Morgunblaðið - 25.05.1994, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 25.05.1994, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Litlaust umhverfi MYNPLIST Nýlistasafnið INNSETNING Haraldur Jónsson Opið 14-18 daglegatil 5. júní Aðgangur ókeypis MAÐURINN og umhverfí ’nans hefur löngum verið eitt helsta við- fangsefni listamanna, og stefnu- breytingar í listasögunni hafa ekki síst falist í nýjum aðferðum við að nálgast þetta viðfangsefni. Þar eru straumar síðustu ára- tuga engin undantekn- ing; innsetningar í sýn- ingarsölum hafa stefnt að því að byggja upp ný umhverfi, þar sem aðrir meginþættir eru ráðandi en þeir sem eru mest áberandi I daglegu lífi, og umhverfislista- verk af ýmsu tagi, stað- sett á ólíklegustu stöð- um, hafa ekki síður gegnt því hlutverki að beina sjónum manna að ýmsum þáttum náttúr- unnar en að eigin form- gildum. Haraldur Jónsson hefur dvalið við listnám bæði í Þýskalandi og Frakklandi eftir að hann lauk námi við MHÍ 1987. Und- anfarin ár hefur hann notið vaxandi athygli fyrir skemmtilegar sýningar og frumlega nálgun við viðfangs- efni, sem tengjast tilveru mannsjns í umhverfi sínu; einkum er sýning hans í Gerðubergi á síðasta ári minnistæð. Stök verk hans hafa vakið eftirtekt fyrir mýkt og mann- lega nálgun, þar sem efnið hefur verið lifandi þáttur í heildinni. Innsetningar í sýningarsölum hafa verið stundaðar í íslensku lista- lífí síðan á sjötta áratugnum, og húsnæði Nýlistasafnsins við Vatns- stíg (og áður Gallerí SÚM) hefur reynst afar dtjúgt á þessum vett- vangi listarinnar. Salirnir eru hæfí- lega grófir í allri umgjörð til að auð- velt er að breyta þeirn, jafnframt því sem oft þarf litlu að hnika til að rýmið verði að virkum þætti í því sem listamenn vilja þar gera. Þegar hins vegar er búið að nýta staðinn með þessum hætti bæði oft og lengi, er hætt við að rýmið taki völdin, og bæði þurfi vönduð og nákvæm vinnubrögð til að næsta innsetning verði ekki ósköp svipuð hinni síð- ustu, og missi loks algjörlega marks vegna þess sem mætti nefna ofnotk- un á staðnum. Vinnubrögð af þessu tagi hafa hlotið ýmis nöfn önnur en hér er notað: uppsetningar, umhverfi og kringumstæður, svo nokkur séu nefnd. Haraldur Jóns- son hefur kosið að kalla verk sín hér „Kringum- stæður“, og myndar eina slíka í hvorum sal. Þessar innsetningar falla hins vegar báðar fyrir rýminu, og ná hvorki að móta það né marka á eftirtektar- verðan hátt, enda verk- in sem notuð eru í nær öllum tilvikum litlaus og lítil um sig. Þá bætir afar frasa- kenndur og sundurslit- inn texti engu við, þó honum sé greinilega ætlað að skýra baksvið þess, sem listamaðurinn er að fást við (Hluti: „til dæmis um daglega lífið nánasta umhverfi í víðari skiln- ingi eiginleikar líffræðilega sýni ein- kenni af raunverulegum sýndarveru- leikanum þegar hann er áþreifanleg- ur æxlun fyrirbæri sem eru undir eða handan við sjónsviðið á jaðrinum ...“); skýringar af þessu tagi hafa verið til allt frá dögum fískiljóða dadaistanna, og hafa fyrir löngu misst allan slagkraft. Haraldur Jónsson hefur þegar sýnt á stuttum ferli, að hann er þess vel megnugur að skapa áhuga- verða myndlist, fari hann eigin leið- ir að því marki. Þessi litla sýning er hins vegar dæmi um hvað getur gerst ef farið er að eltast of greini- lega við almenna frasa, sem löngu er búið að blóðmjólka, og er því best gleymd sem fyrst. Eirfkur Þorláksson Haraldur Jónsson. Morgunblaðið/Kristinn MÓTETTUKÓRINN í Hallgrímskirkju æfir Óðinn til kærleikans. Tónleikar Mótettu- kórsins á Listahátíð MÓTETTUKÓRINN heldur tónleika með a cappella tónlist í Hallgríms- kirkju sunnudaginn 29. maí klukkan 17. Á tónleikunum verður frumflutt verkið Óðurinn til kærleikans, eftir Pál P. Pálson en hann samdi það sérstaklega fyrir kórinn. Texti verksins er úr Fyrra Kor- intubréfi Páls postula, en sami texti er í tónverkinu sem mynd Kieslowsk- is, „Blue“, snýst um. Önnur verk á tónleikunum verða „Singet dem Herrn“ eftir Bach og mótettur eftir Schutz, Bruckner, Messiaen og Po- ulnec. Einnig verða fluttir sálmar Hallgríms Péturssonar við gömul sálmalög í útsetningu Jóns Nordals, Atla Heimis Sveinssonar og Jóns Hlöðvers Áskelssonar. Aðgöngumiðar fást í miðasölu Listahátíðar og verða einnig seldir við innganginn. Ný tímarit H TÍMARITIÐ Gangleri, fyrra hefti 68. árgangs er komið út. Gang- leri flytur greinar um andleg og heimspekileg