Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 9
FRÉTTIR
Foreldrar fá að
þjálfa börn sín í
akstri bifreiða
Varðstofa vegna
neyðarsímanúmers
Rættum
samstarf
við rekstur
VIÐRÆÐUR hafa átt sér stað
milli Slökkviliðs Reykjavíkur,
Slysavarnafélags íslands, Vara
og Securitas um sameiginlegan
rekstur varðstofu í höfuðborg-
inni með tilkomu neyðarsíma-
númersins 112, sem ráðgert er
að komið verði á eigi síðar en
í lok ársins 1995. Að sögn
Hrólfs Jónssonar slökkviliðs-
stjóra eru viðræðurnar enn
skammt á veg komnar.
Nefnd sem dómsmálaráð-
herra skipaði lagði til að komið
yrði á samræmdu neyðarsíma-
númeri, 112, fyrir landið allt,
til að taka allan sólarhringinn
við beiðnum um neyðaraðstoð
lögreglu, slökkviliðs, sjúkra-
flutningamanna, lækna og
björgunarsveita í stað þeirra
um 150 símanúmera sem nú
þarf að hringja í um landið allt
eftir slíkri þjónustu. í skýrslu
nefndarinnar er gert ráð fyrir
einni vaktstöð á höfuðborgar-
svæðinu með sólarhringsvökt-
un fyrir landið allt en að eftir
því sem aðstæður og fjárhagur
leyfi verði byggðar upp vakt-
stöðvar í einstökum landshlut-
um. Lagafrumvarp þessa efnis
hefur verið lagt fyrir Alþingi.
Uppboðs-
markaðurinn
hægt af stað
UPPBOÐ á notuðum bíium hjá
uppboðsmarkaðinum Krónunni
hf. hefur farið heldur hægt af
stað, að sögn Hilmars Krist-
jánssonar eiganda fyrirtækis-
ins. Fjögur uppboð hafa verið
haldin, og sagði Hilmar sifellt
fleiri koma og fylgjast með, en
menn væru tregir til að taka
virkan þátt enn sem komið er.
Hilmar sagði talsvert um að
menn gerðu tilboð í bíla að
loknu uppboði, og því hyggðist
hann vera með tiiboðsmarkað
alla virka daga, en halda upp-
boðunum engu að síður áfram
á laugardögum.
ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráð-
herra hefur breytt reglugerð um
ökukennslu í þá veru að foreldrar
eða velunnarar ökunema mega hér
eftir taka að sér þjálfun þeirra. Þjálf-
unin kemur til viðbótar hefðbundinni
ökufræðslu sem ökukennarar sinna.
Dómsmálaráðherra segist binda
miklar vonir við að breytingin verði
til bæta umferðarmenningu á Islandi
og fækka slysum.
Fyrir u.þ.b. einu ári var
umferðarlögum breytt og
sett inn í þau ákvæði sem
kveður á um að sérstakir
leiðbeinendur megi taka að
sér þjálfun ökunema. Jafn-
framt var heimilað að ökun-
ám mætti heflast sex mán-
uðum áður en ungmenni ná
17 ára aldri, en eldra
ákvæði miðaði'við þijá mán-
uði.
Sú breyting sem gerð
hefur verið felur ekki í sér
að dregið verður úr kennslu
ökukennara. Þjálfun undir
leiðsögn foreldra eða vel-
unnara felur í sér hreina
viðbót við hefðbundna ökukennslu.
4-6 mánaða þjálfun
Vilji ökunemi nýta sér möguleika
á þjálfun undir leiðsögn aðstand-
enda hefur hann samband við öku-
kennara sem tekur hann í ökutíma
og kennir honum grundvallaratriði
varðandi akstur bifreiðar. Eftir að
nemandinn hefur fengið þessa
fræðslu í 2-4 vikur getur foreldri
eða einhver annar leiðbeinandi tek-
ið við að þjálfa hann. Sá þjálfunar-
timi getur staðið yfir í 4-6 mánuði.
Við þjálfunina verður bíll leiðbein-
andans merktur með sérstöku skylti
sem á stendur „Æfingaakstur“.
Áður en þjálfun hefst leggur öku-
kennarinn mat á hæfni nemandans
til að fara í þjálfun hjá leiðbein-
anda. Einnig verður að fá vottorð
frá tryggingarfélagi og sérstakt
leyfi frá lögreglustjóra. Leiðbein-
andi verður að vera orðinn 24 ára
og hafa reynslu af akstri bifreiðar
í a.m.k. fimm ár. Hann verður einn-
ig að hafa haft gilt ökuskírteini síð-
ustu 12 mánuði og má ekki hafa
gerst sekur um vítaverðan akstur.
Að loknum þjálfunartimanum legg-
ur ökukennari mat á hæfni nemend-
ans og að síðustu fer hann í öku-
próf.
Óli H. Þórðarson framkvæmda-
stjóri Umferðarráðs sagði að það sé
almennt viðurkennt að reynsluleysi
ungra ökumanna sé ein stærsta or-
sök fyrir umferðaróhöppum hér á
landi. Hann sagðist því binda miklar
vonir við að slysum fækki með þess-
ari breytingu.
