Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SlMBRÉF: Ritstjórn 091329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérbjöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. SJÁLFSTJÓRN PALESTÍNUMANNA "VT’ITZHAK Rabin, forsætisráðherra ísraels, og Yass- er Arafat, forseti Frelsissamtaka Palestínu (PLO), undirrituðu í gær samkomulag um gildistöku sam- komulags um sjálfstjórn Palestínumanna á Gaza-svæð- inu og í Jeríkóborg á Vesturbakkanum. Munu ísraelar á næstu vikum færa herlið sitt.frá þessum hluta her- numdu svæðanna í fyrsta skipti frá því þau voru her- numin í sexdagastríðinu árið 1967. Palestínumenn vonast til að með þessu hafi fyrsta skrefið verið stigið í átt að sjálfstæðu ríki. ísraelar vona á móti að þeir geti loks treyst því að búa við frið í fyrsta skipti frá því Ísraelsríki var stofnað árið 1948. Þrátt fyrir að þetta sé söguleg og langþráð stund er fagnaðarlátunum stillt í hóf. Það ríkir ekki lengur sama bjartsýnin og í september á síðasta ári þegar ísraelar og PLO undirrituðu friðarsamkomulag í Was- hington, sem fól í sér gagnkvæma viðurkenningu og heimastjórn Palestínumanna á Gaza og í Jeríkó. Á því rúma hálfa ári, sem síðan er liðið, hefur greinilega komið í ljós að mörg flókin vandamál eru enn óleyst. Margsinnis varð að fresta gildistöku sam- komulagsins um sjálfstjórn vegna deilna, m.a. um hvernig halda bæri uppi öryggisgæslu og landamæra- eftirliti á sjálfstjórnarsvæðunum. Það liggur líka fyrir að jafnt meðal ísraela sem Palestínumanna eru til öfl sem vilja ekkert frekar sjá en að samkomulagið fari út um þúfur. Fjöldamorð ísra- elsks landnema á Palestínumönnum í mosku í Hebron er hrikalegasta dæmið um slíkt. Þá hafa öfgasinnaðir Palestínumenn staðið fyrir sprengjutilræðum og árás- um á undanförnum vikum, sem kostað hafa tugi ísra- ela lífið. Allt fram á síðustu stundu var óvíst hvort samkomu- lagið yrði undirritað og má segja að samningaviðræð- urnar hafi haldið áfram jafnvel meðan á sjálfri undir- rituninni stóð. Neitaði Arafat að undirrita landakort, sem var fylgiskjal samkomulagsins, fyrr en Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði rætt við hann einslega. í kjölfar gildistöku samkomulagsins er nauðsynlegt að koma á friði á hernumdu svæðunum. Það verður að bæta lífskjör þeirra Palestínumanna sem þar búa og að sama skapi tryggja að árásum á ísraela linni. Það eru forsendur þess að þetta sögulega skref verði ekki það eina. Til að það megi takast vérður umheimurinn að styðja hið mikla uppbyggingarstarf, sem er fyrir höndum á hernumdu svæðunum. Þar þarf nauðsynlega að bæta t.d. samgöngur, skolpkerfi, fjarskiptakerfi og byggja upp mennta- og heilbrigðiskerfi. Þarna verður að koma til jafnt aðstoð einstakra ríkja sem alþjóðlegra stofn- ana á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Alþjóða- bankann. Það verður líka að örva og stuðla að auknum við- skiptum og samvinnu milli ísraels og hernumdu svæð- anna. Þannig skapast sameiginlegir hagsmunir, sem eru forsenda friðar. Friður milli ísraela og Palestínumanna er mál sem varðar heimsbyggðina alla. Átök og spenna á þessu svæði hafa sett mark sitt á síðari hluta þessarar aldar og haft áhrif langt út fyrir Mið-Austurlönd. Friður í Mið-Austurlöndum myndi að sama skapi hafa jákvæð áhrif á heimsbyggðina alla. Það er því mikilvægt að þessum þjóðum sé veittur allur sá stuðningur, jafnt efnahagslegur, pólitískur sem siðferðislegur, sem þær þurfa á að