Morgunblaðið - 05.05.1994, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 21
ERLENT
Reuter
1.000 milljarða göng opnuð
ELIZABET Bretadrottning og Francois Mitterrand Frakklands-
forseti opna Ermarsundsgöngin við hátíðlega athöfn á morgun,
föstudag. Talið er að göngin, sem eru fyrir járnbrautarlestir,
kosti 10 milljarða punda, ríflega 1.000 milljarða króna. Myndin
er af lest á leið í göngin í grennd við frönsku feijuborgina Calais.
ANC sakar Inkatha um að setja upp ólöglega kjörstaði
Kjörstjóm segir engin
merki um kosningasvindl
Jóhannesarborg. Reuter. The Daily Telegraph.
KJÖRSTJÓRN Suður-Afríku lýsti
því yfir í gær að það hefði ekki
fundið nein merki kosningasvindls
í KwaZulu-Natal. Afríska þjóðar-
ráðið (ANC) hafði fyrr um daginn
sakað Inkatha-frelsishreyfíngu
Zúlúmanna um víðtækt svindl í
heimalandi Zúlúmanna, þar sem
Inkatha og ANC áttu í harðri
kosningabaráttu. Sakaði ANC
Inkatha um að hafa sett upp alls
54 ólöglega kjörstaði en kjör-
stjórnin vísaði ásökununum á bug.
„Enn sem komið er eru fréttir
um að settar hafi verið upp „sjó-
ræningja“-kjörstaðir rangar. Við
rannsókn okkar kom í ljós að vill-
andi upplýsingar um nokkra kjör-
staði ollu misskilningi, sérstaklega
í norðurhluta KwaZulu-Natal,“
sagði í yfírlýsingu kjörstjórnar.
Talning atkvæða gengur afar
hægt, á fyrstu fjórum dögunum
voru aðeins 12 milljónir atkvæða
talin. Hefur orðið að fresta setn-
ingarathöfn þingsins og því verður
Nelson Mandela, leiðtogi ANC,
kjörinn forseti á mánudag en ekki
föstudag eins og til stóð.
Hver verður varaforseti?
Mandela bíður nú það verkefni
að velja ráðherra í 27 manna ríkis-
stjórn sína. Valið mun án efa reyn-
ast honum erfitt, ekki síst að velja
annan varaforsetann úr röðum
ANC, því litið verður á þann sem
fyrir valinu verður, sem arftaka
„Gamla mannsins“ sem er 75 ára.
Helst þykja koma til greina eru
Thabo Mbeki, sem hefur séð um
utanríkismál í „skuggráðuneyti"
ANC, og Cyril Ramaphosa, fram-
kvæmdastjóri ANC.
Macktosh námskeið
Mjög vandað og gott námskeið fyTÍr byijendur.
Stýrikerfi tölvunnar, ritvinnsla og kynning á helstu forritum.
Með fylgir disklingur með deiliforritum, dagbókarforriti, teikniforriti,
leikjum, veiruvamarforriti o. fl. • Hagstætt verð!
Tölvu- og verkfræöiþjónustan
Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar
Grensásvegi 16 • sími 68 80 90
Túrista-
gildra í
Tsjernobyl
ÚKRAÍNUMENN hafa nú í hyggju
að ná til ferðamanna sem telja sig
hafa upplifað allt það sem flandur
um heimsbyggðina hefur upp á að
bjóða. Hyggjast þeir hefja til vegs
og virðingar „hörmunga-túrisma" og
bjóða áhugasömum að sækja heim
Tsjemobyl-kjarnorkuverið.
Ef um hópferð er að ræða kostar
rúmar sjö þúsund krónur að fá að
beija augum afleiðingar versta karn-
orkuslyss sögunnar, að sögn norska
dagblaðsins Aftenposten.
Fyrir um 1.700 króna aukagjald
fá áhugasamir aðgang að hættu-
svæði því sem skilgreint hefur verið
umhverfis kjarnakljúf númer fjögur
sem sprakk fyrir réttum átta árum.
Einungis er tekið við greiðslum í
erlendum gjaldeyri. Útlendingar fá
einir að taka þátt í ferðum þessum
og hver og einn mun fá geigerteljara
sem veitir snimhendis upplýsingar
um geislunina sem viðkomandi verð-
ur fyrir á hveijum tíma.
-----♦ ♦ ♦
Norrænt varn-
arsamstarf
Kaupmannahöfn. Reuter.
SVIAR, Norðmenn, Danir og Finnar
ætla að taka upp samstarf í hermál-
um eða hvað varðar framleiðslu og
kaup á vopnum. Er tilgangurinn
annars vegar að nýta betur útgjöld
til varnarmála og hins vegar að
styrkja vopnaiðnaðinn í löndunum.
Samstarfíð var samþykkt á fundi
varnarmálaráðherra ríkjanna í
Korsor á Sjálandi en Noregur og
Danmörk eru í Atlantshafsbanda-
laginu, NATO, en Svíþjóð og Finn-
land eru hlutlaus. Samstarf af þessu
tagi hefði verið óhugsandi fyrir
skömmu.
Gættu
gagnanmþinna!
Bjoðum traustan og
iirnggan afritunarbunað
# BGÐEIND-
Austurströnd 12. Sími 612061. Fax 612081
V_________________y
VERO MODfl 1ÁRS
VERO JWODA
LAUGAVEGI81, SÍMI21444 • KRINGLAN, SÍMI686244