Morgunblaðið - 05.05.1994, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 05.05.1994, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Norrænir alþýðutón- listarmenn sameinast Ungir norrænir myndlistarmenn rýna í framtíðina Framtíðarfarkostur og vistvæn fiskeldisstöð koma frá norskum hönnunarháskóla en Valdís Harrysdóttir óf verkið til hægri úr þara og innyflum dýra. Vistfræði og lífsgæði á hönnunarsýningu Hópurinn sem vann að sýningunni í London Trú og þjóðfélag á hátíð sem haldin verður á Islandi í sumar ÁRSFUNDUR „Nordisk Folke- musikkomite" (NF) verður haldinn á íslandi í sumar í fyrsta sinni. Á fundinum munu nýstofnuð samtök íslenskra alþýðutónlistarmanna ganga í norrænu samtökin. í tengslum við fundinn verður efnt til alþýðutónlistarhátíðar í Reykja- vík þar sem listamenn frá hinum Norðurlöndunum munu sækja okkur heim og kynna alþýðutónlist sinna landa. Norrænu alþýðutónlistarsam- tökin hafa starfað í nokkur ár, en ísland hefur ekki átt aðild að þeim. Ástæðan er fyrst og fremst sú að hér á landi hafa ekki verið til nein heildarsamtök al- þýðutónlistar- manna. Úr því var bætt fyrr á þessu ári þegar „íslensku alþýðu- tónlistarsamtökin ÍSAT voru stofn- uð. Aðilar að ÍSAT eru Kvæða- mannafélagið Ið- unn, Kvæða- mannafélag Hafnarfjarðar, Þjóðdansafélag Reykjavíkur, Vísnavinir og Landssamband íslenskra harm- onikkuunnenda. Á Norðurlöndum er sterk hefð fyrir alþýðutónlist og ekki er óal- gengt að mörg þúsund manns sæki tónleika þar sem alþýðutónl- ist er flutt. Hér á landi er þessi hefð ekki jafn sterk. Sigurður Rúnar Jónsson tónlistarmaður sagðist telja að ein af ástæðum fyrir þessu sé að konungsvaldinu hefði á sínum tíma gengið betur GÍTARTÓNLEIKAR verða haldnir í sal Tónlistarskóla Húsavíkur í dag, fimmtudaginn 5. maí kl. 20. Þeir sem koma fram eru Símon H. ívarsson og gítamemendur tón- listarskólans. Undanfarin ár hefur Símon komið á vorin í heimsókn til Tón- listarskóla Húsavíkur og haldið námskeið fyrir gítamemendur. að fylgja eftir banni á dansi hér á landi en víða annars staðar. Hann sagði að þetta bann hefði leitt til þess að mikið af þjóðlegri danstónlist hefði glatast. Sigurður sagði mikilvægt að tónlistarnemar fái kennslu í íslenskri alþýðutónl- ist. Hingað til hafi hún verið horn- reka í tónlistarskólunum. Á tónlistarhátíðinni í, sumar, sem verður haldin dagana 19.-21. ágúst, verður sérstök áhersla lögð á unga listamenn. Verið er að skipuleggja dagskrá, en stefnt er að því að þeir flytji alþýðutónlist á mörgum tónleikum víðsvegar um borgina. Haukur Sigtryggsson frá Kvæðamannafélagi Hafnarfjarðar kvaðst vona að þessi hátíð stuðli að því að alþýðutónlist fái þann stall sem henni ber á íslandi. Á vegum Norræna hússins verð- ur í júní efnt til sérstakrar tón- listarferðar, sem gengur undir nafninu „kulturbus". Farið verður hringinn í kring um landið og nor- rænu listafólki boðið að flytja tón- list sína. Ferðin er tilraun Norræna hússins til að flytja starfsemi sína til íbúa sem búa utan Reykjavíkur. Á tónleikunum leika nemendur lög eftir tónskáld frá ýmsum tíma- bilum, bæði einleiksverk og í sam- spili. Símon mun eingöngu leika verk frá Suður-Ameríku. Þar leik- ur hann m.a. verk eftir V. Lobos, A. Lauro, B. Canonico og J. Mor- el. Aðgangur er ókeypis og stend- ur öllum opinn. HÖNNUN ungra norræna lista- manna verður til sýnd í London út maí. Sýningin Varde verður opnuð þar í dag í Konunglega lista- háskólanum og markar opinber- lega upphaf samstarfs milli lista- og