Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Misjöfn þjónusta í bönkunum fyrir þá sem eiga í basli með ij ármálin Heimilishjálp bankanna er fólki liðsauki Viðskiptavinir bankanna eiga kost á aðstoð til að koma skikki á heimilisbókhaldið. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir kannaði hvernig er staðið að þessari þjónustu og hvað bankarnir taka fyrir. Sparisjóður vélstjóra Hjá Sparisjóði vélstjóra hefur fram að þessu ekkert verið tekið fyrir að aðstoða viðskiptavini sem þurfa hjálp við þetta. „Við höfum beðið fólk að koma með skattseðla, launaseðla, greiðsluseðla og öll önn- ur gögn og setjumst svo niður og reynum að aðstoða," segir Edda Einarsdóttir afgreiðslustjóri. Tekin er þóknun ef starfsmenn sparisjóðs- ins sjái um að borga reikninga fyr- ir viðskiptavini sína og hefur það hingað til kostað 110 krónur fyrir hvern seðil sem handfærður er. Stendur til að lækka upphæðina verulega á næstunni. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Að sögn Ólafs Haraldssonar að- stoðarsparisjóðsstjóra hefur spari- sjóðurinn boðið viðskiptavinum sín- um upp á einfalt greiðslumat og þá sleppt gjaldtöku. Sparisjóðurinn fer jafnvel fram á að viðskiptavinir í fjárhagserfíðleikum komi með reikn- inga og farið sé yfir fjármálin með þeim ef þeir hafa verið að sækja um lán. Sumum nægir að fá ráðleggingar og sérstaka möppu í hendur sem viðskiptavinir fylla út og koma þann- ig reiðu á fjármálin. Mappan sem ber heitið Fjármálaþjónusta heimilis kostar 600 krónur. Oft er viðskiptavinum ráðlagt að stofna sérstakan greiðslureikning. Þá er föst upphæð lögð á reikning- inn mánaðarlega og síðan sjá starfs- menn sparisjóðsins um að borga á gjalddögum. Kostar 100 kr. að láta sjá um að borga hvern handfærðan reikning en ekki er tekið gjald fyrir sjálfvirkar skuldfærslur. Stendur til að lækka_ gjaldið í 50 kr. á næstu dögum. Ólafur segir að þjónustan verði útvíkkuð á næstunni, en kerfíð sem er í notkun er frá 1984 og það mun verða sjálfvirkara en það er núna. Landsbankinn Guðný Benediktsdóttir sérfræð- ingur í markaðsmálum hjá Lands- bankanum segir að Varðan sé víð- tæk fjármálaþjónusta sem viðskipta- vinir geti nýtt sér. Árgjaldið er 2.900 kr. I þeim pakka felst þrennt, greiðsluáætlun, greiðsluþjónusta og útgjaldadreifing. Viðskiptavinir koma með alla reikninga og greiðsluáætlun sem gerð er í bankanum gildir í 12 mán- uði. Þá geta Vörðufélagar nýtt sér greiðsluþjónustu en bankinn sér um greiðslu reikninga og er kostnaður innifalinn í árgjaldi. Loks er svoköll- uð útgjaldadreifing, bankinn skuid- færir mánaðarlega fasta upphæð af launareikningi og sér um að greiða föst gjöld fyrir viðskiptavini sína. Viðskiptavinir þurfa ekki að vera í Vörðunni til að fá gerða greiðslu- áætlun sem kostar 825 kr. Þeim sem hafa lent í vandræðum með ijármál- in er bent á að fá útgjaldadreifingu og þá verða þeir að ganga í Vörðuna. Guðný segir að æ fleiri biðji um þessa þjónustu og vilji láta skuld- færa reikninginn sinn. Beingreiðslur ryðja sér til rúms í auknum mæli. Þá er skuldfært á reikning viðkom- andi fyrir gjöldum eins og raf- magni, hita og ríkisútvarpinu og er reikningseiganda að kostnaðarlausu. íslandsbanki Að sögn Sigurveigar Jónsdóttur upplýsingafulltrúa reyna starfsmenn íslandsbanka að hjálpa viðskiptavin- um sínum að finna leiðir til að ná endum saman ef þeir eiga í basli með fjármálin. Um er að ræða svo- kallaða greiðsluerfiðleikaþjónustu og er hún ókeypis. Sérstök greiðslu- áætlun er gerð fyrir viðskiptavini sem þeir geta síðan farið eftir. Vildarvinum og þeim sem eru á menntabraut stendur til boða að láta sjá um að borga reikninga fyrir sig á gjalddögum og þá er þjónustan ókeypis. Viðskiptavinir íslandsbanka geta síðan látið taka af reikningum af- borganir af skuldabréfum og slíkt kostar ekkert en sparar 85 kr. af hverjum gjalddaga. Sigurveig bendir að lokum á boðgreiðslur á kreditkort en korthafar þurfa ekki að hafa kort til að notfæra sér boðgreiðslurn- ar og sú þjónusta er ókeypis. Búnaðarbankinn Það kost.ar viðskiptavini Búnaðar- bankans frá 1-2000 kr. að fá aðstoð við að fara yfir fjármálin