Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Ullariðnaðurinn hefur rétt úr kútnum í kjölfar hagræðingar í rekstri KOSTNAÐUR við rekstur Foldu hefur lækkað um 40 milljónir milli áranna 1992 og 1993 en á liðnu ári var ráðist í endurskipulagn- ingu fyrirtækisins sem skilað hef- ur þessum árangri. Hagræðing í rekstri er ekki að fullu komin fram þannig að búast má við að rekstr- arkostnaður lækki enn. Fyrirtæk- ið er að rétta úr kútnum eftir stór áföll sem yfir dundu á fyrstu miss- erum í rekstri og sjá forráðamenn þess fram á að tækifæri í iðngrein- inni eru fyrir hendi. Baldvin Valdimarsson fram- kvæmdastjóri Foldu sagði, að ráðist hefði verið á alla rekstrarliði til að lækka kostnað en endurskipulagn- ing hefði m.a. falist í verulegri fækkun á mannskap. Starfsfólki var fækkað um 30-40, hönnunar- deild sem flutt norður frá Reykja- vík, öll starfsemi fyrirtækisins flutt Könnun vegna kosninga Fjórðung-- ur er enn óákveðinn FJÓRÐUNGUR kjósenda á Akur- eyri er hefur ekki ákveðið hvaða stjómmálaflokk þeir ætla að kjósa í sveitarstjómarkosningunum og um 10% ætla ekki á kjörstað. Þetta er m.a. niðurstaða skoðanakönn- unar sem félagsfræðideild Mennta- skólans á Akureyri gerði fyrir Dag. Fylgi flokkanna miðað við þá sem tóku afstöðu í könnuninni er þannig að Alþýðubandalag fengi 21,1% at- kvæða og tvo menn í bæjarstjórn, Alþýðuflokkur 7,7% og engan mann kjörinn, Framsöknarflokkur 40,2% og 5 menn kjöma og Sjálfstæðis: flokkur 31,3% og 4 menn kjöma. í bæjarstjóm sitja nú tveir fulltrúar Alþýðubandalags, einn frá Alþýðu- flokki, fjórir frá Framsóknarflokki og ijórir frá Sjálfstæðisflokki. Við síðustu kosningar buðu Kvennalisti og Þjóðarflokkur fram á Akureyri en ekki nú en þessir flokk- ar fengu um 10% atkvæða og virð- ist fylgi þeirra deilast á Alþýðu- bandalag og Framsóknarflokk ef marka má skoðanakönnunina. Alþýðubandalag og Sjálfstæðis- flokkur höfða mest til ungs fólks en Framsóknarflokkur hefur áber- andi mest fýlgi eldra fólks. Ungt fólk og konur em í meira mæli í hópi óákveðinna. Könnunin var gerð í lok apríl og tóku 390 manns af 557 manna úr- taki þátt í henni. Ný tækifæri blasa við Foldu í eitt hús en var áður í nokkmm húsum á Gleráreyrum, meiri hag- kvæmni náðist í hráefnisinnkaupum og þá hefur nýting hráefnis batnað til muna sem Baldvin sagði að starfsfólk ætti allan heiður af. Veltan eykst Velta Foldu jókst úr 310 milljón- um í 318 millj. milli ára. Á árinu 1992 var 49 millj. kr. tap á rekstrin- um en fyrirtækið er nú gert upp með 2 millj. kr. tapi. Vaxtakostnað- ur hefur hækkað milli ára en áhrif gengisbreytinga á liðnu ári komu vel út fyrir Foldu sem átti útistand- andi skuldir í erlendri mynt og eins seldi fyrirtækið mikið til Japans en yenið styrktist á árinu. „Við finnum enn fyrir samdrætti meðal okkar stærstu viðskiptavina, en gerum okkur góðar vonir um að ná nýjum viðskiptasamböndum og hefur verið lögð nokkur vinna í það að endurnýja viðskiptavinahóp- inn. Sú þrönga staða sem við höfum verið í gefur okkur hins vegar ekki mikið svigrúm til að vinna á nýjum mörkuðum en við erum vongóð um að ná nýjum og spennandi aðilum í viðskipti," sagði Baldvin. Nýjar vélar eru á óskalistanum en að sögn Baldvins er hráefnis- kostnaður fyrirtækisins um 100 milljónir króna á ári og með nýrri vélum værí hægt að ná fram um 20% spamaði í hráefniskaupum. „Það eru tækifæri í þessari iðn- grein og við sjáum fram á