hönnunarháskóla á Norður- löndum. Viðfangsefnið er vist- fræði, lífsgæði og auðlindir. Þátt taka nú til að byija með 8 hópar 300 nemenda og kennara frá 7 skólum og sýnd verða valin verk. Undirbúningur hefur staðið í ár og sextán Islendingar eiga verk á sýningunni. Fyrirhugað er að hún fari til Berlínar, Vínar og Rómar seinna á árinu og verði í Búdapest næsta vor. Verkefnið er með þeim stærstu á sviði menning- ar sem norræna ráðherranefndin styrkir á þessu og næsta ári. Norr- æni Menningarsjóðurinn styrkir einnig Varde og svo menntamála- ráðuneyti á Norðurlöndum auk skólanna sjálfra og ýmissa fyrir- tækja. Ráðstefna og sýning Norræna hönnunaráætlunin, eins og Varde er líka kölluð, samanstendur af sýningunni sjálfri, ráðstefnum um norræna hönnun, vinnustofu, uppákomum og tískusýningum. Hóparnir 8 vinna með keramik og gler, fatn- að, grafíska hönnun, umhverfi og húsgögn, iðnhönnun, málsteypu, ljósmyndun og textíl. íslensku nemendurnir úr Mynd- lista- og handíðaskólanum sýna örstuttar teiknimyndir um spor inn í framtíðina (grafísk hönnun), endurnýtingarhugmyndir í ofnum myndum úr hjólbörðum annars vegar og þara og görnum hins vegar (textíldeild) og vindskúlptúr og fleira í framtíðargarðinn (keramik). Afmælisrit til heiðurs dr. Þóri Kr. Þórðarsyni í TILEFNI af sjötugsafmæli dr. Þóris Kr. Þórðarsonar prófessors 9. júní næstkomandi ætla sam- starfsmenn hans við guðfræðideild að heiðra hann með afmælisriti. Nefnist það Trú og þjóðfélag. Rit- nefnd afmælisritsins skipa dr. Ein- ar Sigarbjörnsson prófessor, dr. Gunnlaugur A. Jónsson forstöðu- maður Guðfræðistofnunar og dr. Pétur Pétursson prófessor. í ritinu verða einkum birtar greinar eftir dr. Þóri sjálfan, en jafnframt munu þrír af prófessor- um Háskóla íslands, þeir dr. Björn Björnsson, Jón Sveinbjörnsson og dr. Páll Skúlason, skrifa greinar um Þóri. Flestar fjalla greinar Þóris um margvísleg viðfangsefni guðfræð- innar, en einnig um málefni há- skólans og borgarmál. Loks verða birtar nokkrar greinar Þóris um ýmsa af samferðamönnum hans. Síðustu forvöð að skrá sig á heillaóskaskrá sem birt verður fremst í ritinu er 5. maí. Tekið verður við áskriftum á skrifstofu guðfræðideildar og í Kirkjuhúsinu. Morgunblaðið/Þorkell Forsvarsmenn ÍSAT Frá vinstri: Þorvaldur Björnsson, Bjarni R. Þórðarson, Kristján Hannesson, Haukur Sigtryggsson og Sigurður Rúnar Jónsson. Gítartónleikar á Húsavík * TÍZKAN LAUGAVEGI 71 • 2. HÆÐ SÍMI10770 Þú velur draumakjólinn þinn - við saumum hann og aðstoðum við val á sniði, efni, höfuðbúnaði og skrauti. Fatahönnuðir sýna í Portinu TVEIR fatahönnuðir, þær Bergdís Guðnadóttir og Helga Rún Páls- dóttir, sýna íslenskan fatnað í Portinu, Hafnarfirði, dagana 7.-15. maí nk. í kynningu segir: „Þetta er sölu- sýning á íslenskum fatnaði og er efniviðurinn af ýmsum toga, allt frá fiskroði og íslenskri ull til al- þjóðlegri efna.“ Bergdís er myndmenntakennari frá Myndlista- og handíðaskóla íslands og kjólasveinn frá Iðnskól- anum í Reykjavík. Helga Rún er klæðskerasveinn frá Iðnskólanum í Reykjavík, fata- hönnuður frá Columbine-skólanum í Kaupmannahöfn og búninga- hönnuður frá Wimbledon School of Art í London, auk þess sem hún lærði hattagerð í Kaupmannahöfn og London. Opið verður alla daga frá kl. 14-18 nema þriðjudaga og er að- gangur ókeypis. Access 2.0 námskeið 94048 Tölvu- og verkfræöibjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • ® 68 80 90 e <§ e i * e € í c ( v i I 1 I '

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.