Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Lágt vöruverð er skilyrði fyrir rekstri Þorpsins Fyrir skömmu var opnað Þorp í Borgar- kringlunni og eru þar 25 verslanir. Jóhanna Ingvarsdóttir brá sér þangað til að skoða úrvalið. Gingseng- þykkni á markað RAUTT eðalgingsengþykkni er nú aftur komið á markað eftir að hafa ekki verið til í um það bil ár. Verð á þykkninu hefur lækkað að sögn Sigurðar Þórðarsonar inn- fljAjanda og segir hann ástæðuna þá að nú sé gingsengið flutt beint inn frá Kóreu, en áður hafi það verið flutt inn í gegnum Þýska- land. „Algengt útsöluverð á glasi af þykkninu er um 3.300 krónur, sem er sama verð og fyrir sex árum. í hveiju glasi eru 35-40 skammtar og má til dæmis hræra þykknið út í heitt vatn eða te.“ Sigurður segir að sala á gings- engi aukist alla jafna á þessum árstíma. „Menn taka gjarnan gingseng þegar álagið er mikið. Bændur fá sér margir gingseng meðan sauðburður er og náms- menn meðan þeir eru í prófum. Þá er algengt að íþróttamenn taki gingseng og einnig eldra fólk.“ Sigurður segir að gingseng hafi meðal annars hressandi áhrif. „Til gamans má líka geta þess að Kóreumenn gerðu rannsókn á áhrifum þess í tengslum við áfeng- isneyslu. í ljós kom að úthreinsun var mun hraðari hjá þeim sem fengu gingseng en hjá samanburð- arhópnum og líðan þeirra daginn eftir var miklu betri en hjá þeim sem ekki fengu gingseng.“ Fljótandi Akra smjörlíki SMJÖRLÍKISGERÐ KEA hefur nýlega sett á markað fljótandi AKRA smjörlíki. Víða erlendis hefur fljót- andi smjörlíki verið að ryðja sé til rúms og nýtur þar aukinna vin- sælda, sér- staklega vegna þess hversu hent- ugt og þægi- legt það er í notkun. Fljótandi smjörlíki er hægt að nota í stað smjörlíkis eða smjörs í matargerð, bakstur, sósur og er jafnframt hentugt til steikingar. AKRA fljótandi smjörlkíki inni- heldur rabsolíu, sem er talin með allra hollustu olíum og inniheldur lítið af mettaðri fitu. ----♦--»-♦-- Tilboð fyrir nýja seljendur í Kolaportinu UM helgina verður nýjum seljend- um boðinn sérstakur afsláttur á sölubásum í Kolaportinu og mun básinn kosta 1.800 krónur. Talið er að meira en 20.000 Islendingar hafi prófað að selja í Kolaportinu og nú fer hver að verða síðastur að prófa söluhæfi- leika sína í gamla Kolaportinu því þann 21. maí næstkomandi flyst það í Tollhúsið. ----» ♦ ♦--- „Pítudagar“ í Hagkaup ÞESSA dagana standa yfir svo- kallaðir „pítudagar" í Hagkaup. Kynningar verða á pítum, ýmis tilboð eru í gangi og viðskiptavin- um gefnar uppskriftir um leið og þeir smakka. kAK RAÍ Öryggi barna Oryggishellur þeirra Jóhanns Bjarna- sonar og félaga hafa reynst vel á þeim leik- völlum þar sem þeim hefur verið komið fyrir. A IBorgarkringlunni, nánar til- tekið á annarri hæð í því húsrými sem áður hýsti Kringlusport, hefur Þorpið verið starfandi frá því í mars sl. I Þorp- inu eru 25 verslanir í um 800 fermetra rými. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar enda hefur það sýnt sig að Þorpið er komið til að vera,“ segir Hannes Ragnarsson, sem gengur gjarnan undir titlinum „sveitarstjórinn" í Þorpinu. Hannes er einn þriggja rekstrar- aðila, en hinir eru Jón Sigurðsson og Daníel Daníelsson. Saman ráku þeir Stórmarkaðinn í Faxa- feni þangað til um síðustu mán- aðamót, en auk þess að reka nú Þorpið, rekur Daníel fataverslun- ina Nínu á Akranesi og þeir Jón og Hannes standa að þremur verslunum í Keflavík: Kódu, K- sporti og Fatamarkaðnum. 25 verslanir Af þeim 25 verslunareining- um, sem er að fínna í Þorpinu, reka þremenningarnir sjálfir fjór- ar þeirra: Thomsens-magasín sem selur fatnað á börn og full- orðna og íþróttavörur, Grund sem er verslun með fatnað og skó á verði frá 99 kr. og upp í 990 kr., Bristol sem verslar með inn- fluttan notaðan tískufatnað á yngri kynslóðina og svo Antik- flóru sem selur m.a. antik-hús- gögn og „Churchill“ matar- og kaffistell. Sex manna matarstell, sem í eru 30 hlutir, kostar um 3.400 kr. „Ef þú umbreytir verð- inu yfir í karamellur, þá kostar hvert stykki í stellinu þijár kara- mellur, eða 113 krónur,“ segir afgreiðslumaðurinn Jón Magnús Björnsson. Aðdráttaraflið Útlit