Morgunblaðið - 25.05.1994, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Burt með alla
opinbera launung
í NIÐURLAGI
greinarkoms, sem
Morgunblaðið var svo
elskulegt að birta
laugardaginn 14. maí
sl. Um svefnró
Hæstaréttar, gat ég
um ádrepu, sem for-
seti Hæstaréttar ís-
lands mundi hafa sent
útvarpsráði vegna
þess að Fréttastofa
RÚV hafði þann 19.
febrúar dirfst að
greina frá leynibréfi
hans til Lögmannafé-
lags íslands og fleiri
aðila.
Nú hefur mér borist
ljósrit af þessari ádrepu og verð
ég, því miður, að ætla (þar til
annað þá sannaðist), að ljósritið
sé ófalsað. En sé þessi sending
ekki óprúttinn hrekkur, sýnist mér
í verulegt óefni komið. Innihald
þessarar ádrepu forseta Hæsta-
réttar er slíkt, að vandséð er
hvernig það yrði liðið í lýðræðis-
ríki að forsvarsmaður æðsta dóm-
Það er óhugsandi, að
nein einkamálalöggjöf
vemdi launung bréfs,
sem augljóslega varðar
gmndvallaratriði sam-
félagsins, segir Þorgeir
Þorgeirson, og ritað er
í krafti mikilvægs emb-
ættis.
stigs í landinu beiti sér þannig við
fréttamenn, sem ekkert hafa þó
til saka unnið nema það eitt að
greina satt og rétt frá embættis-
verkum, sem varða allan almenn-
ing í landinu.
Vissulega má um það efast, að
ríki þar sem bæði opinber frétta-
stofa og félagsskapur lögmanna
KRIPALUJÓGA
í kripalujóga lærir þú:
★ Að losa um spennu.
* Að upplifatilfinningar.
★ Aðslakavelá.
Lærðu að þekkja líkama þinn.
Byrjendanámskeið hefjast 31. maí
og 8. júní.
Kynning laugardaginn 4. júní kl. 13.
Jógasfööin Heimsljós
Skeifunni 19,2. hæí, simi 679181 milli ld. 17 og 19.
^mmM^mmmmm*
telja sér skylt að varð-
veita þvílíkt plagg sem
trúnaðarmál vikum
saman, geti með nein-
um rétti kallast lýð-
ræðisríki.
Ég sé að Lög-
mannafélagi íslands
hefur verið sent afrit
af ádrepu Hæstarétt-
arforsetans strax 22.
febrúar sl. og vil nú
skora á stjórn félags-
ins að lúra ekki lengur
á plagginu heldur
birta það opinberlega.
Það er óhugsandi, að
nein einkamálalöggjöf
verndi launung bréfs,
sem augljóslega varðar grundvall-
aratriði samfélagsins, og ritað er
í krafti mikilvægs opinbers emb-
ættis.
Réttarfarið í landi okkar má
ekki lengur vera einkamál forseta
Hæstaréttar íslands, né á það
heldur að vera trúnaðarmál út-
varpsráðs og stjórnar Lögmanna-
félags íslands, þegar forseti
Hæstaréttar hefur uppi tilburði til
að hindra frásögn fréttamanna af
tilskipunum, sem hann gefur út í
nafni réttarins.
En til þess að stjóm félagsins
geti nú gengið úr skugga um það
að hér sé verið að ræða um sama
bréfið og félaginu var sent afrit
af 22. febrúar sl. læt ég fylgja
niðurlag þess. Þar segir Hrafn
Bragason: „Það er þó erindi mitt
við útvarpsráð að fá að vita hvort
embættismenn megi almennt við
því búast að sagt verði frá pers-
ónulegum bréfum þeirTa til sam-
starfsaðila á öldum ljósvakans. Því
ef svo er, verða slík bréf auðvitað
ekki rituð og ménn koma saman
á leynifundum til að ráða ráðum
sínum. Andi alræðisríkja mun
svífa yfir vötnunum. Hér verður
það ekki „Stóri bróðir“ sem fylgist
með okkur heldur fréttastofa Út-
varps.“
Sé afritið, sem mér var sent,
ófalsað, hlýtur að þurfa að gera
forseta Hæstaréttar íslands grein
fyrir því, hver skylda fréttamanna
í lýðræðisríki er. Og spyija hann
þá kannski jafnframt, hver sé
munurinn á því að stjóma með
leynibréfum og hinu, sem hann
virðist þó fínna alræðisfnykinn af:
að stjóma með leynifundum? Þetta
vil ég benda stjóm Lögmannafé-
lagsins á, um leið og ég ítreka
áskomn um það, að hún birti
margnefnda ádrepu forseta
Hæstaréttar íslands opinberlega í
heild sinni. Þjóðin á heimtingu á
því.
Höfundur er ríthöfundur.
Þorgeir
Þorgeirson
SAMSKIP
AUGLYSiNG UM HLUTHAFAHIND
Tilkynning um aðalfund Samskipa hf.
