Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. MAÍ1994 39
arlyndi var mjög ríkur þáttur í fari
hans, og hann var ekki hneykslunar-
gjarn né dómharður, yrði mönnum
eitthvað á, eða skripluðu á skötunni
eins og hann tók stundum til orða.
Þessi eiginleiki stafaði af mikilli
þekkingu á mannlegu eðli, og næm-
um skilningi á krókaleiðum mann-
lífsins. Þær hliðar á samferðamönn-
unum sem hann átti erfiðast með
að þola var hroki og tilefnislaust
mont sem honum fannst engin inn-
stæða vera fyrir. Honum fannst í
lagi að menn væru góðir með sig
ef þeir hefðu af einhveiju að státa,
en annars ekki.
Skúli hafði þroskað með sér mjög
heilsteyptan persónuleika; marg-
siunginn og stundum sérkennilegan,
en þó ávallt sjálfum sér samkvæm-
an. Þótt hann væri viðræðugóður
um flest, gat hann líka verið dulur,
og þögull um þau mál sem hann
viidi láta liggja í þagnargildi. Hann
var traustur og sterkur einstakling-
ur sem ógjarnan lét hlut sinn fyrir
neinum. Osnortinn mátti hann hins
vegar ekkert aumt sjá, og barngóð-
ur var hann með afbrigðum. Hvílíkt
karlmenni hann var kom hins vegar
best í Ijós þegar hann veiktist af
Parkinsonsveiki. Hann vissi vel hver
örlög honum voru búin, en tók því
af einstöku æðruleysi.
Skúli hóf árið 1948 sambúð með
Önnu Björnsdóttur Maack, ekkju
Pjeturs A. Maack sem fórst með
togaranum Max Pemberton 1944.
Þrem ungum dætrum Önnu gekk
hann í föðurstað, og reyndist þeim
ákaflega vel og einnig elstu dóttur-
inni þó hún væri ekki á heimilinu.
Anna og Skúli voru um margt ólík,
en áttu mörg sameiginleg áhuga-
mál, og voru samheijar í stjórnmál-
um. Sambúð þeirra var mjög far-
sæl. Þau studdu hvort annað í lífs-
baráttunni áratugum saman og áttu
saman fallegt heimili, sem annálað
var að gestrisni og rausnarskap.
Árin liðu, dætur Önnu giftust og
eignuðust börn og barnabörn og
hveiju nýju barni fagnaði Skúli af
hjartans einiægni. Nú er hópurinn
orðinn æði stór, og ég veit að ég
mæli fyrir munn þeirra allra er ég
þakka Skúla Árnasyni fyrir allt það
sem hann gaf af sjálfum sér.
Eins og fram hefur komið var
fátt Skúla Árnasyni dýrmætara en
einlæg samskipti og viðræður við
góða vini. Gott heimili, þar sem öll-
um var vel tekið og veitt af rausn-
arskap og kunnáttu, var honum því
ákaflega mikils virði. Slíkt heimili
bjó Anna honum eins og henni einni
er lagið. Þar var ávallt gestkvæmt,
og þaðan eiga margir góðar minn-
ingar. Skúli var mörg ár heima eft-
ir að hann veiktist og má nærri
geta hveija breytingu það hafði í
för með sér á högum þeirra. Þá
reyndist Anna honum frábærlega
vel, og reyndi eftir mætti að gera
honum lífið bærilegt. En sorglegt
var að þau skyldu ekki geta eytt
ævikvöldinu saman við betri aðstæð-
ur.
Veikindi Skúla voru mjög dapur-
leg og átakanlegt að sjá þennan
sterka mann láta smám saman und-
an síga eftir því sem þau ágerðust.
Sjúkdómur hans olli því meðal ann-
ars að hann missti það sem var
honum svo mikils virði; mátt til að
tjá sig í orði. Hann hafði alla tíð
talið það öðru mikilvægara að geta
verið sinn eigin málsvari, en því
miður var hann það ekki síðustu
árin. Síðan 1989 var hann á hjúkr-
unarheimilinu Skjóii, og naut þar
góðrar umönnunar og læknisþjón-
ustu. Fyrir það eru starfsfólkinu þar
færðar bestu þakkir. Við Guðrún
og böm okkar kveðjum Skúla Árna-
son fóstra okkar með þökkum.
