Morgunblaðið - 03.05.1994, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI 1994
43
Sigurður Valur Hall
dórsson — Minning•
Þó bijóstið hylji brostinn streng,
bráðum minnkar tregi,
þvi minningin um mætan dreng
mun lifa þótt hann deyi.
(H.H)
Við, systkini Sigurðar Vals Hall-
dórssonar, viljum með greinarkorni
fá að þakka fyrir að hafa fengið
að vera samferða honum í gegnum
lífið. Siggi Valur, eins og við kölluð-
um hann, hefur verið svo óaðskilj-
anlegur þáttur í lífi okkar hinna
fjögurra, að það er eins og að missa
hluta af sjálfum sér, þegar hann
nú hverfur, fyrstur okkar, á vit hins
óþekkta. Við ætlum okkur ekki þá
dul að geta fullkomlega skilið til-
ganginn með brotthvarfi hans héð-
an, en göngum áfram í fullvissu
um að heimur hans nú er betri
vegna komu hans þangað, en líf
okkar hér verður fátæklegra en ella.
Siggi bjó með foreldrum okkar
alla tíð og var m.a. þeirra stoð og
stytta, þegar þau fluttu til Brussel
fyrir tveimur árum og bjuggu sér
þar yndislegt heimili. Sú dvöl varð
alltof stutt, þegar örlögin tóku í
taumana og faðir okkar lést skyndi-
lega í október í fyrra. Við vitum
að það var móður okkar ómetanlegt
að hafa Sigga hjá sér þá. Fyrir
æðruleysi hans í þeirri miklu raun
og stuðning hans í erfiðum veikind-
um móður okkar, ber að þakka.
Siggi var ókvæntur og barnlaus,
en systkinabörn hans voru honum
sem hans eigin. Við vitum einnig
að Siggi var þeim annað og meira
en bara frændi. Fögnuður hans yfir
hverjum nýjum fjölskyldumeðlim
var svo sannur, að betur gátum við
ekki gert, foreldrar þeirra.
Þó að fjölskyldan hafi verið horn-
steinninn í lífi Sigga, var hann fé-
lagslyndur og naut þess að vera að
starfi og leik meðal félaga sinna í
ÍR í körfuboltanum. í fótboltanum
áttu Skagamenn stuðning hans all-
an og hann fylgdi þeim í blíðu og
stríðu. Siggi fylgdist einnig vel með
þjóðmálum og var alla tíð maður
frelsisins, einstaklingar skyldu hafa
frelsi til athafna, en vera ábyrgir
gerða sinna.
Okkur systkinunum hafa verið
Ijósir mannkostir Sigga alla tíð, en
síðustu vikur lífs hans færðu okkur
heim sanninn um hve mikið hann
hefur gefið okkur og'hefði haldið
áfram að gefa,. ef við hefðum feng-
ið að njóta hans lengur. Æðruleysi
hans í erfiðum veikinum hefur ver-
ið aðdáunarvert og við vitum nú
að hann hræddist ekki það ókomna,
aðeins að baráttan drægist á lang-
inn og hann þannig orðið öðrum til
byrði. Fölskvalaus ást hans á fjöl-
skyldu sinni var ómæld og nú von-
um við að við höfum verið hennar
verð og ef til vill endurgoldið að
nokki'u.
Sigrún Jóhann, Halldór
og Valgerður.
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast frænda míns, Sigurðar
Vals Halldórssonar, sem lést að-
faranótt 26. apríl, langt um aldur
fram, aðeins fertugur að aldri, eftir
snarpa baráttu við erfiðan sjúkdóm.
Frá því að ég man eftir mér hef-
ur Siggi Valur verið fastur hluti
tilverunnar. Hann hefur ætíð verið
til staðar. Allt frá því að hann pass-
aði okkur systkinin í æsku og fram-
undir andlátið var hægt að spjalla
við Sigga um allt milli himins og
jarðar. Oftar en ekki var þó aðal
umræðuefnið íþróttir þegar við
bræður hittum Sigga. í fótboltanum
hefur ÍA ætíð verið okkar lið og
missti Siggi varla af leik þegar
Skaginn spilaði. Aðalíþrótt Sigga
var þó körfuboltinn. Hann var alltaf
ÍR-ingur, dæmdi lengi fyrir félagið,
bæði innanlands og utan, studdi það
með ráðum og dáð, og sjálfkrafa
urðum við bræður einnig miklir
ÍR-ingar. Það var ekki ónýtt fyrir
strákgutta, sem þá sjálfur var byrj-
aður að æfa körfubolta með yngri
flokkum ÍR, að fá að fara með Sigga
frænda á æfingu eða leik á gullald-
arárum ÍR-liðsins í körfunni.
Síðustu ár bjó Siggi með ömmu
og afa í Brussel og ætluðu þau sér
að dvelja þar í nokkur ár. En skjótt
skipast veður í lofti. Hinn 27. októ-
ber sl. dó Halldór afi og á þeim
stutta tíma sem liðið hefur síðan
hefur margt gerst. Amma og Siggi
fluttu aftur heim, fyrst inn í Sól-
heima, en frá áramótum bjuggu þau
í Espigerði 4. Það er mikið verk
að standa í búferlaflutningum milli
landa og mæddi þar mest á Sigga,
enda gengu flutningarnir vel.
