Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Bestu þakkir til allra þeirra, sem mundu mig
á 80 ára afmœlinu 10. apríl sl.
LifiÖ glöö.
Þórdís Sigurðardóttir,
Sæunnargötu 4, Borgarnesi.
Vogaskóli - árgangur 1957
í tilefni af 20 ára útskriftarafmæli gagnfræðinga 1974 frá Voga-
skóla, verður efnt til fagnaðar í Fóstbræðraheimilinu, Langholts-
vegi, laugardaginn 7. maí nk. kl. 21.00-03.00.
Öllum, sem fæddir eru 1957 og voru í Vogaskóla, er bent á að
láta sjá sig.
Diskótek sér um að spila öll þessi gömlu góðu.
Veitingar á staðnum.
Miðaverð kr. 700.
Nefndin.
SUMARÁÆTLUN M/S HERJÓLFS
Gildir frá 6. maítil 4. sept. 1994.
Frá Frá
Vestmannaeyjum Þorlákshöfn
Alla daga 08.15 12.00
Föstudaga
og sunnudaga 15.30 19.00
Auk þess á
fimmtudögum
í júní og júlí 15.30 19.30
Ferðir skipsins falla niður 22. maí (hvftasunnudag)
og 5. júnf (sjómannadag).
Annan f hvftasunnu verða tvær ferðir eins og
á sunnudögum.
Þá getur áætlunin breyst dagana 29. júlf til 1. ág-
úst vegna Þjóðhátfðar Vestmannaeyja.
Weriólfur hl
Sími 98-12800, myndsendir 98-12991
Vestmannaeyjum.
AWfíhmn*
SAMTÖK FYRIRTÆKJA i MÁLM- OG SKIPAIÐNAÐI
SAMTÖK FYRIRTÆKJA f MÍLM- OG SKIPAIÐNADI
AÐALFUNDUR
Aðalfundur félagsins fer fram á Hótel Holiday
Inn laugardaginn 7. maí nk. og hefst kl. 12.00.
Auk venjuiegra aðalfundarstarfa og umfjöllunar
um skipulagsmál samtakanna, mun iðnaðarráð-
herra, Sighvatur Björgvinsson, ávarpa fundinn
og Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, fjalla
um væntingar útgerða um framleiðslu og þjón-
ustu íslensks skipaiðnaðar.
Að fundi loknum hefur ísaga hf. móttöku fyrir
fundarmenn.
V
Sighvatur
Björgvinsson
Kristján
Ragnarsson
/
Eitt blab fyrir alla!
-kjarni málsins!
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 691100 frá 9-5 frá mánudegi til föstudags
Vegna
greinar
FINNUR Árnason, mark-
aðsstjóri hjá Sláturfélagi
Suðurlands, hringdi og
vildi koma á framfæri at-
hugasemdum við orð El-
ísabetar Ley hér í blaðinu
sl. þriðjudag, um tilboð SS
á pylsum og pylsubrauð-
um, svokallað Pylsupartí.
Pylsur og unnin kjöt-
vara er seld á kílóverði og
í Pylsupartíi hefur alltaf
verið 1 kíló af pylsum.
Hver pylsa vegum um 55
g þannig að í pylsupartíi
eru 18 pylsur, 10 brauð,
tómatsósa og sinnep. SS
hefur lækkað heildsölu-
verðið á þessu um 15% og
síðan hefur smásalinn und-
antekningarlaust lækkað
sína áiagningu um a.m.k.
10%. Þessi sölueining hef-
ur verið seld á a.m.k. 25%
lægra verði heldur en ef
hver eining, sem í pakkan-
um er, væri keypt hver
fyrir sig.
Með þessu tilboði hafa
SS og smásalamir unnið í
samvinnu að því lækka
verð á þessari vöru.
Einhvers misskilnings
virðist gæta hjá Elísabetu,
því alls ekki er verið að
koma aftan að neinum,
heldur hefur hagur neyt-
enda verið hafður í huga.
