Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 17 Tíu lyklar að Atvinnulíf í Reykjavík þarf að þróast í takt við breytt viðskiptaumhverfi í heim- inum. Hafin er úttekt á samkeppnisaðstöðu íslands og Reykjavíkur en slík úttekt er forsenda árangursríkrar stefnumörkunar í atvinnumálum. Sjálfstæðismenn viija hlúa að því sem vel hefur tekist í atvinnumálum í Reykjavík, svo sem framleiðslu tækjabúnaðar. tengdum sjávarútvegi, matvælaframleiðslu, verkefnaútflutningi og margvíslegri þjónustu. Með samvinnu Reykjavíkurborgar, Háskóla íslands og atvinnufyrirtækja í borginni verður unnið að langtíma- stefnumótun og nýsköpun í atvinnurekstri. nýjum tímum Reykjavíkurborg átti frumkvæði að nýju þróunarfyrirtæki sem ber nafnið Aflvaki Reykjavíkur hf. Hlutverk þess er að styðja rannsóknar- og þróunarverkefni og að skapa smáfyrirtækjum aðstöðu til þróunarstarfs. Borgarstjóri vinnur nú að því að koma á samstarfsvettvangi aðila úr atvinnulífinu, jafnt úr röðum vinnuveitenda og launþega, til að móta frekari stefnu í atvinnu- málum borgarinnar til ársins 2000. Markmiðið er öflugt og fjölbreytt atvinnulíf í höfuðborginni. /f Heilnæmasta • borg í heimi Mikilvægt er að skapa Reykjavík jákvæða ímynd með tilliti til marg- víslegra möguleika okkar í viðskiptum við umheiminn, t.d. í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu. Sjálfstæðismenn vilja ráðast í alhliða aðgerðir til að treysta ímynd Reykjavíkur sem heilsu- borgar, þar sem hreinleiki lofts og lagar sé í fyrirrúmi. Leitað verður eftir auknu samstarfi aðila í ferðaþjónustu um kynningu á höfuðborginni og eflingu hennar sem funda- og ráð- stefnuborgar, ekki síst með áherslu á þjónustu utan háannatíma. Unnið er að heildstæðri áætlun um áframhaldandi uppbyggingu í ferða- þjónustu. Þeirri áætlun tengist meðal annars athugun á Reykjavík sem al- þjóðlegri heilsumiðstöð og aukinni nýtingu Nesjavallasvæðisins til útivistar og heilsuræktar. Kannaðir verða mögu- leikar á samstarfi Reykjavíkurborgar við önnur sveitarfélög í þessu sam- bandi. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á að komur erlendra farþegaskipa tvöfaldist fram til aldamóta. Samstarf Reykja- víkurhafnar við erlenda aðila gefur já- kvæðar vísbendingar um að það muni takast. Þjónusta hafnarinnar verði aukin, svo sem með starfrækslu frí- hafnarverslunar fyrir erlendar áhafnir og farþega. ,jli \ Smáfyrírtækin * vaxtarbroddur ■ , í atvinnulífinu Smáfyrirtæki og samstarfsnet þeirra verða áberandi á heimsmarkaði fram- tíðarinnar. Reykvíkingar eiga mikla möguleika á þessum markaði vegna góðrar menntunar og tæknivædds um- hverfis. Efla þarf því uppbyggingu lítilla fyrirtækja í borginni. Mörg smærri fyrirtæki eða einstaklingar, með nýjar hugmyndir í atvinnurekstri, geta ekki nýtt sér þá aðstöðu sem fyrir er og eru með of lítinn rekstur til að falla að fjármagnsmarkaðnum. Sjálfstæðis- menn vilja útbúa nýja aðstöðu fyrir slíkan atvinnurekstur, sem gæti starfað í samstarfsneti við önnur smáfyrirtæki. í athugun er hvernig best verði staðið að sköpun slíkrar aðstöðu, m.a. með nýtingu húsnæðis í eigu Reykjavíkur- borgar eða einkaaðila. Sjálfstæðismenn vilja greiða fyrir því að viðskipti borg- arinnar við smáfyrirtæki verði grund- völlur að frekari uppbyggingu þeirra. 3. „Islenskt Já takk” Augljóst er að innlend framleiðsla skapar fleiri störf. Borgarstjóri hefur ákveðið að koma á starfshópi sem markar stefnu til að innkaup taki mið af eflingu innlends iðnaðar. Borgarráð samþykkti á fúndi sínum 22. mars sl. tillögu borgarstjóra um að við útboð og verðkannanir hjá borgarsjóði og fyrirtækjum borgarinnar verði tryggt að hlutur innlendra framleiðenda og þjónustuaðila verði hvergi fyrir borð borinn. Jafnframt að núgildandi fyrir- mæli og starfshættir verði endurskoð- aðir í samræmi við þetta markmið. 