru fyrir kosningarn-
ar í apríl í fyrra en hafa svikist
um að efna loforðin. í stað þess
að bæta hag manna hefur
ástandið þvert á móti hríðversn-
að eftir kosningar. Verðbólgan
hefur vaxið hratt og stöðugt
fjölgar þeim sem svelta í eigin
landi. Fólk á ekki lengur peninga
fyrir mat.“
Valsa um vopnaðir
„Hér er allt mjög frumstætt
á okkar mælikvarða og upplausn
blasir hvarvetna við. Allir eiga
byssu, meira segja krakkar
ganga vopnaðir um borgina eft-
irlitslausir. Ringulreiðin er miklu
meiri en áður. Útlendingar eru
ekki látnir óáreittir þeir eiga
alltaf á hættu að verða fyrir
barðinu á ræningjum sem sækj-
ast m.a. eftir bílunum þeirra.
Gerð var tilraun til þess að ræna
mig í fyrra en ég slapp. Yfirmað-
ur minn var ekki eins heppinn.
Fyrir tveimur mánuðum stöðv-
aði hópur vopnaðra manna bif-
reið hans og rændu henni fyrir
framan nefið á her- og lögreglu-
mönnum sem gerðu enga tilraun
til að skakka leikinn.
Stendur ekki á sama
„Auðvitað stendur manni ekki
alveg á sama en það er hins
vegar ekki hægt að loka sig inni.
Sjóði upp úr reynum við að koma
okkur strax úr landi,“ sagði
Guðrún Margrét Guðmundsdótt-
ir sem búið hefur í Jemen í tvö
ár ásamt íjölskyldu sinni. Maður
hennar, Hannes Yaghi, er Líbani
en íslenskur ríkisborgari. Hann
er einn af stjórnendum Shera-
ton-hótelsins í Sanaa. Eiga þau
tvær dætur.
Líkur á vopnahléi
í Rúanda litlar
Afskiptum SÞ af Rúanda hafnað
Nairobi. Rcuter.
GERT var ráð fyrir að í dag færi fram fundur Jacques-Roger
Booh-Booh sendimanns Sameinuðu þjóðanna í Rúanda með
leiðtogum deiluaðila í bænum Arusha í Tanzaníu þar sem gera
átti tilraun til þess að semja um vopnahlé í landinu. Litlar lík-
ur þóttu hins vegar á því að takast mundi að stöðva bardagana.
Láta mun nærri að 200.000
manns hafi týnt lífi í blóðbaðinu
í Rúanda og um 300.000 nafi flú-
ið til nágrannaríkjanna. Uppreisn-
armenn sem eru úr röðum Tútsía
hafa unnið mikla landvinninga
undanfarnar þijár vikur og hafa
harðlega neitað að gefa eftir
landssvæði í hugsanlegum vopna-
hléssamningum. Hermt er að leið-
togar þeirra geri sér vonir um að
geta smám saman brotið baráttu-
þrek stjórnarhermanna á bak aftur
og neytt þá til að snúa baki við
stjórninni.
Um helgina hafnaði öryggisráð
SÞ hugmynd framkvæmdastjóra
SÞ um afskipti af deilunni í Bosn-
íu. Bandaríkjamenn hafa sagt að
þeir séu tilbúnir til að leggja fram
fjármagn þannig að nágrannaríki
reyni að stilla til friðar í landinu.
FLYJA BLOÐBAÐIÐ I RUANDA
200.000 manns hafa falliö í bardögum stjórnarhersins og uppreisnarmanna
(RFP) í Rúanda og 300.000 hafa flúiö til grannríkjanna. Átökin blossuöu
upp eftir aö Juvenal Habyarimana forseti var myrtur 6. apríl.