Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Norrænir alþýðutón- listarmenn sameinast Ungir norrænir myndlistarmenn rýna í framtíðina Framtíðarfarkostur og vistvæn fiskeldisstöð koma frá norskum hönnunarháskóla en Valdís Harrysdóttir óf verkið til hægri úr þara og innyflum dýra. Vistfræði og lífsgæði á hönnunarsýningu Hópurinn sem vann að sýningunni í London Trú og þjóðfélag á hátíð sem haldin verður á Islandi í sumar ÁRSFUNDUR „Nordisk Folke- musikkomite" (NF) verður haldinn á íslandi í sumar í fyrsta sinni. Á fundinum munu nýstofnuð samtök íslenskra alþýðutónlistarmanna ganga í norrænu samtökin. í tengslum við fundinn verður efnt til alþýðutónlistarhátíðar í Reykja- vík þar sem listamenn frá hinum Norðurlöndunum munu sækja okkur heim og kynna alþýðutónlist sinna landa. Norrænu alþýðutónlistarsam- tökin hafa starfað í nokkur ár, en ísland hefur ekki átt aðild að þeim. Ástæðan er fyrst og fremst sú að hér á landi hafa ekki verið til nein heildarsamtök al- þýðutónlistar- manna. Úr því var bætt fyrr á þessu ári þegar „íslensku alþýðu- tónlistarsamtökin ÍSAT voru stofn- uð. Aðilar að ÍSAT eru Kvæða- mannafélagið Ið- unn, Kvæða- mannafélag Hafnarfjarðar, Þjóðdansafélag Reykjavíkur, Vísnavinir og Landssamband íslenskra harm- onikkuunnenda. Á Norðurlöndum er sterk hefð fyrir alþýðutónlist og ekki er óal- gengt að mörg þúsund manns sæki tónleika þar sem alþýðutónl- ist er flutt. Hér á landi er þessi hefð ekki jafn sterk. Sigurður Rúnar Jónsson tónlistarmaður sagðist telja að ein af ástæðum fyrir þessu sé að konungsvaldinu hefði á sínum tíma gengið betur GÍTARTÓNLEIKAR verða haldnir í sal Tónlistarskóla Húsavíkur í dag, fimmtudaginn 5. maí kl. 20. Þeir sem koma fram eru Símon H. ívarsson og gítamemendur tón- listarskólans. Undanfarin ár hefur Símon komið á vorin í heimsókn til Tón- listarskóla Húsavíkur og haldið námskeið fyrir gítamemendur. að fylgja eftir banni á dansi hér á landi en víða annars staðar. Hann sagði að þetta bann hefði leitt til þess að mikið af þjóðlegri danstónlist hefði glatast. Sigurður sagði mikilvægt að tónlistarnemar fái kennslu í íslenskri alþýðutónl- ist. Hingað til hafi hún verið horn- reka í tónlistarskólunum. Á tónlistarhátíðinni í, sumar, sem verður haldin dagana 19.-21. ágúst, verður sérstök áhersla lögð á unga listamenn. Verið er að skipuleggja dagskrá, en stefnt er að því að þeir flytji alþýðutónlist á mörgum tónleikum víðsvegar um borgina. Haukur Sigtryggsson frá Kvæðamannafélagi Hafnarfjarðar kvaðst vona að þessi hátíð stuðli að því að alþýðutónlist fái þann stall sem henni ber á íslandi. Á vegum Norræna hússins verð- ur í júní efnt til sérstakrar tón- listarferðar, sem gengur undir nafninu „kulturbus". Farið verður hringinn í kring um landið og nor- rænu listafólki boðið að flytja tón- list sína. Ferðin er tilraun Norræna hússins til að flytja starfsemi sína til íbúa sem búa utan Reykjavíkur. Á tónleikunum leika nemendur lög eftir tónskáld frá ýmsum tíma- bilum, bæði einleiksverk og í sam- spili. Símon mun eingöngu leika verk frá Suður-Ameríku. Þar leik- ur hann m.a. verk eftir V. Lobos, A. Lauro, B. Canonico og J. Mor- el. Aðgangur er ókeypis og stend- ur öllum opinn. HÖNNUN ungra norræna lista- manna verður til sýnd í London út maí. Sýningin Varde verður opnuð þar í dag í Konunglega lista- háskólanum og markar opinber- lega upphaf samstarfs milli lista- og hönnunarháskóla á Norður- löndum. Viðfangsefnið er