Einnig má benda henni á
auglýsingu sem birtist í
Morgunblaðinu 20. apríl
sl. þar sem öll þessi atriði
koma skýrt í ljós.
Síðbúnar
upplýsingar
MARÍA Guðnadóttir
kvartar yfir slælegri
þjónustu Ferðafélags
Islands. Henni var tjáð í
vetur að verð í einstakar
ferðir ætti að vera tilbúið
í apríl svo fólk gæti áttað
sig á því hvað því stæði
til boða fyrir sumarið.
Þegar hún hringir svo
núna í maí til að fá upplýs-
ingar um þetta er henni
sagt að það eigi að fara
að vinna í því að finna út
verð í þessar ferðir.
Þetta finnst Maríu vera
fyrir neðan allar hellur, að
ekki skuli vera hægt að fá
upplýsingar um þetta fyrr
en langt er liðið á sumar.
Ferðafélag íslands gæti
misst af ferðamönnum ef
það getur ekki gefið viðun-
andi upplýsingar.
Grænir dagar
í FYRRASUMAR voru
haldnir svokallaðir „græn-
ir dagar“ í Kópavogi og
var ég einn af mörgum
Kópavogsbúum sem gróð-
ursettu tré við götuna
mína. Mér og nágrönnum
mínum þótti þetta mjög
gott framtak í umhverfis-
málum og viljum koma
þeirri ósk á framfæri að
haldið verði áfram á sömu
braut. Kópavogur er fall-
egur bær og verður hann
enn fegurri við svona trjá-
ræktarátak.
Þórunn Hafstein,
Sunnubraut 12,
Kópavogi.
Gæludýr
Köttur í óskilum
GRÁR og hvítur fress-
kettlingur fannst í Hafnar-
firði. Upplýsingar í síma
654849.
Hamstur
HAMSTUR og búr fæst
gefíns. Upplýsingar í síma
650126.
Tapað/fundið
Lyklakippa fannst
LYKLAKIPPA með
barnabuddu fannst á
Lynghaga sl. föstudag.
Eigandi má vitja hennar í
síma 23856 eftir kl. 12.
Gleraugu töpuðust
KARLMANN SGLER-
AUGU í dökkri málmum-
gjörð töpuðust í nágrenni
Borgarkringlunnar föstu-
dagskvöldið 29. aprfl sl.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 667169 eftir
kl. 17. Góð fundarlaun.
Ur tapaðist
SVART Casio-tölvuúr með
reiknivél týndist í • nýju
Árbæjarsundlauginni.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 675540.
Ur fannst
KARLMANN SÚR fannst
við Gróttu sl. þriðjudag.
Upplýsingar í síma
611211.
Gleraugu fundust
GLERAUGU fundust við
Almannagjá á Þingvöllum
fyrir rúmri viku. Eigandi
má vitja þeirra í síma
683157.
Farsi
LEIÐRÉTTING
Rangt nafn á
stuðningslista
í heilsíðuauglýsingu til
stuðnings framboði Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladótt-
ur og Reykjavíkurlistans í
Morgunblaðinu sl. laugar-
dag birtist fyrir mistök nafn
Friðriks Þórs Friðrikssonar
kvikmyndagerðarmanns.
Þar var átt við alnafna hans
á Grettisgötu 19. Þeir eru
báðir beðnir velvirðingar á
þessum mistökum.
Pennavinir
ÁTJÁN ára japönsk stúlka
með áhuga á ferðalögum,
bréfaskriftum, frímerkjum,
teiknun o.fl.:
Yukiko Fukuda,
53-4 Morinosat,
Kukizaki-machi,
Inashiki-gun,
Ibaraki-ken,
300-12 Japan.
ÁTJÁN ára norsk stúlka
sem var á sínum tíma ætt-
leidd frá Kóreu vill komast
í bréfasamband við ættleitt
fólk. Hún er á dönskum
skóla:
Sonja Johnsen,
Samso Hogskole,
Skolebakken 10,
Kolby,
DK-8305 Samso,
Denmark.