Aðalfundur Samskipa hf. verður haldinn að Hvammi,
Hótel Holiday Inn, Reykjavík, þriðjudaginn 31. maí
1994 kl. 14.00.
Á aðalfundinum verður dagskrá í samræmi við 8.
grein samþykkta félagsins, auk umfjöllunar um tillög-
ur til breytinga á samþykktum.
Reykjavík 20. maí 1994
Stjórn Samskipa hf.
„Landgreifariiir“
fengu ókeypis kvóta
SIÐFERÐISMEÐVITUND er
breytileg og viðhorfin mörg, en
þegar aurar eru annars vegar er
heiðarleikanum hætt, endurskoðun
sækir á hugann, frá-
vika er leitað. Þegar
nútíminn er borinn
saman við fortíðina
kemur í ljós að margt
er til bóta, en annað
gengur aftur, sem við
héldum vera grafið.
Sumt hefur aldrei
breyst.
Árangursrík
innræting
Álagning kaup-
manna var „fyrir ,að
rétta vöruna yfir búð-
arborðið," skrifuðu og
sögðu óvandaðir gegn
betri vitund, kyntu undir illgirni
og hatri, þeir vissu að meira þarf
til að reka verslun. Á sama tíma
skilgreindu reikningsbækur barna
álagningu kaupmanna sem gróða,
varla óviljandi. - í svona umhverfi
áttu eðlileg viðskipti erfitt upp-
dráttar, höft voru allsráðandi,
þóttu sjálfsögð, flokksgæðingar
blómstruðu, verslunarokur þreifst
í skjóli hafta. - Nú bæta kaupmenn
kjör fólksins með lágu vöruverði,
biðraðir eru horfnar, einnig norpið
í nepjunni við bankana!
„Uppmælingaaðall"
Þetta virðulega uppnefni var við
lýði fram á síðasta áratug, en
hvemig skyldi það hafa orðið til?
Mikil þensla á vinnumarkaði og
skortur á liðlegri sölumennsku olli
miklu, uppmælingamennimir voru
tregir til að hafa taxtana fyrir
opnum tjöldum, pukrið vakti tor-
tryggni. Samanburður var mjög
erfiður, án upplýsinga var umræð-
an út og suður, með eða móti.
Verktakan bauð efasemdunum
heim, uppmælingin var reiknings-
vinna, nánast óskiljan-
leg almenningi. Verðið
þótti hátt og vinnan
misjöfn, návígi of mik-
ið. - Nú bjóða menn
niður, taxtar eru að
mestu fyrir bí, gjald-
þrot vora fátíð, en era
nú algeng. Verklegar
framfarir vora hæg-
fara og era það enn.
„Landgreifar"
Fram yfir 1960, var
innflutningsleyfum
skipt bróðurlega á
milli heildsala og SÍS,
„landgreifarnir" fengu
kvóta. Ekkert var flutt inn frá
Vesturveldunum nema gegn inn-
flutnings- og gjaldeyrisleyfum.
Leyfishafar þurftu ekki að óttast
að sitja uppi með vöra, eftirspurn
var mikil og algengt var að binda
sölu á eftirsóttri vöra við kaup á
illseljanlegri. Fólk leit á höftin sem
náttúralögmál. Leyfi fyrir bílum,
heimilistækjum o.fl. vora eftirsótt,
söluverð gamla bílsins, þótt aumur
væri, gerði oftast meira en að
borga þann nýja. Ekki að undra
þótt pólitíkusar og flokkar þeirra
hafi viljað eiga ítök í nefndum og
ráðum, sem úthlutuðu þessum lífs-
ins gæðum. - Flokkarnir deildu
ekki um fyrirkomulagið, aðeins um
ítökin!
Jeppaveisla
Skömmu eftir stríð var flutt
hingað til landsins talsvert magn
af amerískum jeppum í þeim fróma
tilgangi að þjóna landbúnaðinum.
Við þegjum og látum
hlutina viðgangast, seg-
ir Arni Brynjólfsson,
vegna þess að við eygj-
um möguleikann á að
komast seinna að kjöt-
kötlunum.
Þetta vora þarfatól sem vandasamt
var að úthluta. Hæfastir til verks-
ins vora auðvitað fulltrúar flokk-
anna, sem annast höfðu slíkt áður
af flokkslegu innsæi, en hver flokk-
ur fékk sinn jeppaskammt. Mestur
hlutinn mun hafa farið til „at-
kvæða“ í sveitum, þótt nokkrir
rötuðu á mölina, m.a. hlaut hnoss-
ið iðnaðarmaður í Reykjavík og
hver var skýringin? Þessi ágæti
maður var bolsi og sagði heppni
sína stafa af því að fulltrúi í úthlut-
unarráðinu þekkti ekki nógu
marga rauða í sveitum landsins,
enda vora flokksmenn hans ekki
miklir peningamenn. Þetta varð til
þess að hann eignaðist þennan
kostagrip. Jeppinn fékkst á búvéla-
verði, sem var auðvitað lágt í aug-
um mannsins á mölinni.