halda. SKÓLAMÁL Íliilillí VERKNÁM var á undanhaldi, en nú eru málin að sniúast við. FYRIR allmörgum árum var megináhersla lögð á bóknám. Verknám á imdanhaldi AF INNLENDUM VETTVANGI Töluvert færri sækjast eftir verknámi hér á landi en í nágrannalöndunum. Anna G. —jp-------------------------------------- Olafsdóttir kannaði ástæður þessarar þró- unar. Hvort ætlunin væri að snúa henni við \——■—------------------------------------ og hversu langt ætti að ganga. un á fyrstu skólastigum geti stang- ast á við markmið um frelsi ein- staklingsins til mennta. Þeir telja að list- og verkgreinum séu gerð nægilega góð skil með núverandi mynd- og handmenntakennslu og engin ástæða sé til að leggja meiri áherslu á verkgreinar á kostnað annarra námsgreina á unglinga- stigi. Meðmælendur þessa sjónar- miðs eru hins vegar þeirrar skoðun- ar að ekki sé réttilega hægt að tala um frelsi grunnskólanema til að velja annaðhvort framhaldsnám í bók- eða verkgreinum að loknum grunnskóla á meðan þeim sé aðeins gefinn kostur á að kynnast öðru, þ.e. bóknámi, svo einhveijir nemi. Þeir minna líka á, sjónarmiði sínu til stuðnings, að aðeins sé prófað í bóknámsgreinum á samræmdum prófum. Verklegum greinum sé ýtt til hliðar og einkunnir tæpast til þess fallnar að segja til um hæfni nemenda til að leggja stund á verk- nám. Hver sem niðurstaðan verður er staðreyndin sú að nemendum í framhaldsskólum hefur fyrst og fremst fjölgað í bóknámi. Skýring- arnar eru af ýmsum toga og lagði Krisrún ísaksdóttir, deildarsér- fræðingur í menntamála- ráðuneytinu, áherslu á fjórar þeirra þegar rætt var við hana. Hún byijaði á að nefna að þörf væri fyrir fleiri möguleika á spennandi námstækifærum í verk- legum greinum. Á sama hátt skipti viðhorf þjóðfélagsins miklu máli og augljóst að bóknám nyti meiri virð- ingar en verknám. Kristrún gat þess líka að ef til vill væri ekki óeðlilegt að í óvisSu- ástandi eins og nú ráðlegðu foreldr- ar börnum sína að fara bóknáms- leiðina. Þeir tryðu því að námið auðveldaði börnunum að aðlaga sig breyttum aðstæðum og taka upp hvers kyns nýjungar. Að lokum Sú staðreynd hefur lengi blasað við að meiri áhersla hefur verið lögð á bóknám en verknám í íslensku menntakerfi. Fínt hefur þótt að stunda menntaskólanám á meðan ófínna og jafnvel óæðra hefur talist að leggja stund á starfsnám. Afleið- ingin hefur orðið sú að grunnskóla- nemendur hafa hópast í bóknám og færri en eðlilegt getur talist hafa valið verkgreinar. Því til stuðnings má minna á að í yfirlits- skýrslu Aflvaka Reykjavíkur um verk- og tæknimenntun á íslandi kemur m.a. fram að aðeins 32% nemanda fari í verknám hér á landi miðað við 70% í Danmörku, Þýska- landi og Noregi. Ýmsar ástæður, s.s. almennur samdráttur í þjóðfélaginu, hafa orð- ið til þess að íslendingar hafa smám saman verið að gera sér grein fyrir ofangreindri tilhneigingu og helstu ókostum hennar fyrir samfélagið. Stjórn- málamenn hafa fengið áhuga á málinu, kannanir hafa verið gerðar og einn afraksturinn er frumvarp til nýrra laga um framhaldsskóla. Veigamesta breytingin þar felst í meiri áherslu á starfsnám. Sú spurning hlýtur að vakna hvort ekki sé ástæða til að hefjast fyrr handa og leggja meiri rækt við starfsmenntun í grunnskólum en verið hefur. Andstæðingar þessa sjónarmiðs hafa bent á að áhersla á verkmennt- Þörf á spenn- andi leiðum í verknámi Sérfræðingurinn Kristrún ísaksdóttir Skólastjórinn Ingvar Ásmundsson Unnið að eflingu verknámsgreina