Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.05.1994, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Bestu þakkir til allra þeirra, sem mundu mig á 80 ára afmœlinu 10. apríl sl. LifiÖ glöö. Þórdís Sigurðardóttir, Sæunnargötu 4, Borgarnesi. Vogaskóli - árgangur 1957 í tilefni af 20 ára útskriftarafmæli gagnfræðinga 1974 frá Voga- skóla, verður efnt til fagnaðar í Fóstbræðraheimilinu, Langholts- vegi, laugardaginn 7. maí nk. kl. 21.00-03.00. Öllum, sem fæddir eru 1957 og voru í Vogaskóla, er bent á að láta sjá sig. Diskótek sér um að spila öll þessi gömlu góðu. Veitingar á staðnum. Miðaverð kr. 700. Nefndin. SUMARÁÆTLUN M/S HERJÓLFS Gildir frá 6. maítil 4. sept. 1994. Frá Frá Vestmannaeyjum Þorlákshöfn Alla daga 08.15 12.00 Föstudaga og sunnudaga 15.30 19.00 Auk þess á fimmtudögum í júní og júlí 15.30 19.30 Ferðir skipsins falla niður 22. maí (hvftasunnudag) og 5. júnf (sjómannadag). Annan f hvftasunnu verða tvær ferðir eins og á sunnudögum. Þá getur áætlunin breyst dagana 29. júlf til 1. ág- úst vegna Þjóðhátfðar Vestmannaeyja. Weriólfur hl Sími 98-12800, myndsendir 98-12991 Vestmannaeyjum. AWfíhmn* SAMTÖK FYRIRTÆKJA i MÁLM- OG SKIPAIÐNAÐI SAMTÖK FYRIRTÆKJA f MÍLM- OG SKIPAIÐNADI AÐALFUNDUR Aðalfundur félagsins fer fram á Hótel Holiday Inn laugardaginn 7. maí nk. og hefst kl. 12.00. Auk venjuiegra aðalfundarstarfa og umfjöllunar um skipulagsmál samtakanna, mun iðnaðarráð- herra, Sighvatur Björgvinsson, ávarpa fundinn og Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, fjalla um væntingar útgerða um framleiðslu og þjón- ustu íslensks skipaiðnaðar. Að fundi loknum hefur ísaga hf. móttöku fyrir fundarmenn. V Sighvatur Björgvinsson Kristján Ragnarsson / Eitt blab fyrir alla! -kjarni málsins! ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 691100 frá 9-5 frá mánudegi til föstudags Vegna greinar FINNUR Árnason, mark- aðsstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands, hringdi og vildi koma á framfæri at- hugasemdum við orð El- ísabetar Ley hér í blaðinu sl. þriðjudag, um tilboð SS á pylsum og pylsubrauð- um, svokallað Pylsupartí. Pylsur og unnin kjöt- vara er seld á kílóverði og í Pylsupartíi hefur alltaf verið 1 kíló af pylsum. Hver pylsa vegum um 55 g þannig að í pylsupartíi eru 18 pylsur, 10 brauð, tómatsósa og sinnep. SS hefur lækkað heildsölu- verðið á þessu um 15% og síðan hefur smásalinn und- antekningarlaust lækkað sína áiagningu um a.m.k. 10%. Þessi sölueining hef- ur verið seld á a.m.k. 25% lægra verði heldur en ef hver eining, sem í pakkan- um er, væri keypt hver fyrir sig. Með þessu tilboði hafa SS og smásalamir unnið í samvinnu að því lækka verð á þessari vöru. Einhvers misskilnings virðist gæta hjá Elísabetu, því alls ekki er verið að koma aftan að neinum, heldur hefur hagur neyt- enda verið hafður í huga. Einnig má benda henni á auglýsingu sem birtist í Morgunblaðinu 20. apríl sl. þar sem öll þessi atriði koma skýrt í ljós. Síðbúnar upplýsingar MARÍA Guðnadóttir kvartar yfir slælegri þjónustu Ferðafélags Islands. Henni var tjáð í vetur að verð í einstakar ferðir ætti að vera tilbúið í apríl svo fólk gæti áttað sig á því hvað því stæði til boða fyrir sumarið. Þegar hún hringir svo núna í maí til að fá upplýs- ingar um þetta er henni sagt að það eigi að fara að vinna í því að finna út verð í þessar ferðir. Þetta finnst Maríu vera fyrir neðan allar hellur, að ekki skuli vera hægt að fá upplýsingar um þetta fyrr en langt er liðið á sumar. Ferðafélag íslands gæti misst af ferðamönnum ef það getur ekki gefið viðun- andi upplýsingar. Grænir dagar í FYRRASUMAR voru haldnir svokallaðir „græn- ir dagar“ í Kópavogi og var ég einn af mörgum Kópavogsbúum sem gróð- ursettu tré við götuna mína. Mér og nágrönnum mínum þótti þetta mjög gott framtak í umhverfis- málum og viljum koma þeirri ósk á framfæri að haldið verði áfram á sömu braut. Kópavogur er fall- egur bær og verður hann enn fegurri við svona trjá- ræktarátak. Þórunn Hafstein, Sunnubraut 12, Kópavogi. Gæludýr Köttur í óskilum GRÁR og hvítur fress- kettlingur fannst í Hafnar- firði. Upplýsingar í síma 654849. Hamstur HAMSTUR og búr fæst gefíns. Upplýsingar í síma 650126. Tapað/fundið Lyklakippa fannst LYKLAKIPPA með barnabuddu fannst á Lynghaga sl. föstudag. Eigandi má vitja hennar í síma 23856 