Þau leyfi sem ökuneminn þarf að
afla sér hjá ökukennara og lögreglu-
stjóra fela ekki í sér neinn auka-
kostnað. Hins vegar hafa trygging-
arfélögin ekki svarað því hvernig
þau muni bregðast við þessari nýj-
ung. Talsmenn þeirra segja að aukin
áhætta fylgi tryggingum þegar próf-
laus ökumaður situr undir stýri þó
að fullgildur leiðbeinandi fylgist með
akstri hans. Líklegt er talið að þau
muni bregðast ólíkt við þessu. Dóms-
málaráðherra benti á að stefnt sé
að því að þessi breyting skili betri
ökumönnum þegar fram í sæki og
þar með lægri útgjöldum fyrir trygg-
ingarfélögin.
Reynsla annarra þjóða er góð
Reynsla annnarra þjóða af öku-
þjálfun undir leiðsögn leiðbeinanda
er mjög góð. Slys meðan á þjálfun
stendur hafa verið mjög fá. Svíjar
og Norðmenn hafa í nokkur ár hag-
að ökukennslu með svipuðum hætti
og nú er verið að taka upp hér á
landi. Þar fá ungmenni ökuréttindi
við 18 ára aldur og þjálfunartíminn
getur staðið í allt að tvö ár.
Morgunblaðið/Sverrir
Oli H. Þórðarson framkvæmdastjóri
Umferðarráðs (t.v.) og Þorsteinn Páls-
son dómsmálaráðherra.
______STEINAR WAAGE_________
SKÓVERSLUN
Villtar tær í villtum mosa
Nýjung gæðir BAMA skóna sérstökum kostum.
Þeir hafa innbyggðan skógarmosa sem nemur
til sína raka, er þægilegur, ferskur og hefur góð
áhrif á húðina.
BAMA skórnir eru framúrskarandi. Þar má nefna
sérstaklega hina vel hönnuðu fótahvílu. Fæturnir
hvíla á þeim stuðningi, sem hið góða innlegg veitir.
! f ?
BAMA hefur einkaleyfi á þessum
mosasóla, sem hefur náð miklum
vinsældum í Þýskalandi og víðar.
Auk þess eru allar afurðir
BAMA í sérflokki hvað
gæði varðar.
STEINAR WAAGE ^
SKÓVERSLUN J?
SÍMI 18519 <P
STEINAR WAAGE ^
SKÓVERSLUN ^
SÍMI 689212 ^
lU'BVtturjipu uí.'Slí -wniimium 01
Ný töskusending
Frábært úrval
Fræbært verð
Verð frá kr. 2.985,-
Snyrti- og gjafavöruverslun,
Miðbæ, Háaleitisbraut.
SILFURSKEMMAN
Silfurskartgripir frá Chile og Mexíkó
Tilvalið til
fermingagjafal
Opið dagl. frá kl. 15-18, laugard. frá kl. 10-12
eða eftir samkomulagi.
Sími 91-628112
Miðbraut31, 170 Seltjarnarnesi.
Qj^amK gjafverði
STÓRFELLD VERÐLÆKKUN
Á næstunni kynnum við nýjar gerðir (írmm kæliskápa. I sam-
vinnu viDanmörku bjóðum við því síðustu skápana
af 1993 árgerðinni, og nokkrar fleiri gerðir, með verulegum
afslætti, eins og sjá má hér að neðan:
(ÍIUM Ytri mál mm: Rými Itr. Verð Verð nú aðeins:
gerð: HxBxD Kæl.+ Fr. áður m/afb. stgr.
K-180 865x595x601 172+ 0 53.750 45.690 42.490
K-285 1265x595x601 274+ 0 56.980 49.980 46.480
K-395 1750x595x601 379+ 0 83.850 73.970 68.790
KF-185 1065x550x601 146+ 39 51.580 48.990 45.560
KF-232 1265x550x601 193+ 39 55.900 53.740 49.980
KF-263 1465x550x601 199+ 55 59.130 57.950 53.890
KF-250 1265x595x601 172+ 62 63.430 56.950 52.960
KF-355 1750x595x601 274+ 62 77.400 67.730 62.990
KF-344 1750x595x601 194+ 146 84.900 74.160 68.970
Dönsku kæliskáparnir eru rómaðir fyrir
glæsileika, styrk, sparneytnlog hagkvæmni.
Verðið hefur aldrei verið hagstæðara. Láttu því
þetta kostaboð þér ekki úr greipum ganga!
Veldu - GÆÐANNA og VERÐSINS vegna.
GjFtA/yt rftniv
fyrsta flokks frá D3» ftT UI 11
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420
örtgg\ss^or
Vet» bó Vt.
3.750.-
Vinnuvernd
í verki
1954 - 1994
Allt fyrir öryggiö
í 40 ár
Skeifan 3h - Sími 81 26 70 • FAX 68 04 70
B >. i