Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Haraidur í Andra um skýrslu Ríkisendurskoðunar: qry ------■***■-- —■ —— .««, SfG-Mc/AJO Haraldur bíður með hausinn undir hendinni eftir því að þú saumir hann á aftur, hr. Þorsteinn . . . Góðrar þátttöku vænst á reyklausum degi sem er í dag Færri veikjast nú en áður vegna reykinga REYKLAUS dagur er haldinn í dag og hvetja heilbrigðisyfirvöld allt reykingafólk til að nota ekki tóbak í dag. Könnun sem Tóbaksvamar- nefnd hefur gert bendir til að mjög margir reykingamenn fari að tilmæl- um um að reykja ekki á reyklausum degi og allmargir noti tækifærið og hætti að reykja. Helgi Guðbergsson læknir og nefndarmaður í Tóbak- svamamefnd segir að farið sé að draga úr tíðni reykingasjúkdóma hér á landi. Hann segir að þetta megi rekja til minni reykinga, en reyking- ar hafa verið að minnka í öllum ald- urshópum á síðustu tveimur áratug- um. Margt bendir til að reykingar séu að aukast að nýju í yngstu ald- urshópunum. Hugðust ræna 24 fegurðar- drottningum SVALA Björk Arnardóttir, fegurð- ardrottning íslands, var ein 24 feg- urðardrottninga sem íslamskur öfgahópur hugðist ræna og krefjast lausnargjalds fyrir á Filipseyjum. Svala Björk er stödd þar í landi til að taka þátt Ungfrú alheimur- keppninni sem fram fer 21. maí. Órn Bárður Jónsson, faðir Svölu, sagði í samtali við Morgunblaðið stúlkurnar hefðu verið staddar á eyju einni á Filipseyjum. Öfgahóp- urinn hafi reynt að koma sprengjum fyrir til að taka rafmagnið af borg- inni og síðan hafi hugmyndin verið að ræna stúlkunum. Fjölnir Þorgeirsson, unnusti Svölu Bjarkar, sagði að í kjölfar þessa hafi allar öryggisráðstafanir verið hertar til muna í kringum keppnina. Til dæmis fengju þær ekki að fara á milli hæða í hótelinu í lyftu nema í fylgd vopnaðra varða. P LEIÐIR TIL AÐ HALDA mmmmm Helgi sagði að svo virðist sem margir reykingamenn vilji gjarnan hætta við ein- hver ákveðin til- efni. Þannig hætti margir um áramót, á afmælisdegin- um sínum og á reyklausa deg- inum. Helgi sagði engan vafa leika á að fræðsla um skaðsemi reyk- inga hafí skilað árangri í bættu heilsufari fólks og þar með minni kostnaði í heil- brigðiskerfinu.„Það er farið að draga úr sjúkdómum sem stafa af reykingum. Það er farið að draga úr tíðni kransæðasjúkdóms og dauðsföllum af kransæðasjúkdómi bæði hjá körlum og konum. Það er farið að draga úr æðakölkun í fótum sem er mjög reykingatengdur sjúk- dómur. Það er farið að draga úr lungnakrabbameini hjá körlum og nýjustu upplýsingar benda til að tíðni sjúkdómsins meðal kvenna sé hætt að aukast og sennilega eitt- hvað farin að lækka,“ sagði Helgi. UQtotniuMuitimn vmtu i ■oxhönskum gerð könnun á tíðni reykinga meðal nemenda í grunnskólum. Könnunin náði til um 28 þúsund ungmenna. Niðurstöður könnunarinnar liggja ekki fyrir, en niðurstaðnanna er beðið með óþreyju. „Við höfum verulegar áhyggjur af því að reykingar séu að aukast meðal ungs fólks. Bæði virðist það vera tilfínning skólamanna að þetta sé að aukast. Það er ýmislegt í tísk- unni sem virðist ýta undir þetta, en við erum að vona að þetta sé tímabundin uppsveifla," sagði Helgi. Reykingar ungs fólks að aukast? Helgi sagði að kannanir sem Tóbaksvarnarnefnd hefur látið gera síðastliðin 10 ár sýni að dregið hef- ur stöðugt úr reykingum og á það við um alla aldurshóps. Hann sagði að sennilega hefði þessi þróun stað- ið yfír síðustu 20 ár. Á síðasta ári mældist í fyrsta skipti aukning í aldurshópnum 15-20 ára. í apríl var í tilefni reyklausa dagsins hefur Tóbaksvarnarnefnd sent um 2.500 veggspjöld til meira en 2.500 fyrir- tækja um allt land ásamt eyðublaði fyrir umsókn um viðurkenningu sem Hjartavemd, Krabbameinsfé- lagið, SÍBS og Tóbaksvamarnefnd hafa undanfarin tvö ár veitt reyk- lausum vinnustöðum. Um átta hundmð vinnustaðir hafa þegar fengið slíka viðurkenningu. Eitt samfélag fyrir alla - fatlaða líka Einstakt tæki- færi sem ekki gefst aftur í bráð Ásta B. Þorsteinsdóttir * ráðstefnu um mál- efni fatlaðra í Reykjavík 1. til 3. júní stendur til að gera grein fyrir lífskjörum fatl- aðra á sem víðtækastan hátt. Yfirskrift hennar er Eitt samfélag fyrir alla og að sögn Ástu B. Þorsteins- dóttur formanns Lands- samtakanna þroskahjálpar munu um 100 fyrirlesarar frá öllum heimshornum fjalla um margvíslegar