eftir kl. 12. Gleraugu töpuðust KARLMANN SGLER- AUGU í dökkri málmum- gjörð töpuðust í nágrenni Borgarkringlunnar föstu- dagskvöldið 29. aprfl sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 667169 eftir kl. 17. Góð fundarlaun. Ur tapaðist SVART Casio-tölvuúr með reiknivél týndist í • nýju Árbæjarsundlauginni. Finnandi vinsamlega hringi í síma 675540. Ur fannst KARLMANN SÚR fannst við Gróttu sl. þriðjudag. Upplýsingar í síma 611211. Gleraugu fundust GLERAUGU fundust við Almannagjá á Þingvöllum fyrir rúmri viku. Eigandi má vitja þeirra í síma 683157. Farsi LEIÐRÉTTING Rangt nafn á stuðningslista í heilsíðuauglýsingu til stuðnings framboði Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladótt- ur og Reykjavíkurlistans í Morgunblaðinu sl. laugar- dag birtist fyrir mistök nafn Friðriks Þórs Friðrikssonar kvikmyndagerðarmanns. Þar var átt við alnafna hans á Grettisgötu 19. Þeir eru báðir beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Pennavinir ÁTJÁN ára japönsk stúlka með áhuga á ferðalögum, bréfaskriftum, frímerkjum, teiknun o.fl.: Yukiko Fukuda, 53-4 Morinosat, Kukizaki-machi, Inashiki-gun, Ibaraki-ken, 300-12 Japan. ÁTJÁN ára norsk stúlka sem var á sínum tíma ætt- leidd frá Kóreu vill komast í bréfasamband við ættleitt fólk. Hún er á dönskum skóla: Sonja Johnsen, Samso Hogskole, Skolebakken 10, Kolby, DK-8305 Samso, Denmark. FRÁ Ghana skrifar 23 ára stúlka með áhuga á blaki, körfubolta, ljósmyndun, tónlist o.fl.: . Doris Nana Aekon, Oystemineralstreet, Box 14-6 Elmira, Ghana. SPÁNVERJI sem getur hvorki um aldur né áhuga- mál vill eignast íslenska pennavini: German Franco Diaz, Calvo Sotelo, 52-3°-i, 27600 Sarria (Lugo), Spain. Víkveiji skrifar... Otrúlega róttækar breytingar hafa orðið á íslensku samfé- lagi á síðustu árum, svo róttækar kannski að það þarf langur tími að líða áður en hægt verður að skilja þær til fulls. Þessar breyting- ar á samfélaginu eru bæði til góðs og ills að mati Víkveija, en miklu skiptir að almenningur og stjórn- völd séu meðvituð um þær og við sé brugðist með viðeigandi hætti. Þau tvö atriði sem mestu máli skipta í þessu samhengi er annars vegar atvinnuleysið og hins vegar sá efnahagslegi stöðugleiki sem hefur ríkt hin síðustu ár. Hvort tveggja á eftir að hafa víðtækar afleiðingar fyrir samfélagið og þegnanna og skapa hér efnahags- og félagslegt umhverfi sem er ef til vill miklu skyldara evrópskum samfélgöum heldur en þeirri sérís- lensku samfélagsgerð sem við höf- um þekkt til þessa. Atvinnuleysi hefur haldið innreið sína hér á landi 15-20 árum eftir að það varð landlægt á meginlandi Evrópu og virðist því miður komið til að vera. Atvinnuleysi hefur ekki þekkst hér síðan á kreppuárunum nema staðbundi í stuttan tíma ef undan eru skilin erfiðleikaárin í lok sjöunda áratugarins sem orsökuð- ust af hvarfi síldarinnar. Það eru því miður ekki miklar líkur til þess að atvinnuleysi hverfi þó rætist úr þeim efnahgserfiðleikum sem þjóð- in glímir nú við og því nauðsynlegt að horfa raunsætt á vandann. Til skamms tíma gat sérhver ungling- ur fengið sér sumarvinnu og létt undir með kostnaði af langskóla- námi og skipulagh skólamála tók mið af þessu. Nú er miklum erfið- leikum háð fyrir ungt fólk að fá vinnu og því er eðlilegt að skóla- kerfið taki mið af þessum breyttu aðstæðum. xxx * Is tilefni þjóðhátíðarársins hefur verið rekinn talsverður áróður fyrir íslenskri framleiðslu. Fram- leiðsla þjóðfáhans er auðvitað mik- ið mál á ári sem þessu og á Hofs- ós er rekin saumastofa, þar sem íslenzki fáninn er framleiddur í mikilli samkeppni við innflutta fána. Víkveiji veit ekki um verð, en á þjóðhátíðarári er auðvelt að hvetja menn til að kanna íslenzku fána- framleiðsluna áður en fáni fram- leiddur erlendis er dreginn um- hugsunarlaust að hún. xxx Víkveija varð vináttan að um- hugsunarefni í fyrradag. Málshættir eru margir um vin- áttuna. Einhvers staðar rakst Vík- veiji á texta um vináttuna, þar sem segir, að sannir vinir taki sér ból- festi í hjarta hvors annars. Vináttan hvetur til gjafmildi og flyt- ur frið. Vinur er sá, sem hlustar án þess að dæma og hjálpar til þess að sjá jákvæðu hliðarnar á mönnum og málefnum. Starfíð er margt, en vináttan byggist á því, hver þú ert, en ekki hvað þú starfar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.