Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 21 ERLENT Reuter 1.000 milljarða göng opnuð ELIZABET Bretadrottning og Francois Mitterrand Frakklands- forseti opna Ermarsundsgöngin við hátíðlega athöfn á morgun, föstudag. Talið er að göngin, sem eru fyrir járnbrautarlestir, kosti 10 milljarða punda, ríflega 1.000 milljarða króna. Myndin er af lest á leið í göngin í grennd við frönsku feijuborgina Calais. ANC sakar Inkatha um að setja upp ólöglega kjörstaði Kjörstjóm segir engin merki um kosningasvindl Jóhannesarborg. Reuter. The Daily Telegraph. KJÖRSTJÓRN Suður-Afríku lýsti því yfir í gær að það hefði ekki fundið nein merki kosningasvindls í KwaZulu-Natal. Afríska þjóðar- ráðið (ANC) hafði fyrr um daginn sakað Inkatha-frelsishreyfíngu Zúlúmanna um víðtækt svindl í heimalandi Zúlúmanna, þar sem Inkatha og ANC áttu í harðri kosningabaráttu. Sakaði ANC Inkatha um að hafa sett upp alls 54 ólöglega kjörstaði en kjör- stjórnin vísaði ásökununum á bug. „Enn sem komið er eru fréttir um að settar hafi verið upp „sjó- ræningja“-kjörstaðir rangar. Við rannsókn okkar kom í ljós að vill- andi upplýsingar um nokkra kjör- staði ollu misskilningi, sérstaklega í norðurhluta KwaZulu-Natal,“ sagði í yfírlýsingu kjörstjórnar. Talning atkvæða gengur afar hægt, á fyrstu fjórum dögunum voru aðeins 12 milljónir atkvæða talin. Hefur orðið að fresta setn- ingarathöfn þingsins og því verður Nelson Mandela, leiðtogi ANC, kjörinn forseti á mánudag en ekki föstudag eins og til stóð. Hver verður varaforseti? Mandela bíður nú það verkefni að velja ráðherra í 27 manna ríkis- stjórn sína. Valið mun án efa reyn- ast honum erfitt, ekki síst að velja annan varaforsetann úr röðum ANC, því litið verður á þann sem fyrir valinu verður, sem arftaka „Gamla mannsins“ sem er 75 ára. Helst þykja koma til greina eru Thabo Mbeki, sem hefur séð um utanríkismál í „skuggráðuneyti" ANC, og Cyril Ramaphosa, fram- kvæmdastjóri ANC. Macktosh námskeið Mjög vandað og gott námskeið fyTÍr byijendur. Stýrikerfi tölvunnar, ritvinnsla og kynning á helstu forritum. Með fylgir disklingur með deiliforritum, dagbókarforriti, teikniforriti, leikjum, veiruvamarforriti o. fl. • Hagstætt verð! Tölvu- og verkfræöiþjónustan Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • sími 68 80 90 Túrista- gildra í Tsjernobyl ÚKRAÍNUMENN hafa nú í hyggju að ná til ferðamanna sem telja sig hafa upplifað allt það sem flandur um heimsbyggðina hefur upp á að bjóða. Hyggjast þeir hefja til vegs og virðingar „hörmunga-túrisma" og bjóða áhugasömum að sækja heim Tsjemobyl-kjarnorkuverið. Ef um hópferð er að ræða kostar rúmar sjö þúsund krónur að fá að beija augum afleiðingar versta karn- orkuslyss sögunnar, að sögn norska dagblaðsins Aftenposten. Fyrir um 1.700 króna aukagjald fá áhugasamir aðgang að hættu- svæði því sem skilgreint hefur verið umhverfis kjarnakljúf númer fjögur sem sprakk fyrir réttum átta árum. Einungis er tekið við greiðslum í erlendum gjaldeyri. Útlendingar fá einir að taka þátt í ferðum þessum og hver og einn mun fá geigerteljara sem veitir snimhendis upplýsingar um geislunina sem viðkomandi verð- ur fyrir á hveijum tíma. -----♦ ♦ ♦ Norrænt varn- arsamstarf Kaupmannahöfn. Reuter. SVIAR, Norðmenn, Danir og Finnar ætla að taka upp samstarf í hermál- um eða hvað varðar framleiðslu og kaup á vopnum. Er tilgangurinn annars vegar að nýta betur útgjöld til varnarmála og hins vegar að styrkja vopnaiðnaðinn í löndunum. Samstarfíð var samþykkt á fundi varnarmálaráðherra ríkjanna í Korsor á Sjálandi en Noregur og Danmörk eru í Atlantshafsbanda- laginu, NATO, en Svíþjóð og Finn- land eru hlutlaus. Samstarf af þessu tagi hefði verið óhugsandi fyrir skömmu. Gættu gagnanmþinna! Bjoðum traustan og iirnggan afritunarbunað # BGÐEIND- Austurströnd 12. Sími 612061. Fax 612081 V_________________y VERO MODfl 1ÁRS VERO JWODA LAUGAVEGI81, SÍMI21444 • KRINGLAN, SÍMI686244
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.