mál. í vorhefti Gang- lera eru eftirfarandi greinar; Alkem- ía eðlis- og efnafræði hugarorkunnar eftir Hartmann Bragason. Um list- ina að lifa eftir J. Krishnamurti sem spyr hvort lífið sé aðeins eftir- sókn eftir frægð, mannvirðingum og auði. Uppskrift alheimsins eftir Pál J. Einarsson, sem fjallar um helstu kenningar nútíma kjarneðlisfræði. Hátæknihugleiðing eftir Birgi Bjarnason, grein sem fjallar um nýja tækni til slökunar, hugkyrrðar og aukinna möguleika til náms. Sam- vinna vísindamanna í rannsóknum á öreindum, minnst á kenningar og rannsóknir sem unnið er að í Kjarn- eðlisfræðistofnun Evrópulandanna. Óreiðukraftar í hversdagslífinu eftir John R. van Eenwyk. í þess- ari grein er reynt að tengja stærð- fræði og sálarlíf manna. Lífshlaup Giordano Bruno sem brenndur var á báli árið 1600 fyrir kenningar sín- ar. Gangleri er 96 blaðsíður og kemur út tvisvar á ári. Áskriftargjald er 1.450 krónur. Kristján Jóhannsson syngnr með Barnakór Grensáskirkju á Italíu BARNAKÓR Grensáskirkju er á förum til Ítalíu í næstu viku. Þar dvelur hann í boði kórsins Coro Polifonico Far- nesiana í borginni Piacenza. Kórarnir halda þar tónleika til styrktar krabbameins- sjúkum 28. maí þar sem Kristján Jóhannsson leggur kórunum lið sitt. Krabba- meinsfélag íslands styrkir barnakórinn til fararinnar Krisfján Jóhannsson ljúka sínu fjórða starfsári og hefur Margrét J. Pálma- dóttir stjórnað honum frá upphafi. Undirbúningur ít- alíuferðarinnar hefur staðið lengi yfir og er nú lang- þráðu markmiði náð. Miðvikudaginn 25. maí kl. 20.30 heldur kórinn tón- leika í Seltjarnarneskirkju. Þar verður fluttur hluti af efnisskrá kórsins. Á henni og verður verndari tónleikanna 28. maí. Barnakór Grensáskirkju er nú að er kirkjutónlist, íslensk og erlend lög af ýmsu tagi, þjóðlög, negrasálmar og lög úr söngleikjum. Nýjar bækur H ÚT ERU komnar tvær nýjar barnabækur. Sjáðu dýrin stækka er bók fyrir unga dýravini, sem hér geta fræðst um afkvæmi ýmissa dýrategunda. Á hverri opnu er skífa sem hægt er að snúa og á henni má sjá hvernig ungar og smádýr vaxa og taka breytingum á þroska- ferlinum. Fjöldi ljósmynda er í bók- inni og texti við hæfi tveggja til sex ára bama. Lína Langsokkur ætlar til sjós, er önnur bókin um hina víðfrægu söguhetju, Línu, sem Sigrún Árna- dóttir hefur þýtt. Hér segir frá ýms- um ævintýrum Línu, til dæmis því þegar hún temur slöngu og handsam- ar tígrisdýr og lendir í skipbroti á eyðieyju ásamt Tomma og Onnu. Útgefandi er Mál og menning. Sjáðu dýrin stækka kostar 1190 krónur og Lína Langsokkur ætlar til sjós kostar 1280 krónur. KONURATHUGIÐ: ÚTUT5KVÖLD Fimmtudaginn 26. maí HELENA F A G R A Gleraugna- VERSLUNIN í Mjódd Fatasamsetning Hárgreiðsla Gleraugu Sumartíska Förðun ess HÚSIÐ OPNAR KL. 19.00 Verð með íaat kr. 1.600,- Verð An matar kr. 800,- Borðapantanir í síma 689-686 KRIPAUIJOGA í kripalujóga lærir þú: ★ Aðlosaumspennu. ★ Að upplifa tilfinningar. ★ Áðslakavelá. Lærðu að þekkja tíkama þinn. Byrjendanámskeið hefjast 31. maí og 8. júní. Kynning laugardaginn 4. júní kl. 13. Jógastöóin Heimsljós Skeifunni 19,2. hæð, sími 679181 milli Id. 17 og 19. Dragtir Kjólar Blússur Pils Odýr náttfatnaóur | i 12, sími 44^33. Morgunblaðið/Sig. Jóns. SAMKÓR Selfoss ásamt stjórnandanum, Jóni Kristni Cortez, á vortónleikunum í Selfosskirkju. F agrir vortónar Samkór Selfoss med tónleika Selfossi - Samkór Selfoss hélt sína árlegu vortónleika 12. maí í Selfosskirkju, á fögru vorkvöldi. Tónleikarnir voru haldnir undir yfirskriftinni: Það var fyrir 50 árum. Þar var höfðað til 50 ára afmælis lýðveldisins. Stjórnarndi kórsins er Jón Kristinn Cortez og undirleikari Þórlaug Bjamadóttir. Á söngskránni voru 17 lög og söngstjórinn kynnti söngskrána og bað fólk að ímynda sér að það væri komið á tónleika á Þingvöllum fyrir 50 árum, lögin væru við það miðuð. Kórinn byrjaði á því að syngja Þú nafnkunna landið og endaði á Öxar við ána. Söngur kórsins var hreinn og vel agaður en á það reyndi verulega í sumum laganna. Tónleikar kórsins eru einn af vor- boðunum á Selfossi en lagavalið féll vel að veðurblíðunni útifyrir og þeim anda sem sumarkoman ber með sér. Árangur vetrarstarfs- ins blómstrar í vortónleikunum og að þessu sinni, sem svo oft áður, er árangur starfsins glæsilegur. Kórinn er einn af eðalsteinum menningarlífsins á Selfossi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.