bjartari tíma. Við þurftum tíma til að vinna okkur út úr vandamálum sem tengdust gjaldþroti fyrirrennara okkar, Álafossi, og þá urðum við fyrir miklu áfalli þegar stór kaup- andi í Rússlandi sveik gerða samn- inga. Það var mikil blóðtaka fyrir fyrirtækið og við töpuðum gífurleg- um íjármunum. Það hefur verið á brattann að sækja en við höfum lifað þessi áföll af og sjáum ýmis batamerki á lofti,“ sagði Baldvin. Bænnn býður ílyfturnar BESTA tímabili skíðamanna til margra ára lýkur um komandi helgi með því að bæjarbúum og gestum gefst kostur á að nýta sér lyftur sér að kostnaðarlausu, en bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti þetta á fundi á þriðjudag. Fyrirhugað var að loka skíða- svæðinu um síðustu helgi en ívar staðarhaldari Sigmundsson í Hlíðarfjalli sagði, að sennilega hefði gripið bæjarfulltrúa kosn- ingaskjálfti og væri vonandi að skíðaunnendur nýttu sér þetta síðasta tækifæri að komast á skíði. Veitingasalan verður ekki opin þar sem starfsfólk er hætt störfum og þá er verið að skipta um burðarvír í stólalyftu þannig að hún verður Iokuð en allar aðrar Iyftur verða í gangi. Burð- arvírinn, sem verið er að skipta um, kostar um 2 miHj. króna en sá sem fyrir var í lyftunni hefði orðið 25 ára gamall i lok ársins. j,Það gekk vel í vetur,“ sagði Ivar, „það hefur ekki gengið eins vel hér í mörg ár.“ Seld voru 17.500 dagskort í lyftur og tæp- lega 500 árskort sem er umtals- verð aukning frá fyrri árum, sem þýðir meiri innkomu í kassann. Þau eru Styðjum ► Munið gíróseðlana á okkar vegum. við bakið á þeim. Rauði kross íslands Rauöarárstíg 18,105 Reykjavík, slmi 91-626722 Einingar- félagar yf- ir 4.000 í fyrsta sinn FÉLAGSMÖNNUM í Verka- lýðsfélaginu Einingu fjölgaði á milli ára og eru nú í fyrsta skipti yfir 4.000 aðalfélagar skráðir í félagið. Einingar fé- lagar eru nákvæmlega 4.015 og aukafélagar 756. Flestir aðalfélaganna eru í Akur- eyrardeild eða tæplega 3.100 manns, þá eru yfir 400 manns í Dalvíkurdeildinni, 265 í Ól- afsfjarðardeildinni, 112 i Grenivíkurdeild og um 100 í Hríseyjardeild en í Bílstjóra- deild Einingar eru 56 félags- menn. Verkalýðsfélagið Ein- ing er þriðja stærsta félagið innan Alþýðusambands Is- lands. Aðalfundur félagsins var haldinn í fyrrakvöld var var Björn Snæbjörnsson end- urkjörinn formaður þess. 19 tilboð í hitaveitu NÍTJÁN tilboð bárust í lögn ríflega 10 kílómetra langrar aðveituæðar fyrir heitt vatn frá Laugalandi á Þelamörk til Akureyrar. í tilboðinu felst fullnaðarfrágangur lagnar og lands. Kostnaðaráætlun Hita- veitu Akureyrar hljóðaði uþp á 27,8 milljónir og voru 12 tilboðanna undir áætluninni. Friðrik Ólafsson bauð lang- lægst í verkið eða rúmar 15,2 milljónir króna eða tæplega 55% af áætluðum kostnaði. Hæstu tilboðin voru upp á tæplega 45 milljónir króna. Bæjakeppni í karaoke KARAOKEKEPPNI kaup- staðanna fer fram í skemmti- staðnum 1929 föstudags- kvöldið 6. maí en þar verður valinn fulltrúi Akureyrar í keppnina. Úrslit fara fram í Reykjavík í næsta mánuði. Skemmtistaðurinn 1929 hefur verið opnaður á ný og verður í fullum rekstri í sumar. Vor- tónleikar VORTÓNLEIKAR eldri nem- enda Tónlistarskólans á Akur- eyri verða haldnir í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju í kvöld, fimmtudagskvöldið 5. maí, kl. 20.30. Þar verður sungið, leikið á píanó, fiðlu, lágfiðlu, selló, gítar, óbó og slagverk. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.