Það var mikið áfall fyrir fjöl-
skyldu og vini þegar Siggi greindist
með alvarlegan sjúkdóm sem á
skömmum tíma dró hann til dauða.
Mest er sorgin hjá ömmu, sem á
einungis hálfu ári hefur misst bæði
eiginmann og son.
Elsku amma, mamma, Jói, Haddi
og Vala. Við systkinin sendum ykk-
ur okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Eftir lifir minningin um góðan
frænda.
Halldór V. Magnússon.
Aðfaranótt þriðjudags 26. apríl
sl. lést Sigurður Valur Halldórsson
eftir stutt en erfið veikindi. Siggi
Valur eins og við ÍR-ingar kölluðum
hann oftast, var einn af okkar
traustustu félögum, alltaf reiðubú-
inn til að rétta hjálparhönd og allt-
af vakandi yfir hagsmunum Körfu-
knattleiksdeildar ÍR. Við áttum því
láni að fagna að fá hann til starfa
við dómgæslu fyrir ÍR og við teljum
að við höllum ekki á nokkurn þó
að við höldum því fram að hann
hafi verið einn virtasti körfuknatt-
leiksdómari landsins, á meðan hann
starfaði sem slíkur, en það gerði
hann um langt árabil eða þar til
hann fluttist til Belgíu með foreldr-
um sínum, þegar faðir hans var
ráðinn til ábyrgðarstarfa þar. Siggi
Valur fluttist með þeim út til að
vera sjúkri móður sinni innan hand-
ar, en án hans hjálpar hefði þeim
hjónum verið illmögulegt að búa
erlendis. Sá hörmulegi atburður
gerðist að faðir Sigga lést. sviplega
sl. haust og fluttist hann þá heim
með móður sinni um sl. áramót.
Við ÍR-ingar hugsuðum okkur
gott til glóðarinar að heimta Sigga
Val heim aftur og gerðum ráð fyrir
að fá hann til starfa af fullum krafti
á ný, enda kom það fljótlega á dag-
inn að fullur vilji var hjá honum
að hefjast handa á ný þar sem frá
var horfið.
En ekki átti það fyrir okkur að
liggja að njóta samvista við Sigurð
Val lengur að sinni, alla vega ekki
í þessum heimi. Það var í febrúar-
lok að þau válegu tíðindi bárust að
Sigurður væri alvarlega veikur,
hversu alvarlega vissum við ekki
þá, en fljótlega varð okkur ljóst
hvert stefndi.
Ekki síst í Ijósi þess hversu sjúk-
ur Sigurður var þótti okkur ákaf-
lega vænt um að sjá hann á síðustu
leikjum okkar í Seljaskóla, og þar
fundum við hjá honum þann sanna
keppnisanda og skildum betur þá
staðreynd að leikurinn er ekki tap-
aður fyrr en dómarinn flautar til
leiksloka.
Leiktími þinn er liðinn, Siggi
Valur, og okkur ÍR-ingum finnst
eins og leikurinn hafi verið flautað-
ur af í hálfleik, en við dómarann
deilum við ekki, allra síst þann er
yfir okkur vakir og örlögum okkar
ræður.
Því lútum við höfði og sendum
þér þakkir okkar og góðar óskir,
um leið og við sendum eftirlifandi
móður og systkinum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Far þú í friði.
Körfuknattleiksdeild ÍR.
Þau voru átta vorin sem við fögn-
uðum saman í Langholtsskóla. Þeg-
ar við komum nú aftur saman, ald-
arfjórðungi eftir að við kvöddum
skólann á holtinu, er höggvið skarð
í hópinn. Siggi Valur sem lengst
af gnæfði yfir okkur hin er horfinn
á braut, langt um aldur fram.
Heimarnir voru ungt hverfí þegar
við settumst á skólabekk hjá Guð-
finnu Kristjánsdóttur haustið 1961.
Byggingarsvæði, skurðir og móar
voru ónumin lönd fyrir smávaxna
landnema. Mörg okkar voru lífleg
í meira lagi, sumir hefðu sagt bald-
in, en flest vorum við-ákveðin í að
kanna hvaða leyndardóma lífið
hafði að geyma með beinum tilraun-
um ef fróðleiksfýsninni varð ekki
svajað með öðrum hætti.
Ágætir kennarar okkar reyndu
að beina áhuga okkar að því sem
uppbyggilegt mátti teljast. Það
gekk misjafnlega enda var atorkan
mikil og við sáumst ekki alltaf fyr-
ir. En við vorum ung og grerum
fljótt sára okkar. Langholtsskólinn
var okkar Valhöll. Hver dagur var
sem upphaf nýs lífs og ósigrar
gærdagsins skiptu ekki máli.
