Morgunblaðið - 25.05.1994, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 21
Joe Pass
látinn
JASS-gítar-
leikarinn Joe
Pass, sem
m.a. gat sér
orð fyrir að
vinna með
heimsþekkt-
um listamönn-
um á borð við
Ellu Fitzger-
ald, Count
Basie og Duke Ellington, lést
á mánudag úr lifrarkrabba, 65
ára að aldri. Pass deildi
Grammy-verðlaununum árið
1975 með Oscar Peterson og
Nils Henning Orsted Pedersen
fyrir plötu þeirra „The Trio“.
NATO gagn-
rýnir Frakka
AÐILDARÞJÓÐIR Atlants-
hafsbandalagsins (NATO)
gagnrýndu Frakka í gær fyrir
að hóta því að hefja brottflutn-
ing friðargæsluliða sinna frá
Bosníu yrði ekki einhver árang-
ur af friðarviðræðum. Sögðu
allmargir fulltrúar á ■ fundi
varnarmáiaráðherra NATO að
Frakkar ættu að ráðgast við
NATO-þjóðirnar áður en þeir
gripu til aðgerða.
Bakslag í
brottför
Rússa
ANDREJ Kózyrev, utanríkis-
ráðherra Rússlands, sagði í gær
að Rússar myndu halda herliði
sínu í Eistlandi þar til þeir teldu
að réttindi yfirmanna á eftir-
launum frá rússneska hernum
hefðu verið tryggð.
Tróðust undir
í Mekka
TALIÐ er að rúmlega 200 píla-
grímar hafí látið lífið í troðn-
ingi er varð við helgiathöfn á
leiðinni til Mekka, helgustu
borgar múslima. Atvikið átti
sér stað á mánudag í borginni
Mina, 15 km frá Mekka.
Vilja fullnustu
lífstíðardóms
FORELDRAR
James Bulger,
sem tveir 11
ára drengir
myrtu fyrir
rúmu ári,
krefjast þess
að drengirnir
verði látnir
sitja í fangelsi
til æviloka.
Hafa þau safnað um 250.000
undirskriftum þessa efnis en
dómari í málinu mæltist nýlega
til þess að drengirnir sætu af
sér 8-10 ár af lífstíðardómi sem
þeir hlutu fyrir morðið.
Kínversk
kvennaeyja
í ZUHAI í Suður-Kína hyggjast
• menn koma á fót sérstakri
„kvenna-eyju“ til að laða að
kvenkyns ferðalanga. Mun eyj-
an, sem er rétt hjá Macau, eiga
að endurspegla allt það sem
kvenlegt er. Þar verður leikin
kvennatónlist, sýnd skemmtiat-
riði kvenna, álfkonur munu
svífa til jarðar og allt verða
sveipað kvenlegri dulúð.
James
Bulger
Neyðarástand við Viktoríu-vatn vegna drápa í Rúanda
Tugþúsundum líka
hefur skolað á land
Kampala, París, Kigali. Reuter.
TUGÞÚSUNDIR rotnandi líka hafa
borist með fljóti frá Rúanda niður
að Viktoríu-vatni og stjórnvöld í
Úganda hafa óskað eftir aðstoð við
að hreinsa vatnið.
„Ástandið er hryllilegt. Þúsundir
líka eru föst í flæðiengjum og fenjum
við eyjarnar og við getum ekki náð
þeim öllum upp,“ sagði Godfrey
Kazibw, háttsettur embættismaður
í Kalangala í Úganda. Kalangala er
eyjaklasi Uganda-megin Viktoríu-
vatns, stærsta stöðuvatns heims.
Fregnir herma að allt að 50 líkum
karla, kvenna og bama hafi skolað
þar á land síðustu daga. Líkin eru
mörg aflimuð og rotna í vatninu, sem
skapar mikla hættu fyrir Ibúa sem
drekka vatnið. Stjórnvöld hafa lýst
yfir neyðarástandi á svæðinu og
ráðið íbúunum frá því að drekka
ósoðið vatn eða borða fiska úr vatn-
inu. Margir neyðast þó til að drekka
vatnið þar sem þeir eiga einskis
annars úrkosti.