FRÁ Ghana skrifar 23 ára
stúlka með áhuga á blaki,
körfubolta, ljósmyndun,
tónlist o.fl.: .
Doris Nana Aekon,
Oystemineralstreet,
Box 14-6 Elmira,
Ghana.
SPÁNVERJI sem getur
hvorki um aldur né áhuga-
mál vill eignast íslenska
pennavini:
German Franco Diaz,
Calvo Sotelo, 52-3°-i,
27600 Sarria (Lugo),
Spain.
Víkveiji skrifar...
Otrúlega róttækar breytingar
hafa orðið á íslensku samfé-
lagi á síðustu árum, svo róttækar
kannski að það þarf langur tími
að líða áður en hægt verður að
skilja þær til fulls. Þessar breyting-
ar á samfélaginu eru bæði til góðs
og ills að mati Víkveija, en miklu
skiptir að almenningur og stjórn-
völd séu meðvituð um þær og við
sé brugðist með viðeigandi hætti.
Þau tvö atriði sem mestu máli
skipta í þessu samhengi er annars
vegar atvinnuleysið og hins vegar
sá efnahagslegi stöðugleiki sem
hefur ríkt hin síðustu ár. Hvort
tveggja á eftir að hafa víðtækar
afleiðingar fyrir samfélagið og
þegnanna og skapa hér efnahags-
og félagslegt umhverfi sem er ef
til vill miklu skyldara evrópskum
samfélgöum heldur en þeirri sérís-
lensku samfélagsgerð sem við höf-
um þekkt til þessa.
Atvinnuleysi hefur haldið innreið
sína hér á landi 15-20 árum eftir
að það varð landlægt á meginlandi
Evrópu og virðist því miður komið
til að vera. Atvinnuleysi hefur ekki
þekkst hér síðan á kreppuárunum
nema staðbundi í stuttan tíma ef
undan eru skilin erfiðleikaárin í lok
sjöunda áratugarins sem orsökuð-
ust af hvarfi síldarinnar. Það eru
því miður ekki miklar líkur til þess
að atvinnuleysi hverfi þó rætist úr
þeim efnahgserfiðleikum sem þjóð-
in glímir nú við og því nauðsynlegt
að horfa raunsætt á vandann. Til
skamms tíma gat sérhver ungling-
ur fengið sér sumarvinnu og létt
undir með kostnaði af langskóla-
námi og skipulagh skólamála tók
mið af þessu. Nú er miklum erfið-
leikum háð fyrir ungt fólk að fá
vinnu og því er eðlilegt að skóla-
kerfið taki mið af þessum breyttu
aðstæðum.
xxx
*
Is tilefni þjóðhátíðarársins hefur
verið rekinn talsverður áróður
fyrir íslenskri framleiðslu. Fram-
leiðsla þjóðfáhans er auðvitað mik-
ið mál á ári sem þessu og á Hofs-
ós er rekin saumastofa, þar sem
íslenzki fáninn er framleiddur í
mikilli samkeppni við innflutta
fána.
Víkveiji veit ekki um verð, en á
þjóðhátíðarári er auðvelt að hvetja
menn til að kanna íslenzku fána-
framleiðsluna áður en fáni fram-
leiddur erlendis er dreginn um-
hugsunarlaust að hún.
xxx
Víkveija varð vináttan að um-
hugsunarefni í fyrradag.
Málshættir eru margir um vin-
áttuna. Einhvers staðar rakst Vík-
veiji á texta um vináttuna, þar sem
segir, að sannir vinir taki sér ból-
festi í hjarta hvors annars.
Vináttan hvetur til gjafmildi og flyt-
ur frið. Vinur er sá, sem hlustar
án þess að dæma og hjálpar til
þess að sjá jákvæðu hliðarnar á
mönnum og málefnum. Starfíð er
margt, en vináttan byggist á því,
hver þú ert, en ekki hvað þú starfar.