KRISTRÚN erþeirr- ar skoðunar að jöfn skipting bók- og verknáms sé ákjós- anleg hér á landi. benti Kristrún á afleiðingar breyttr- ar þjóðfélagsmyndar. Ekki væru mörg ár liðin frá því að hægt hefði verið að sinna flest öllum fram- leiðslustörfum án sérstakrar menntunar. Með vaxandi áherslu á markaðsmál, þjónustu og gæði, hefði hins vegar smám saman myndast þrýstingur um viðeigandi starfsmenntun. Áhersla á starfsnám er ekki að- eins að aukast hér á landi. Kristrún nefnir sem dæmi að í ------------ Ungveijalandi og fleiri fyrrum austantjalds- löndum sé stefnt að því að 30% nemenda fari í ____________ bóknám til stúdentsprófs og 70% fari í starfsnám. Hún seg- ist hins vegar þeirrar skoðunar að jöfn skipting sé ákjósanleg hér á landi. Til þess þurfí að gera tvennt. Annars vegar að veita starfsnámi forgang við uppbyggingu. Hins vegar að halda uppi stöðugri kynn- ingu á atvinnulífí og starfsnámi almennt, allt niður í grunnskóla. Leggja þurfí aukna áherslu á list- og verknám og samþættingu bók- og verknáms í hagnýtum viðfangs- efnum. Fjölgun fyrst og fremst í bóknámi Stefnt er að ofangreindri áherslu- breytingu með frumvarpi til nýrra framhaldsskólalaga og verða hér sérstaklega nefnd þijú atriði. Hið fyrsta og trúlega veigamesta er að með samstarfsnefnd og starfsgrein- aráðum á að stuðla að meira sam- starfi skóla og atvinnulífs. Önnur breyting felur í sér að inntökuskil- yrði á einstakar námsbrautir miðist fyrst og fremst við að nemendur hafi nægilegan undirbúning til að takast á við nám á viðkomandi braut og geti náð lokamarkmiðum hennar á eðlilegum náms- tíma. Síðast en ekki síst felur frumvarpið í sér breytingu í þá átt að nám verði frá upphafi byggt upp í samræmi við loka- markmið þess. Ríkj- andi stefna gerir ráð fyrir að nemendum á mismunandi náms- brautum séu kenndar sömu námsgreinar eins lengi og kostur er. Ekki eru allir jafn sáttir við frumvarpið og telur Ingvar Ás- mundsson, skólastjóri Iðnskólans, að yfir- lýstu markmiði um áherslu á starfsgrein- ar sé ekki fylgt nægi- lega vel eftir. Hann gagnrýnir frumvarp- ið og efast um að stórar og þunglama- legar samstarfs- nefndir tryggi sam- starf skóla og at- vinnulífs með þeim hætti sem nauðsyn- legt sé. Viðlíka nefndir séu til og óvíst að störf annarra nefnda með nýjum nöfnum yrðu árangursríkari. Hann lætur þess jafnframt getið að eitt af því mikilvægasta og jafnframt nei- kvæðasta við frumvarpið sé að í því sé gert ráð fyrir að nemendur sem ekki hafi uppfyllt skilyrði á grunn- skólaprófí fari í eins árs fornám og þeir sem ekki uppfýlltu skilyrði á einstökum brautum fari í eins árs almennt viðbótarnám. Einangrun af þessu tagi sé í senn óréttlát og óþörf, a.m.k í áfangaskólum, og líklegar afleiðingar mótþrói og aga- ________ vandamál í skólum. Við boðaða áherslubreyt- ingu hiýtur líka að vakna sú spurn- ing hversu langt eigi að ganga að hvetja nemendur til verknáms. Má í því sambandi geta þess að þijú grundvallaratriði í mótun náms- skrár eru að taka mið af þörf þjóð- félagsins, einstaklingsins og fag- greinarinnar. Með augljósri áherslu á þarfír þjóðfélagsins verður að gæta þess að gleyma ekki einstakl- ingum og huga verður að sambandi almennrar menntunar og sérhæf- ingar. INGVAR dregur í efa að þunglamaleg- ar nefndir tryggi samstarf atvinnulífs og skóla. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 29 Undirritun samkomulags leiðtoga ísraela og PLO um sjálfstjórn Palestínumanna á Gazasvæðinu og í Jeríkó Yasser Arafat Yitzhak Rabin LEIÐIR ÍSRAELSKUR hermaður veifar fána Palestínumanna á Gazasvæðinu í gær. FRIÐARSAMKOMULAG TIL FRIÐAR? Sögulegt samkomulag um sjálfstjórn Palestínu- manna á Gazasvæðinu og í borginni Jeríkó á Vesturbakkanum var undirritað í Kairó í gær- morgun. Steingrímur Sigurgeirsson kannar efnisatriði samningsins og veltir fyrir sér þróun mála í Mið-Austurlöndum í framhaldi hans. að tók hálft ár að semja um hvernig framkvæma ætti samkomulag ísraela og Paiestínumanna frá í fyrra um takmarkaða sjálfstjórn hinna síðarnefndu á hernumdu svæðunum. Þó að samkomulag um sjálfstjórn Palestínumanna hafí ver- ið undirritað við hátíðlega athöfn í Washington þann 13. september á síðasta ári hafa deilur, fyrst og fremst um öryggismál, komið í veg fyrir að hægt væri að hrinda því í framkvæmd. Margsinnis hafa báðir samningsaðilar hótað að slíta við- ræðunum og blóðug hermdarverk öfgamanna hafa tafið fyrir lausn máia. Þó að tvöhundruð blaðsíðna sam- komulag lægi fyrir er fulltrúar ísra- ela og Palestínumanna auk 2.500 gesta frá öllum heiminum byijuðu að streyma til Kairó í fyrradag var ekki búið að útkljá öll mál. Arafat neitaði að samþykkja landakort, sem var fylgiskjal samkomulagsins, og á samningafundum aðfararnótt mið- vikudagsins ákváðu deiluaðilar að vera sammála um að vera ósammála um endanlega stærð þess svæðis í kringum Jeríkó, sem ísraelar af- henda Palestínumönnum. Eftir að Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, lét málið til sín taka samþykkti Arafat að skrifa upp á landakortið með fyrirvara. Samkomulagið, sem undirritað var í gær, gerir ráð fyrir að Isrelar dragi herlið sitt að mestu í burtu frá Gaza og Jeríkó innan þriggja vikna og mun brottflutningurinn hefjast þegar í stað. í stað ísraelsku hermannanna mun palestínsk lögregla undir stjórn bráðabirgðastjórnar sjá um að halda uppi öryggi á svæðinu til að byija með líklega með aðstoð ísraelskra starfsbræðra. Raunar munu Palest- ínumenn sjá um flest sín mál sjálfir þegar upp verður staðið að undan- skildum hervörnum og alþjóðlegum samskiptum. Þá gerir samkomulagið ráð fyrir að samningaviðræður um endanlega stöðu Vesturbakkans og Gaza-svæð- isins hefjist innan tveggja ára. Sjálfstjórn í fyrsta sinn Þetta er í fyrsta skipti sem Palest- ínumenn á hernumdu svæðunum fá sjálfstjórn af einhveiju tagi. Vestur- bakkinn tilheyrði áður Jórdaníu en Gaza-svæðið Egyptalandi. ísraelar náðu þessum svæðum á sitt vald, ásamt Gólanhæðum við landamæri Sýrlands, í sexdagastríðinu árið 1967. Arabaríkin gerðu tilraun til að endurheimta hernumdu svæðin í Yom Kippur-stríðinu árið 1973 en höfðu ekki erindi sem erfiði. Árið 1978 undirrituðu ísralear og Egyptar friðarsamning í Camp David. Var það í fyrsta skipti sem arabaríki fri'ðmæltist við stjórnvöld í ísrael, frá stofnun ríkisins árið 1948. Þar til PLO féllst á að hefja friðarvið- ræður hafði ekkert arabaríki fylgt í kjölfarið, ekki síst þar sem enga lausn á vanda Palestínumanna var að fínna S samningi ísraela og Egypta. Nú standa hins vegar vonir til að Jórdanir og jafnvel Sýrlending- ar og Líbanir geri á næstu misserum friðarsamkomulag við ísraela. Óformlegar viðræður um slíkt hafa farið fram undanfarna mánuði. Mestu máli skiptir hver afstaða Hafez Assads, forseta Sýrlands verð- ur. Sýrlendingar hafa um áratuga skeið verið hatrömmustu andstæð- ingar ísraela og Assad verið í for- ystu baráttunnar gegn tilvist ísrael- ríkis. Á því