hliðar fötlunar, til dæmis daglegan reynsluheim fatl- aðra og aðstandenda þeirra, fræðilegar rann- sóknir henni tengdar og pólitískar aðgerðir - eða aðgerðaleysi. Eru þeir í fremstu röð á alheimsvísu, hver á sínu sviði og segir Ásta ráðstefnuna eiga erindi við alla sem láti sig málefni fatlaðra varða og leggur áherslu á menntunar- og fræðslugildi hennar. Á erindi við alla „Meðal fyrirlesara verða Krist- ján Tómas Ragnarsson prófessor í endurhæfingu í Bandaríkjunum, Kristjana Kristiansen sem er hug- myndafræðingurinn bak við um- bótastefnu í málefnum fatlaðra í Noregi, Hill-Martha Sulberg fé- lagsmálaráðherra í Noregi, sem mun gera grein fyrir stefnu stjórn- valda þar í málefnum fatlaðra og Bent Linquist fyrrverandi félags- málaráðherra í Svíþjóð sem er blindur. Auk þess mun Douglas Biklen frá Bandaríkjunum fjalla um tjáningu með stuðningi (facilit- ated communication) fyrir ein- hverfa og fatlaða sem ekki geta talað, eitt umdeildasta málefnið sem varðar fatlaða um þessar mundir. Thakur V. Hari Prasad kemur frá Indlandi en hann er forsvarsmaður fyrir málefni fatlaðra þar í landi. Einnig má nefna Edward Roberts frá Bandaríkjunum, einn skeleggasta baráttumann fyrir málefnum fatlaðra í Bandaríkjun- um. Hann var fyrsti mikið fatlaði nemandinn sem komst til náms í háskóla í Kalifomíu.“ s Hún leggur áherslu á að ráð- stefnan eigi erindi við alla og að þarna muni gefast einstakt tæki- færi til þess að afla sér upplýsinga um það sem efst sé á baugi í málefnum fatlaðra um heim allan um þessar mundir. Sé óvíst að slíkt tækifæri gefist aftur í bráð. Einn- ig verður fjallað um stefnu og markmið Sameinuðu þjóðanna fyr- ir fatlaða, og nýsamþykktar grundvallarreglur sem eru undanf- ari alþjóðalaga um málefni þeirra. Ásta segir einnig mikilvægt að aðrar þjóðir viti að Sameinuðu þjóðirnar séu einnig vettvangur til að koma málefnum sem þessu áleiðis. Ég vil líka vekja athygli á ► STÆRSTAogviðamestaráð- stefna um mál fatlaðra sem haldin hefur verið hér á landi hefst í byijun júní. Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráð- herra bauð til ráðstefnunnar í ræðu á allsheijarþingi Samein- uðu þjóðanna 1992 en hún er haldin með stuðningi þeirra. Fluttir verða um 100 fyrirlestr- ar þar sem tekið verður á flestu því sem snertir fatlaða, allt frá daglegri reynslu til fræðilegra rannsókna og koma fyrirlesar- arnir víðs vegar að úr heim- inum. Ráðstefnan er öllum opin, foreldrum, fötluðum, fræði- mönnum, fagfólki, stjórnmála- mönnum og embættis- og sveit- arstjórnamönnum. því að ráðstefnan er líka vettvang- ur til þess að koma á laggirnar aðstoð við þróunarlönd og lönd í Austur- og Mið-Evrópu og að fulltrúum frá þessum löndum sé boðið sérstaklega til þátttöku svo þeir geti nýtt sér þekkingu og menntun annarra landa og komið á tengsl- um sem geta nýst til aðstoðar heima fyrir,“ segir Ásta. Enska, franska, táknmál og blindraletur Fyrirlestramir verða fluttir á ensku en auk þess verða gerðar ráðstafanir -til þess að sem flestir geti nýtt sér upplýsingamar. Ur- dráttur verður gefinn út á ensku auk þess sem þeir verða túlkaðir á íslensku, frönsku og táknmáli. Einnig verður efni þeirra gefið út á blindraletri eftir þörfum. Það eru Landssamtökin þroskahjálp og Ör- yrkjabandalagið sem skipuleggja ráðstefnuna sem haldin er í sam- vinnu við Sameinuðu þjóðirnar og með þeirra stuðningi. Auk þess leggja hönd á plóginn utanríkis- og félagsmálaráðuneytið, Háskóli íslands, Flugleiðir, Reylqavíkur- borg, Swiss Bank Corporation og fjölmörg íslensk fyrirtæki. „Ráðstefn- an á erindi við alla“ Aðra kosningri þarf til að velja vígslubiskup í GÆR voru talin atkvæði í kosn- ingu til vlgslubiskups í Skálholts- stifti. Á kjörskrá voru 134. 129 at- kvæði bárust. Séra Sigurður Sigurðsson, sókn- arprestur á Selfossi, hlaut 49 at- kvæði. Séra Guðmundur Þorsteins- son, dómprófastur í Reykjavík, hlaut 38 atkvæði og séra Karl Sig- urbjömsson, sóknarprestur í Hall- grímskirkju, hlaut 29 atkvæði. Tveir prestar hlutu 3 atkvæði og fimm aðrir eitt hver; tveir atkvæða- seðlar voru auðir. Þar sem enginn fékk meirihluta greiddra atkvæða verður kosið að nýju milli þeirra þriggja manna er flest atkvæði hlutu. Búist er við, að úrslit verði Ijós um næstu mánaðamót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.