Það var sama hvort spilaður var
fótbolti í forinni eða farið í víking'
í Vatnagarða, Siggi fór þar fremst-
ur í flokki. Uppátækin voru stund-
um á mörkum hins leyfilega en þó
græskulaus. Hann var haukur í
homi þegar hjálpast var að með
heimalærdóminn og vitjaði jafnan
þeirra sem ekki komust í skólann
vegna lasleika. Framkoma hans við
okkur sem umgengumst hann mest
einkenndist af sérstökum hlýleika
og umhyggju.
Siggi Valur kom víða við á þess-
um árum. Hann barði húðir í skóla-
lúðrasveitinni hjá Karli 0. og æfði
körfu hjá Einari Ólafs. Hann hélt
miklar ræður yfir okkur í smíðatím-
um um landsins gagn og nauðsynj-
ar og átti stóran þátt í að gefa út
hið víðfræga bekkjarblað Surt.
Bekkurinn okkar hélst lítið
breyttur þessi átta ár á Langholt-
inu. Við vissum varla hvað það var
að sjá á eftir einhveijum úr hópnum
því að þeir sem fluttust í önnur
skólahverfi lögðu það margir hveij-
ir á sig að vakna fyrr en ella á
morgnana til að koma sér í gamla
skólann. Siggi Valur var einn
þeirra.
Við horfumst nú í augu við það
að bekkurinn á aldrei eftir að koma
saman allur eins og hann var. Fyr-
ir nokkru var ákveðið að við sem
kvöddum Langholtsskólann vorið
1969 myndum hittast til að rilja
upp gömul kynni. Þar verður skarð
fyrir skildi því Sigurður Valur, með
sína góðlátlegu glettni, mætir ekki.
Leiðir hafa skilið með þeim hætti
sem óhjákvæmilegt er því eitt sinn
skal hver deyja. En minningin lifir
og í henni verður bekkurinn okkar
eilíflega óbreyttur.
Við vottum móður Sigurðar og
systkinum samúð okkar.
Bekkjarsystkini
úr Langholtsskóla.
Vcnidciðcir
i'itfann 'skrey 'tii igcu:
Krctnscn:
krosscn:
/j /s ti/stei 'c ytingcn:
Sími: 6812 22
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
HELGA MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR
frá Sigtúnum,
Víðihlíð 4,
Sauðárkróki,
andaðist föstudaginn 29. apríl.
Útförin ferframfrá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 6. maíkl. 14.00.
Börn og tengdabörn.
t
Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
HELGA HJÁLMARSDÓTTIR GANDIL,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, þriðjudag-
inn 3. maí, kl. 13.30.
Örn Helgason, Bjarney Kristjánsdóttir,
Kristinn Sigurðsson,
Hjálmar Kristinsson, ívar Örn Arnarson,
Helgi Gunnar Kristinsson, Hörður Hinrik Arnarson,
Jóhann Örn Kristinsson, Lúðvík Arnarson
og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
GUÐRÚNARDAÐADÓTTUR
Jónína Pétursdóttir,
Björn E. Pétursson, Elísabet Sigurðardóttir,
Valdimar M. Pétursson, Ásdís Kristjánsdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eigin-
konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ELÍNAR ÞORKELSDÓTTUR,
Suðurgötu 12,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurnesja.
Valtýr Guðjónsson,
Emil Valtýsson,
Gylfi ValtýssonÁslaug Bergsteinsdóttir,
Guðrún Valtýsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
ÁGÚSTU GUÐLAUGSDÓTTUR,
Sólvangi,
Hafnarfirði,
áðurtil heimilis
á Frakkastíg 5, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á sjúkrahúsinu Sólvangi fyrir góða
umönnun.
Sveinn Bergsson, Randi Bergsson,
Guðrún Guðlaugsdóttir,
Þorbergur Guðlaugsson, Ólöf Guðmundsdóttir.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
SIGMUNDAR KARLSSONAR,
Vestmannaeyjum.
Elín Sigmundsdóttir,
Karl S. Sigmundsson,
Ester Sigmundsdóttir,
Ólafur Sigmundsson,
Auður Konráðsdóttir,
Svavar Sigmundsson,
Heimir Konráðsson,
Kristján Sigmundsson,
Laufey Sigmundsdóttir,
GunnarJóhannsson,
Gerður Sigfúsdóttir,
Jón Reynir Hilmarsson,
Þórhildur Jónasdóttir,
Sigurður Stefánsson,
Elin Jóhannsdóttir,
Eyrún Ingibjartsdóttir,
Svana Ingólfsdóttir,
Ólafur Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við fráfall eiginmanns míns, föð-
ur okkar, tengdaföður, áfa og langafa,
GUÐRÁÐS JÓHANNS GRÍMS
SIGURÐSSONAR
skipstjóra,
Hrafnistu,
Hafnarfirði.
Rannveig Hjartardóttir,
Ragnheiður Guðriður Guðráðsdóttir, Þorsteinn Laufkvist,
Hulda Guðrún Guðráðsdóttir, Garðar Sigurðsson,
Sigrún Gréta Guðráðsdóttir, Sigurjón Agústsson,
Sigríður Erla Guðráðsdóttir, Jónas Blöndal,
barnabörn og barnabarnabörn.