Morgunblaðið - 03.05.1994, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI 1994
33
Atvinnumál í Kópavogi
Virka atvinnustefnu fyrir Kópavogsbæ
eftir Flosa Einarsson
Staða atvinnumála í Kópavogi í
dag er óviðunandi. Nú eru u.þ.b. 500
einstaklingar skráðir án atvinnu og
ekkert bendir til annars en að hér
sé um viðvarandi ástand að ræða.
Þrátt fyrir framkvæmdir bæjarins við
gatnagerð á nýjum byggingarsvæð-
um er þar mestmegnis um vélavinnu
að ræða, og gatnagerð getur varla
talist atvinnuskapandi til frambúðar.
Það dugar skammt að berja sér á
bijóst og gera ráð fyrir mörg hundr-
uð manna íbúafjölgun í bænum á
næstu árum ef ekkert er gert til þess
að tryggja fólki atvinnu.
Það sem sérstaklega hefur skort á
er virkt frumkvæði bæjaryfirvalda í
mótun atvinnustefnu fyrir bæinn,
frumkvæði sem gengur út á samræm-
ingu og samhæfingu þeirra einstakl-
inga og fyrirtækja sem í dag eru
starfandi í Kópavogi í hinum mismun-
andi starfsgreinum. Aðeins þannig,
með því að stuðla að framsækinni
þróun í nýsköpun og markaðssetn-
ingu, er hægt að byggja upp blómleg-
an vöru- og þjónustuiðnað í Kópavogi
sem skapar störf til framtíðar. Hér
hefur stjórn bæjarfélags á borð við
Kópavog veigamiklu hlutverki að
gegna, þó núverandi valdhafar hafi
ekki enn áttað sig á mikilvægi máls-
ins.
Til þess að hámarka þá möguleika
sem í atvinnulífi Kópavogsbæjar búa
þarf að stilla saman öllum þeim aðil-
um sem hafa hagsmuna að gæta og
geta mögulega orðið drifkrafturinn í
atvinnuuppbyggingu á svæðinu.
Þessa hagsmuni á stjórn bæjarfélags-
ins að samræma en jafnframt að
hafa frumkvæði í því að bijóta nýja
leið á sviði markaðsmála og nýsköp-
unar. Þetta getur bæjarfélag gert
með því að leiðbeina smærri sem
stærri fyrirtækjum á sviði þjónustu
og vöruframleiðslu í gegnum þann
frumskóg stofnana og sjóða hins op-
inbera og hagsmunasamtaka sem
hafa með uppbyggingu atvinnulífs,
markaðsmál og nýsköpun að gera.
Nægir hér að nefna Iðntæknistofnun,
Útflutningsráð, Háskólann og rann-
sóknarstofnanir hans, atvinnugreina-
samtök, launþegasamtök, ýmsa sjóði
og stofnanir er standa á bak við
markaðsvinnu og nýsköpun o.s.frv.
Það þekkja þeir best sem staðið
hafa í rekstri fyrirtækja að sá tími
sem gefst til þess að hugsa til fram-
tíðar og sinna samskiptum við stofn-
anir og sjóði sem mögulega gætu ýtt
undir frekari framleiðslu og þar með
skapað ný atvinnutækifæri er ekki
mikill. Yfírleitt er það erill dagsins
sem á hug og orku atvinnurekandans
allan. Þessu til viðbótar kemur að
fæstir atvinnurekendur hafa, vegna
áherslu á reksturs eigin fyrirtækis,
þá yfirsýn sem þarf til að geta nýtt
sér þá þjónustu sem atvinnurekstri
býðst í þjóðfélaginu. Hér er einmitt
hlutverk bæjaryfirvalda að koma inn
og þjóna heildarhagsmunum at-
vinnulífsins í Kópavogi, með því að
samræma hagsmuni og beita sér
gagnvart stjómkerfmu.
Kópavogsbær þarf að hefjast
handa og hafa frumkvæði að stefnu-
markandi áætlun í atvinnumáium,
þar sem tekið er tilllit til hagsmuna
fyrirtækja, launafólks og þeirra sem
ganga atvinnulausir. Þessari stefnu-
mótun þarf síðan að fylgja fast eftir
með nánu samstarfí allra þeirra sem
hafa hagsmuni öflugs atvinnulífs að
leiðarljósi. Það er ekki nóg að sinna
gatnagerð og byggja upp ný íbúðar-
hverfí. Slíkt er kostnaðarsamt og
skilar ekki fjármagni til baka fyrr
en að mörgum árum liðnum. Það vita
þeir sem að bæjarmálum koma að
það er ekki fyrr en fullvinnandi fólk
flytur í hin nýju hverfi að gatnagerð-
„Kópavogsbær þarf að
hefjast handa og hafa
frumkvæði að stefnu-
markandi áætlun í at-
vinnumálum.“
in og annar kostnaður fer að skila
sér með skatttekjum íbúa. Því hlýtur
það að vera forgangsatriði að skapa
fólki vinnu, ekki bara þeim sem nú
ganga um atvinnulausir, heldur líka
þeim hundruðum sem nú er búið að
byggja yfír í nýjum hverfum Kópa-
vogs. Skuldastaða Kópavogsbæjar er
það hrikaleg að héðan í frá dugar
ekki að ausa út peningum í fram-
kvæmdir á vegum bæjarins. Það þarf
að koma til ný hugsun sem byggir á
því atvinnulífi sem fyrir er í bænum
Flosi Einarsson
en það þarf að efla og styrkja með
forystu bæjaryfirvalda. Nú er til stað-
ar í bænum Iðnþróunarfélag sem af
veikum mætti hefur unnið ágætis
starf, t.d. með því að skipuleggja
fagsýningu matvælagreina þann
13.-15. maí nk.