Áætlað er að um 40.000 líka hafi
skolað á land í Úganda en höfuðs-
maður í her landsins sem fór í könn-
unarferð um svæðið í flugvél sagði
að sú tala kynni að vera alltof lág.
Tútsar krafðir um borgun
fyrir byssudauða
Philippe Douste-Blazy, heilbrigð-
isráðherra Frakklands, hefur verið í
Rúanda og sagði að ástandið þar
væri skelfilegt. Allt að hálf milljón
manna héfur verið drepin og fórn-
arlömbin eru aðallega tútsar, sem
em í minnihluta í landinu. „Þetta
er alvarlegasta þjóðarmorðið á síðari
hluta aldarinnar," sagði ráðherrann.
Douste-Blazy hafði eftir flótta-
mönnum að hútúar krefðu tútsa um
borgun fyrir að drepa þá með byss-
um frekar en sveðjum. „Þeir sögðu
„ef þú getur borgað drepum við þig
með Kalashníkov, annars beitum við
sveðjum“,“ hafði hann eftir flótta-
fólkinu.
' Ráðherrann kvaðst hafa hlustað
á útvarp hútúa og heyrt það skora
á dauðasveitirnar að þyrma ekki lífi
barna tútsa. Mannréttindahreyfing-
ar hafa hvatt til þess að útvarpinu
verði lokað.
Iqbal Riza, sendimaður Samein-
uðu þjóðanna, kom til Kigali, höfuð-
borgar Rúanda, í gær til að ræða
við stjórn landsins en uppreisnarher-
inn gerði harðar sprengjuárásir á
miðborgina og miðaði á hótelið þar
sem viðræðurnar áttu að fara fram.
Talið er að uppreisnarmennirnir hafi
viljað koma í veg fyrir viðræðumar.
Þeir eru nú í mikilli sókn, náðu flug-
vellinum í Kigali og mikilvægri her-
stöð á sitt vald um helgina.
Reuter
FISKIMENN í Úganda hafa slætt tugi líka upp úr Viktoríuvatni síðustu daga. Talið er að tugþús-
undir líka hafa borist með Akagera-fljótinu frá Rúanda niður í vatnið og stjórnvöld í Uganda óska
eftir aðstoð við að hreinsa það. A myndinni búa úgandískir sjómenn lík undir greftrun.
Vill Hillary verða annað en
húsmóðir í Hvíta húsinu?
Hillary for-
setaefni
demókrata?
Washington. The Daily Telegraph.
TÍMARITIÐ New Forlcerhefur
eftir nánum aðstoðarmanni Clin-
ton-hjónanna, Betsey Wright, að
samstarfsmenn þeirra hvetji nú
Hillary Clinton til að stefna að
framboði til forseta árið 2001
eftir að öðru kjörtímbili forset-
ans lyki.
Talsmenn Bandaríkjaforseta
visuðu þessu á bug og sögðu að
Hillary Clinton hefði engin
áform um að taka við af eigin-
manni sínum.
„Mjög margir eru farnir að
tala af alvöru um að hún taki við
af Bill Clinton,“ hafði New Yor-
ker eftir Betsey Wright. „Starfs-
menn þeirra segja: „Við verðum
að gera þetta svona og svona og
þá verðum við hérna í að minnsta
kosti 12 ár“.“ Ennfremur var
haft eftir Wright að nánustu
samstarfsmenn hjónanna teldu
þetta „mjög raunhæfa áætlun“.
Betsey Wright hefur neitað því
að hafa sagt þetta en tímaritið
kveðst standa við greinina.
