Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aðalfundur SH Horfur í fískvinnslu á dagskrá STAÐA fiskvinnslunnar á 50 ára afmæli lýðveldisins og horf- ur næstu 10 ár verður sérstakt umíjöllunarefni á aðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna sem haldinn verður í Há- skólabíói í dag og á morgun. Fundurinn verður settur klukkan 13.15 í dag. Jón Ing- varsson formaður SH flytur skýrslu stjómar og Friðrik Pálsson forstjóri heldur ræðu. Síðan flytja framkvæmdastjór- ar SH skýrslur svo og fram- kvæmdastjórar dótturfyrir- tækja SH erlendis. A föstudagsmorgunn flytja nokkrir menn framsöguerindi sem tengjast stöðu fiskvinnsl- unnar og horfum og síðan verða pallborðsumræður um efnið. Þorsteinn Pálsson flytur hádeg- iserindi og síðan verða lögbund- in aðalfundarstörf. Starfsfólk SVR hf. Vill gamla formið í ERINDI starfsmanna SVR hf. til borgarráðs lýsa þeir áhyggj- um yfir starfsöryggi sínu. Er farið þess á leit við borgarráð að SVR hf. verði lagt niður. í bréfi starfsmanna til borgar- ráðs segir, að rekstrarform fyrir- tækisins sé á annan veg en ann- arra borgarstofnana. Þá segir m.a.: „Nú þegar starfsmenn eru að nýju orðnir borgarstarfsmenn með þeim réttindum sem því fylgir virðist ákjósanlegt að ganga skrefið til fulls og breyta fyrirtækinu í borgarstofnun." Stýrði knerrií Noregi GUNNAR Marel Eggertsson, skipasmíðameistari og sjómaður frá Vestmannaeyjum, sigldi um síðustu helgi sem stýrimaður á norskum knerri sem sjósettur var í Bjorkedal. Var knerrinum siglt þaðan til Haarhálmen sem er um 65 sjómílna leið. Gunnar Marel er ekki óvanur siglingu skipa frá víkingatímanum, því hann var stýrimaður í 14 mánuði á norska skipinu Gaia á leið þess frá Nor- egi til Rio de Janeiro i Brasiliu. Gunnar Marel segir að leiðang- ursstjóri Gaiu, Ragnar Thorseth, hafi látið smíða skipið og hyggst hann nota það til að sigla með ferðamenn um svæðið. Knerrir voru fragtskip víkingatímans og segir Gunnar Marel að þau beri mikinn farm. Norski knörrinn er 18 metra langur og 5 V2 metri á breidd og getur náð allt að 10 mílna hraða á klukkustund. Smíð- in tók um átta mánuði og það var fjölskylda Bjorkedal sem smíðaði knörrinn, en hún hefur fengist við smiði víkingaskipa óslitið frá árinu 1450. Gunnar Marel segir að það sé ótrúleg upplifun og spennandi að fá að sigla skipi eins og menn sigldu á fyrir 11-1200 árum. „Maður sér hvað þeir hafa verið vel að sér,“ segir hann. Hann segir að það sé ekki fyrir hvern sem er að sigla svona knerri, menn þurfi að vera vel að sér í vindi og straumum. „Það er vandi að haga seglum eftir vindi.“ Siglingin frá Bjorkedal til Haarhálmen tók rúman hálfan sólarhring. Morgunblaðið/Gunnar Marel Eggertsson Á NEÐRI myndinni er Gunnar Marel Eggertsson (t.v) og eigandi knarrarins, Ragnar Thorseth. Knörrinn sést við bryggju á efri myndinni. Hann er 18 metra langur og 5Vi metri á breidd. 