4. Þjónustumiöstöð í Norður- Atlantshafi Reykjavíkurborg og stofnanir hennar hafa verið virkir þátttakendur í úrlausn ýmissa verkefna í atvinnulífinu. Nú vantar aðeins herslumuninn á að íslendingar taki forystu í flestu sem viðkemur fiskveiðum og vinnslu sjávarfangs úr Norður-Atlantshafi. í því sambandi má nefna hugmyndir um sjávartæknigarða. Reykjavíkurhöfn hefur þegar hafið samstarf við einkafyrirtæki í borginni til að kynna þjónustu hafnarinnar og þeirra fyrirtækja sem tengjast sjóflutningum og sjávarútvegi. Mikilvæg forsenda þjónustumiðstöðvar af þessum toga er að Reykvíkingar geri kröfú um að skipum bjóðist olía á sam- keppnishæfu verði. Brýnt er að ráðast í enduruppbyggingu skipasmíðaiðnaðarins í Reykjavík þar sem leitað verður eftir víðtæku sam- starfi um verkaskiptingu á landsvísu, fjölþættari þjónustu og stóraukna er- lenda verkefnaöflun. 5. Frísvæói í Reykjavík Sjálfstæðismenn styðja að Reykjavíkur- höfn vinni, í samstarfi við fyrirtæki í borginni, áfram að þróun áætlana um frísvæði með tilliti til vöruflutninga á milli Evrópu og Ameríku, svo og auk- inna flutninga til og frá Grænlandi. x Fjárfestingar- & • kostir í Reykjavík Sjálfstæðismenn vilja vekja athygli á Reykjavík sem eftirsóknarverðum val- kosti fyrir erlend fyrirtæki. Hún þarf að vera samkeppnishæf við erlendar borgir t.d. hvað varðar rekstrarkostnað, menntun og þjálfun vinnuafls. Forvinna til kynningar á Reykjavík fyrir erlendum fjárfestum er hafin en sú vinna er m.a. byggð á ítarlegri starfs- skilyrðaúttekt og mati á samkeppnis- stöðu íslands. 7. Stuöningur viö verkefnaútflutning Reynslan hefur þegar sýnt að mörg fyrirtæki eiga fullt erindi á erlendan markað og sum þeirra hafa nú þegar náð umtalsverðum árangri, með stuðn- ingi Reykjavíkurborgar. Aflvaka Reykjavíkur hf. er ætlað það hlutverk á þessu sviði að sameina kraftana og stuðla að því að reynsla eins útflutn- ingsaðila nýtist öðrum. Um leið og erlend fyrirtæki, m.a. frá nágranna- þjóðum okkar, sækja hingað eftir verk- efnum í auknum mæli er brýnt að fyrirtæki í borginni leiti á erlenda markaði. S'. Samstarf Reykja víkurborgar, atvinnulífsins og Háskóla íslands sín fólk. Þannig er unnt að láta hjól atvinnulífsins snúast hraðar. Sjálfs- tæðismenn vilja að fyrirtækjum og ein- staklingum verði gert kleift með skatt- kerfisbreytingum að leggja fé í þróun- arverkefni og atvinnuuppbyggingu. Viðræður þess efnis eru þegar hafnar við ríkisvaldið. Sjálfstæðismenn telja það grundvallar- atriði að fjárfestingar í atvinnulífinu hafi forgang svo grunnur sé lagður að verðmætasköpun. Tímabundnir erfið- leikar í atvinnulífinu gefa sérstakt til- efni til að hvetja til fjárfestingar eftir nýjum leiðum. Með því að leyfa flýtifyrningar yrðu fyrirtæki hvött til að hraða fjárfesting- um sínum. þannig mættu þau afskrifa hraðar þær fjárfestingar sem ráðist verður í næstu eitt til tvö árin. Borgarstjóri hefúr óskað eftir viðræð- um við ríkisvaldið um þessar mikil- vægu breytingar. Sjálfstæðismenn vilja að jafnræði gildi í skattlagningu á atvinnurekstur. Því mun sérstakur skattur á verslunar - og skrifstofúhúsnæði verða lagður niður. Menning er atvinnuskapandi Tæknigarður við Háskólann, sem Reykjavíkurborg stóð m.a. að, hefur reynst vettvangur fyrir lítil rannsóknar- og þróunarfyrirtæki og uppspretta ný- sköpunar. Sjálfstæðismenn vilja að frekari uppbygging tækni- og iðngarða eigi sér stað þar sem nýtt verði sú þekking sem fyrir liggur á þessu sviði. í þessu sambandi þarf ennfremur að huga að aukinni þátttöku stofnana og fyrirtækja borgarinnar í margvíslegum þróunarverkefnum. Skattfrelsi í V » þróunarverkefnum og hvatning til fjárfestingar Lækkun skatta á fyrirtæki í borginni þýðir að þau fjárfesta meira og ráða til Menningarlíf í Reykjavík gerist sífellt fjölbreyttara en sjálfstæðismenn hafa sýnt mikið frumkvæði á þessu sviði. Það hefúr birst í öflugum stuðningi við margvíslega listræna starfsemi, tíma- bundnum starfssamningum við lista- menn og með Listahátíð í Reykjavík, sem mikilla vinsælda hefur notið meðal borgarbúa, jafnt sem innlendra og erlendra gesta. Menning er útflutningsvara og líta ber 'á hana sem hugsanlegan vaxtarbrodd í atvinnulífinu. Fjöldi ungs fólks hefúr menntun og hæfileika á þessu sviði sem þarf að virkja. Gera þarf úttekt á möguleikum menningar í borginni, m.a. leiklist, kvikmyndagerð, myndlist, tónlist o.fl. Haft verður samstarf við félög listamanna um þetta verkefni og við þau fyrirtæki og stofnanir sem hafa sinnt menningarstarfi. Reylijavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.