Greinin kemur forsetanum illa
þar sem hann hefur verið að
reyna að mýkja ímynd sína. Litið
er á vísbendingar um að Hillary
kunni að gefa kost á sér í f orseta-
embættið sem lítillækkun við A1
Gore varaforseta, sem er talinn
líklegur til að verða forsetaefni
| demókrata á eftir Clinton.
Rússiand með landamæri Sovétríkjanna
Rútskoj
vill Jelt-
sín burt
Moskvu.Reuter.
FYRRUM varaforseti Rússlands,
Alexander Rútskoj, hóf um helgina
áróðursherferð sem miðar að því
að koma Borís Jeltsín, Rússlands-
forseta, frá völdum og endurreisa
rússneskt ríki innan landamæra
Sovétríkjanna sálugu. í ræðu, sem
markaði endurkomu Rútskojs í
rússnesk stjórnnml, lýsti hann
formlega yfir því að engin von
væri til þess að hann sættist við
Jeltsín.
„Stuðningur almennings við
meðalveginn er enginn. Hvaða
meðalvegur er á milli fórnarlambs
og morðingja?" spurði Rútskoj í
ræðu sinni og skoraði á alla stjórn-
málaflokka að gera upp við sig
með hvorum þeir stæðu.
Rútskoj telur að flokkur sinn,
Rússneski sósíal-demókratíski
þjóðarflokkurinn eigi að vera
Rútskoj laus úr fangelsi.
grundvöllur fjöldahreyfingar þjóð-
ernissinna og stjórnarandstöðu.
Mun flokkur Rútskojs, ásamt öðr-
um stjórnarandstöðuflokkum,
halda ráðstefnu um næstu helgi,
þar sem þeir munu ræða hvaða
aðferðum eigi að beita til að koma
Jeltsín frá völdum og leggja af
markaðsbúskap.
Rútskoj vann mikinn pólitískan
sigur er hann var endurkjörinn
leiðtogi flokks síns, sem virtist
hafa snúið við honum baki eftir
uppreisn þingsins í október sl.
Tólf bíða bana
í eldflauga-
árás á Sanaa
Sanaa. Reuter.
AÐ MINNSTA kosti 12 manns
biðu bana og 90 særðust þegar
eldflaug var skotið á Sanaa, höfuð-
borg Jemens, að sögn talsmanna
björgunarsveita í gær.
Ekki var vitað um afdrif þriggja
fjölskyldna tólf klukkustundum
eftir árásina, sem var gerð á mánu-
dagskvöld. Björgunarsveitirnar
notuðu skóflur og berar hendurnar
til að grafa í rústum húsanna sem
eyðilögðust.
Útvarpið í Aden sakaði ráða-
menn í Suður-Jemen um árásina
og stjórnvöld í Sanaa hótuðu að
hefna árásarinnar. Daginn áður
höfðu norðanmenn gert eld-
flaugaárás á Aden, höfuðborg suð-
urhlutans, sem kostaði átta manns
lífið.
Frá því stríðið hófst 4. maí hef-
ur 20 Scud-eldflaugum verið skotið
á norðurhlutann. Ein þeirra lenti
á íbúðahverfi í Sanaa II. maí og
varð 23 að bana.
Varnarmálaráðuneytið í Suður-
Jemen, sem lýsti yfir sjálfstæði á
laugardag, neitaði því að hafa
skotið eldflauginni á Sanaa. Dag-
inn áður hafði þó nýr forseti Suður-
Jemens sagt að ráðamenn í Aden
kynnu að endurskoða þá ákvörðun
sina að hætta að beita Scud-eld-
flaugum.
Her Norður-Jemens hefur reynt
að ráðast á Aden og honum hefur
tekist að ná Ataq, höfuðstað olíu-
héraðsins Shabwa í suðurhlutan-
um, á sitt vald. Nýja stjórnin í
Suður-Jemen varð fyrir öðru áfalli
um helgina þegar Bandaríkjastjórn
kvaðst ekki ætla að viðurkenna
sjálfstæði landsins, að minnsta
kosti að svo stöddu.