60 milljónir á síðasta ári til Securitas 711 með neyðar- hnappa 711 sjúklingar höfðu svonefndan neyðarhnapp í janúar sl., þar af 617 á höfuðborgarsvæðinu. Tryggingastofnun ríkisins greiddi Securitas hf. rúmar 60 milljónir króna á síðasta ári fyrir þessa þjónustu. Þetta kemur fram í skriflegu svari heilbrigðisráðherra á Alþingi við fyr- irspurn Svavars Gestssonar alþingis- manns. Þar kemur fram að Trygg- ingastofnun ríkisins greiddi að með- altali þjónustugjöld fyrir 684 sjúkl- inga á síðasta ári, samtals 60.271.289 milljónir kr. eða 88.116 krónur á sjúkling. Þá kostar hvert tæki rúmar 86 þúsund krónur á höfuðborgarsvæð- inu og á Akureyri en rúmar 73 þús- und annars staðar á landinu. Trygg- ingastofnun greiðir 90% í kaupum á nýju tæki en notandi 10%. Samið við Securitas Tryggingastofnun hefur gert samning við Securitas hf. um kaup á þessari þjónustu. Samningur var fyrst gerður 1987 og þremur árum síðar viðbótarsamningur um Akur- eyri og landsbyggðina og heildar- samningurinn framlengdur til 1996. Fram kemur í svari ráðherra að til- boð Securitas hf. hafi verið það eina sem á endanum barst árið 1987 og ekki hafi farið fram útboð áður en viðbótarsamningurinn var gerður þar sem núverandi ókeypis þjónusta Securitas við landsbyggðina hafi tengst því að unnt væri að leysa öryggismál Akureyringa með sömu tækni og gildir í Reykjavík. Utanríkisráðherra gagnrýnir vinnubrögð bandaríska stjórnkerfisins harðlega Óskar Jón Baldvin eftir fundi með dr. Perry? Davíð Oddsson Þorsteinn Pálsson Jón Baldvin Hannibalsson Viðhorf til þyrlukaupa eru mismunandi inn- an ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar, eins og fram kemur í samtölum Agnesar Braga- dóttur við utanríkis- og dómsmálaráðherra JÓN Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra gerir ráð fyrir að viðræð- ur íslenskra og bandarískra stjórn- valda, að því er varðar samvinnu um rekstur þyrlubjörgunarsveitar- innar á Keflavíkurflugvelli, þurfi að flytjast á æðri stjórnstig. Ráð- herrann segir koma til greina að hann hafi frumkvæði að því, að óska eftir fundi með dr. William Perry, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna. „Við munum taka ákvörð- un um það eftir frekari samtöl í ríkisstjórninni," sagði Jón Baldvin í samtali við Morgunblaðið í gær. Utanríkisráðherra segir banda- rísk stjórnvöld ekki hafa staðið að viðræðum um yfírtöku íslendinga á flugbjörgunarsveit varnarliðsins og hugsanlega verktöku íslendinga við rekstur hennar, eins og fyrirheit hafi verið gefin um. íslensk stjórnvöld hafi komið óánægju sinni með starfshætti bandarískra stjórnvalda á framfæri í aprflmánuði, þegar á daginn kom að boðuð kynning á verði og kjörum reyndist óhaldbær og var dregin til baka. „Óánægja íslenskra stjórn- valda hefur ekki verið ítrekuð við þau bandarísku síðan, enda eru við- ræður enn yfirstandandi við þennan einstakling og þeir sem um málið fjalla af hálfu ríkisstjórnar hafa enn ekki hist til þess að tala um mál- ið,“ sagði Jón Baldvin. Fresturinn rennur út á miðnætti Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, sagði opinberlega í gær- kvöldi, að þyrlukaupamálið yrði til lykta leitt á næsta ríkisstjórnar- fundi. „Sá frestur sem við veittum, til þess að fá niðurstöðu í þessu máli, rennur út á miðnætti annað kvöld,“ sagði Þorsteinn Pálsson, dómsmála- ráðherra, er Morgunblaðið Spurðí hann í gær, hvert yrði næsta skref- ið í sambandi við ákvarðanatöku stjórnvalda um þyrlukaup. Þor- steinn kvaðst eiga von á þvi að málið yrði rætt á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. „Þessi frestur var settur og í framhaldi þess að hann rennur út, taka menn ákvarðanir, með hliðsjón af því sem búið er að segja," sagði Þorsteinn. Aðspurður hvort hann teldi að hætta bæri viðræðum