og kóma skipulagi á þau. Friðrik Halldórsson yfirmaður verðbréfaviðskipta segir að starfsmenn setji þá upp greiðslu- áætlun fyrir viðskiptavininn og síðan geti hann gengið í Heimilislínuna. Heimilislínan er ekki ætluð fyrir fólk sem á í basli með fjármálin heldur þurfa viðskiptavinir að leysa fyrst úr vandamálunum áður en þeir fara í Heimilisiínuna. Friðrik segir að með henni sé stefnt að því að halda íjármálunum í lagi með að jafna greiðslum á mánuði svo að ekki komi „erfiðu mánuðir" þegar margir beijast við að ná endum saman. Það kostar ekkert að ganga í Heimilislínuna eins og er en í fram- tíðinni er áformað að hafa sérstakt árgjald. Viðskiptavinir greiða núna 150 kr. á mánuði ef bankinn sér um að greiða reikningana og ekki skipt- ir máli hveru margir þeir eru. Heimsklúbbur Ingólfs og Ferðaskrifstofan PRÍMA í samstarfi við best þekktu ferðaþjónustuaðila í Evrópu og Hong Kong, getur Ferðaskrifstofan PRÍMA boðið sjálfstæðar Kínaferðir fyrir hópa og einstaklinga á frábæru verði: BEIJING (PEKING) FLUG OG VIKUGISTING FRÁ KR: 99.100 Margs konar ferðir innan Kína og möguleikar á viðdvöl í S.A. Asíu og Evrópu á heimleið. Vikulegar brottfarir frá Frankfurt, Kaupmannahöfn eða Hong Kong. Upplýsingar á skrifstofu Heims- klúbbs Ingólfs alla virka daga. FERÐASKRIFSTOFAN PRiMA' HEIMSKLUBBUR INGOLFS AUSTURSTR&TI 17,4. hæð 101 REYKJAVÍK*SIMI 620400»FAX 626S64 Uppskriftin Hnallþóra að hætti Selfyssinga í VINGJARNLEGU timburhúsi á Selfossi er n.k. kaffikrá sem heitir Kaffí krús þar er hægt að sitja við kertaljós og fá sér til dæmis ein- hverja af fjölmörgum kaffitegund- um og heimabakað bakkelsi með eða smárétti og öl. Anna Árnadótt- ir ræður ríkjum á Kaffi krús en það eru um það bil _tvö ár síðan hún hóf reksturinn. Á ferð um Selfoss fyrir skömmu rákum við á Daglegu lífi inn nefið hjá henni og báðum um eina uppskrift fyrir lesendur en allt er heimabakað sem selt er þar á bæ. Krúsarsæla Neóri botn:_______ 4 eggjahvítur 1 bolli sykur 2 bollar kókosmjöl e&a Rice Crispies Morgunblaðið/grg Anna Árnadóttir 100 g suðusúkkulaði Eggjahvítur og sykur er stífþeytt saman. Súkkulaðið brytjað smátt og bætt út í ásamt kókosmjöli eða Rice Crispies. Bakað í velsmurðu lausbotna tertuformi í 30 mínútur við 150 gráðu hita. Efri botn ______________4 egg_______________ 100 g sykur 50 g hveiti 50 g kortöflumjöl Eggin eru þeytt mjög vel og sykr- inum bætt út í og þetta þeytt vel saman. Hveiti og kartöflumjöl sigt- að saman og blandað varlega við með gaffli. Deigið sett í vel smurt lausbotna form og bakað í um það bil 15 mínútur við tvö hundruð gráðu hita fyrstu fimm mínúturnar og síðan við 175 gráðu hita í um það bil 10 mínútur. Á mílli og í skreytlngu 1/2 lítri rjómi heildós niðurskoðin jarðarber Rjóminn er þeyttur og jarðarbeij- unum síðan blandað saman við. Sett á milli botnanna og utan um tertuna sem síðan er skreytt með ferskum jarðarberjum, súkkulaði- rúsinum og salthnetum. Kvarg kemur NÝ mjólkurafurð, svokallað kvarg, er væntanlegt á markað innan skamms. Það er Mjólkurbú Flóa- manna sem framleiðir kvargið en Mjólkursamsalan sér um dreifingu. Að sögn Auðuns Hermannsson- ar, forstöðum. vöruþróunar hjá Mjólkurbúi Flóamanna, er kvarg samheiti í Evrópu fyrir mjólkurvör- ur allt frá jógúrt og til áleggs. Þessi mjólkurafurð kemur frá Mið- og A-Evrópu og elstu heimild- ir um kvarg segja að biskupinn John af Morava sem bjó í Brno í Tékklandi 1070 hafi borðað kvarg sem þá líktist einr.a helst skyrosti. Að sögn Auðuns er kvargið sem nú kemur á inarkað skylt skyrinu okkar en gert mildara og léttara svo ekki þarf að nota útálát. Það fæst með jarðarbeija- og blábeija- bragði og blönduðum ávöxtum. Kvargið er á margan hátt líkt skyri enda búið til á sama hátt. Undanrenna er sýrð og er mysan skilin frá með skilvindu og ávöxtum og ijóma blandað í. Þá eru svokall- aðir biogarde-gerlar í kvarginu sem eiga að geta hjálpað til við melting- arstarfsemina. Auðunn segir að þróun íslenska kvargsins hafi staðið yfir í 4 ur ár, það sé líkt því þýska en aðlagað íslenskum markaði. . -VfcÞ i C í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.