Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C 100. TBL. 82. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5 . MAÍ1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sjórinn aðhitna London. Reuter. SVO VIRÐIST sem heimshöfin séu að hitna en þó ekki með þeim hætti, sem kenningin um gróðurhúsaáhrifín segir, heldur eins og þau væru inni í risastór- um örbylgjuofni. Hitastig vatnsins miðja vegu milli botns og yfirborðs hækkar hraðast. Skýrðu breskir vísindamenn frá þessu í gær. Þetta er niðurstaða rann- sókna og mælinga, sem gerðar voru í Atlantshafi, á sömu leið og Kólumbus sigldi fyrir 502 árum, eða á milli Vestur-Afríku og Flórída. „Með því að bera saman þessar síðustu mælingar við þær, sem áður hafa verið gerð- ar á þessum breiddarbaug, 24° norður, kemur í ljós, að hitinn í sjónum hefur hækkað jafnt og þétt frá 1957 og líklega vegna aukins koltvísýrings í andrúmsloftinu," segja vísinda- mennirnir í grein í vísindatíma- ritinu Nature. Hitastigið á 1.100 metra dýpi er nú 4,5°, hefur hækkað um 0,32°, en samkvæmt kenningum um gróðurhúsaáhrif ætti sjórinn að hitna mest við yfirborðið. Reuter Sveðjusafn í Rúanda TALSM AÐUR Rauða krossins í Kigali, höfuðborg Rúanda, sagði í gær að ástandið þar væri „al- gjör hörinung" og svo hættulegt væri að fara um göturnar að lið hans gæti ekki náð í særða eða dreift matvælum. Talsmaðurinn sagði að ógnaröld ríkti í Kigali, menn vopnaðir sveðjum dræpu því sem næst alla sem á vegi þeirra yrðu. Hundruð þúsunda manna hafa beðið bana í óöldinni í Rúanda og mikill fjöldi hefur flúið til nágrannaríkjanna að undanförnu. Á myndinni er haug- ur af sveðjum sem teknar voru af flóttamönnum við landamærin að Tanzaníu. Tímamótasamkomulag um hernumdu svæðin undirritað í Kaíró Þráttað um Jeríkó Reuter SHIMON Peres, utanríkisráðherra ísraels, deilir við Yasser Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), sem neitaði að undirrita kort yfir Jeríkó á Vesturbakka Jórdanar og sagði að ekki hefði enn verið samið um stærð fyrirhugaðs sjálfstjórnarsvæðis þar. Hann lét þó að lokum undan. Palestmumenn fá sjálfstjóm í Jerflkó og Gaza ísraelskir landnemar mótmæla samkomulaginu harðlega Kaíró. The Daily Telegraph. YITZHAK Rabin, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leið- togi Frelsissamtaka Palestínumanna, undirrituðu í gær tímamóta- samkomulag um brottflutning ísraelskra hersveita og sjálfstjórn Palestínumanna á Gaza-svæðinu og í Jeríkó á Vesturbakka Jórdan- ar. Viðbrögð Palestínumanna á hernumdu svæðunum voru var- færnisleg en ísraelskir landnemar mótmæltu samkomulaginu. Vandræðaleg deila kom upp við undirritun samkomulagsins í Kaíró, en henni var sjónvarpað beint víða um heim. ísraelsku ráðherrarnir og Arafat körpuðu fyrir framan rúm- lega 1.000 gesti og fulltrúa er- lendra ríkja sem voru viðstaddir athöfnina. Deilan snerist um stærð Jeríkó og leiðtogarnir ákváðu að semja um hana síðar svo hægt yrði að undirrita samkomulagið. Nokkur önnur ágreiningsmál eru enn óleyst og verður einnig samið um þau síð- ar. ísraelsstjórn kvaðst reiðubúin að ljúka brottflutningi hermanna sinna frá Gaza og Jeríkó innan þriggja vikna. Rabin sagði þó