sitt sækja verslanirnar í gamla burstabæja-formið og verslunarheitin láta líka kunnug- lega í eyrum. Þarna er t.d. Geirs- búð, Duus-verslun, Fjalaköttur- inn, Geysir, Nóra-magasín og Borg svo eitthvað sé nefnt. Ljóst er að verðmerkingar eru jafn- framt í heiðri hafðar og það á áberandi stöðum innan veggja Þorpsins enda eiga þau að vera eitt aðal aðdráttarafl Þorpsversl- unarinnar. „Það má segja að þeir kaupmenn sem fá hér inni verði að sætta sig við það að bjóða lágt vöruverð. Það er jú markmiðið. Þorpið er einskonar millistig milli stórmarkaðar og Kolaportsins og ég myndi segja að vöruverð hér væri almennt 30-40% lægra en í venjulegum verslunum. Þetta er hægt með Öryggishellur úr gúmmmíi geta hindrað slys á börnum ÖRYGGISHELLUR úr endurunnu gúmmíi fengu viðurkenningu frá átakinu Öryggi barna okkarábyrgð fyrir skömmu. Gúmmívinnslan hf. endurvinnur gúmmíið en Islensk vöruþróun hf. hannaði hellurnar. Upphaf þessa má rekja nokkur ár aftur í tímann, þegar Jóhanr. Bjarnason og félagar hans voru við nám í Tækniskólanum. „Þegar kom að lokaverkefni, ákváðum við að huga að umhverfís- vernd og vinna með endurunnið og endurvinnanlegt efni. Við höfðum samband við Gúmmívinnsluna og vorum í samstarfi við Herdísi Staargard, sem hefur unnið mikið að öryggismálum barna.“ Eftirlíking af barnshöfði gerð úr áli Þegar afráðið var að vinna ör- yggishellur úr endurunnu gúmmíi, smíðuðu þeir félagar mælitæki sem lokaverkefni. Tækið mælir demp- unareiginleika á öryggishellunum. „Við gerðum álkúlu sem eftirlík- ingu af barnshöfði og til að mæla fallhraða var kúlan sett í gálga. Með því að herma eftir höggi var reiknað út hvernig hellur væru ör- uggastar miðað við að barn félli á þær.“ Nú er unnið að því að staðla gæðakröfur um undirlag og yfir- borðsefni á leikvöllum í öllum Evr- ópulöndum. „Krafa verður um að undir rólum séu hvorki steyptar hellur né viður, heldur sandur eða öryggishellur úr gúmmíi. Evrópsk- ur gæðastaðall er líkur þeim breska og voru því öryggishellurnar sendar þangað í prófanir og mælingar stóðust mjög vel. Nokkrir leikskólar hér hafa látið setja öryggishellur á lóðirt.d. Lauf- ás á Þingeyri. „Við létum setja þær undir rólur s.l. sumar með öryggi barnanna í huga,“ segir Sonja Elín Thompson leikskólastjóri. „Snjór bráðnar vel af þeim og reynslan er góð. Ég býst við að 'keyptar verði hellur undir fleiri leiktæki eftir því sem fjármagn leyfir.“ Snjólausar gúmmítröppur Jóhann útilokar ekki útflutning. „Við vitum að framleiðsla okkar er 30-40% ódýrari en sambærileg framleiðsla í Þýskalandi og e.t.v kæmi að því að flytja út seinna.“ Þeir félagar hefja senn framleiðslu á gúmmíhellum með innbyggðu snjóbræðslukerfi, einnig í samvinnu við Gúmmívinnsluna og gætu þær verið komnar á markað eftir eitt ár. „Við ætlum að nota tvenns konar orkugjafa svo fólk geti valið hvort kerfið notar heitt vatn eða rafmagn. Hægt verður að leggja gúmmíhellurnar ofan á tröppur og fá þannig snjóbræðslukerfi án þess að bijóta upp tröppurnar. Gúmmí er góður kostur, sterkt efni sem er stamt og er því ekki jafn sleipt í bleytu og steypa eða viður. Síðast en ekki sist er það endurunnið." Morgunblaðið/Sverrir Þorpið er einskonar millistig milli stór- markaðar og Kola- portsins. Hannes Ragnars- son, sveitarsljóri í Þorpinu, t.h. á myndinni, ásamt Jóni Magnúsi Björnssyni af- greiðslumanni í Antik-flóru, sem er ein 25 verslanna í Þorpsins. minni álagningu, minni tilkostn- aði, styttri opnunartíma og yfir höfuð hagstæðari rekstrarein- ingu,“ segir Hannes. Verðlag Á gönguferð um Þorpið mátti svo dæmi séu tekin fá bómullar- skyrtur á 1.790-2.490 kr., Relco enskar gallabuxur á fullorðna á 1.990, Struggle’s gallabuxur á 990 og Big Time barnagallabuxur í nokkrum litum á 880 kr. íþrótta- galla á fullorðna er hægt að fá á 4.900 og íþróttaskó frá 500 kr. og upp í 4.900 kr. Adidas leður- golfskór kosta 1.990 og takka- skór á börnin 890 kr. Stutterma- boli má fá á 290 kr. eða þtjá saman í pakka á 590 kr. Slæður úr hrásilki kosta 290-590 og stígvél á börnin frá 650-990 kr. svo fátt eitt sé nefnt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.