hefur þó orðið breyting á allra síðustu árum ekki síst vegna umskipta í þessum heimshluta vegna endaloka kalda stríðsins. Assad nýt- ur ekki lengur góðs af stuðningi Sovétmanna og verður að líta til Vesturlanda eigi að takast að bæta efnahagsástand í landinu. Helsta hindrunin í vegi friðarsamkomulags er hernám hinna hernaðarlega mikil- vægu Gólanhæða. Rabin hefur að undanförnu gefið í skyn að hann sé reiðubúin að láta þær af hendi, sem myndi gjörbreyta stöðunni. Á móti myndu ísraelar eflaust krefjast trygginga fyrir því að árásum fjöl- margra hryðjuverkahópa sem hafa aðsetur í Sýrlandi linni. Lífskjör og öryggi Það er þó ekki ljóst hvort að þetta dugi Sýrlendingum ekki síst þar sem Rabin hefur skilyrt brotthvarf frá Gólanhæðum því að ísraelska þjóðin samþykki slíkt í þjóðaratkvæðar- greiðslu. Assad hefur heldur aldrei látið sig vandamál Palestínumanna miklu varða og hugsanlega kann hann að meta stöðuna sem svo að hagstæðara sé fyrir hann að viðhalda óbreyttu ástandi. Ef svo fer er nán- ast óhugsandi að Hussein Jórdaníu- konungur geri friðarsamkomulag. Hussein hefur tekið PLO með mikilli varúð frá því hann varð að reka sam- tökin úr landi árið 1970 og sjálf- stætt ríki Palestínumanna er and- stætt hagsmunum hans. Þá hefur hann í sjálfu sér litla þörf fyrir friðar- samning. Samskipti Israela og Jórd- ana eru að mestu snurðulaus. Mestu skiptir þó til að byija með hvernig til tekst með framkvæmd Kaírósamkomulagsins. Þau vanda- mál sem Palestínumenn standa frammi fyrir á Gazasvæðinu og Je- ríkó eru risavaxin. Hin hatramma uppreisn, iníi/ada undanfarinna ára gegn hernámsliði ísraela skilur eftir sig mörg sár. Margir, ekki síst í röð- um yngri Palestínumanna, munu eiga mjög erfitt með að sættast við Israela og það er langt í frá að póli- tísk samstaða ríki meðal Palestínu- manna sjálfra. Margir saka Arafat um að hafa fjarlægst raunveruleika hernumdu svæðanna um of á þeim áratugum sem hann bjó í útlegð og auðlegð í Túnis. Þetta þótti koma greinilega fram í sjálfum samningaviðræðun- um. Arafat lagði þar mikla áherslu á ýmis tákn fullveldis. Hann vildi eigin fána Palestínumanna, her, gjaldmiðil og vegabréf. Það sem skiptir íbúa Gaza og Je- ríkó mestu máli er aftur á móti hvaða áhrif samkomulagið hefur á lífskjör þeirra. Óstöðugleiki undanfarinna ára hefur haft mjög slæm áhrif á afkomu Palestínumanna á þessum svæðum enda hafa þeir margir hveij- ir ekki lengur getað stundað vinnu í ísrael vegna ástandsins. Biturð og örbirgði hafa leitt til vaxandi fylgis við ýmsa öfgasinnaða múslimska hópa á borð við Hamas. Að sama skapi hefur dregið úr fylgi hófsam- ari afia Palestínumanna. Gazasvæðið er I raun fyrst og fremst ömurlegt fátæktarhverfi og Vesturbakkinn frumstætt land- búnaðarhérað. Ef íbúar þess eiga að sætta sig við stöðu mála er úrslitaatr- iði að þeir verði þess varir að hagur þeirra vænkast. ísraelar bera þar mesta ábyrgð. Til að tryggja frið verða þeir nú að styðja fjárhagslega við bakið á Palestínumönnum. Á móti verða þeir að fá tryggingar fyrir öryggi sínu. Það sama á við um Vesturlönd. Áratugum saman hafa vestrænar ríkisstjórnir hvatt til sjálfstjórnar Palestínumanna. Nú þegar hillir loks undir hana er nauð- synlegt að færa þessi svæði Palest- ínumanna inn í nútímann hvað allan aðbúnað varðar. Það er forsenda þess að friðarsamkomulagið leiði að lokum til l'riðar. 1 4 -4 ' Á 4 f I ! i i 5 f 1 í { I i *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.