síðar að Ara- fat hefði viljað að því yrði frestað „í nokkrar vikur“ þar sem Palest- ínumenn væru ekki enn undir það búnir að taka við löggæslu á svæð- unum. Stækkun ESB sam- þykkt á Evrópuþingi Strasbourg. Reuter. EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti áformin um aðild fjögurra þjóða, Austurríkismanna, Finna, Norð- manna og Svía, að Evrópusam- bandinu með miklum meirihluta atkvæða í gær. Áformin um að fjölga aðildar- ríkjum sambandsins úr 12 í 16 fengu mun meiri stuðning á þing- inu en búist hafði verið við. „Eg er mjög ánægður,“ sagði Theodore Pangalos, Evrópumálaráðherra Grikklands, sem stjórnaði samn- ingaviðræðunum við löndin fjögur. „Þetta voru langar samningavið- ræður þannig að ég finn til léttis. Ég bjóst við sigri en ekki svo stór- um.“ Aðild Austurríkismanna og Norðmanna var samþykkt með 374 atkvæðum gegn 24, Finna með 374 gegn 21 og Svía með 380 atkvæð- um gegn 21. 517 fulltrúar eiga sæti á þinginu og 259 þeirra þurftu að samþykkja inngöngu ríkjanna. Egon Klepsch, forseti þingsins, sagði eftir atkvæðagreiðsluna að þessi niðurstaða myndi auka til- trúna á Evrópuþingið. Kosið verður til þingsins eftir sex vikur. Ekki er þó enn víst hvort af aðild ríkjanna verður þar sem hún verður borin undir þjóðaratkvæði og mikil andstaða er í sumum þeirra við inngöngu í Evrópusam- bandið. Frekari viðræður innan tveggja ára Eftir brottflutning ísraelsku her- mannanna hefja ísraelar og PLO samningaviðræður um sjálfstjórn Palestínumanna á öðrum svæðum á Vesturbakkanum og um kosning- ar til nýs palestínsks bráðabirgða- þings sem stjórna á svæðunum í fimm ár. Viðræður eiga að hefjast innan tveggja ára um varanlega lausn á deilunni um framtíð hernumdu svæðanna. Þá verður samið um við- kvæmustu málin, svo sem um fram- tíð Jerúsalem, byggðir gyðinga, flóttamenn og landamæri. Þangað til fara ísraelar með öryggismál svæðanna og utanríkismál. ■ Sáttagjörð ísraeIa/20 ■ Kemst á friður?/29 ■ Leiðari: Sjálfstjórn/28 Síðasta stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku Ráðherr- ar kveðja Pretoríu. Reutcr, RÁÐHERRAR síðustu stjórnar hvíta minnihlutans í Suður-Afríku héldu síðasta fund sinn í gær. Ráðherrarnir 24 brostu þegar teknar voru af þeim myndir á þess- um sögulega fundi. „Við erum ekki alltaf svona léttir á brún,“ sagði F.W. de Klerk forseti. De Klerk víkur fyrir Nelson Mandela, sem tekur líklega við for- setaembættinu á þriðjudag. ■ Kosningasvindl?/21 Reutor SÍÐASTA stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku á síðasta fundi sinum i gær. Þjóðstjórn verður mynduð í næstu viku. Ást í há- loftunum Meriden. Reuter. BANDARÍSKA flugfélagið Meriden Aviation Services hefur breytt sex sæta flugvél af gerð- inni Piper Cherokee í ástarhreið- ur með vatnsrúmi og ýmsum þægindum. „Við erum ekki að gera út á kynlífið,11 sagði Frank Gallagher, eigandi félagsins. „Við gerum út á rómantíkina." „Ástarflugið", eins og það er kallað, kostar 220 dali, rúmar 15.000 krónur, á klukkustund. Farþegarnir fá einnig kampa- vínsflösku, rauða rós, gullnál og aðild að félagi fólks sem hefur notið ástarsælu í háloftunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.