Iðnþróunarfélagið er e.t.v. vísir að
þeirri vinnu sem hér þarf að fara í
gang í atvinnumálum á vegum bæj-
arins. Mun kröftugri og ákveðnari
vinnubrögð af hálfu bæjaryfirvalda
þurfa þó að koma til þar sem starf-
semin er útvíkkuð til fleiri greina
með öflugri þátttöku atvinnurekenda
og launþega. Slík samræming og
stefnumótun þar sem horft er til
framtíðar og tekið á nýsköpun og
markaðsmáium þarf ekki að kosta 9
mikið. Spurningin snýst um frum-
kvæði, hugmyndavinnu og samræm-
ingu hagsmuna, að nýta sér þá þekk-
ingu sem er fyrir hendi víðsvegar í
þjóðfélaginu til uppbyggingar öflugs
atvinnulífs í Kópavogi.
Höfundur skipar 3. sæti á lista
Alþýðubandalagsins í Kópavogi.
X-R = ringiilreið
eftir Þorstein
Haraldsson
Nú eru framundan kosningar til
borgarstjórnar Reykjavíkur og eru
þar tveir listar í boði, annars vegar
listi Sjálfstæðisflokks og hins vegar
listi svokallaðs R-framboðs sem sam-
anstendur af Alþýðuflokki, Fram-
sóknarflokki, Kvennalista, Alþýðu-
bandalagi og einhveijum fleiri flokks-
brotum.
Það sem einkennt hefur borgar-
stjórnarkosningar fram að þessu er
að valmöguleikar kjósenda hafa verið
skýrir, hvað varðar möguleika á því
að velja þann stjórnmálaflokk sem
helst hefur nálgast pólitíska sannfær-
ingu þeirra, en nú ber það við, að
t.d. sá, sem fylgt hefur Alþýðu-
flokki, er neyddur til að kjósa Fram-
sóknarflokk, Alþýðubandalag og
Kvennalista nema hann greiði Sjálf-
stæðisflokki sitt atkvæði.
Stjórnmálaflokkar hafa verið
myndaðir um pólitíska hugmynda-
fræði sem kjósendur hafa síðan getað
lagt mat sitt á og vegið og metið en
núna er sú sérkennilega staða uppi
að fjórir stjórnmálaflokkar hafa lagt
hugmyndafræðina á hilluna í borgar-
málum í þeim eina tilgangi að kom-
ast til valda.
Það hefur hingað til ekki þótt til
eftirbreytni að vera tilbúinn til að
fórna sannfæringu sinni fyrir valda-
stóla og gera það með þeim hætti
sem fram kemur hjá R-lista flokkun-
um en þar er eina markmiðið að kom-
ast til valda en öllum fyrri stefnumál-
um kastað fyrir borð og allur fyrri
ágreiningur þessara flokka um stefnu
í borgarmálum vandlega falinn fyrir
hinum aimenna kjósanda.
Og svo mikið er kappið við að
komast að valdastólunum að fenginn
er að láni frá Kvennalistanum þing-
maður sem ætlar sér að verða borg-
arstjóri, að eigin sögn, en ætlar ann-
„Áhugi hennar og vilji til
að sinna málefnum Reyk-
víkinga í borgarsljórn
miðast við það eitt að hún
verði borgarsljóri og fái
meirihluta.“
ars ekki að vera með í borgarstjórn-
arflokki R-listans ef hann lendir í
minnihluta.
Þeir kjósendur sem greiða R-list-
anum atkvæði sitt vegna þess að
þeir vilja Ingibjörgu Sólrúnu í borg-
arstjórn fá engu um það ráðið vegna
þess að hún ætlar aðeins að vera
með ef R-listinn fær meirihluta en
annars ætlar hún að halda áfram sem
þingkona. Ahugi hennar og vilji til
að sinna málefnum Reykvíkinga í
borgarstjórn miðast við það eitt að
hún verði borgarstjóri og fái meiri-
hluta.