Blessuð sé minning hans.
Sverrir Sveinsson.
Fallinn er í valinn Skúli Árnason
verslunarmaður. Ég finn þörf hjá
mér að minnast þessa vinar míns,
vegna vináttu okkar og tryggðar
hans til fjölda ára. Þegar kynni okk-
ar hófust fyrir hartnær fimmtíu árum
vann Skúli sem skrifstofumaður hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur, en ég
var að hefja sjáífstæðan atvinnu-
rekstur við lítil efni svo að ekki var
hátt á okkur risið á þeim tímum.
Ekki undi Skúli því að ílengjast við
MINIUINGAR
skrifstofustörf, hugur hans stefndi í
aðrar áttir. Þar kom að hann sagði
starfi sínu lausu og hóf starfsemi sem
hann stundaði alla tíð þar til heilsan
bilaði. Það vom húsbyggingjar og
skyld störf í því sambandi. Skúla
vegnaði vel í starfí og var það ekki
síst vegna þess hversu heiðarlegur
hann var og traustur í öllum viðskipt-
um enda naut hann virðingar og
trausts í viðskiptalífinu.
Einn var sá þáttur í fari Skúla sem
ég kynntist einna best, en það var
hve vinfastur og trygglyndur hann
var og tel ég það lán að hafa notið
vináttu hans í hartnær fimmtíu ar
sem aldrei hefur fallið skugga á. Ég
stend í þakkarskuld við hann, því
það fer ekki hjá því að ég hafi orðið
fyrir áhrifum af jafn hreinlyndum
og sterkum persónuleika og hann
var. Mig langar að minnast á atvik
sem sýnir trygglyndi hans og um-
hyggju fyrir öðrum. Þannig var að
stuttu eftir að við kynntumst var ég
einhleypur og leigði mér herbergi á
Vesturgötunni og var fjarri vensla-
fólki mínu. Það var komið að jólum
og ekki annað að gera en halda jólin
í herberginu. Klukkan fimm á að-
fangadag birtist Skúli og erindið var
að sækja mig og bjóða mér í jólamat-
inn hjá foreldrum sínum og var ég
þar í góðu yfirlæti. Margt fleira þessu
líkt gæti ég talið sem sýnir hver
drengur hann var. Því miður missti
Skúli heilsuna einmitt á þeim tíma
þegar starfsorka hans var í hámarki
og hefði hann efalaust áorkað miklu
enn ef ekki hefði til þess komið.
Sambýliskona Skúla var Anna
Maack og þakka ég henni margar
ánægjulegar stundir á heimili þeirra
sem bar vott um smekkvísi og mynd-
arskap húsmóðurinnar.
Skúli var sonur hjónanna Árna
Pálssonar prófessors og Finnbjargar
Kristófersdóttur. Þau hjón eignuðust
fimm börn. Þau voru Karen, Dagm-
ar, Guðný, Skúli og Guðmundur.
Skúli átti eina dóttur, Guðrúnu. Ekki
gat hjá því farið að Skúli tæki í arf
frá æskuheimili sínu góðan bók-
menntasmekk og átti hann stórt og
vandað bókasafn og voru ljóðabækur
í öndvegi. Á þeim kunrii hann góð
skil enda ljóðelskur með afbrigðum
og margra stunda minnist ég þegar
gripið var til góðskáldanna.
Mér finnst hlýða að ljúka þessum
kveðjuorðum með erindi úr kvæðinu
Sigling eftir föður Skúla.
Seiðir moldin svört og köld.
Sigrinum allir hrósa.
Bakvið hennar hlífiskjöld
hníga sá ég öld af öld.
í moldinni glitrar gullið rauða og ljósa.
(Árni Pálsson)
Við hjónin sendum Önnu og öðr-
um aðstandendum samúðarkveðjur.
Hreiðar Jónsson.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR,
Ölkeldu II,
Staðarsveit,
sem lést að kvöldi 1. maí, verður jarð-
sungin frá Staðastaðarkirkju laugardag-
inn 7. maí kl. 14.00.
