Morgunblaðið - 03.05.1994, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI 1994
fclk ■
fréttum
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Árný Helgadóttir hjúkrunarfræðingur var þjálfari hópsins í vetur. Hún situr lengst til vinstri, en síðan
koma Oddný Gunnarsdóttir, Kristín Bima Garðarsdóttir, Margrét Guðnadóttir, Ásta Reynisdóttir, Randý
Friðjónsdóttir og Björg Atladóttir.
SKEMMTUN
Piplomat fistölva
alvöru 486
llppfæranleg 25-66 Mllz
Docking Station
^BOÐEIND
Austurströnd 12. Sími612061.Fax612081
>
^^^Vaskhugi
íslenskt bókahaldsforrit!
Fjárhags-, sölu-, launa-, birgða-,
viðskiptamaimakerfi og margt fleira er
í Vaskhuga. Einfalt og öruggt í notkun.
Vaskhugi hf. Sími 682 680
Vertíðarlok hjá
kraftgöngukonum
Hópur kvenna hefur stundað unarfræðings. Þær skelltu sér í
kraftgöngur í vetur undir Perluna um helgina til að halda upp
stjórn Árnýjar Helgadóttur hjúkr- á árangur vetrarins.
fflUNl
■
LYST
w
Leyfishafi McDonald's
íslensktfyrirtœki
fslenskar landbúnaSarafurSir
Big Mac með
4 kjöthleifum!
Góöur matur
Góð kaup
SUÐURLANDSBRAUT 56
FRAMTAKSSEMI
Konur í Staðarsveit
með eigin leikskola
Atta konur í Staðarsveit á
Snæfellsnesi reka leikskóla
fyrir þrettán börn sín á aldrinum
tveggja til fimm ára að Lýsu-
hóli. Börnin eru í leikskólanum
einn dag í viku og skiptast kon-
urnar á um að annast börnin,
sækja þau og skila heim.
„Börnin hlakka til alla vik-
una, finnst tíminn á milli allt
of lengi að líða,“ sagði Margrét
Björk Björnsdóttir í Böðvars-
holti sem sá um leikskólann
ásamt Margréti Þórðardóttur í
Furubrekku dag einn fynr
skömmu þegar Morgunblaðið
var þar á ferðinni. Hún sagði
að gott væri fyrir börnin að
kynnast áður en þau færu í
skóla og síðan gætu foreldrarn-
ir nýtt leikskóladagana til þess
að fara í kaupstað eða til ann-
arra snúninga.
Konurnar reka leikskólann
fyrir eigin reikning og hreppur-
inn leggur til húsnæðið og efni
til föndurs.
FELAGSMAL
Veiðivörður
í vinabæjarleit
Hér á landi var
nýlega staddur
Svíinn Börje Hed-
man, opinber veiði-
vörður í Sollefteá í
Norður-Svíþjóð,
m.a. í þeim erinda-
gjörðum að grennsl-
ast fyrir um hvort
forsvarsmenn ís-
lenskra sveitar- eða
bæjarfélaga hefðu
áhuga á því að
verða síðasti hlekk-
urinn í vinarbæjark-
eðju á Norðurlönd-
um. Það kóm Hed-
man nokkuð á óvart
að fregna það að
„markaðurinn" væri nær mettur í
bili, öll stærstu sveitarfélögin eru
nú þegar í slíkum tengslum. Leit-
aði Hedman á náðir Morgunblaðs-
ins til að lýsa eftir sveitarfélagi í
vinarbæjakeðjuna sem í eru Soll-
efteá með 25.000 íbúa, Steinkjer í
Noregi, Hammel í
Danmörku og Ny-
karleby í Finnlandi,
en í hveijum þeirra
eru um 6.000 íbúar.
Að sögn Páls
Guðjónssonar, for-
manns Vinabæjar-
nefndar Norræna
félagsins, eru nú
þegar um 35 ís-
lensk sveitarfélög í
vinabæj artengslum
við bæi á hinum
Norðurlöndunum
og hefur gengið
erfiðlega að finna
sveitarfélög, sém
ráða við þann
kostnað sem óhiákvæmilega fylgir
slíku, s.s. vinabæjarmót. I kjölfar
sameiningar sveitarfélaga kunni
hins vegar að opnast nýir möguleik-
ar og bindi Norræna félagið miklar
vonir við það.
Börje Hedman
Morgunblaðið/Geir Sævarsson
Bangsar komnir til síns heima
SVO VIRÐIST sem þessir sex bangsar úr Fjölbrautaskólanum
Breiðholti hafi glatað félögum sínum þegar nemendurnir voru
að dimmittera í síðustu viku. Þeim er þó ekki alls varnað, því
ekki ber á öðru en heimahagar þeirra „Bangsaland“ blasi við.