Núna í dag vita Reykvíkingar hvað
þeir hafa, sem er styrk og myndarleg
stjórn Sjálfstæðisflokksins með
ábyrgan borgarstjóra, en þeir vita
ekki hvað bíður þeirra ef R-lista fram-
boðið nær meirihluta í Reykjavík.
Reykvíkingum ætti að vera minn-
isstæð árin sem vinstri meirihluti var
við stjóm í Reykjavík. Það þekkja
allir hvernig ríkisstjórnir sem mynd-
aðar eru með samstarfi margra
flokka hafa gengið fyrir sig með
endalausum hrossakaupum um hin
smæstu mál og endalausum samn-
ingafundum á milli flokka.
Hvaða tryggingu hafa Reykvíking-
ar fyrir því að það sama eigi ekki
við sambræðing R-lista flokkanna?
Hvers vegna ætti að gegna öðru
máli um samstarf þessara flokka í
borgarstjórn en í ríkisstjórnum?
Viljum við Reykvíkingar innleiða
hér í borginni sama fyrirkomulag og
tíðkast á Alþingi og innan fjölflokka
ríkisstjórna?
Þorsteinn Haraldsson
Erum við tilbúin til að hverfa frá
stöðugleika í stjórn borgarinnar í
staðinn fyrir eitthvað fyrirbæri sem
aðeins getur kallað á ringulreið?
Ef R-lista flokkamir næðu meiri-
hluta, hver þeirra flokka sem að því
Rafmagns- og hita-
veita Reykjavíkur hf.?
eftir Alfreð
Þorsteinsson
Uppi á borðum sjálfstæðismanna
liggur óafgreidd tillaga frá 3. manni
á lista flokksins, Ingu Jónu Þórðar-
dóttur, um sameiningu Rafmagns-
veitu Reykjavíkur og Hitaveitu
Reykjavíkur í eitt orkufyrirtæki.
Þetta upplýsir Markús Örn Antonsson
fyrrv. borgarstjóri í Morgunblaðinu
27. apríl sl.
Þessar upplýsingar koma ekki á
óvart. Um nokkurt skeið hefur hinn
öflugi ftjálshyggjuarmui' flokksins
krafist þess, að stokkað yrði upp í
borgarkerfinu í anda fijálshyggjunn-
ar. I því felst m.a. að einkavæða sem
*
„I því felst m.a. að
einkavæða sem flest
borgarfyrirtæki og
fækka fólki í hagræð-
ingarskyni.“
flest borgarfyrirtæki og fækka fólki
í hagræðingarskyni.
Það hlýtur að vera umhugsunar-
efni fyrir starfsfólk Rafmagnsveitu
og Hitaveitu, að veigamiklar skipu-
lagsbreytingar á fyrirtækjum þeirra
bíði afgreiðslu hjá sjálfstæðismönn-
um fram yfir kosningar.
Það hlýtur einnig að vera umhugs-
unarefni fyrir kjósendur í Reykjavík,
Alfreð Þorsteinsson
hvort Rafmagnsveitu og Hitaveitu
bíði sömu örlög og SR-mjöIs.
Höfundur er forstjóri og skipar
6. sa‘ti R-listans.
Útivistar- og
björgunarsveitafólk
ÚTSALA
Isaxir - flispeysur - gönguskór
- klifurskór - plastskór
og margt fleira.
25-50% afsláttur.
Takmarkað mágn.
Útsalan stendur yfir dagana 2. maí-11. maí nk.
í verslun okkar á Grandagarði 14, Reykjavík.
Opið alla virka daga frá kl. 13.00 til kl. 17.00.
Slysavarnafélag íslands
Innkaupadeild
standa stæði ábyrgur gerða sinna að
fjórum árum liðnum?
Enginn skýr stefnumörkun hefur
verið sett fram af R-lista framboði
og ljóst er að stefnumörkun í hinum ;
ýmsu málaflokkum bíður fundahalda '
að kosningum loknum "innan hinnu
ýmsu ólíku flokka sem að því standa
og þar verður „herfanginu“ skipt ef
sigur vinnst en annars er allt eins
líklegt að R-listinn lognist út af því
enginn áhugi verður á því að starfa
saman í minnihluta þegar ekki einu
sinni borgarstjórakandídatinn er fá-
anlegur til slíks.
Með tilkomu Ama Sigfússonar sem
borgarstjóra í Reykjavík höfum við
Reykvíkingar kost á því að gera borg-
ina okkar og umhverfí enn betra fyr-
ir fjölskyldur okkar.
Arni hefur sannað það með veru
sinni í borgarstjórn að hann er fram- i
kvæmdamaður sem stendur við orð t
sín og lætur verkin tala.
í stað pólitíska hrossakaupa og i
hentistefnu R-listans skulum við (
Reykvíkingar velja í kosningunum ‘
sterka og samhenta stjórn Sjálfstæð- ,
isflokksins.
Atkvæði greitt R-listanum er ávís-
un á ringulreið.
Höfundur er tollfulltrúi og íbúi í
Reykjavík.