Þórður Gíslason,
Gísli Þórðarson, Tama Bjarnason,
Ingibjörg Þórðardóttir, Snæbjörn Sveinsson,
Stefán Konráð Þórðarson, Ragna ívarsdóttir,
Jón Svavar Þórðarson, Bryndís Jónasdóttir,
Haukur Þórðarson, Rósa Erlendsdóttir,
Signý Þórðardóttir, Helgi Jóhannesson,
Kristján Þórðarson, Astrid Gundersen,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
AÐALHEIÐUR BJARNFREÐSDÓTTIR,
fyrrv. alþingismaður
og formaður Sóknar,
Kirkjuhvoli,
verður jarðsungin frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 7. maí
kl. 14.00.
Minningarathöfn verður í Hallgrímskirkju föstudaginn 6. maí
kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Styrktarsjóð Vífils-
staðaspítala.
Guðsteinn Þorsteinsson,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓHANNES HRAFN ÞÓRARINSSON,
Baldursbrekku 3,
Húsavfk,
er lést 27. apríl, veröur jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju föstudag-
inn 6. maí kl. 14.00.
Eva María Þórarinsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Systir okkar,
HÓLMFRIÐUR GUÐBJÖRG E. LEVY,
Ósum,
Vatnsnesi,
sem lést 26. apríl, verður jarðsungin
frá Vesturhópshólakirkju laugardaginn
7. maí kl. 14. Jarðsett verður í heima-
grafreit að Ósum.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er
bent á Slysavarnafélag fslands.
Óskar E. Levy,
Sigurbjörg E. Levy,
Ragnhildur E. Levy,
Alma Á. Levy.
+
Eiginmaður minn,
KRISTÓFER BJARNASON,
Fossi á Síðu,
er andaðist 29. apríl, verður jarðsunginn frá Prestsbakkakirkju
laugardaginn 7. maí kl. 14.00.
Þórunn Skúladóttir.
+
Elskulegur bróðir okkar,
GUÐMUNDUR HERMANN GÍSLASON,
Erikfeldsgatan 74b,
Malmo,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 6. maí
kl. 13.30.
Systkini hins látna.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON,
Hvassaleiti 137,
lést á heimili sinu 26. apríl.
Jarðarförin hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Erla Vilhelmsdóttir,
Eva Vilhjálmsdóttir,
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, Irene Bang Meller,
Sigríður Vilhjálmsdóttir, Gísli Jón Kristjánsson,
Erla Dóra Gísladóttir.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS MAGNÚSSON,
Bræðraborg,
Garði,
er lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 26. apríl,
verður jarðsunginn frá Útskálakirkju
laugardaginn 7. maí kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á Minningarsjóð Félags aðstandenda
Alzheimersjúklinga.
Unnur B. Gisladóttir,
Gunnar M. Magnússon, Magnea Inga Víglundsdóttir,
Unnar Már Magnússon, Erna Nilssen,
Sigfús K. Magnússon, Gyða Minný Nilssen,
Hreinn R. Magnússon, Elísabet S. Steinsdóttir,
Björgvin Magnússon, Laufey Þorgeirsdóttir,
Kristvina Magnúsdóttir, Guðmundur Pétur Meekosha,
Sigurður H. Magnússon, Birna Björk Skúladóttir,
Magnea B. Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Við viljum, með hrærðum hug, þakka innilega þeim fjölmörgu,
sem vottuðu okkur samúð við fráfall og aðstoðuðu í veikindum
ástkærrar eiginkonu, móður, systur og mágkonu,
HÖNNU HARALDSDÓTTUR,
Skálagerði 4,
Akureyri.
Eiríkur E. Jónsson, Anna Eyfjörð Eiriksdóttir,
Geir Haraldsson, Guðrún Jóhannsdóttir,
Hulda Haraldsdóttir, Sigurður Ringsted.
+
Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
TRYGGVAJÓNSSONAR
skipstjóra,
Staðarbakka, Arnarstapa,
Snæfellsnesi.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunar-
fólks á 12-G á Landspítalanum.
Svanborg Tryggvadóttir,
Guörún Tryggvadóttir, Konráð Gunnarsson,
Lárus T ryggvason, Ólöf Svavarsdóttir,
Jón Tryggvason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Skrifstofur og heilsurækt Sóknar verða lokaðar
frá kl. 12 föstudaginn 6. maí nk. vegna minningar-
athafnar um AÐALHEIÐI BJARNFREÐSDÓTTUR,
fyrrverandi formann Sóknar.
Starfsmannafélagið Sókn.