við bandarísk stjórnvöld, eftir að þau tóku þá ákvörðun að senda hingað til viðræðna einn starfsmann Pentagon, í stað sérfræðinganefnd- ar, eins o’g boðað hafði verið, sagði Þorsteinn: „Mér finnst að þáð eigi á þessu stigi ekkert að vera að blanda þessu meira saman. Við getum haldið áfram viðræðum við Bandaríkjamenn um hugs'anlega yfirtöku á þessari flugbjörgunar- sveit, en það hefur alltaf legið fyrir að slíkt tæki eitt til tvö ár. Það getur ekkert tafið ákvörðun okkar núna um að kaupa þyrlu. Þær upp- lýsingar sem við höfum fengið á þessum þremur vikum benda ekki til annars, en þessar viðræður muni taka þennan langa tíma.“ Utanríkisráðherra gagnrýnir umræðu um þyrlukaup, og segir menn ræða út frá sjálfgefnum for- sendum, að hér séu einhverjir að reyna að tefja einfalda ákvörðun um kaup á þyrlu. „Hvað svo sem líður forsögu málsins, þá eru stað- reyndirnar þessar. Við endurnýjun varnarsamningsins í byijun ársins barst íslenskum stjórnvöldum nýtt tilboð frá bandarískum stjórnvöld- um,“ sagði Jón Baldvin. „Tilboð sem var í samræmi við það sem við höfðum áður leitað eftir, en banda- rísk stjórnvöld hafnað, þ.e.a.s. að íslendingar tækju sjálfir yfir þyrlu- björgunarþjónustuna við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli á grundvelli verktöku. Þetta hefur tvo megin kosti. Þyrlubjörgunarþjónustan hér á landi myndi stóreflast og ástæða er til að ætla að greiðslur fyrir þjón- ustu við varnarliðið myndu auðvelda okkur að standa undir stofnkostn- aði og rekstri slíkrar sveitar. Auk þess snertir þessi þáttur málsins framhaldsviðræður við Bandaríkin um varnarsamninginn eftir 1996. Við forsætisráðherra vorum sam- mála um það, að þetta væri afar hagstætt tilboð fyrir íslendinga og tókum því fagnandi. Ríkisstjómin samþykkti það einróma." Oskilvirkni og seinagangur „Við höfum ekki dregið þetta mál, heldur rekið á eftir því. Því miður verð ég að láta í ljós mikil vonbrigði með óskilvirkni og seina- gang í bandaríska stjórnkerfinu, sem lýsir sér m.a. í því að þeir láta frá sér fara verðtilboð, sem reynist ekki á rökum reist og standa þann- ig að fyrirheiti um að senda hingað sérfræðingahóp, að það skilar ekki tilætluðum árangri," sagði ráðherr- ann. „Það eru tveir kostir í málinu,“ sagði Jón Baldvin. „Að taka ákvörð- un um að kaupa einhveija notaða Pumu. Það er jafnframt ákvörðun um það að hafna framhaldsviðræð- um við Bandaríkin, því við rekum ekki flugbjörgunarþjónustu, með tveimur gjörólíkum gerðum af þyrl- um.“ Ráðherrann útilokar ekki að hægt væri að kaupa Super Puma- þyrluna, til þess að brúa bilið, þar til viðræðum við Bandaríkjamenn væri lokið, og hafa-í slíkum samn- ingi endurkaupakvöð á seljandann. Hann telur hins vegar að slík lausn yrði íslendingum afar kostnaðar- söm. Hann kveðst enginn þyrlusér- fræðingur, en enginn segi honum að Síkorsky-þyrlur séu lakari kostur tæknilega heldur en Puma. Hann nefnir í því sambandi vélarafl, flug- hraða, flugþol, eldsneytiseyðslu, burðargetu, það hvernig hægt er að stýra þyrlunum í óveðri, staðal- búnað og afísingartæki. „Þar að auki geta menn litið á reynsluna á heimsmarkaði, þar sem Síkorsky- þyrlur eru miklu víðar notaðar, einkum og sér í lagi við björgunar- störf.“ ( ( Í M I i i i í I i i í i i N i i 1 i t I i I f I f i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.