vist- fræði, lífsgæði og auðlindir. Þátt taka nú til að byija með 8 hópar 300 nemenda og kennara frá 7 skólum og sýnd verða valin verk. Undirbúningur hefur staðið í ár og sextán Islendingar eiga verk á sýningunni. Fyrirhugað er að hún fari til Berlínar, Vínar og Rómar seinna á árinu og verði í Búdapest næsta vor. Verkefnið er með þeim stærstu á sviði menning- ar sem norræna ráðherranefndin styrkir á þessu og næsta ári. Norr- æni Menningarsjóðurinn styrkir einnig Varde og svo menntamála- ráðuneyti á Norðurlöndum auk skólanna sjálfra og ýmissa fyrir- tækja. Ráðstefna og sýning Norræna hönnunaráætlunin, eins og Varde er líka kölluð, samanstendur af sýningunni sjálfri, ráðstefnum um norræna hönnun, vinnustofu, uppákomum og tískusýningum. Hóparnir 8 vinna með keramik og gler, fatn- að, grafíska hönnun, umhverfi og húsgögn, iðnhönnun, málsteypu, ljósmyndun og textíl. íslensku nemendurnir úr Mynd- lista- og handíðaskólanum sýna örstuttar teiknimyndir um spor inn í framtíðina (grafísk hönnun), endurnýtingarhugmyndir í ofnum myndum úr hjólbörðum annars vegar og þara og görnum hins vegar (textíldeild) og vindskúlptúr og fleira í framtíðargarðinn (keramik). Afmælisrit til heiðurs dr. Þóri Kr. Þórðarsyni í TILEFNI af sjötugsafmæli dr. Þóris Kr. Þórðarsonar prófessors 9. júní næstkomandi ætla sam- starfsmenn hans við guðfræðideild að heiðra hann með afmælisriti. Nefnist það Trú og þjóðfélag. Rit- nefnd afmælisritsins skipa dr. Ein- ar Sigarbjörnsson prófessor, dr. Gunnlaugur A. Jónsson forstöðu- maður Guðfræðistofnunar og dr. Pétur Pétursson prófessor. í ritinu verða einkum birtar greinar eftir dr. Þóri sjálfan, en jafnframt munu þrír af prófessor- um Háskóla íslands, þeir dr. Björn Björnsson, Jón Sveinbjörnsson og dr. Páll Skúlason, skrifa greinar um Þóri. Flestar fjalla greinar Þóris um margvísleg viðfangsefni guðfræð- innar, en einnig um málefni há- skólans og borgarmál. Loks verða birtar nokkrar greinar Þóris um ýmsa af samferðamönnum hans. Síðustu forvöð að skrá sig á heillaóskaskrá sem birt verður fremst í ritinu er 5. maí. Tekið verður við áskriftum á skrifstofu guðfræðideildar og í Kirkjuhúsinu. Morgunblaðið/Þorkell Forsvarsmenn ÍSAT Frá vinstri: Þorvaldur Björnsson, Bjarni R. Þórðarson, Kristján Hannesson, Haukur Sigtryggsson og Sigurður Rúnar Jónsson. Gítartónleikar á Húsavík * TÍZKAN LAUGAVEGI 71 • 2. HÆÐ SÍMI10770 Þú velur draumakjólinn þinn - við saumum hann og aðstoðum við val á sniði, efni, höfuðbúnaði og skrauti. Fatahönnuðir sýna í Portinu TVEIR fatahönnuðir, þær Bergdís Guðnadóttir og Helga Rún Páls- dóttir, sýna íslenskan fatnað í Portinu, Hafnarfirði, dagana 7.-15. maí nk. í kynningu segir: „Þetta er sölu- sýning á íslenskum fatnaði og er efniviðurinn af ýmsum toga, allt frá fiskroði og íslenskri ull til al- þjóðlegri efna.“ Bergdís er myndmenntakennari frá Myndlista- og handíðaskóla íslands og kjólasveinn frá Iðnskól- anum í Reykjavík. Helga Rún er klæðskerasveinn frá Iðnskólanum í Reykjavík, fata- hönnuður frá Columbine-skólanum í Kaupmannahöfn og búninga- hönnuður frá Wimbledon School of Art í London, auk þess sem hún lærði hattagerð í Kaupmannahöfn og London. Opið verður alla daga frá kl. 14-18 nema þriðjudaga og er að- gangur ókeypis. Access 2.0 námskeið 94048 Tölvu- og verkfræöibjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • ® 68 80 90 e <§ e i * e € í c ( v i I 1 I '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.