Haftagleði
Aldrei var höftunum mótmælt,
engir útifundir, göngur með mót-
mælaspjöld eða kosnir nýir menn,
hvað olli þessu? Það er erfitt að
skilja nú hvemig á þessu andvara-
leysi stóð, fólk virtist álíta spilling-
una sjálfsagða, við höfðum vanist
ranglætinu. - Við vorum samsek,
við kusum þetta yfir okkur, „lýð-
ræðislega". Margir álíta að höftin
Þarf að selja ný lög
um framhaldsskóla?
mikil. Margar þær
breytingar sém vora
gerðar 1974 vora þarf-
ar. En 100 breytingar
sem hver um sig er til
góðs geta orðið til ills
ef þær ganga allar yfir
á sama tíma. Ef marg-
ir kvillar hijá sama
sjúkling þá borgar sig
oftast að lækna fáa í
einu. Sé reynt að skera
hann upp við þeim öll-
um í senn era mestar
líkur á að hann nái sér
aldrei, drepist jafnvel.
Á síðustu 25 árum
hefur framhaldsskóla-
Atli Harðarson
er hægt að laga en
ekki með því að endur-
taka mistökin frá 1974
og reyna að skera kerf-
ið upp á ótal stöðum
samtímis.
Undanfarin ár hefur
niðurskurður á fjár-
framlögum til skólanna
verið réttlættur með
því að ríkið þurfi að
spara. Ég vefengi ekki
að ríkið þurfi að spara ,
en tel mig vita að það
kosti verulega fjármuni
að hrinda hugmyndum
18 manna nefndarinn-
ar í framkvæmd. Verði
Fyrri grein
UNDANFARIN misseri hefur 18
manna nefnd á vegum menntamála-
ráðherra unnið tillögur um róttækar
breytingar á skólakerfínu. Nefndin
skilaði áfangaskýrslu á útmánuðum
og nú fyrir stuttu sendi hún frá sér
framvarp til nýrra laga um fram-
haldsskóla. Framvarp til nýrra
grannskólalaga er væntanlegt.
Hvað mun standa í grannskóla-
framvarpinu veit ég ekki en þær
breytingar sem era boðaðar á fram-
haldsskólunum eru bæði margar og
miklar. Skólanefndarmönnum er
t.d. fækkað og reglum um skipun
þeirra breytt þannig að ráðherra á
að velja meirihluta þeirra án tilnefn-
ingar. Valdsviði skólastjóra er
breytt sem og reglum um ráðningu
kennara. Það á að lengja skólaárið,
fækka námsárum til stúdentsprófs,
fækka stúdentsbrautum og fjölga
öðrum brautum, breyta inntökuskil-
yrðum, auka tengsl við atvinnulíf,
taka upp samræmd próf o.fl. o.fl.
Árið 1946 voru sett fræðslulög
sem giltu lítt breytt til 1974. A
þessu 28 ára tímabili efldust bama-
og unglingaskólar mjög og þeim
tókst nokkurn veginn að svara sí-
breytilegu kalli tímans. Þokkaleg
sátt var um skólana og fæstir sáu
ástæður til verulegra breytinga á
þeim. Samt vildu yfirvöld breyta
og 1974 tóku ný grannskólalög
gildi. Umskiptin voru mikil - of
kerfið aukist mjög að vöxtum.
Lengst af óx það og þroskaðist án
þess að til væri nein heildarlöggjöf
um framhaldsskóla. Slík löggjöf leit
fýrst dagsins Ijós árið 1988. Segja
má að lögin frá 1988 hafí fyrst og
fremst staðfest þá þróun sem orðin
var og fest kerfið í sessi. Nú 6 áram
seinna eru menn orðnir nógu vanir
því völundarhúsi sem framhalds-
skólinn er til að geta ferðast um
það nokkurn veginn áreynslulaust.
Með þessu er ekki sagt að fram-
haldsskólakerfið sé gallalaust. Það
er ýmislegt að. T.d. stunda of fáir
unglingar nám í verklegum greinum
og tæknigreinum, of margir falla í
fyrstu áföngum, það gengur of erf-
iðlega að fá vel menntaða kennara
til starfa og tengsl skólanna við
atvinnulífið eru of lft.il. Allt þetta
reynt að framkvæma þær af van-
efnum er hætt við að sjúklingurinn
verði skorinn upp en ekki saumaður
saman aftur.
Miklar og hraðar breytingar á
jafn flóknu kerfí og skólakerfinu
eru yfirleitt ekki til góðs og síst ef
þær era framkvæmdar af vanefnum
eða ef ekki er samkomulag um
þær. Þar sem það er fyrirsjáanlegt
að ríkið þurfi að spara á icomandi
árum og lítið hefur verið gert til
að tryggja sátt um væntanlegar
breytingar þá líst mér satt að segja
ekki á blikuna. Ýmsar af tillögum
18 manna nefndarinnar era skyn-
samlegar og það er hægt að fram-
kvæma þær eina og eina í senn án
þess að umturna öllu kerfinu. Ef
yfirvöld vilja bæta skólakerfið þá
geta þau til dæmis beitt sér fyrir