Morgunblaðið - 03.05.1994, Síða 37

Morgunblaðið - 03.05.1994, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI 1994 37 I I I I i 1 i i i i i i ( ( ( i ( i Jón Baldursson Evrópumeistari í einmenningi í brids Urslitin réðust ekki fyrr en í síðasta spili _______Brids_______ Guðm. Sv. Hermannsson JÓN Baldursson vann Evrópu- mótið í einmenningi i París í síðustu viku. Þetta er ekki lít- ið afrek því þarna voru saman- komnir flestir sterkustu spil- arar í Evrópu auk nokkurra heimsþekktra spilara frá Am- eríku og Asíu. Með þessu hef- ur Jón styrkt stöðu sína og íslands verulega á landakorti bridsheimsins. Þetta er í annað skipti sem Bridssamband Evrópu heldur einmenningsmót í samvinnu við franska stórfyrirtækið Generali. Fyrir tveimur árum kepptu ein- ungis spilarar frá Evrópu en í þetta skiptið var boðið nokkrum spiiurum utan Evrópu, þar á meðal Zia Mahmood, Gabriel Chagas og Edgar Kaplan. Áfram var þó keppt um Evrópumeist- aratitil auk dágóðra peninga- verðlauna, sem samtals námu 250 þúsund frönskum frönkum eða um þremur milljónum króna samanlagt í karla- og kvenna- flokki. 52 spilarar kepptu í karla- flokki og 28 í kvennaflokki og spilaði hver þátttakandi tvö spil við alla hina keppendurna. Sagn- kerfi, útspil og varnarmerki voru fyrirfram ákveðin og föstum spilafélögum var bannað að nota aðrar aðferðir. Jón sagðist ekki hafa lent í neinum vandræðum í sögnum enda reyna menn að hafa þær einfaldar í svona mót- um. Villurnar komu hins vegar einkum í vörninni þar sem reyn- ir mest á samæfingu spilafélaga. Spilað var í fjórum lotum og eftir fyrstu iotuna var Jón í 9 sæti. í annarri lotunni fékk hann síðan risaskor og fyrsta sætið en fór niður í annað sætið eftir þriðju lotuna. í fjórðu og síðustu lotunni náði hann efsta sætinu aftur þegar fjórum spilum var lokið en Frakkinn Christian Mari var ávallt á hæla honum. Og sig- ur Jóns var ekki tryggður fyrr en í síðasta spilinu þegar hann hafði Brasilíumanninn Gabriel Chagas á móti sér og fráfarandi Evrópumeistara í einmenningi, Pólveijann Piotr Gawrys, í and- stöðunni. Norður ♦ 9 VÁK3 ♦ K94 ♦ 976532 Vestur Austur ♦ G ♦ D8754 ¥ 98752 ¥ DG ♦ G872 ♦ 10653 ♦ Á104 ♦ KG Suður ♦ ÁK10632 ¥ 1064 ♦ ÁD ♦ D8 Vestur Norður Austur Suður Jón Szwarc Chagas Gawrys 1 Gr pass 3 Gr/ Grandopnun Gawrys er ekki alveg eftir bókinni en þeir Szwarc enduðu í eðlilegum samningi. Jón spilaði út hjarta- níunni sem neitaði háspili og Gawrys stakk því upp ás í blind- um og felldi gosann. Eins og spilið liggur hefði verið best fyr- ir Gawrys að spila strax laufi Morgunblaöid/Amór Evrópumeistara fagnað FORSVARSMENN Bridssambands íslands tóku á móti Jóni Bald- urssyni og Elínu Bjarnadóttur eiginkonu hans þegar þau komu frá París á sunnudag. úr borði. Chagas verður þá að stinga upp kóng og spila hjarta- drottningu og Jón á síðan tvær innkomur á lauf til að fríspila og taka tvo hjartaslagi. En ef Chagas lætur laufgosann nær sagnhafi að fría lauflitinn áður en vörnin fríar hjartað. En Gawrys taldi að spaðinn gæfi meiri möguleika enda vant- aði hann aðeins einn slag. Hann spilaði spaðaníunni og hleypti henni á gosa Jóns sem spilaði meiri hjarta. Gawrys stakk upp kóng, fór heim á tígulás og tók spaðaás. Þegar Jón henti tígli reyndi Gawrys laufadrottningu en Chagas drap með kóng og spilaði gosanum til baka og Jón yfirdrap með ás og spilaði hjarta í þriðja sinn. Gawrys tók nú spaðakóng og tíguldrottningu og spilaði sig út á spaða og Chagas tók þar tvo slagi en varð svo að gefa blindum á tígulkóng. En spilið var einn niður og Jón og Chagas fengu 22 stig af 24 mögulegum. Nokk- um tókst að stoppa í bút, og aðrir unnu 3 grönd þegar vörnin spilaði út tígli. Lokastaðan varð svo þessi: Jón Baldursson 1350,6 C. Mari, Frakklandi 1347,9 J. Westerhof, Hollandi 1321,8 M. Roudinesco, Frakkl. 1321,8 A. Versace, Ítalíu 1315,4 G. Chagas, Brasilíu 1311,1 H. Szwarc, Frakklandi 1302,8 M. Abecassis, Frakkl. 1299,8 G. Helgemo, Noregi 1291,5 A. Forrester, Bretlandi 1279,9 Pólski Evrópumeistarinn Kryzstof Lasocki vermdi botn- sætið en næstir honum komu Svíarnir Hans Göthe og P.O. Sundelin. Norður ♦ 9 ¥ Á9742 ♦ K10852 ♦ 52 Vestur Austur ♦ ÁKG5 ♦ 107 ¥ K8 ¥ G1065 ♦ G64 ♦ ÁD983 ♦ ÁDG4 ♦ G9 Suður ♦ D86432 ¥ D3 ♦ - ♦ K10863 Vestur Norður Austur Suður Jón Perron Mari Roud. - pass pass 2 spaðar 3 Gr dobl pass redobl/ pass 4 lauf Hreinn toppur Jón fékk hreinan topp þegar hann hafði helsta keppinaut sinn fyrir makker: N/Enginn Það voru þrír Frakkar hjá Jóni í þessari setu og Roudinesco opnaði á véikum 2 spöðum. Sam- kvæmt kerfinu hefðu 2 grönd hjá Jóni lofað 15-18 punktum og honum fannst spilin sín of sterk fyrir þá sögn. Jón vildi heldur ekki dobla og skaut því á 3 grönd sem hefðu unnist auð- veldlega. Roudinesco er ekki mikið fyrir að gefast upp baráttulaust og þegar kom að honum aftur reyndi hann 4 lauf sem Jón tók fagnandi við. Perron hefur lík- lega ekki litist á svipinn á Jóni því hann redoblaði til úttektar þótt ólíklegt væri að Roudinesco ætti mörg rauð spil eftir sagnir. Og Roudinesco ákvað að kenna félaga sínum að skipta sér ekki af því sem honum kæmi ekki við, passaði og fór 2.200 niður. ■ FRAMBOÐSLISTI Þ-listans, lista „venjulegs fólks“ á Siglu- firði, er þannig skipaður: Krislján S. Elíasson, sjómaður, Sævör Þorvarðardóttir, húsmóðir, Frið- finnur Hauksson, verkamaður, Díana Oddsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, Þormóður Birgisson, sjómaður, Ægir Bergsson, sjó- maður, Pétur Karlsson, sjómað- ur, Þórður Björnsson, sjómaður, Hafliði J. Hafliðason, sjómaður, Bjarni Harðarson, loftskeyta- maður, Árni V. Stefánsson, sjó- maður, Anna María Jónsdóttir, húsmóðir, Guðrún Hauksdóttir, verkakona, Jóhann Sigurðsson, vélvirki, Magnús Traustason, vélvirki, Erlendur Þ. Sigurðsson, sjómaður, Hafdís H. Haralds- dóttir, húsmóðir, og Haukur. Kristjánsson frá Kambi. Láttu ekki vanann veráa jaér aá lieilsutjóni. HugleiJdu kvort ekki er kominn tími til að endurnýja gömlu dýnuna Jaína. Lystadún-Snæland. framleiðir allt írá einföldustu dýnum til úrvals rúmdýna sem fullnægja ströngustu kröfum um útlit, gæði og Jrægindi. 'T/'.N LYSTADÚN-SNÆLAND lg dýnan er jarískipt. Efst er lag af mjúkum svampi, í miðjunni er latex, sem er unnið úr náttúru- gúmmíi, og neðst er stífur svampur. Stgr.verð; 26.900 kT. (80x200sm) BonneH yjooradyna er klædd eggja- kakkaskomum mjúkum svampi efst og neðst og í miðjunni er vandaður fjaðrakjami. Stgr.verð [18.500 kr.| (80x200sm) er klædd Lúxus aöraayna latexi efst og neást, á milli em mjúkar fjaðrir sem steyptar em inní stuðpúða úr frauði. Hver fjaðraeining er klædd í poka og fjaðrar j>ví sjálfstætt. Stgr.verð 32.800 kr. (80x200sm) Skútuvogi 11* Sími 68 55 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.